Sigur fyrir Húsvíkinga

Þá er það á hreinu, íbúar Hafnarfjarðar höfnuðu stækkuninni. Ómar Ragnarsson er duglegur að vanda að blogga um þessi mál. Skelfilegt að sjá bullið og rangfærslurnar hjá honum. Manni eiginlega fallast hendur. Ég hef reynt að andæfa í athugasemdunum hjá honum, en það er eins og að skvetta vatni á gæs.

 Í bloggi hans sem ber yfirskriftina  "Sigur í orrustu - stríðið heldur áfram", kemur fram að "ómetanlegt hafi framlag landeigenda á bökkum Þjórsár verið á lokasprettinum". Bréfið sem í búar Hafnarfjarðar fengu frá meintum íbúum landeigenda við Þjórsá var nú frekar dularfult svo ekki sé meira sagt.

Í athugasemdafærslu á minni blogsíðu um þetta bréf skrifar Sigurjón Vilhjálmsson : "

Sem íbúi við Þjórsárbakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segi ég: Athugið að meirihluti íbúa í hreppnum er fylgjandi þessum framkvæmdum!".

Einnig segir Ómar í bloggi sínu: "En eftir glæsilegan fund í Árnesi náðu menn vopnum sínum"

Um þann fund skrifar Jónas Yngvi Ásgrímsson bóndi  á Skeiðum að hann hafi nú ekki mætt á fundinn sem yfirlýstur andstæðingur framkvæmdanna. Hann var óákveðinn. Þetta var sem mig grunaði, margir mættu á fundinn til að fræðast og taka afstöðu væntanlega í framhaldi af því, en í fjölmiðlum var því haldið áberandi á lofti að allir sem þarna hefðu verið væru andstæðingar framkvæmdanna. Tja,  allt gera menn að vopnum sínum. Tilgangurinn helgar meðalið.

Að fengnu virkjanaleyfi og starfsleyfi fyrir Alcoa á Húsavík að undangengnu umhverfismati, þá verður íbúakosning um málið einungis formsatriði. Ég ætla því að nota tækifærið og óska Húsvíkingum til hamingju með væntanlegt álver. Nafnlaus bréf og fundir þar sem allir eru stimplaðir andstæðingar verður varla notað til vopna fyrir norðan þó það hafi virkað ljómandi vel fyrir sunnan.

ps. Athyglisvert innleg HÉR  í sambandi við bréfið góða sem sent var Hafnfirðingum, en því miður of seint. Einnig sláandi fréttirnar af kosningasvindlinu.

Eftireftirskrift. Þetta með kosningasvindlið er náttúrulega tómt rugl. Þetta gengi aldrei upp hér... vonandi. Ég vona að menn slái ekki oftar svona löguðu fram þó þeir séu tapsárir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Gunnar þú verður að átta þig á því að forysta umhverfisverndargengisins er saman sett af menntaelítunni og fjölmiðlafólki. Það fólk á afar auðvelt með að snúa staðreyndum sér í hag eins og sást á kosningabaráttunni í Hafnarfirði. Þetta fólk er að verða búið að telja almenningi í trú um að allir þeir sem ekki eru sammála þeim séu örgustu umhverfisóvinir, óferjandi og óalandi. Það endar auðvitað með því að fólk sér í gegnum þennan öfgakennda málflutning, það er bara vonandi að það verði ekki of seint. Ég hef fulla trú á að Húsvíkingar nái að klára sín mál, það sem ég hef áhyggjur af er að álverið þar skili ekki fullunninni vöru frá sér heldur umbræðslu líkt og álver Norðuráls. Slíkt rýrir samfélagslegann ábata svæðisins því það gefur af sér færri störf og minni virðisauka.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.4.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þessi umræða er í sorglegum farvegi. Spurning hvort ekki væri réttast að hleypa þessum græningjum í stjórn. Það var gert í þyskalandi fyrir  ca. 8 árum eftir að þeir höfðu verið í stöðugri sókn allan 10. áratug síðustu aldar. Efnahagur Þjóðverja varð fyrir verulegum skakkaföllum það kjörtímabil sem þeir komust í stjórn. Síðan þá hafa græningjar ekki verið svipur hjá sjón. Við hugsum auðvitað með hryllingi til þess skaða sem þeir gætu valdið, en ég held að þeir muni aldrei halda út heilt kjörtímabil. Smjörþefurinn mun nægja til að þeir hrökklist frá.... og þá eru þeir frá.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband