Færsluflokkur: Bloggar

![]() |
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.4.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrjár gamlar konur sátu á bekk í góða veðrinu fyrir utan elliheimilið. Gamall maður gengur hjá og ein kerlinganna kallar til hans og segir, "Við skulum veðja við þig að við getum giskað á hve gamall þú ert!"
Sá gamli sagði, "Það er ekki nokkur leið fyrir ykkur að giska á það, þið gömlu flón".
Þá sagði ein kvennanna, "Víst getum við það! Girtu bara niðrum þig og þá getum við sagt nákvæmlega hvað þú ert gamall".
Karlinn varð hálf vandræðalegur en forvitni hans var vakin um hvort þær gætu þetta virkilega, svo hann girti niðrum sig og stóð fyrir framan þær með sprellann úti.
Konurnar sögðu þá manninum að snúa sér í hring og hoppa svo nokkrum sinnum. Þegar karlinn hafði gert þetta þá horfðu konurnar á hann dágóða stund og sögðu svo, "Þú ert 87 ára".
Sá gamli varð steinhissa og spurði hvernig í fjáranum þær sæju það.
Kerlingarnar skríktu úr hlátri og sögðu, "Við vorum í afmælinu þínu í gær".
Bloggar | 17.4.2008 (breytt kl. 18:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Brigitte Bardot var sexí súperstjarna á 6. og 7. áratug síðustu aldar og er nú orðin 73 ára gömul. Hún hætti kvikmyndaleik 39 ára af því hún vildi ekki vera í sviðsljósinu að eigin sögn. Þrátt fyrir það hefur hún alla tíð verið mikið í kastljósi fjölmiðlanna og þá helst fyrir að vera ötull talsmaður dýraverndunarsjónarmiða, og þótt nokkuð öfgasinnuð á því sviði að margra mati.
36-20-35 voru mál Bardot þegar stundaglas-vöxturinn var í tísku á 6. áratugnum. Á eldri myndinni sem tekin er af henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1955, þá tæpra 19 ára, er hún tiltölulega lítt þekkt leikkona en þarna ku mittismál hennar hafa verið 19 tommur. Þess má geta að meðal mittismál 8 ára gamalla stúlkna er 22 tommur.
Franskir dómstólar vilja dæma Bardot fyrir ummæli sín í garð múslima og hafa reyndar gert það fjórum sinnum áður, en nú á að taka hart á þeirri gömlu. Ekki veit ég hvað Bardot sagði, en það er dálítið sérkennilegt að kristið fólk í kristnum löndum sé dæmt af samlöndum sínum fyrir óviðurkvæmileg ummæli um múslima. Eins og hótanir múslimanna við slíku sé ekki nóg!
Múslimar reiðast þegar þeir eru gagnrýndur fyrir mannréttindabrot og morð í trúarlegum og/eða pólitískum tilgangi. En ef mannréttindabrot eru gagnrýnd í öðrum löndum, t.d. Kína? Eru sektir og fangelsi við því í Frakklandi líka? Ég held ekki, en dómarar eru kannski ekki eins hræddir við Kínverjana, sem segir okkur það að hótanir múslimanna eru að svínvirka.
![]() |
Brigitte Bardot kærð fyrir kynþáttahatur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.4.2008 (breytt kl. 12:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umræðan á Íslandi er nákvæmlega eins og í öðrum löndum um innflytjendur. Ef ég man rétt, þá hefur lögreglan hér á landi komist að sömu niðurstöðu í lauslegri könnun, þ.e. að miðað við fjölda innflytjenda hér á landi séu glæpamenn í svipuðu hlutfalli og meðal þjóðarinnar sjálfrar.
Vinnufélagi minn í Grunnskóla Reyðarfjarðar er pólsk og hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Henni þykir mjög leitt þegar hún sér fjölmiðlaumfjöllun um landa sína hér sem gerst hafa brotlegir við lög. Hinir löghlýðnu pólsku borgarar hér taka það nærri sér, þegar þjóðerni brotamannsins er gert að aðalatriði málsins.
Fordómar gagnvart útlendingum í dag, í góðu atvinnuástandi, gæti breyst í eitthvað annað og meira en bara fordóma ef verulega kreppir að hér á vinnumarkaði. Þá verður fjandinn laus.
![]() |
Pólska glæpaaldan er goðsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.4.2008 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er viðtal við Sævari Ciesielski í netmiðli DV í dag. Tilefnið er að Sævari sárnar að alþingismenn skuli ekki þekkja sögu hans í gæsluvarðhaldi vegna Geirfinnsmálsins. Samúel Örn Erlingsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, sagði að þess væru engin dæmi að menn væru hafðir svo lengi í einangrun hér á landi og benti á að í Geirfinnsmálinu hafi menn lengst verið í 100 daga. Þar var Samúel að vekja athygli á máli Birgis Marteinssonar, sem sat í einangrun í Færeyjum í 170 daga í tengslum við Pólstjörnumálið. Sævar sagðist hafa verið í gæsluvarðhaldi í yfir 1800 daga og þar af í einangrun í 740 daga.
Það sem vakti mestu athygli mína í viðtalinu, var þó ekki þetta atriði, heldur samanburður Sævars á íslenska og danska heilbrigðiskerfinu, en Sævar hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn undanfarið. Í viðtalinu segir Sævar;
Ég hef það gott þar. Ég lenti inn á spítala og þar vildu menn allt fyrir mann gera, ólíkt því sem maður á að venjast hér á landi." Spítalavistin kom til af því að Sævar féll niður stiga og brákaði á sér lærlegginn.
Það væri gaman að fá nánari útlistun á því, í hverju "þar vildu menn allt fyrir mann gera", felst. Ef í því felst ríflegri lyfjagjöf, þá er ég hreint ekki viss um að við ættum að taka danska heilbrigðiskerfið okkur til fyrirmyndar
Þess má geta að Sævar hefur verið sveitungi minn undanfarna mánuði, en hann var sambýlingur Önnu á Hesteyri í Brekkuþorpi í Mjóafirði í vetur. Þorpið er eitt hið minnsta á landinu og þaðan er langt í næsta apótek. Á heimasíðu Fjarðabyggðar má m.a. lesa eftirfarandi um Mjóafjörð:
Að Asknesi er hægt að sjá leifar af gamalli hvalstöð, sem reist var af Norðmönnum um aldamótin 1900 og var hún sú stærsta í heiminum á þeim tíma. Þegar umsvif stöðvarinnar voru í hámarki unnu þar um 200 manns en í dag búa aðeins um 40 manns í Mjóafirði öllum.
Bloggar | 15.4.2008 (breytt kl. 23:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það væri gaman að sjá tölur um það hversu stór sá hópur er sem hefur verið að berjast fyrir hagsmunum sínum í þeim mótmælum sem átt hafa sér stað undanfarið. Ég held að sá hópur sé minni en margur heldur. Atvinnubílsstjórar á eigin tækjum eru í miklum minnihluta þeirra sem starfa í greininni. Lögin um hvíldartíma ökumanna voru sett til þessa að vernda bílstjórana sjálfa, ekki síst launamennina, og einnig til að vernda samferðamenn þeirra í umferðinni.
Að stjórnvöld geri eitthvað sérstakt fyrir þessa vinnuveitendur og í sumum tilfellum einyrkja, umfram aðra hlýtur það að brjóta jafnræðislög. Hvað með aðra tækjaeigendur, leigubíla, garðyrkjumenn, bændur? Meigum við búast við að þessir aðilar hefti ferðafrelsi fólks á næstunni?
Ef stjórnvöld standa ekki við sína hlið varðandi hvíldartíma atvinnubílstjóra (hreinlætisaðstöðu við þjóðvegina, stærri hvíldarplön o.þ.h.) þá er það sjálfsögð krafa að úr því verði bætt og e.t.v. réttlætanlegt að skoða sektarákvæði á meðan svo hefur ekki verið gert. En þegar slíkar brotalamir hafa verið lagfærðar, er út í hött að gera minni kröfur hér en annars staðar um hvíldarákvæðin.
nokkrar staðreyndir um aksturs og hvíldartíma atvinnubílstjóra
Læt hér fylgja með ótrúlega sögu úr umferðinni í Bandaríkjunum, alveg ótengt þessu málefni. (Nema bílstjórinn hafi ekki tekið eftir neinu vegna syfju)

A truck driver travelled for several miles along a US highway after unwittingly picking up an extra passenger when a wheelchair became hooked onto the front of his cab.
The handles of 21-year-old Ben Carpenters electric wheelchair became tangled in the grille of the lorry which had stopped briefly at a red light.
Horrified motorists alerted police as they watched the wheelchair hurtling along the two-lane highway in Michigan at speeds of up to 50mph Read story here
![]() |
Stofna hagsmunasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.4.2008 (breytt kl. 18:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir rúmlega tuttugu árum síðan las ég þessa bók og hún heillaði mig upp úr skónum. En það er eiginlega það eina sem ég man samt. Þarf að nálgast hana á bókasafninu sem fyrst. Leynd hefur hvílt yfir höfundi bókarinnar sem kallar sig Fynn. Hann/hún mun vera írsk/ur eða ensk/ur
![]() |
Póstþjónusta Guðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.4.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gangnaæði undir sjávarmál virðist hafa gripið landann heljartökum. Nú má varla sjá vík eða skoru, þá vilja menn komast undir hana. Brýr bjóða upp á athyglisverðar hugmyndir í arkitektúr og verkfræði. Göng eru bara göng og verða seint eitthvað fyrir augað. Auk þess eru göng mun dýrari lausn, þó stundum séu þau reyndar líka eina raunhæfa lausnin, líkt og með Hvalfjarðargöng.
Þessar brýr eða brúahönnun eru í flokki "Cable Stayed Bridges". Ekki veit ég hvað þetta heitir á íslensku. Víravirkisbrýr? HÉR má sjá margar gerðir brúa og gaman að skoða.
Stórglæsileg brú í Króatíu. Myndina tók ég traustataki af einhverju blogginu. Væri ekki fallegt að sjá svona mannvirki við sundin blá? Margar stórborgir hafa brú sem sitt aðalsmerki og skreyta póstkort og mynjagripi með þeim. Hvar væri rómantík Frisco án Golden Gate?
Bloggar | 15.4.2008 (breytt kl. 13:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Bloggar | 15.4.2008 (breytt kl. 10:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þessi klassíska þraut gæti verið mælikvarði á rýmisgreind, eða hvað? Til eru nokkrar útfærslur af kubbnum. Efsti er sá hefðbundni.
Næsti er The Professor's Cube. Aðeins erfiðari.
Sá þriðji er bara fyrir "The Rainman", held ég.
Á netinu er hægt að skoða margar síður með step-by-step leiðbeiningum hvernig á að leysa þrautina á sem skemmstum tíma. HÉR er ein. Einnig eru margskonar keppnir um víða veröld, m.a. að leysa þrautina með einni hendi.
Ef maður er eitthvað slappur í að leysa þrautina, þá er hægt að finna sér aðrar leiðir til þess að hafa gaman af Rubik teningnum.
![]() |
5 ára Rubik snillingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 15.4.2008 (breytt kl. 01:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 947666
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Esus, guð kærleikans, en einnig reiðinnar.
- Kattamál, ekki-lakkrís og ný matarkista ...
- Bókhaldið fegrað?
- Raunveruleikinn er heimsálfa sem íbúar La-la lands þyrftu oftar að heimsækja
- Lundasumarið 2025
- HELDUR HÚN VIRKILEGA AÐ ÞETTA VERÐI EKKI LEYST NEMA MEÐ AÐKOMU ÍSLANDS????MÁL
- Þetta var bara fínt hjá Guðmundi.
- Móðusýki Evrópumanna
- Fangelsi landsins og skipulögð glæpastarfsemi