Færsluflokkur: Bloggar

Hvar voru V-Grænir?

Mikil hátíðarhöld voru á Reyðarfirði í gær í frábæru veðri. Verið var að fagna þeim tímamótum að fyrstu kerin í verksmiðjunni voru gangsett. Allir forystumenn stjórnmálaflokkana voru viðstaddir þessa stund, NEMA fullrúar frá VG. þeir eru orðnir stærsti flokkur kjördæmisins samkvæmt síðustu skoðanakönnun með um 27% fylgi og það að mæta ekki á væntanlega að undirstrika andstöðu þeirra við þessar framkvæmdir á austurandi. Ég myndi skilja þetta statement frá þeim ef þeir hefðu hreinan meirihluta í kjördæminu en með rúml. fjórðung kjósenda í skoðanakönnun sem er langt umfram kjörfylgi þá finnst mér þeir sýna tæpl 73% kjósenda lítilsvirðingu með fjarveru sinni

Ég reyndar saknaði þeirra ekkert.


Hundur í kettinum?

Ég er mikill dýrakall, elska nánast öll dýr stór og smá. Helst að mér sé illa við rottur og minka. En það er kannski bara hræsni í mér, þessi kvikindi eiga náttúrulega mæður sem þykja vænt um þau.

Ég hef átt bæði hunda og ketti, þó aldrei á sama tíma. Einnig átti ég meri um tíma, hana Freyju mína. Svo var mér líka eignuð ljómandi falleg gimbur þegar ég var í sveit sem krakki.

Kettirnir mínir hafa allir verið af íslensku kyni nema tveir. Þeir voru síams. Sá fyrri lenti undir vörubíl, stálpaður kettlingur. Við skýrðum hana Fífu því feldurinn hennar var svo ljós og silkimjúkur. Hún hagaði sér eiginlega eins og hundur og elti mig hvert sem ég fór. Ég gerði mér það að leik að labba hér upp í fjallið fyrir ofan bæinn, yfir móa og læki og upp í kletta. Alltaf fylgdi Fífa í humátt á eftir. Ef ég fór yfir læk sem var of breiður til að hún gæti hoppað yfir þá vældi hún ógurlega horfandi á mig á hinum bakkanum. Ég var alltaf að vona að hún léti sig hafa það að vaða yfir en það varð aldrei. Ég óð til baka og bar hana yfir. Það var ekki að sjá á henni að hún skammaðist sín neitt fyrir aumingjaskapinn.

 

síams

Í dag eigum við kött sem er einnig af síamskyni. Hann heitir Dúmbó því eyrun á honum eru risastór. Að vísu eltir hann mig ekkert utandyra en hann gegnir mér heima við. Það er sennilega hundur í þessu kyni.

 

 

aaz 092Hér er mynd af Dúmbó. Smellið á myndina til að sjá betur


Súrir súrálsmenn

Fyrst farmurinn af súráli kom hingað til Reyðarfjarðar í fyrradag. Skipið kemur alla leið frá Ástralíu og var um 40 daga á leiðinni. Einn vélstjóranna um borð og þrír hásetar vildu lyfta sér upp strax fyrsta kvöldið sitt hér. Vélstjórinn og annar hásetanna voru Króatar en hinir tveir frá Indónesíu. Ég fór og náði í þá niður á Mjóeyrarhöfn. Þegar þeir komu inn í bílinn til mín sögðu þeir mér strax að þeir væru ekki búnir að sjá kvenmann í 40 daga nema í pornómyndum og báðu mig að fara með sig á einhvern stað þar sem þeir gætu hitt kvenfólk. Ég sagði þeim eins og var að á miðvikudagskvöldi væri það borin von. Í fyrsta lagi væri búið að loka eina pöbbnum á Reyðarfirði (sem er náttúrulega skandall) og í öðru lagi þá væri fátt um fólk á þeim tveimur stöðum sem hægt var að fá sér í glas, þ.e. á Tærgesen gistiheimilinu og á Fjarðahótelinu. Að vísu væru gistirýmin full en gestirnir gengu snemma til náða. Hér ynnu flestir 6 daga vikunnar og a.m.k 12 tíma á dag vegna hinnar gífurlega hröðu uppbyggingar sem hér ætti sér stað.

Það leið ekki nema um hálftími eftir að ég skildi þá eftir á hótelinu þar til þeir hringdu aftur. Ekki sála á barnum en afgreiðslustelpan sagði þeim frá næsta þorpi, Eskifirði. Þar gætu hugsanlega einhverjir verið. Þeir vildu þangað og ég hringdi í Valhöll til að athuga hvort það væri ekki örugglega opið. Það var opið og einhverjir voru að horfa á landsleik Íslendinga og Spánverja svo ég brunaði með þá þessa 15 km leið. 

Þegar ég náði í þá aftur tveimur tímum seinna var frekar lágt á þeim risið. Ég spurði vélstjórann hvort þeir hefðu horft á leikinn. Jú það gerðu þeir.....markmaðurinn var góður, sagði vélstjórinn sem sat alltaf frammí. En bætti svo við " Íslendingar eru góðir í handbolta".

Þegar ég renndi upp að landganginum á heimili þeirra, fóru aftursætisfarþegarnir strax út, vélstjórinn tók upp veskið og sagði hálf dapurlega, I allways pay. Nú sagði ég, ert þú ríki maðurinn í hópnum? Já, í þeirra augum svaraði hann. Þá spurði ég hann hvað hann hefði í mánaðarlaun. Um tvö þúsund dollara og bætti svo við, bjórinn hérna er dýr. Fyrir andvirði eins bjórglass hér get ég keyp heilan kassa af bjór heima. Mig setti hljóðan, hann hafði sennilega eytt um  10% af mánaðarlaununum í leigubíl og nokkur bjórglös. Hann borgaði í dollurum, kvaddi mig og þakkaði mér fyrir. Þegar ég horfði á eftir honum labba upp landganginn þá hugsaði ég með mér, ef hann er ríki maðurinn í hópnum með tvö þúsund dollara í mánaðarlaun, hvað skyldu þá Indónesarnir hafa í laun?

Skipið verðu fram yfir helgi að losa. Ísland er ekki rétti staðurinn fyrir þessa menn til að lyfta sér upp. Ætli þeir bíði ekki aðra 40 daga með það.


Hve stór hluti íbúanna?

Afhverju kemur ekki fram hversu stór hluti íbúanna skrifar undir þetta bréf? Mér finnst það skipta máli og einnig hve margar jarðir verða fyrir áhrifum af þessum framkvæmdum.

 "Segir m.a. í bréfinu, að ef af virkjununum þremur í neðri hluta Þjórsár verði muni landslagi í og við ána verða umturnað. Engin rök hnígi í þá átt, að almennur stuðningur sé í sveitinni við þá framkvmd enda ólíklegt að nokkur kæri sig um jökullón nánast gutlandi upp á tröppur hjá sér ótilneyddur"

Eru þetta ekki einhverjar ýkjur? Fullyrðing í anda öfgasinnaðs umhverfisverndarfólks. Einnig svolítið merkilegt að þeir sem skrifa bréfið virðast ekki hafa það á hreinu hvort almennur stuðningur sé við þetta í sveitinni eða ekki, bara að "engin rök hnígi í þá átt". Er ekki sími þarna í sveitinni? Ætti ekki að vera erfitt að hringja bara á bæina og kanna þetta. Þeir sem eru hlyntir þessu þora kannski ekki að hafa hátt um það af ótta við að verða fyrir aðkasti háværs minnihlutahóps. A.m.k hafa menn úr báðum vinstriflokkunum tjáð það í bloggheimum að þeir veigri sér við því að ræða við samherja sína um umhverfissjónarmið. Þeir eru sem sagt ekki góðir og grænir heldur gráir.

Verð að bæta því við að ég sá á bloggsíðu Sigriðar Karenar Bárudóttur sem fékk þennann pésa inn um lúguna hjá sér að bréfið er óundirritað. En lokaorðin í bréfinu eru: Hafnfirðingar stöndum saman -  verjum Þjórsá og Hafnarfjörð.

Athyglisvert.


mbl.is Íbúar við Þjórsá sendu Hafnfirðingum bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt að blogga!

ja for helvede. Það er náttúrulega allstaðar fylgst með manni. Helv. skítt samt ef skoðanir fólks eða bara eitthvað sem sagt er í bríaríi á blogginu er að skemma fyrir afkomumöguleikum viðkomandi. Jæja, ég læt mig hafa það. Ég ætla sko ekki að láta ritskoða mig eða hræða!

 433597611_7756530f42


mbl.is Bloggið gæti spillt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er að koma, spennandi

Það er bara verið að blikka okkur og láta vita að þetta sé á leiðinni.

melgerði 7 003


mbl.is Tímabundnar spennubreytingar á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur Hjörleifs.

 

Hjörleifur barðist með kjafti og klóm gegn Straumsvík á sjöunda áratugnum. Þegar hann varð Iðnaðarráðherra þá samþykkti hann Fljótsdalsvirkjun og lón á Eyjabökkum. Hjörleifur er manna fróðastur um náttúru Austurlands og stofnaði Náttúruverndarsamtök Austurlands (NAUST). Andstöðunni við Eyjabakka og Kárahnjúka stjórnaði Hjörleifur frá upphafi og í umræðunni um Kringilsárrana í fjölmiðlum á árunum 2002-2006 mátti m.a. sjá eftirfarandi:

"Einstakar og einstæðar náttúruminjar - náttúrugersemar - einstakar jarðmyndanir - kóróna svæðisins - hvílík fegurð - undraveröld - hvergi upplifað annað eins - stórkostlegt - heilagt - orðlaus yfir náttúrufegurðinni - tár í augum - vinsælasta göngusvæði landsins - útivistarparasdís á heimsmælikvarða -  náttúruundur - einstakt á Íslandi - dýrðarsvæði - óviðjafnanleg náttúra "

Um þennan sama stað sagði hinsvegar í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1987:

"Þetta er afar afskekkt svæði og fáfarin, nema helst af smalamönnum á haustin. Þangað er líka fremur fátt að sækja fyrir ferðamenn, nema þá til að skoða hreindýr og minjar um framrás Brúarjökuls. Hvort tveggja er þó aðgengilegra með auðveldari hætti annars staðar, hreindýr við Snæfell og á Vesturöræfum og jökulgarðar vestan við útfall Sauðár eða á Eyjabökkum".

Og höfundur þessarar greinar var Hjörleifur Guttormsson.

Hjörleifi hefur kannski bara orðið á "tæknileg mistök"?  Nei, ég get ekki séð að það geti átt við hér. Maðurinn er einfaldlega óheiðarlegur í gegn og er að nýta sér þann meðbyr sem náttúruvernd hefur í hinum vestræna heimi. Hugmyndafræði vinstri sósíalista var ekki keypt af kjósendum. Í tilvistarkreppu sinni sækja þeir á önnur og vænlegri mið í atkvæðaveiðum. Ef þeir komast til valda út á náttúruverndarsjónarmið, þá fáum við sósíalíska pakkann í bónus. Svo einfalt er það.


mbl.is Hjörleifur: Erum að kynnast kaupum umhverfisvænna ímynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldri menn og konur

Ágúst Ólafur Ágústsson Alþ.maður veltir fyrir sér í bloggi sínu hvar allt gamla fólkið á Íslandi sé. Ágúst Ólafur segir:

"....En hvar er allt gamla fólkið? Ég hef það á tilfinningunni að maður sjái mun meira af öldruðu fólki erlendis en hér á landi. Þegar meðalaldurinn hér er um og yfir 80 ár ætti sýnileiki þessa þjóðfélagshóps að vera talsvert meiri en hann er nú..."

"Ég geri mér grein fyrir því að veðrið spilar án efa einhverja rullu hér en erlendis sér maður oft eldra fólkið sitjandi í hugglegum almenningsgörðum, teflandi, spjallandi, spilandi eða einfaldlega horfandi á mannlífið...."

" Ætli sú staðreynd að stofnanavist meðal eldri borgara er mun meiri hér á landi en t.d. á hinum Norðurlöndum eigi sinn þátt í þessu? Eflaust".

Mín skoðun er sú að Þó fólk fái inni á stofnunum þá er ekki þar með sagt að það sé karlægt. Frekar að það stundi sína félagsvist inná sumum þessara heldrimanna blokkum. Þar er víða félagsleg aðstaða. Kjör eldra fólks hér eru langt yfir meðaltali í Evrópu, svo það er nú frekar langsótt að kenna því um. Félagsfælni gæti verið skýring. 

Sú kynslóð Íslendinga sem nú er komin á aldur er að ég held ólíkari hvað félagsleg samskipti varðar en sömu kynslóðir víða í nágrannalöndum okkar. Og þó sérstaklega ef við horfum sunnar í álfuna. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi t.d. er það aldagamall kúltúr að spjalla, spila eða hvað eina í görðum og veitingahúsum eða hvar svo sem hægt er að tilla sér niður. Þennan kúltúr þekkja ekki eldri Íslendingar. Fólk er ekki vant hér spjalli um allt og ekkert á götum úti. Hvað þá að spila. Eða að fara nokkuð í erindisleysu.

agia-efimia-old-people 

 

 Ég held að þetta muni breytast þegar yngri kynslóðir dagsins í dag komast á efri ár. Eða ég vona það a.m.k. En auðvitað spilar veðrið hérna stóra rullu. Ómar Ragnarsson vill selja útlendingum rokið og rigninguna. Vonandi tekst honum að selja það allt, en skilji eftir góða veðrið handa okkur.


Einkaþotuflugmenn

Ég sótti tvo bandaríska einkaþotuflugmen Bechtel verktakans á Reyðarfirði í gær til Egilsstaða. Bechtel ákvað að bjóða þeim í kynnisferð á framkvæmdasvæði Alcoa. Þetta voru hinir alúðlegustu menn og fróðleiksfúsir um land og þjóð. Þeir vissu reyndar lítið sem ekkert um okkur eða framkvæmdirnar. Héldu t.d. að Bechtel væri að reysa þessa verksmiðju fyrir sjálfa sig. Þegar við keyrðum yfir Fagradal sem var heimskautalegur á að lýta í vorbyrtunni, spurði annar þeirra hvort að hér væru birnir. Ég sagði þeim frá hinum fimm viltu tegundum landspendýra sem prýða landið okkar og að þar af væru tvær teg. sem fluttar hefðu verið inn sérstaklega. Ég minntist reyndar ekkert á kanínur sem virðast vera að festa sig í sessi víða um land.

Þessir menn virðast lifa nokkuð æfintýralegu lífi. Ferðast um allan heima með hátt setta yfirmenn fyrirtækisins og gesti þeirra. Bechtel á og rekur 4 svona þotur sem eru ca. 50 sæta, flottar og rennilegar. Þær eru í stöðugri notkunn og á þeim starfa 18 fastráðnir flugmenn. Á styttri ferðum eru þeir bara tveir saman en stundum er flugleiðin það löng að þeir þurfa að vera fjórir.

Bechtel er stærsta verktakafyrirtæki í heimi, með verkefni bókstaflega út um allt. Ég spurði þá hvort einhverjir staðir væru í uppáhaldi hjá þeim. Ekki vildu þeir meina það en nefndu tvo staði sem vildu síður koma á. Það voru Indland og Sádi-Arabía. Indland vegna þeirrar gífurlegu fátæktar sem þeir urðu vitni að, sögðu að það væri " really depressing", og Sádi-Arabíu vegna þess hversu strangir Arabarnir eru t.d. varðandi áfengi (nema þú sért prins, þá er það ekki vandamál) og varðandi kvenfólk sem oft er með þeim í för, ýmist sem flugmenn eða starfsmenn Bechtel. Þeir nefndu sem dæmi að á hóteli einu sem þau gistu á var tennisvöllur í garðinum. Þau fóru að spila í steikjandi hitanum og allir voru að sjálfsögðu í tennisbúningnum sínum, hvítum stuttbuxum og bol. Þá kom öryggisvörður og skipaði konunum að klæða sig sómasamlega. Konur í Stuttbuxum voru ekki leifðar þarna. Engu skipti þó á hótelinu væru engöngu vestrænir ferðamenn og garðurinn væri lokaður almenningi.

Ég sagði þá flugmönnunum frá reynslu okkar bekkjarfélagana úr Garðyrkjuskóla Ríkisisns í útskriftarferðalagi á ítalíu vorið 1988. Þetta var um miðjan apríl og veðrið líka svona dásamlegt. Við höfðum verið að skoða frægan bótanískan garð í Flórens og ákváðum að flatmaga á grasbala umkringd vorblómanum. Allir fóru úr að ofan en stelpurnar að sjálfsögðu í brjóstahöldum sínum. (ekki það að ég hefði misst vatnið þó þær hefðu svipt þeim af sér líka) Þá kom einkennisklæddur garðvörður með kaskeiti og talstöð hangandi við beltisstað og skipaði stúlkunum að klæða sig í peysurnar hið bráðasta. Eitthvað reyndum við að malda í móinn í byrjun en lúffuðum svo fyrir honum þegar við heyrðum orðið pólisía í gegnum ítalskan orðaflauminn.

Þegar flugmennirnir heyrðu þessa sögu þá hló annar þeirra en hinn sagði að hann væri nú eiginlega sammála þessu. Hann ætti nefnilega tvær unglings dætur og hann vildi ekki að " The sharks would come around". Þá sagði ég honum að ef hákarlarnir fengju að venjast  þessu í rólegheitum þá yrðu þeir bara vinalegir og kurteisir. Ég ætti sjálfur unglings dóttur og að ég samþykkti alveg hvað hún gerði í þessum efnum, svo framarlega sem hún væri sátt við það sjálf.

Þá sagði frjálslyndi flugmaðurinn með glettnissvip að það væri ekki að marka þetta  með hinn, hann væri alinn upp í þannig umhverfi og að sum svæði í Bandaríkjunum væru afar ströng í siðferðilegu tilliti.

Æ, já.... heima er best


Náttúran og Marxisminn

Endilega smellið hér á hann Pétur Tyrfingsson. Manni vöknar bara um augun, Blush   að þrátt fyrir allt eru til V-grænir og Marxistar í þokkabót sem hafa ómengaða sýn á virkjanir, stóriðju og náttúruvernd. Algjör snilld hjá kalli.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband