Færsluflokkur: Íþróttir
Íslendingar voru í riðli með Evrópumeisturum Spánverja í undankeppni EM og gerðu jafntefli heima og töpuðu naumlega á Spáni 1-0, er Spánverjar skoruðu á lokamínútu leiksins. Svo virðist sem Spánverjar henti Íslendingum ágætlega því úrslitin hafa oft verið með ágætum fyrir okkur, miðað við hve mikil knattspyrnuþjóð þeir eru.
Luis Aragonés hefur verið umdeildur sem þjálfari Spánar og háværar raddir hafa heyrst reglulega um að reka ætti þann gamla. Þær raddir eru auðvitað þagnaðar í dag. Alex Ferguson lenti í svipuðu þega Man Utd. mistókst að verða Englandsmeistari nokkur ár í röð eftir blómatíma. Að reka þjálfarann, ef ekki næst toppárangur, ber stundum vott um taugaveiklun og örvæntingu og oftar en ekki tóm vitleysa en á auðvitað stundum rétt á sér.
Leikir Íslands gegn Spáni frá upphafi:
31.05.67 | 00:00 | A karla - ÓL 1968 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn (áhug.) | 1-1 |
22.06.67 | 00:00 | A karla - ÓL 1968 | Spánn (áhug.) | Ísland | 5-3 |
27.10.82 | 00:00 | A karla - EM 1984 | Spánn | Ísland | 1-0 |
29.05.83 | 00:00 | A karla - EM 1984 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn | 0-1 |
25.09.85 | 00:00 | A karla - HM 1986 | Spánn | Ísland | 2-1 |
12.06.85 | 00:00 | A karla - HM 1986 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn | 1-2 |
10.10.90 | 00:00 | A karla - EM 1992 | Spánn | Ísland | 2-1 |
25.09.91 | 00:00 | A karla - EM 1992 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn | 2-0 |
15.08.06 | 20:00 | A karla - VL 2006 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn | 0-0 |
28.03.07 | 20:00 | A karla - EM 2008 | Leikið erlendis | Spánn | Ísland | 1-0 |
15.08.06 | 20:00 | A karla - VL 2006 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn | 0-0 |
08.09.07 | 20:00 | A karla - EM 2008 | Laugardalsvöllur | Ísland | Spánn | 1-1 |
Árangur Spánverja í hópíþróttum hin allra síðustu ár er athyglisverður. Það hefur lengi loðað við þá að vera ekki nógu þjóðernissinnaðir sem liðsheild vegna rígs milli þjóðarbrota og héraða innan landsins. Nú virðist það að baki ef marka má nýlega heimsmeistaratitla í handbolta og körfubolta og nú Evrópumeistaratitils í fótbolta.
Aragonés hættir sem meistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.6.2008 (breytt kl. 13:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég veðjaði við Adda fyrrv. handboltakappa hjá HK hvernig leikirnir við Pólverja og Svía færu. Ég spáði að við myndum tapa fyrir Pólverjum og vinna Svíana, en hann spáði á hinn veginn.
Ég er að leggja í hann suður Addi.... vertu tilbúinn með aurinn!
Handboltaliðið fer á ÓL í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 1.6.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
"Gamla íslenska geðveikin", er auðvitað það sem hefur haldið í okkur lífinu hér á klakanum undanfarnar aldir. Við megum samt passa okkur að láta ekki reka okkur mikið út af. Menn fóru út af fyrir litlar sakir í gær á móti Argentínumönnum og það getur reynst okkur dýrkeypt á móti Pólverjunum.
Geðveikin þarf að birtast í gríðarlega hreyfanlegri vörn sem kemur vel út í skytturnar og hún þarf að birtast í grimmd og greddu í sókninni. Vera vakandi fyrir fráköstum og slíku. Og svo þurfa markverðir okkar auðvitað að eiga góðan leik. Vonandi kemur Einar Hólmgeirsson sterkur inn, okkur veitir ekki af því. Það er hrein unun að sjá hann hamra boltan í netið, það eru fáar skyttur jafn skotfastar og hann. Arnór Atlason þarf að koma líka, leikurinn í gær gefur vonir um að þessar skyttur gætu hrokkið í gang í dag.
Ef við vinnum Pólverjana í dag þá getum við tekið Svía-leikinn sem létta æfingu á morgun fyrir Slóvakíu-leikina, því jafntefli Svía og Pólverja í gær voru eins og eftir pöntun. Við þurfum bara að vinna aðra hvora þjóðina til að tryggja okkur á Ólympíuleikana í Peking, vegna þess.
Áfram Ísland !
Þurfum gömlu íslensku geðveikina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 31.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður gríðarlega erfitt að vinna Pólverjana því þeir eru klárlega með eitt af 5 bestu liðum í heiminum í dag. Í þeim flokki eru Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar og Króatar. Svíar eru þeim ekki langt að baki en ég tel möguleika okkar liggja fyrst og fremst í því að leggja þá að velli. Það verður því væntanlega hreinn úrslitaleikur við Svía á sunnudaginn.
Úfff! Það verður spennandi
Ekkert væl og enginn aumingjaskapur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1-1 að loknum venjulegum leiktíma.
Éndilega takið þátt í könnuninni hér til hliðar!
Man. Utd Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.5.2008 (breytt kl. 18:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhverntíma sá ég á blogsíðu Snorra Bergssonar skákmanns og sagnfræðings, gælunöfn nokkurra skákmanna á Íslandi. Mig minnir að Björn Þorfinnsson sé kallaður Húnninn (sb. bjarnarhúnn, held ég, varla hurðarhúnn )
Mér er minnisstætt þegar ég tók þátt helgarskákmóti á Egilsstöðum fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan. Bróðir Björns, Bragi, var þar á meðal keppenda, þá um 12-13 ára gamall. Ég dróst á móti honum og þegar strákurinn settist á móti mér með bland í poka í höndunum, frekar lítill eftir aldri, þá var ég ákveðinn í að reyna að komast skammlaust frá viðureigninni. Ég vissi að strákurinn var þræl sleipur, enda einn efnilegasti skákgutti landsins. Skemmst frá að segja, þá rúllaði hann mér upp á háðuglegan hátt.
Ég tefldi einnig á móti Helga Ólafssyni stórmeistara, og gekk í rauninni betur á móti honum fannst mér. Komst þokkalega út úr byrjuninni en þegar líða tók á miðtaflið settist Helgi í þunga þanka og hugsaði í dágóða stund. Skákirnar voru með 25 mínútna umhugsunartíma og ég var farinn að gera mér vonir um að Helgi myndi lenda í tímahraki með þessu áframhaldi. Svo lék hann og ég svaraði skömmu seinna grunlaus. Í framhaldinu virtist Helgi leika að því er virtist án umhugsunar, en þá var hann auðvitað búinn að hugsa þetta til enda nánast, í þungu þönkunum. Staða mín hrundi á undraskömmum tíma og ég lagði niður vopnin. Skemmtileg upplifun engu að síður
Björn Þorfinnsson nýr forseti Skáksambands Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 3.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þessi sigur lofar góðu fyrir Valsmenn í sumar. Ég á ekki von á öðru en það verði frábær stemning á nýja heimavelli félagsins í sumar, stórglæsilegur völlur.
Einhverntíma sögðum við strákarnir í Skuggahverfinu, að það boðaði ekki gott ef Valur varð Reykjavíkurmeistari, því tölfræðin sagði að þá yrðum við ekki Íslandsmeistarar. En meistarar meistaranna var í góðu lagi
Ég fór með Jökli syni mínum í fyrrahaust að sjá landsleikinn við N-Íra og við notuðum tækifærið og skoðuðum nýja völlinn. Tók myndirnar hér að neðan við það tækifæri. Okkur hlakkar mikið til að sjá leik þarna í sumar.
Valur sigraði Fram 4:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 1.5.2008 (breytt kl. 23:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tel að "stjörnu-syndromið" hrjái Barcelona, líkt og það gerði hjá Real Madrid fyrir 2 árum. Stjörnurnar spila fyrir sjálfan sig en ekki liðið og það er hörmung að sjá frábæra leikmenn eins og Messi, hnoðast endalaust áfram og ætla sér að gera allt upp á eigni spýtur.
Stjörnu-syndrómið verður ekki læknað nema með þjálfaraskiptum. Tími Rijkaard er liðinn. Jafnvel þó Barcelona tækist að krækja í Meistaradeildartitilinn.
Fregnir herma að Ronaldinho sé mikið í skemmtanalífinu. Það kann aldrei góðri lukku að stýra.
Eiður átti við fjárhættuspilavanda og tókst að sigrast á því. Eiður þarf að komast í lið þar sem hann fær að spila reglulega. Hann er fljótur að þyngjast annars. Ég vil sjá hann fara til West Ham í sumar.
Rijkaard segir Ronaldinho vera á förum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 28.4.2008 (breytt kl. 18:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég held að United taki Börsungana og spurning hvort liðið, Chelsea eða Liverpool, bíður upp á skemmtilegri úrslitaleik í Moskvu. Svei mér þá, ég held bara Liverpool.
Eittvað er verið að gantast með Eið Smára á þessari spönsku síðu. Væri fínt að fá þýðingu
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 23.4.2008 (breytt kl. 03:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hverjir eru bestu handboltamenn Íslands frá upphafi? Mín röð er þessi í fljótheitum.
1. sæti. Ólafur Stefánsson, fjölhæf vinstrihandarskytta. Ber hraðaupphlaup uppi mjög vel, góð og nákvæm skytta með næmt auga fyrir línuspili. Ágætur varnarmaður. Allt sem hann gerir, gerir hann átakalaust að því er virðist. Stundum finnst manni hann hafa átt rólegan dag með landsliðinu, en svo þegar tölfræðin er skoðuð þá er hann kannski með 8 mörk og fjölda stoðsendinga. Landsliðinu líður vel með Ólaf innanborðs. Markahæsti maður landsliðsins frá upphafi.
2. sæti. Kristján Arason, vinstrihandarskytta. Að mörgu leyti svipaður leikmaður og Ólafur og kostir þeir sömu. Næst markahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Ólafur og Kristján eru þeir einu sem rofið hafa þúsund marka múrinn.
3. sæti. Geir Hallssteinsson var afar skemmtilegur rétthentur leikmaður. Leikstjórnandi og skytta. Hann gat tekið af skarið og unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Hafði yfir mjög góðum fintum að ráða og mikla skottækni. Hann gerði "neðanjarðarskotin" af gólfinu úr kyrrstöðu, að listgrein. Einn besti handknattleiksmaður í heimi á árunum í kringum 1970.
4. sæti. Alfreð Gíslason, geysilega sterkur líkamlega, skotfastur og mjög öflugur í vörn og sókn og brást aldrei. Kosinn besti leikmaður B-keppninnar í Frakklandi 1989.
Um sæti neðar en þetta get ég svo sem skotið. Siggi Gunn, Siggi Sveins, Geir Sveins, Gunnar Einarsson, Jón Hjaltalín, Þorgils Óttar, Bjarki Sigurðsson.
Ps. Það er ljóst af þessum lista að ég er aðdáandi liðsins sem vann B-keppnina í Frakklandi 1989. Af þeim ellefu sem ég tel upp, eru sjö úr því liði. Ég fer ekki ofan af því að lokalið Bogdan Kowalzik, 1989 var hið besta sem Ísland hefur átt. Tveir heimsklassa leikmenn í hverri stöðu.
Ólafur ætlar að vinna allt á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.4.2008 (breytt kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að taka pokann sinn
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖRIN TIL AÐ SINNA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ?????
- Heilbrigt og réttlátt samfélag
- Bæn dagsins...
- Halla snúið við á mánuði
- Framtíðin er komin, og einhver vél er til sem slappar af fyrir þig
- Tæling Englands
- Sprellfyndin menning
- Draga upp ranga mynd