Færsluflokkur: Íþróttir

Boltinn var kominn inn

Það er auðvitað grautfúlt að láta taka af sér svona fallegt mark, en ég held samt að þetta hafi verið rangur dómur. Boltinn er kominn inn fyrir marklínum þegar Nani skallaði hann og þess vegna átti mark Ronaldos að standa.

ronaldo


mbl.is Nani eyðilagði glæsimark Ronaldo (Myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboð til KSÍ

Afföllin í A-liðinu eru orðin grunsamlega mörg og einhverjum kann jafnvel að detta í hug orðið "áhugaleysi".  Yfirbragð leikstíls landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, ber vott um "amatörisma", enda er Óli trésmiður sem hefur lengi haft áhuga á fótbolta og spilaði meira að segja sjálfur um skeið.

Gæði leikmanna okkar eru orðin það mikil, að það er eiginlega óþolandi og niðurdrepandi að horfa á hóp góðra og efnilegra leikmanna koðna niður vegna skorts á sjálfsöryggi og sigurvilja. Þessir leikmenn eiga skilið að hafa þjálfara sem er atvinnumaður í fagi sínu, líkt og þeir sjálfir og þá þurfum við að líta út fyrir landsteinanna.

Ég vil að ráðinn verði erlendir topp þjálfari, jafnvel þó launakröfur verði umtalsvert hærri. Afhverju ekki að láta reyna á þetta? Við erum í 8 liða úrslitum á EM U-21 árs og ef nú er ekki lag, hvenær þá?


mbl.is Gylfi Þór ekki með gegn Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæði dúer og þinker

Ég sá fyrri hálfleikinn að mestu í sjónvarpinu. Þegar staðan var orðin 1-6, hálf hrópaði ég í vælandi tón á stofugólfinu:  "Hvað er eiginlega að ske!?"

Svo tautaði ég við sjálfan mig eitthvað í þá veruna að þetta væri hrikalegt vanmat.

Upp úr miðjum hálfleiknum fannst mér ég sjá batamerki á íslenska liðinu. Það byrjaði með vörninni, sem nú kom framar og truflaði þó nokkuð öfluga hægri handar skyttu Lettanna. Íslendingar unnu seinni helming fyrri hálfleiks 13-7. Ég þurfti svo að bregða mér af bæ í hálfleik, en hafði ekki nokkrar áhyggjur af þessum leik. Ég vissi að þeir voru komnir með það sem til þurfti.

ólistefViðtalið við Óla í viðtengdri frétt er skemmtilegt. Ólafur Stefánsson hefur heila sigurvegara. Hann er heimspekilega þenkjandi og hann þekkir mannlega veikleika, ekki síst hjá sjálfum sér. Að þekkja veikleikana er einmitt lykillinn að lausn vandans. Óli er yndisleg blanda af "doer and thinker". Svona karakter er sjaldgæfur meðal okkar mannanna.

Þessi leikur er "Wakeup call" fyrir Guðmund þjálfara og strákana í liðinu. Ég vona að þeir setji ekki á "snooze" og gleymi sér. Crying


mbl.is Ólafur sagði Íslendinga hafa vanmetið Lettana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður íþróttamaður

Gunnar Nelson er mesti íþróttamaður þjóðarinnar í dag. Synd að hann skuli ekki vera kjörgengur í vali á Íþróttamanni ársins á Íslandi. Þar yrði hann öruggur sigurvegari árið 2010.

MMA-PHYSIQUE-JUNE-2010-web-1-226x300

Hér er Gunnar á forsíðu þekkts bandarísks tímarits um bardagaíþróttir. "Gunnar Nelson: FIGHTER BORN TO WIN" er aðalgrein blaðsins.


mbl.is Gunnar Nelson á heimslistann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull í landsliðsþjálfaranum

Íslenska þjóðin er stolt af U21 landsliði sínu. Hún er einnig stolt af handboltalandsliðinu.... en hún er ekki stolt af A-liðinu í fótbolta. Það er bara einfaldlega þannig.

Ef A-liðs þjálfarinn hefur ekki skilning á því að U21 árs liðið er í einstakri stöðu til að komast í lokakeppni stórmóts, þá er hann jafnvel vitlausari en hann lítur út fyrir að vera.

olijoEf ungu strákarnir okkar slá Skotana út í umspilsleikjunum, þá mun sú reynsla sem þeir fá í lokakeppninni, koma A-liðinu til góða síðar meir.

Skilur Óli þetta ekki?

A-liðið tapaði heima fyrir Norðmönnum og úti fyrir Dönum. Þetta lið á litla möguleika gegn Portúgölum og allir sjá að möguleikar liðsins eru þegar úr sögunni.


mbl.is Finnst þetta vera röng ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungt og efnilegt lið féll

Lið Fjarðabyggðar er skipað ungum og óreyndum strákum að mestu, en bráð efnilegum.

Ég kvíði ekki næstu árum ef vel verður haldið utan um þann mannskap og efnivið sem við höfum. Liðið fer strax upp að nýju ef svo verður.

Áfram Fjarðabyggð!


mbl.is Þór í úrvalsdeild - Fjarðabyggð féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liðið verður að hafa forgang

Ég hreinlega krefst þess að U-21 árs liðið fái algjöran forgang gagnvart A-liðinu í þessum umspilsleikjum gegn Skotum.

Gömlu jálkarnir í A- landsliðinu sem voru með allt niðrum sig í síðustu leikjum sínum, geta fengið séns á meðan til að bjarga ærunni.

Það yrði frábært ef þetta bráðefnilega lið okkar kæmist í 8 liða úrslit í Danmörku næsta sumar.


mbl.is Ísland mætir Skotlandi í umspili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Glæsó"

Æj..... mikið er ég feginn að þessi fjandi verður bannaður. Ótrúlega vitlaust uppátæki hjá S-Afríkubúum. GetLost

"Glæsó" er orð sem annar hver maður er farinn að nota í kringum mig. Ég heyrði þetta fyrst hjá konunni minni fyrir nokkru og gagnrýndi hana fyrir þetta orðskrípi. Joyful 

Svo var ég að keyra mann til Egilsstaða áðan og hann notaði þetta orð. Á leiðinni heim kom ég við í Shell á Egilsstöðum, og viti menn... maðurinn sem var á undan mér í sjoppunni, sagði "glæsó"!


mbl.is UEFA bannar Vuvuzelas lúðrana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segðu af þér, Ólafur!

Það er merkilegt að ekki skuli vera hægt að finna betri þjálfara en Ólaf Jóhannesson.

Liðsvalið er eitt og svo leikskipulagið annað. Nú velur Ólafur Árna Gaut í markið. Ég veit svo sem ekki hvernig Árni hefur verið að standa sig að undanförnu, en Árni hefur oftar en ekki sýnt mjög slaka frammistöðu með landsliðinu og ég fullyrði að enginn markvörður okkar eigi lélegri statistík en hann. Afhverju er Ingvari Þór Kale ekki gefinn sjénsinn? 

Ég sagði í pistli í gær að það væri fáránlegt að taka bestu menn úr 21. árs liðinu sem eru að fara að spila sinn stærsta leik í mörg ár, gegn Þjóðverjum, til þess að spila A-vináttulandsleik við eitt slakasta landslið Evrópu, Liechtenstein.

Og svo er það uppstillingin á liðinu; 4-5-1 sýnist mér.

Ólafur hefur ekkert í landsliðsþjálfarastöðuna að gera. Það á að reka hann og sömuleiðis Geir Þorsteinsson, formann KSÍ.


mbl.is Árni Gautur byrjar í markinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tek undir gagnrýnina

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í fótbolta, verður seint sakaður um að vera auðmjúkur og kurteis í fjölmiðlum, þegar hann er spurður út í málefni landsliðsins.

Þessi hrokafulla framkoma hans í garð 21. árs landsliðsins er ámælisverð að mínu mati. Það battarí sem er í kringum hið unga og efnilega framtíðarlandslið íslands, leikmenn og aðrir, hlýtur að vera óánægt með þessa framkomu og á með réttu að kvarta yfir henni til yfirstjórnar KSÍ.


mbl.is Sterkur landsliðshópur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband