Færsluflokkur: Íþróttir
Kylfingurinn Björgvin Þorsteinsson er greinilega búinn að ná þessu í eitt skipti fyrir öll. Fer holu í höggi tvo daga í röð! Hann getur nú snúið sér að öðru.
Læt fylgja með einn golfbrandara:
Fjórir vel stæðir eldri menn, spiluðu gjarnan golf saman, en þeir áttu allir ágætis hús á Flórída. Einn þeirra segir upp úr eins manns hljóði úti á golfvellinum:
"Hugsið ykkur hvað það væri yndislegt að vakna á jóladagsmorgunn, velta sér fram úr rúminu án nokkurra andmæla, fara beint út á golfvöll til félaga sinna og taka hring".
Félögum hans fannst þetta stórsnjöll hugmynd. "Gerum þetta!", sögðu þeir nánast allir í kór.
"Þetta verður forgangsatriði þessi jól, finnið út leið til þess að geta verið mættir hér snemma á jóladagsmorgunn", sagði sá sem átti uppástunguna.
Nokkrum vikum síðar rennur upp fyrirheitni dagurinn, bjartur og fagur að venju í sólskinsríkinu og þeir eru allir fjórir mættir á golfvöllinn.
Sá fyrsti segir: "Ó boy, þessi golfhringur er að kosta mig heila formúgu. Ég keypti handa frúnni þvílíkan demantshring, að hún getur ekki haft augun af honum.
Þá segir annar karl: "Þetta kostaði mig líka alveg helling. Konan er heima núna að plana siglingu sem ég gaf henni. Hún er að drukkna í bæklingum um karabíska hafið".
Sá þriðji segir: Já, mín kona er heima að dást að nýja bílnum sínum og að lesa bæklinga um hann.
Þeir snúa sér nú allir að fjórða gaurnum sem horfir á þá vorkunnar augum: "Ég trúi því ekki að þið séuð að eyða svona miklu fé í þetta! Ég bara vaknaði í morgunn, sló konuna létt á rassinn og sagði "Góðan daginn elskan mín og gleðileg jól. Þetta er frábær dagur fyrir annaðhvort kynlíf eða golf.
Konan syfjulega: "Taktu peysu".
Björgvin fór holu í höggi tvo daga í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.7.2010 (breytt kl. 23:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ég ætti að vinna mér til lífs, að segja hvort kærasta Casillas sé ástfangin af honum eða ekki, þá yrði ég að skjóta á að hún sé það ekki. Hún hafði greinilega áhyggjur af ímynd sinni í beinni útsendingu og varð vandræðaleg við kossinn. Ég hefði viljað sjá mína kærustu geisla af hamingju ..... no matter what!
Casillas kyssti kærustuna (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 12.7.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi 1974, spiluðu Hollendingar og Þjóðverjar til úrslita. Þá var Johan Cruyff á hátindi ferils síns. Ég var 14 ára gamall á þessum tíma og ég og félagar mínir í Skuggahverfinu í Reykjavík, fylgdumst grant með keppninni. Flestir okkar héldu með Hollendingum og okkur fannst Cruyff hrikalega flottur.
Það var unun að horfa á Cruyff splundra vörn andstæðinganna með hraða sínum og tækni. Hraðabreytingarnar í leik hollenska liðsins voru magnaðar. Þeir kannski löbbuðu nánast með boltan án þess að andstæðingurinn næði til hans og svo skyndileg var þotið af stað. Allir höfðu hlutverki að gegna í þessari sinfóníu og kóngurinn Cruyff stjórnaði.
Það er dálítið merkilegt hversu fáar þjóðir hafa spilað þessa 18 úrslitaleiki á HM, eða aðeins ellefu. Enn færri hafa svo orðið meistarar, eða sjö þjóðir. Hér að neðan er listi yfir þær þjóðir sem spilað hafa úrslitaleikinn. Í sviganum er fyrri talan leiknir úrslitaleikir og sú seinni er fjöldi heimsmeistaratitla.
- Brasilía - (7-5)
- Þýskaland - (7-3)
- Ítalía - (6-4)
- Argentína - (4-2)
- Úrugvæ - (2-2)
- Frakkland - (2-1)
- Holland - (2-0)
- Ungverjaland - (2-0)
- Tékkóslóvakía - (2-0)
- England - (1-1)
- Svíþjóð - (1-0)
Það vekur athygli að Spánverjar, stórþjóð í knattspyrnuheiminum með félagslið eins og Real Madrid og Barcelona, skuli aldrei hafa leikið úrslitaleik á HM. Kannski verður breyting þar á innan skamms.
Cruyff segir brasilíska liðið leiðinlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.6.2010 (breytt kl. 16:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef gaman af hnyttnum og stundum hrokafullum tilsvörum Jose Mourinho. Með því að láta kastljósið beinast að sér, léttir hann pressu af leikmönnum sínum. Áreiti fjölmiðlamanna verður minna á leikmönnum og einbeiting þeirra truflast síður.
Fótboltinn sem hann lætur sín lið spila, er samt ekki í uppáhaldi hjá mér. En Mourinho er mikill "Thinker" og lið hans eru feikivel skipulögð, sérstaklega varnar og miðjulega séð. Hann safnar að sér "vinnuhestum" og baráttujöxlum án þess að fórna tæknilegum gæðum.
En leiftrandi leik og sköpunargleði á leikvellinum, sýna lið Mourinhos of sjaldan að mínu mati. Liðin hafa verið meira eins og vel smurð vél sem stöðvast ekki auðveldlega.
Mourinho: Líklegra að ég fari frá Inter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 23.5.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ef íslenska landsliðið í fótbolta ætlar sér að komast úr því skelfilega fari að vera í nítugastaogeitthvað sæti á lista FIFA yfir bestu knattspyrnuþjóðir heims, þá þarf að verða ákveðin hugarfarsbreyting meðal leikmanna liðsins og ekki síst meðal þjálfarateymisins, Óla Jó. & co.
Agavandamálum hefur brugðið fyrir í tengslum við A- landslið karla. Eitt hið alvarlegasta átti sér stað í þjálfaratíð Atla Eðvaldssonar, fyrir nokkrum árum. Annað leiðindaatvik átti sér stað í þjálfaratíð Guðjóns Þórðarsonar.
Við viljum sjá ástríðu og stolt skína úr andliti hvers einasta leikmanns, þegar hann gengur inn á keppnisvöllinn í íslensku landsliðstreyjunni. Umgjörð landsliðsins þarf að vera "professional" og þjálfarinn má ekki fá "Starstruck", þegar hann horfir í augu leikmanna sinna.
Mér hefur fundist landsliðið spila betri og skemmtilegri fótbolta þegar þessar svo kölluðu "stjörnur" okkar eru ekki með. Leikurinn við Mexíkó í Bandaríkjunum um daginn, er til vitnis um það. Frábær leikur og frábær frammistaða.
Eiður Smári, Hemmi Hreiðars, Heiðar Helgu, Brynjar Björn, Ívar Ingimars og e.t.v. fleiri. Allir hafa þessir menn skilað góðu og eftirminnilegu starfi, en nú er tími til að þeir stígi til hliðar og hleypi ungum sprækum og metnaðarfullum strákum að.
Óli, hafðu nú kjark til að bylta liðinu. Þú hefur engu að tapa.
Ólafur: Eiður er ekki í formi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 19.5.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svíar og Rússar áttu svona lið áður, lið sem við áttum ekki séns í. En tími okkar mun koma, þó síðar verði. Þá verða það hin liðin sem eiga ekki séns í okkur. Hvort það verður á þessum áratug eða einhverjum öðrum.... kemur í ljós.
Ég má til með að koma með tilmæli til RUV: Vinsamlegast notið ekki Adolf Inga Erlendsson í beinum útsendingum frá handboltalandsleikjum.
Yfirburðir í leik- og lesskilningi auk líkamsburða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 19.4.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þjóðverjar, Austurríkismenn og Svisslendingar eru þekktir fyrir nákvæmni og áræðanleika. "Skipulag" er þeim ofarlega í huga. Þessar þjóðir skera sig úr hvað þetta varðar í Mið- Austur og Suður Evrópu. Klukkan virðist skipta marga suðurevrópska menningarheima minna máli en þeirra norðlægari. Kannski er það eiginleiki, fremur en löstur?
En hvað um það, Austurríkismenn eru kjörnir í að halda HM 2015, með góða æfingu og reynslu af EM á þessu ári.
Ég fór ásamt þremur félögum mínum á EM í Sviss fyrir nokkrum árum og það var skemmtileg ferð. Mér fannst athyglisvert hversu einsleit þjóðin virtist vera. Lítið sem ekkert var um fólk af öðrum kynþáttum og sömu sögu var að segja um múslimskar blæju/Burku konur, ólíkt því sem sjá má í t.d. þýskum, frönskum, hollenskum, dönskum og enskum borgum.
Austurríki vill HM 2015 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 18.4.2010 (breytt kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikurinn í nótt er klárlega besti leikur íslenska landsliðsins í háa herrans tíð að mínu mati. Strákarnir héldu boltanum mjög vel, sem alls ekki er auðvelt á móti svona tæknilega góðum leikmönnum eins og eru í mexíkóska liðinu.
Allir Íslendingarnir stóðu sig með prýði, en ég vil þó sérstaklega nefna vinstri bakvörðinn Arnór Svein Aðalsteinsson, framherjann Kolbein Sigþórsson og kantmennina Jóhann Berg og Steinþór Frey. Sömuleiðis var gamla brýnið Bjarni Guðjónsson góður á miðjunni og Gunnleifur var öruggur í markinu, en fékk reyndar ekki mikið að gera framan af, sem sýnir hvað liðið úti á vellinum stóð sig vel.
Ég held að það sé kominn tími til að gefa helstu stjörnum okkar í atvinnumennskunni, frí frá landsliðinu og leyfa þessum ungu mönnum að taka við kyndlinum. Þó er ein ný stjarna sem ég vil sjá í þessu liði, en það er Gylfi Þór Sigurðsson hjá Reading.
"Bank of America" leikvöllurinn er glæsilegur að sjá.
Besti árangur landsliðsins í áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 25.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir vita um hin gríðalerlegu ítök sem Svíar hafa í hinum ýmsu alþjóðlegum íþróttahreyfingum, ekki síst í handbolta. Og nú er Norðmaður forseti EHF.
Ég veðja á að bæði Norðmenn og Svíar séu í öðrum styrkleikaflokki og að þau kæri sig ekki um að spila á móti okkur í undankeppninni. Þess vegna erum við sett í þennan styrkleikaflokk, sem er algjörlega út í hött. Við erum klárlega með eitt af 5 bestu liðum í heimi.
Ég var að reyna að finna hver þessi 10 lið það eru í fyrsta styrkleikaflokki
Þetta er klíkuskandall
Hér að neðan er myndband af 20 bestu handboltamönnum heims um þessar mundir. Íslendingar eiga þar 3 leikmenn, Alex, (10. sæti) Guðjón Val (3. sæti) og Óla Stef. (2. sæti) Karabatic er efstur á blaði.
Leikmennirnir skiptast á eftirtaldar þjóðir:
- Frakkland - 4
- Ísland - 3
- Þýskaland - 3
- Króatía - 3
- Spánn - 2
- Svíþjóð 2
- Danmörk - 1
- Pólland - 1
- S-Kórea - 1
Svo eigum við a.m.k. 2 þjálfara sem komast á topp 20 lista yfir þá bestu, Gumma og Alfreð.
Ísland ekki meðal bestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 15.3.2010 (breytt kl. 10:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari A-liðsins, tekur mjög sterka leikmenn frá 21-árs liðinu sem er að fara í mjög mikilvægan leik gegn Þjóðverjum. Óli telur greinilega að æfingaleikurinn gegn Kýpur sé mikilvægari en barátta 21-árs liðsins..... en samt ekki nógu mikilvægan fyrir landsliðsfyrirliðann, Eið Smára. Hann fær frí.
Nógu slæmt er að missa Gylfa Sigurðsson úr liðinu.
Óli tók þá Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason í þjónustu sína fyrir hinn gríðarlega mikilvæga leik gegn Kýpur
Gylfi ekki með í Magdeburg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 2.3.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 946101
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stjórnsýsla Reykjavíkur á sviði mannvirkjagerðar er í molum
- Útlend stofnun ræðst inn
- Að hlusta á þjóðina
- Taylor Swift er hugsanlega Stórfótur
- Vanstilling SFS
- Farið í kringum loforðið
- Ranghugmynd dagsins - 20250108
- Grænlendingar hitta Trump jr.
- Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
- Afsakanir Sjálfstæðismanna...og Flokks fólksins manna