Lúxusvandamál

Það var viðtal við Halldór Halldórsson teikning3 bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar í Íslandi í dag. Þessi góði og gegni Sjálfstæðismaður vann Smára Geirsson addd29bc606c061 Samfylkingarmann úr Fjarðabyggð í kosningu til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir ekki svo margt löngu síðan.

Sagt er að kjörgengir í SíS úr röðum Samfylkingar og VG hafi kosið Sjálfstæðismanninn fram yfir Samfylkingarmanninn af því sá síðarnefndi hafði á sér stimpil stóriðju. Vestfirðingar hafi hins vegar lýst sitt heimahérað stóriðjuslaust enda geta þeir ekki annað. Þeir hafa engar orkuöflunarleiðr til stóriðju svo það er sjálfgefið.

Árið 2003 þegar bylgja mótmæla gekk yfir vegna Kárahnjúka og álvers í Reyðarfirði þá kallaði Halldór eftir þeim hugmyndum og tækifærum sem virkjunarandstæðingar sögðust sjá í atvinnusköpun á austfjörðum annari en í stóriðju. Náttúruverndarsinnar fullyrtu það að þeir gætu skapað 700 störf ef það yrði hætt við virkjun og álver á Reyðarfirði. ( Störfin eru reyndar um 930 í beinum tengslum við álverið auk fjölmargra afleiddra óbeinna starfa)

Viðbrögðin við ákalli Halldórs voru mjög góð. Yfir 50 manns hringdu vestur. Þá spurði Inga Lind " en hefur eitthvað gerst?"...örstutt þögn hjá Halldóri...neiiii, svo færðist bros yfir andlit hans og hann bætti við...  það hefur ekkert gerst.

Umhverfisverndarsinnar hafa náð ágætum árangri í að mótmæla. En þeir hafa ekki náð neinum árangri í öðru. Þetta fólk sem mótmælti fyrir austan, það kom ekkert vestur með nein úrræði í atvinnusköpun þar.

Halldór leifði sér að fullyrða að ef Vestfirðingar hefðu kosið um nokkur hundruð störf þar þá hefði niðurstaðan verið önnur en í Hafnarfirði. Halldór sagði að ekki fyrir svo löngu hefði fiskistofa verið flutt til Hafnarfjarðar og það væri spurning hvort Hafnfirðingar væru ekki tilbúnir að senda þeim hana fyrst þeir þurfa ekkert þessi störf í álverinu. Hafnfirðingar þurfa ekki störf sagði Halldór, en við þurfum þau. 

Það eru ekki allir landsmenn sem þurfa að glíma við lúxusvandamál eins og Hafnfirðingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Gunnar! Mér fannst gaman að lesa sjá skoðanir einhvers sem býr fyrir austan á stjóriðjumálum. Ég er þeirrar skoðunar að allt of lítið heyrist um þá miklu uppbyggingu sem á sér stað eftir alla neikvæðu umræðuna að austan á undanförnum áru.

Ég er annars frekar vel settur, þar sem frænka mín, sem er að skrifa meistaraprófs ritgerð sína, var ráðin til álversins og flutti austur fyrir um ári og segir ótrúlega bjartsýni ríkja fyrir austan. Þið þyrftuð að láta heyra meira í ykkur!

Hér í Reykjanesbæ verða raddirnar á móti álveri æ háværari og fólk er einhvern veginn orðið hálf veruleikafyrrt?

Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson

Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.4.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta. Þetta er það sem m.a. gefur þessu gildi, að fá viðbrögð við skrifum sínum

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.4.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband