Færsluflokkur: Bloggar

Köld eru kvennaráð

Mér hefur sýnst að Hillary beiti öllum brögðum í bókinni, þeim feminisku líka, í baráttunni við Obama, en kannski snýst það vopn í höndunum á henni. Nú vill hún sannfæra íbúa Pennsylvaníu að "She´s got balls", og að árásir á vinaþjóðir USA verða ekki léttvægar fundnar. Hún gæti "skorað" slatta af atkvæðum með svona afdráttarlausri yfirlýsingu.

 En er ekki örvæntingarfnikur af þessu? Er hún ekki að tala gegn sannfæringu Demokrata, kratanna, sem ekkert aumt mega sjá og ekki vilja gera flugu mein? Væru Repuplikanar ekki líklegri til að vera með svona árásaryfirlýsingar?

Hillary Clinton Bewitched

Hún þarf að pússa fjölmiðlapósuna eitthvað, blessunin.

 


mbl.is Clinton hótar Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskerne lige glad

Danskur hugsunarháttur finnst mér væntumþykjanlegur. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Joyful Myndin er á engan hátt tengd fréttinni Pinch


mbl.is Ástarleikurinn barst út á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atyglisvert maraþon

Hvernig verður andrúmsloftið á milli íþróttamanna þessara landa á Ólympíuleikunum í Peking? Bardagaíþróttirnar gætu komið sterkar inn, boxið t.d. Maraþonhlaupið.... tveir fyrstu berjast um sigurinn fram á loka metrann. Svaka dramatík. Þó Kínverjar muni hljóta fleiri verðlaun en Frakkar á þessum Ólympíuleikum eins og öðrum hingað til, Þá gætu keppnir í nokkrum íþróttagreinum á milli landanna nú, boðið upp á spennandi augnablik. Pólitíkusar hafa blandað sér í málið og það gerir bara illt verra, eða betra, eftir hvernig á það er litið. Tiltölulega litlir mótmælendahópar og hlutfallslega svipaðir að stærð í löndunum tveimur, duga til þess að tendra hið rafmagnaða andrúmsloft. Þeir hafa þó alls ekki umboð þjóða sinna til að tala í nafni þeirra.

 

Mun adrenalínið flæða hraðar um líkama keppenda Frakklands og Kína, þegar þeir eigast við, en þegar þeir etja kappi við andstæðinga frá öðrum löndum?
Elstu heimildir um box eru frá Egyptalandi og eru um 5 þúsund ára gamlar. Boxið varð fljótt hornsteinn Olympíuleikanna fornu í Grikklandi eða frá árinu 688 fyrir Krist.
Á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum í Aþenu 1896, var box álitið "óherramannslega hættuleg" íþrótt og aðeins dreggjar þjóðfélagsins leggðu stund á hana. En hratt vaxandi vinsældir boxíþróttarinnar tryggðu henni aðgang að Ólympíuleikunum 1904 í St Louis í Bandaríkjunum. Frægastur allra frægra gullverðlaunahafa í boxi er án efa Cassius Marcellus Clay, eða Múhammeð Ali, sem sigraði í léttþungavigt á Ólympíuleikunum í Róm 1960.

mbl.is Mótmæli gegn Frökkum í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri skondinn skegg og hárvöxtur


mbl.is Keppt í skeggvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himnesk fegurð í Oddsskarði

"Það er ótrúlega fallegt  í Oddsskarði og gott færi í sólinni þessa dagana.  Við hvetjum alla til þess að grípa prikin og skíða af lífi og sál áður en vorverkin taka við.  Það verða fríar ferðir í skarðið í dag og á morgun en síðasti opnunardagur í Oddsskarði í ár verður 27. apríl.   Alls hafa komið 10.500 gestir í Oddsskarð það sem af er  í vetur sem er 20% fjölgun frá því í fyrra".
be1f25ccd8d7cfc

Fríar ferðir á skíðasvæðið í Oddsskarð í dag og á morgun verða sem hér segir:

 

Stöðvarfjörður: Frá íþróttahúsinu............................ kl.15:15

Fáskrúðsfjörður: Frá íþróttahúsinu ........................ kl. 15:45

Reyðarfjörður: Söluskáli Shell og Hekla ............... kl. 16:15

Eskifjörður: Byggt og flutt og söluskáli Shell............ kl. 16:35

Norðfjörður: Nesbakki, Leikskóli og Urðarteigur ... kl. 16:15

 

Rútur fara svo til baka af svæðinu kl. 20:30.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði,  www.oddsskard.is

(Af vef Fjarðabyggðar )


Skoða Potemkintjöld?

Ferð Björgvins G. Sigurðssonar í boði kínverskra stjórnvalda yrði ekki neitt annað en skoðun á sýndarveruleika. Hann ætti frekar að láta "túra" sig þarna með fulltrúum sjálfstæðissinnanna.

potala-palace-750

 Potala Palace, Lhasa, Tibet 

Tíbet er hálendasta land í heimi. Meðalhæðin er yfir 4500m. Í landinu búa 13,5 milj. manna, þar af rúmlega helmingur Kínverjar sem flust hafa þangað eftir innrás alþýðulýðveldisins 1949-50. Er Tíbet "Libenraum" Kínverja?


mbl.is Boðinn í ferð til Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er dagatalið

ÆÆ, leitt að þetta hafi mistekist hjá þeim. Er ekki viss hvort þetta hefði heppnast hjá þeim ef þær hefðu sýnt meira hold. Blush  HÉR er dagatalið

1195026592_madres

 


mbl.is Fáklæddar og skuldsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hljómsveitin að heita þetta?

Eyþór Ingi Gunnarsson ásamt Bubba Morthens eftir að hafa...Bandið hans Bubba spilar fyrir dansi! Neee... getur það verið? Á Bubbi hljómsveitina? Er hann í henni?

Jens Guð hefur staðið fyrir nokkrum skoðanakönnunum á bloggi sínu, m.a. um besta hljómsveitarnafnið, en ég man ekki hvort hann hefur gert einhverja um versta nafnið. Ef slík skoðanakönnun á eftir að koma hjá honum, þá hlýtur "Bandið hans Bubba", að koma sterklega til greina.

Eyþór er vel að sigrinum kominn. Hann er glettilega góður söngvari miðað við aldur og með vítt raddsvið. Persónulega finnst mér hann syngja fullmikið í gegnum nefið, en það er vel hægt að breyta því.

Mér skilst að bæði Eyþór og Arnar hafi tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra og þá hafi sama niðurstaða fengist. Eyþór vann og Arnar í öðru sæti.


mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sannleikurinn hættulegur?

c_users_linda_babe_pictures_skuliSkúli Skúlason er nokkuð þekktur bloggari hér á Mbl. Honum hefur nú verið hent út af Moggablogginu fyrir skrif sín um Íslamista og hryðjuverk þeirra. Ég hef margoft kíkt á bloggið hjá honum og alltaf fundist mjög fróðlegt að að lesa það sem hann hefur skrifað. Vissulega hefur hann ekki talað undir neinni rós, en er einhver sérstök ástæða til þess, ef það sem hann segir er sannleikur?

Enn og aftur hefur múslimum tekist að hræða íbúa á Vesturlöndum til þess að dansa eftir sínu höfði. Því hverjir aðrir en múslimar á Íslandi hafa kvartað yfir þessu?

Mér finnst full ástæða til þess að þetta mál verði skoðað frekar og þá jafnframt að lagt verði mat á skrif Skúla. Það hlýtur að þurfa fordæmi, svo við vitum hvað má og ekki má. GetLost

pressfreedom


Kynskipti ekki frádráttarbær frá skatti

"Múslimskur klerkur vill meina að samkvæmt trúnni sé kynlagfæring í lagi en ekki sé leyfilegt að breyta um kyn".

Hehe... múslimarnir að reyna að vera liberal!

tb_sexchange_300

 

57 ára gamall karlmaður í Boston, USA, sem hafði verið faðir og eiginmaður, hafði unnið sem byggingaverkamaður og varðskipsmaður, setti 25.000$ læknakostnað við aðgerðina sem frádráttarlið í skattskýrslunni sinni. Skatturinn tók það ekki til greina, sagði að þetta flokkaðist undir fegrunaraðgerð!

Hmmmm... ef þetta var fegrunaraðgerð hjá læknunum, þá færi ég í mál við þá og heimtaði endurgreiðslu!  Errm

 

 


mbl.is Sjónvarpsstöð í Líbanon fjallar um kynlagfæringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband