Færsluflokkur: Íþróttir

Synd ef Bolton fellur

Kevin Nolan og El-Hadji Diouf eru báðir í liði Bolton. Ég eins og fleiri íslenskir áhugamenn um ensku knattspyrnuna, höfum séð margan mætan Íslendinginn hjá Bolton Wanderers. Má þar nefna Guðna Bergsson, Eið Smára, Arnar Gunnlaugs og tvo núverandi leikmenn liðsins, þá Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson. Einhverjir fleiri hafa verið hjá klúbbnum en þetta nægir til þess að tendra á örlítilli þjóðerniskennd í mínu eigin brjósti.

Sumir hafa sagst sjá grímu falldraugsins þegar sniðna á andlit Boltonmanna. Ég myndi sjá eftir þeim úr ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu reyndar Hamrana í dag, en lokaspretturinn verður Boltonliðinu erfiður.


mbl.is Botnbaráttan harðnar - Aston Villa skellti Derby, 6:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bikarinn á heima á Hlíðarenda og hvergi annarsstaðar.

Leikmenn Hauka áttu ekki í vandræðum með að henda Aroni... En ég óska samt Haukamönnum til hamingju með titilinn. Joyful
mbl.is Haukar Íslandsmeistarar í 7. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátt sem gladdi augað

Eiður Smári fagnar hér marki gegn Lettum á Laugardalsvelli. Það var fátt sem gladdi augað í leik íslenska liðsins í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið átti ekki skot á mark andstæðinga fyrr en um miðjan seinni hálfleik og dekkingar í vörninni voru nokkrum sinnum skelfilegar og við vorum hepnir að fá ekki á okkur 4-5 mörk í leiknum

Leikur íslenska liðsins batnaði mjög við innkomu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Leikgleði hans og hraði virtist smita strax út frá sér og svo skoraði hann fyrra mark okkar með stórglæsilegum hætti, eftir bestu sókn okkar manna í leiknum.

Eiður Smári sást varla í öllum leiknum en hann átti þó mjög gott skot beint úr aukaspyrnu og svo skoraði hann potmark í lokin.

Íslenska liðið má þakka fyrir að hafa unnið leikinn, því betri "klárarar" hjá andstæðingunum hefðu gert útaf við okkur. Heilt yfir er þó ekki hægt að kvarta, fyrir utan þessi dekkingarmistök. Vonandi að Ólafi Jóhannessyni takist að lagfæra leik liðsins frekar. Við getum miklu betur en þetta. Sigurinn var þó sætur, því er ekki að neita.


mbl.is Eiður og Gunnar tryggðu sigur gegn Slóvökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur Björgólfur gert fyrir mig?

Man ekki eftir neinu í svipinn Errm

Er samt laumu "fan" InLove

Það hafa margir frægir kappar spilað fyrir klúbbinn

mbl.is Ólík staða hjá West Ham í ár en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KFF - Keflavík 2-1

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) og úrvaldeildarlið Keflavíkur áttust við í Lengjubikarnum í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. KFF sigraði með tveimur mörkum gegn einu. Mörk KFF komu undir lok hvors hálfleiks, það síðara sérlega glæsilegt, beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, efst í markvinkilinn. Bæði lið voru taplaus fyrir viðureignina, KFF eftir 3 jafntefli og Keflavík eftir tvo sigra. Ég horfði á seinni hálfleikinn og sigur okkar var sanngjarn að mínu mati. Keflvíkingar voru meira með boltann án þess að skapa sér færi. Þeir áttu t.d. bara tvö skot á markið í seinni hálfleik undir lokin. Það fyrra víðs fjarri markinu og það síðara þegar þeir skoruðu mark sitt úr þvögu rétt fyrir utan teig á 7. mín. í uppbótartíma, en þá var staðan 2-0 fyrir KFF. Öllum þótti uppbótartíminn vel ríflegur hjá dómaranum en lítilsháttar töf varð á leiknum þegar markvörður KFF fékk olnbogaskot.

Frítt var var á leikinn í boði Alcoa en fyrirtækið lagði til um 20% af því fjármagni sem til þurfti við byggingu hallarinnar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband