Um kvenlegt uppeldi

Mér hefur lengi fundist umræður um launamun kynjanna á villugötum. Ekki það að ég viðurkenni ekki að hann sé til staðar heldur hvernig nálgunin á vandamálinu nánast tryggir að aldrei mun nein lausn finnast. Nálgunin er sem sagt oft þannig að karlar eru vondir og konur eru fórnarlömb. Karlar reyna vísvitandi að hamla konum í frama og launum. Og sérstaklega reyndar karlmenn úr Sjálfstæðisflokknum.

Ef ég malda eitthvað í móinn með þetta þá er maður bara úthrópaður sem karlpungur og andstæðingur jafnréttisbaráttu kvenna.  Kvenfólkið verður eins og kríuger að vernda varplandið sitt og maður verður skíthræddur.

Það er eins þeir sem stjórna umræðunni (feministar?)   haldi að við eigum ekki mæður, systur og dætur. Hverslags bull er þetta eiginlega í þeim. Ég sá einhversstaðar upptalningu á hugsanlegum ástæðum fyrir því að karlar fá hærri laun:

Lengri vinnutími

 Meiri ábyrgð

Fleiri undirmenn

Meiri afköst

Meiri viðvera

Færri veikindadagar

Meiri samviskusemi

 Minni fjarvistir vegna barna

Meiri menntun

 Meiri mannleg hæfni

Almenn klókindi

Betra skap

Meiri þátttaka í félagslífi

Skjótari ákvarðanataka

Meira sjálfstraust

Ríkari kaupkröfur

 

Ég er viss um að sumt af þessu á við um allar konur og allt af þessu á við um sumar konur.

Auðvitað eru konur jafnhæfar körlum, en kannski þurfa konur að vera sjálfsgagnrýnni og þora að horfast í augu við að margra kynslóða mótun í "kvenlegu" uppeldi sé þeim e.t.v.  fjötur um fót á vinnumarkaði.

En konur.... í Guðana bænum ekki glata kvenleikanum þó þið takið ykkur aðeins í gegn að öðru leiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Hehehe...þú verður ekki vinsæll hjá konum útá þetta blogg ;) Og ekki dettur mér í hug að fara að rökræða um svona hluti. Þetta er allt saman satt. Nema sumt..

Brynja Hjaltadóttir, 1.4.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

hehe...nei sennilega ekki en vonandi fæ ég ekki gargandi kríuger goggandi í hausinn á mér. Annars átti þetta að vera bara smá hugleiðing en enginn stóri sannleikur

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 00:08

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hahhaha, eitthvað kannast ég við þessa upptalningu, humm hmm. Gott að sjá að við hugsum á svipuðum nótum ... Af samhengi hlutanna man ég núna samt bara eftir Heiðrúnu Lind og Erlu Ósk, jamm og já.

Berglind Steinsdóttir, 3.4.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband