Yndislegur náungi

mouriÉg hef gaman af hnyttnum og stundum hrokafullum tilsvörum Jose Mourinho. Með því að láta kastljósið beinast að sér, léttir hann pressu af leikmönnum sínum. Áreiti fjölmiðlamanna verður minna á leikmönnum og einbeiting þeirra truflast síður.

Fótboltinn sem hann lætur sín lið spila, er samt ekki í uppáhaldi hjá mér. En Mourinho er mikill "Thinker" og lið hans eru feikivel skipulögð, sérstaklega varnar og miðjulega séð. Hann safnar að sér "vinnuhestum" og baráttujöxlum án þess að fórna tæknilegum gæðum.

En leiftrandi leik og sköpunargleði á leikvellinum, sýna lið Mourinhos of sjaldan að mínu mati. Liðin hafa verið meira eins og vel smurð vél sem stöðvast ekki auðveldlega.


mbl.is Mourinho: Líklegra að ég fari frá Inter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég tek undir þetta. Það er gaman að stælunum í stráksa. Því miður leika liðin hans hundleiðinlegan fótbolta. Þau eru sigursæl en leiðinleg. Velgengni Mourinhos grundvallast á því að andstæðingarnir vilji leika eðlilega knattspyrnu. Ef andstæðingarnir lékju eins og hans lið myndu allir leikir enda 0-0 og áhorfendur myndu hætta að mæta.

Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband