Færsluflokkur: Bloggar
En nú bregður svo við að VG presenterar ekki þetta sjónarmið lengur með stopp-start stefnu sinni. Þeir blanda efnahagslegum forsendum í málið. Hingað til hefur það verið aukabúgrein í málflutningi VG. Náttúran hefur hingað til átt að njóta vafans Hungrið í völd hefur borið þá ofurliði og þeir eru reyna að klæða sjónarmið sín í umhverfismálum í annan búning. Vaðmálsfötin eru ekki nógu hipp og kúl.
Samfylkingin er söm við sig, er út og suður, þar er einn hrærigrautur sjónarmiða og seglum hagað eftir vindi. Hver er stefna Samfylkingarinnar? Það fer eftir því við hvern þú talar.
Röksemdarfærslur andstæðinga stjórnarflokkanna í stóriðjumálum eru því ýmist á efnahagslegum forsendum, umhverfislegum forsendum eða blöndu af báðum forsendum. Ein bábyljan frá stjórnarandstöðunni er sú að xD og xB vilji virkja alstaðar og setja niður álver í hvern fjörð á landsbyggðinni. Þetta er auðvitað fjarri sanni og þegar fólk áttar sig á því þá minnkar innistæðan fyrir fylgi stjórnarandstöðuflokkanna og þess vegna mun ríkisstjórnin halda velli.
Bloggar | 6.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Minkur er eitt örfárra dýra sem mér er ekki vel við. Þessi hömlulausa drápsfísn þessarar dýrategundar í tilgangsleysi minnir helst á mannskepnuna. Ef minkur kemst í hænsnabú reynir hann að drepa hverja einustu hænu og þær örfáu sem lifa af eru svo gott sem dauðar úr taugaáfalli og verpa aldrei meir. Svo lætur minkurinn sig hverfa og vitjar aldrei matarins, ólíkt refnum. Refurinn nýtir allt sem hann drepur. Það sem hann fær ekki torgað það grefur hann í jörð og vitjar síðar, gjarnan að vetri þegar aðdrættir eru af skornum skamti.
Minkur hefur verið landlægur hér síðan skömmu fyrir miðja síðustu öld þegar dýr sluppu úr búrum sínum. Einhversstaðar las ég að á þessum örfáu áratugum hefði íslenski villiminnkurinn þegar öðlast sér íslensk einkenni, líkt og hreindýrin ku einnig hafa fengið. Svona er aðlögunarhæfnin mikil.
Eitt sinn var ég í laxveiði í Andakílsá í Borgarfirði og stóð út í miðri ánni þegar ég sá mink koma tríttlandi eftir öðrum bakkanum í áttina til mín. Ég hætti að kasta og fylgdist með minknum nálgast mig. Hann tók ekkert eftir mér þar sem ég stóð grafkyrr í ánni. Hann snuðraði mikið en stoppaði ekkert, yfirferðin var mikil og hröð. Hann var ekkert að dást að umhvefinu eða veðrinu, enda eru þeir hálfblindir skilst mér, en þefskinið er því betra. Þegar hann var beint til móts við mig í ca 6-8 metra fjarlægð þá blístraði ég hvellt. Hann stoppaði augnablik, rak trýnið í áttina til mín og þefaði en sá mig ekki að því er virtist. Þá hrópaði ég til hans en var áfram hreyfingarlaus. Enn sá hann mig ekki og hélt afram iðju sinni. Það var ekki fyrr en ég veifaði hendinni að hann varð var við mig og þá var hann ekki lengi að stökkva frá árbakkanum og láta sig hverfa.
Ég stundaði minkaveiðar með Einari bróður mínum á árunum 1975-80. Við höfðum ávalt sérþjálfaða minkahunda sem við fengum lánaða hjá ýmsum aðilum auk þess sem Einar átti einn slíkan sjálfur. Hundarnir voru vistaðir hjá embætti Veiðistjóra sem þá var og hundabúið var í hlíðum Úlfarsfells, við veginn að Hafravatni. Þetta voru oft ævintýralegar ferðir, mikið labb oft á tíðum, vítt og breytt um suðvestanvert landið. Ef minkur var á svæðinu þá fundu hundarnir hann undantekningalaust, en stundum voru aðstæður erfiðar, sérstaklega í hrauni eins og víða er suður með sjó og á svæðinu í kringum Þingvallavatn. Erfitt gat reynst að grafa grenin upp, en oft hafðist að lokum að "svæla" minkin úr holunum. Hundurnar afgreiddu svo minkinn á augabragði þegar hann reyndi að komast undan. En það voru líka alltaf einhverjir sem við náðum ekki til.
Ég er nú frekar vantrúaður á að það sé raunhæft að útrýma mink. Ekki verður notast við eitur eða ófrjósemislyf vegna þeirrar áhættu sem slíku fylgir og hefðbundnar veiðiaðferðir eru einfaldlega ekki nógu árangursríkar. Svona slagorðamarkmið eru álíka trúverðug og "Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000". En vissulega er hægt að halda mink niðri en það kostar töluvert fjármagn. Það verður að hækka verðlaunafé fyrir hvert skott og jafnvel ætti Veiðimálastofnun að halda úti hundum sem þeir gætu lánað til veiðimanna sem uppfylla ákveðin skilyrði. Svo er aldrei að vita nema breski aðallinn vilji koma hingað og borga fyrir að fá að veiða hér minkinn því búið er að banna honum að veiða refi á heimaslóðum. Þar gæti farið saman hesta og hundaleiga. Hugmynd handa Vestfirðingum í atvinnusköpun.... gratis.
![]() |
Athuga á hvort hægt sé að útrýma minki á landsvísu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.4.2007 (breytt 6.4.2007 kl. 00:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Bloggar | 5.4.2007 (breytt kl. 01:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 4.4.2007 (breytt kl. 21:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er augljóst að Frjálslyndir eru á atkvæðaveiðum með nýjustu auglýsingu sinni. Innleg þeirra í innflytjenda umræðuna í haust sýndi að þar er lag fyrir þá og eftir brotthvarf Margrétar Sverris úr flokknum og minnkandi fylgi eftir það, varð eitthvað að gera.
Umræða um þessi mál er nauðsynleg en jafnframt afar eldfim. Umræðan getur auðveldlega snúist úr því að ræða hugsanleg vandamál í að skapa vandamál. En hver eru þessi hugsanlegu vandamál og hvaða vandamál getur umræðan skapað?
Það er ljóst að vinnumarkaðurinn var engan veginn í stakk búinn til að takast á við hinn mikla uppgang í þjóðfélaginu undanfarin misseri. Við höfum einfaldlega ekki mannskap til þess að vinna þau verk sem í boði eru. Þess vegna tökum við fagnandi fúsum vinnuhöndum. En það getur enginn reiknað með að svona ástand verði viðvarandi hér. Það eru ekki mörg ár síðan Bubbi Morthens hélt sérstaka baráttutónleika í Borgarleikhúsinu sem bar yfirskriftina "Atvinnuleysi, komið til að fara". Þá var spjótunum beint að ríkisstjórninni og hún sögð vanhæf til verka.
Fyrir tíma þenslunnnar þá töluðum við um að innflytjendur væri auður sem hlúa bæri að, auðgaði menningu okkar og fjölbreytni, ekki veitti af. Í dag erum við að tala um allt öðruvísi innflytjendur. Hingað streymir fólk í stórum stíl í formi farandverkamanna. Fólks, aðallega karlmanna, án fjölskyldna sinna sem koma gjarnan frá svæðum þar sem mikið atvinnuleysi er og bóta og velferðakerfi er af skornum skamti ef nokkuð. Þegar uppsveiflan hættir hér, sem hún hlýtur að gera fyrr eða síðar, þá er það ekki sjálfgefið að farandverkamennirnir snúi heim á leið, þar sem þeir hafa að engu að hverfa. Hér hafa þeir öðlast réttindi sem þeir munu ekki fúlsa við. Er þjóðfélagið í stakk búið til að uppfylla þær skyldur sem það á að gegna gagnvart þessu fólki? Munu Íslendingar hafa það umburðalyndi sem til þarf þegar farandverkamennirnir fara að þyggja í stað gefa. Í dag er samkeppni um vinnuafl, í samdrætti er samkeppni um vinnu.
Þegar þessum fleti er velt upp í málefnum útlendinga, þá er hætt við að stutt sé í fordóma. Að umræðan fari í farveg upphrópana og ýkjuáróðurs gegn útlendingunum og þá verður fjandinn laus. Frjálslyndi flokkurinn vill ræða þessi mál og það á ekki að hrópa það niður þó augljóst sé að þeir ætli sér í atkvæðaveiðar út á málefnið. En á meðan enginn vill ræða þetta þá munu þeir stjórna þeirri umræðu. Vilja hinir flokkarnir það?
Bloggar | 4.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hérna á Reyðarfirði er aldeilis ótrúlegt veður þessa stundina. 20 stiga hiti og glampandi sól. Kl. 9 í morgunn voru þegar komin 16 stig, hvílík dýrð. Þegar ég skoðaði veðrið í Evrópu áðan þá sýndist mér að Reyðarfjörður væri "heitasti" staðurinn.
Mér datt í hug þegar ég horfði á hádegisfréttatímann á st2 og sá að ekki var minnst orði á þessa veðurblíðu hér, (sem þó held ég að hljóti að teljast frétt svona í byrjun apríl), ekki einu sinni í veðurfréttatímanum, að sennilega hefðu þessi ósköp verið fyrsta frétt dagsins ef þetta hefði verið á suðvesturhorninu. Kannski er þetta bara eðlilegt. Ég landsbyggðatúttan að svekkja mig eitthvað á þessu. Það er ekki oft sem Íslendingar geta grobbað sig af veðrinu... svo ég varð
Ég hef svo sem heyrt fleira landsbyggðarfólk minnast á þetta og þetta getur skipt máli t.d. á sumrin þegar ferðafólk tekur kúrsinn eftir veðrinu. Veðurstöðvar eru gjarnan staðsettar á annnesjum sem gefa e.t.v. kolranga mynd af veðrinu þegar inn á firðina er komið. Hversu oft sjáum við ekki á veðurkortum 7-8 stiga hita á Vestfjörðum en svo er 15-20 stiga hiti í fjarðarbotnum.
Svona í vísindalegu tilliti er eflaust rétt að mæla veðrið þar sem það er gert, en í mannlegu tilliti ættu veðurfræðingarnir frekar að sýna okkur tölurnar þar sem þær skipta okkur mestu máli.
Bloggar | 3.4.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það var viðtal við Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í Íslandi í dag. Þessi góði og gegni Sjálfstæðismaður vann Smára Geirsson
Samfylkingarmann úr Fjarðabyggð í kosningu til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir ekki svo margt löngu síðan.
Sagt er að kjörgengir í SíS úr röðum Samfylkingar og VG hafi kosið Sjálfstæðismanninn fram yfir Samfylkingarmanninn af því sá síðarnefndi hafði á sér stimpil stóriðju. Vestfirðingar hafi hins vegar lýst sitt heimahérað stóriðjuslaust enda geta þeir ekki annað. Þeir hafa engar orkuöflunarleiðr til stóriðju svo það er sjálfgefið.
Árið 2003 þegar bylgja mótmæla gekk yfir vegna Kárahnjúka og álvers í Reyðarfirði þá kallaði Halldór eftir þeim hugmyndum og tækifærum sem virkjunarandstæðingar sögðust sjá í atvinnusköpun á austfjörðum annari en í stóriðju. Náttúruverndarsinnar fullyrtu það að þeir gætu skapað 700 störf ef það yrði hætt við virkjun og álver á Reyðarfirði. ( Störfin eru reyndar um 930 í beinum tengslum við álverið auk fjölmargra afleiddra óbeinna starfa)
Viðbrögðin við ákalli Halldórs voru mjög góð. Yfir 50 manns hringdu vestur. Þá spurði Inga Lind " en hefur eitthvað gerst?"...örstutt þögn hjá Halldóri...neiiii, svo færðist bros yfir andlit hans og hann bætti við... það hefur ekkert gerst.
Umhverfisverndarsinnar hafa náð ágætum árangri í að mótmæla. En þeir hafa ekki náð neinum árangri í öðru. Þetta fólk sem mótmælti fyrir austan, það kom ekkert vestur með nein úrræði í atvinnusköpun þar.
Halldór leifði sér að fullyrða að ef Vestfirðingar hefðu kosið um nokkur hundruð störf þar þá hefði niðurstaðan verið önnur en í Hafnarfirði. Halldór sagði að ekki fyrir svo löngu hefði fiskistofa verið flutt til Hafnarfjarðar og það væri spurning hvort Hafnfirðingar væru ekki tilbúnir að senda þeim hana fyrst þeir þurfa ekkert þessi störf í álverinu. Hafnfirðingar þurfa ekki störf sagði Halldór, en við þurfum þau.
Það eru ekki allir landsmenn sem þurfa að glíma við lúxusvandamál eins og Hafnfirðingar.
Bloggar | 2.4.2007 (breytt 3.4.2007 kl. 01:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Alltaf fæ ég fiðring þegar ég sé þessa fyrirsögn á vorin. Ég verð nú reyndar seint flokkaður sem einhver stórveiðimaður, hvorki í aflatölum né veiðiferðum en ég reyni þó að komast í laxveiði einu sinni á ári og svo í kannski 1-2 vötn og silungsár.
Uppáhalds sjóbleikjuáin mín er Sléttuá í botni Reyðarfjarðar. Varla hægt að hafa hana nær, ca. 3 km. í hana heiman frá mér. Þessi á er mjög skemmtileg fluguveiðiá með fjölbreyttum veiðistöðum. Fyrir árið 2000 hafði áin verið í lægð í um 10-15 ár. Sáralítið veiddist í henni en svo snar jókst veiðin og síðan þá hafa menn stundum sett vel í´ann, allt upp í nokkra tugi á hálfum degi. Ekkert var gert til að auka veiðina heldur er hér um náttúrulega sveiflu að ræða.
Hér til hægri er afli okkar Birgis veiðifélaga míns eftir rúmlega þriggja tíma morgunnveiði í ágúst 2005. Megnið af aflanum eru pundarar en svo slæðast stærri með. Stærsta bleikjan var um 3 pund.
Einnig fæst einn og einn lax í ánni og hér er mynd af Birgi með 7 punda lax sem hann fékk í sömu veiðiferð, á flugu að sjálfsögðu. Hylurinn fyrir aftan er vinsælasti veiðistaðurinn í ánni. Heildar aflinn þennan dag hjá okkur var rúmlega 50 stykki. Rúmlega helmingur var tekin á flugu en hitt á spún og maðk.
Það er í raun merkilegt hvað veiðst hefur í ánni undanfarin 2-3 ár því raskið í henni er engu lagi líkt. Stórvirkar vinnuvélar taka efni úr árfarveginum víða og stundum hefur verið óveiðanlegt í henni sökum þess hve mórauð hún hefur verið. Maður fær sting fyrir hjartað að horfa upp á þetta. En áfram veiðist í ánni. Þetta getur samt ekki verið gott fyrir seiðabúskapinn til lengdar. En það fer að sjá fyrir endan á þessu raski þegar jafvægi fer að lomast á framkvæmdir í firðinum kenndan við hval.
Þetta vekur upp spurningar hvort sveiflur í fiskgengd í ám sé ekki náttúrulegum skilyrðum í sjónum um að kenna fyrst og fremst. Eða bara fiskgengd yfir höfuð.
![]() |
Stangveiðisumarið hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.4.2007 (breytt kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér hefur lengi fundist umræður um launamun kynjanna á villugötum. Ekki það að ég viðurkenni ekki að hann sé til staðar heldur hvernig nálgunin á vandamálinu nánast tryggir að aldrei mun nein lausn finnast. Nálgunin er sem sagt oft þannig að karlar eru vondir og konur eru fórnarlömb. Karlar reyna vísvitandi að hamla konum í frama og launum. Og sérstaklega reyndar karlmenn úr Sjálfstæðisflokknum.
Ef ég malda eitthvað í móinn með þetta þá er maður bara úthrópaður sem karlpungur og andstæðingur jafnréttisbaráttu kvenna. Kvenfólkið verður eins og kríuger að vernda varplandið sitt og maður verður skíthræddur.
Það er eins þeir sem stjórna umræðunni (feministar?) haldi að við eigum ekki mæður, systur og dætur. Hverslags bull er þetta eiginlega í þeim. Ég sá einhversstaðar upptalningu á hugsanlegum ástæðum fyrir því að karlar fá hærri laun:
Lengri vinnutími
Meiri ábyrgð
Fleiri undirmenn
Meiri afköst
Meiri viðvera
Færri veikindadagar
Meiri samviskusemi
Minni fjarvistir vegna barna
Meiri menntun
Meiri mannleg hæfni
Almenn klókindi
Betra skap
Meiri þátttaka í félagslífi
Skjótari ákvarðanataka
Meira sjálfstraust
Ríkari kaupkröfur
Ég er viss um að sumt af þessu á við um allar konur og allt af þessu á við um sumar konur.
Auðvitað eru konur jafnhæfar körlum, en kannski þurfa konur að vera sjálfsgagnrýnni og þora að horfast í augu við að margra kynslóða mótun í "kvenlegu" uppeldi sé þeim e.t.v. fjötur um fót á vinnumarkaði.
En konur.... í Guðana bænum ekki glata kvenleikanum þó þið takið ykkur aðeins í gegn að öðru leiti.
Bloggar | 1.4.2007 (breytt 2.4.2007 kl. 03:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þá er það á hreinu, íbúar Hafnarfjarðar höfnuðu stækkuninni. Ómar Ragnarsson er duglegur að vanda að blogga um þessi mál. Skelfilegt að sjá bullið og rangfærslurnar hjá honum. Manni eiginlega fallast hendur. Ég hef reynt að andæfa í athugasemdunum hjá honum, en það er eins og að skvetta vatni á gæs.
Í bloggi hans sem ber yfirskriftina "Sigur í orrustu - stríðið heldur áfram", kemur fram að "ómetanlegt hafi framlag landeigenda á bökkum Þjórsár verið á lokasprettinum". Bréfið sem í búar Hafnarfjarðar fengu frá meintum íbúum landeigenda við Þjórsá var nú frekar dularfult svo ekki sé meira sagt.
Í athugasemdafærslu á minni blogsíðu um þetta bréf skrifar Sigurjón Vilhjálmsson : "
Sem íbúi við Þjórsárbakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segi ég: Athugið að meirihluti íbúa í hreppnum er fylgjandi þessum framkvæmdum!".
Einnig segir Ómar í bloggi sínu: "En eftir glæsilegan fund í Árnesi náðu menn vopnum sínum"
Um þann fund skrifar Jónas Yngvi Ásgrímsson bóndi á Skeiðum að hann hafi nú ekki mætt á fundinn sem yfirlýstur andstæðingur framkvæmdanna. Hann var óákveðinn. Þetta var sem mig grunaði, margir mættu á fundinn til að fræðast og taka afstöðu væntanlega í framhaldi af því, en í fjölmiðlum var því haldið áberandi á lofti að allir sem þarna hefðu verið væru andstæðingar framkvæmdanna. Tja, allt gera menn að vopnum sínum. Tilgangurinn helgar meðalið.
Að fengnu virkjanaleyfi og starfsleyfi fyrir Alcoa á Húsavík að undangengnu umhverfismati, þá verður íbúakosning um málið einungis formsatriði. Ég ætla því að nota tækifærið og óska Húsvíkingum til hamingju með væntanlegt álver. Nafnlaus bréf og fundir þar sem allir eru stimplaðir andstæðingar verður varla notað til vopna fyrir norðan þó það hafi virkað ljómandi vel fyrir sunnan.
ps. Athyglisvert innleg HÉR í sambandi við bréfið góða sem sent var Hafnfirðingum, en því miður of seint. Einnig sláandi fréttirnar af kosningasvindlinu.
Eftireftirskrift. Þetta með kosningasvindlið er náttúrulega tómt rugl. Þetta gengi aldrei upp hér... vonandi. Ég vona að menn slái ekki oftar svona löguðu fram þó þeir séu tapsárir.
Bloggar | 1.4.2007 (breytt 3.4.2007 kl. 01:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 947688
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Úrkynjun er á útleið allstaðar nema hér
- Móðgun við hvern ?
- Netanjahú lýsti því yfir - Ég styð áætlun ykkar, að binda enda á stríðið í Gaza, sem nær markmiðum okkar. Hún mun færa gíslana okkar aftur til Ísraels, afnema hernaðargetu Hamas og stjórn þess og tryggja að Gaza ógni aldrei aftur Ísrael.
- Hungursneyðin mikla á Gasa!!
- Afnám haftanna: Einstök aðgerð - einstök áhrif
- Opin málþing um Evrópusambandið og sitthvað því tengt 4. og 6. október
- ER EKKI RÉTT AÐ FARA AÐ SKOÐA ÞETTA EINS OG ÞAÐ ER, BARA SEM "SAKAMÁL"........
- Geðheilsa á vinnustöðum áskorun sem krefst viðbragða
- Aftur til upprunans hugmynd sem mótaði Vesturlönd
- VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var 33,6 MILLJARÐAR í mínus í ágúst 2025 samkvæmt LOKAÚTREIKNINGI:
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Mikilvægt að við höldum ró okkar
- Tilkynnt um dróna við Keflavíkurflugvöll
- Auka framboð ferða til að koma fólki heim
- Starfsmenn fengu greidd laun í gærkvöldi
- Heimilið mitt var eins og geðsjúkrahús
- Sporin hræða orðið ansi mikið
- Ríflega átján þúsund strandaglópar
- Snúið að lesa í stöðuna í Bandaríkjunum
Erlent
- Heróp Hegseths í Virginíu
- Þær bara hverfa
- Öflugur jarðskjálfti á Filippseyjum
- Trump og Hegseth leggja hernum línurnar
- Danir herða öryggisráðstafanir
- Móðgun við Bandaríkin hljóti Trump ekki Nóbelsverðlaun
- Á fimmta hundrað látist úr hungri og vannæringu
- Danir auka hættustigið og herinn kallar út varalið
- Netanjahú: Herinn áfram á meirihluta Gasa
- YouTube greiðir Trump 2,7 milljarða
Fólk
- Barron Trump í leit að kærustu
- The Office-stjörnur unnu milljón dollara í spurningaþætti
- Ótrúleg líkindi vekja usla
- Kidman og Urban hætt saman
- Enginn veit hvort hann er lífs eða liðinn
- Óskarsveðmálið að ganga eftir
- Loftfimleikakona lést í hörmulegu sirkusslysi
- Féll í yfirlið á sviðinu
- Dolly Parton frestar tónleikum vegna heilsubrests
- Hálfleiksatriði Ofurskálarinnar afhjúpað