Færsluflokkur: Íþróttir

Martröð - aldrei spennandi

Nikola Karabatic og Sverre Jakobsson berjast um boltann. Þetta var spennandi fyrstu 10 mínúturnar en svo rættist það sem ég óttaðist mest, að við myndum skíttapa, ekki að tapa í sjálfu sér, heldur að tapa svona.

Ég er samt hrikalega stoltur af strákunum. Áfram Ísland!

 


mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Stefánsson - myndir

bilde3

bildeu

bilde2

23iceland02_650

bilde

Við vinnum Frakkana!


mbl.is Íslendingar lýsa upp handboltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðirin hunsar læknisráð fyrir soninn

Björgvin Páll Gústavsson. " Kerfið krafðist þess" segir móðirin, en hún hafði betur.

Kerfið krefst ekki eins eða neins þegar lyf gegn ofvirkni eru annars vegar  Læknir gefur einfaldlega forráðamanni barns, sitt besta og fagmannlegasta læknisráð, að undangenginni rannsókn og greiningu. Foreldrinu ber ekki skylda til þess að fara eftir því, en með því að hunsa svona læknisráð er foreldrið að koma í veg fyrir að barn sitt eigi þokkalega heilbrigða og áfallalausa æsku.

Hvernig ætli minningar Björgvins Páls um æsku og grunnskólagöngu sína séu. Ef hann hefur verið greindur ofvirkur, þá er ekki ólíklegt að hann hafi ratað í mörg vandræðin sem e.t.v. hefði verið hægt að komast hjá með réttri lyfjagjöf. Stöðugar heimsóknir til skólastjóra og fleira í þeim dúr, getur varla verið gott fyrir barn að ganga í gegnum og varla er slíkt ljúf æskuminning.

En Björgvin Páll er sannarlega þjóðhetja í dag. Loksins eigum við Íslendingar heimsklassa markvörð. Áfram Ísland!


mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með tárin í augunum

Ólafur Stefánsson í baráttu við Demetrio Lozano leikmann Spánar.Ég var ekki með tár í augunum í leikslok, þá varð bara spennufall og ólýsanlegur feginleiki. En um miðjan síðari hálfleik, þegar Íslendingar höfðu 3-4 marka forystu með stórkostlegum leik, þá poppaði upp í huga minn að það yrði skelfilegt að tapa  leiknum, eins og íslenska liðið hafði spilað fram að því. Í þeim hugrenningum mínum læddist fram tár á hvarma. Hve oft höfum við ekki orðið fyrir vonbrigðum þegar væntingarnar hafa verið hvað mestar. En svona eftirá að hyggja, þá var þetta aldrei spurning, miklu betra liðið vann þennan leik.

"Strákarnir okkar" þurfa að taka sigur-hugarfarið sem þeir hafa haft fram að þessu, með sér í leikin gegn Frökkum og ég hef fulla trú á því að þeir munu gera það. Þeir eru langt frá því að vera saddir, en það eru Frakkar ekki heldur, þeir hafa aldrei komist svona langt á Ól frekar en við. Bronsverðlaun er besti árangur þeirra til þessa.

Hr. Gustavsson var yndislegur í markinu og hefur nú átt tvo stórleiki í röð. Ég man vart eftir því að slíkt hafi gerst hjá íslenska handboltalandsliðinu í stórmóti áður. Guðjón Valur var óheppinn með dauðafærin sín í leiknum og að liðið skuli brenna af 10 dauðafærum og vinna samt með 6 marka mun í undanúrslitum Ólympíuleikana gegn Spánverjum, segir allt sem segja þarf. Íslenska landsliðið í handbolta er stórkostlegt lið. Þegar dauðafærin klikkuðu hjá Guðjóni Val í hraðaupphlaupum, þá tók pilturinn sig til og gerðist bara langskytta í staðinn og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk langt utan af velli. Ásgeir Örn skoraði einnig tvö mörk í röð á mjög mikilvægum augnablikum og Logi, Snorri Steinn og Óli Stef voru í hörku stuði. 

Vörnin stóð fyllilega fyrir sínu þó liðið fengi á sig 30 mörk en það hefur verið "standardinn" hjá okkur undanfarið. Við skorum bara fleiri mörk en andstæðingurinn, ekkert flóknara en það. 

Ef íslensku landsliðsmennirnir ná að koma sér niður á jörðina fyrir urslitaleikinn, þá vinna þeir gull. Ég hef trú á því að þeim takist það. 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki margir sem kæmust í liðið í dag

Þeir eru ekki margir úr ´92 liðinu sem kæmust í landsliðshópinn í dag og þeir sem kæmust væru tæplega í byrjunarliðinu, nema kannski Geiri Sveins í vörninni.

Héðinn og Patrekur kæmu til greina í hópnum, einnig Valdi Gríms og hugsanlega Gummi Hrafnkels í markinu, en þar með held ég að það sé upptalið

. Guðmundur Hrafnkelsson var í liðinu sem varð í fjórða sætinu 1992.

Á morgunn er einstakt tækifæri til þess að tryggja sér verðlaun í mótinu. Spánverjar virðast ekki vera í sínu allra besta formi en það er þó ekki ólíklegt að þeir verði upp-tjúnaðir í þessum mikilvæga leik.

Hvernig er það, fara ekki Ólympíumeistararnir sjálfkrafa á HM í Króatíu í janúar n.k.? Ef svo er, þá höldum við áfram uppteknum hætti, förum erfiðu leiðina í úrslitakeppni stórmóts. Var það kannski planið allan tímann?... að fara fjallabaksleið til Króatíu og komast inn á Ólympíumeistaratitlinum Happy Wizard


mbl.is Búnir að jafna besta árangur á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við tökum Spánverja

Það hefði verið auðveldari leið að gullinu að fá S-Kóreumenn, þeir eru sprungnir en Spánverjarnir eru líkamlega sterkari og þola svona leikjaálag betur. Ef Guðmundur Þ. og félagar hans í  landsliðsteyminu vinnu heimavinnu sína eins vel og í undanförnum leikjum og liðið heldur stemningunni og sjálfstraustinu, þá tökum við Spánverjana.

Ég vil Króata í næsta leik, sama hvort það verður leikur um gullið eða bronsið. Íbúafjöldi Króatíu er svipaður og í Danmörku og mentalitet þjóðanna í boltaíþróttum er svipað, þ.e. kokhraustir í meira lagi sem stundum fleytir þeim langt, sérstaklega gegn stórþjóðum en þegar þeir lenda á móti örþjóð eins og Íslendingum sem hafa hjartað og hausinn í lagi, þá mæta þeir einfaldlega ofjörlum sínum.

gth0369l


mbl.is Spánverjar hafa bætt sig jafnt og þétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næst versti kosturinn

Aðeins það að lenda á móti Frökkum hefði verið verra fyrir íslenska liðið. Möguleikar okkar gegn Frökkum eru ekki meira en ca 25%, 45 % á mótti Pólverjum, 50% á móti Spánverjum og 55% á móti Króötum.

Við höfðum alltaf tak á Júggunum hérna í gamla daga, á meðan Danir og Svíar áttu í erfiðleikum með þá. Leikstíll þeirra hentar okkur ágætlega, hann er vitrænn en ekki viltur. Króatar bera Júgóslavnesku handboltaakademíunni fagurt vitni og leikmenn liðsins eru margir hverjir listamenn í greininni. Vitleysisgangur úti á vellinum er ekki okkar tebolli og því höfum við oft átt í erfiðleikum með lið eins og Egypta, Alsýringa og Suður-Kóreumenn.


mbl.is Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengum síðustu 15. mínúturnar í kennslustofunni

Ásgeir Örn Hallgrímsson vippar yfir Kasper Hvidt í marki... Ég var í skólanum í dag og reitti hár mitt af angist yfir að geta ekki horft á leikinn. En svo var tekin pása og Arnaldur (höfundur "Arnaldsbiblíu") kennari okkar fór á ruv.is og myndvarpinn varpaði leiknum á hvítt tjaldið við töfluna. Í kennslustofunni varð strax hörku stemning og hrópað og klappað þegar okkar mönnum gekk vel og það var lengi klappað þegar jafnteflið var í höfn.

En svo tók alvaran við, farið yfir vegmerkingar og hálftíma síðar var próf í umferðarmerkjum, ekki bara að þekkja merkin, heldur einnig að skrifa um gilsdissvið þeirra og skrifa í raun allt sem um þau má finna í lögum og reglugerðum. Ég held að það hafi gengið þokkalega.Errm


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnór og Sturla

Guðmundur Guðmundsson leyndi ekki ánægju sinni eftir... Snorri átti stórleik og var besti maður vallarins en mestu ánægju mína vakti frammistaða Arnórs Atlasonar og Sturlu Ásgeirssonar. Ólafur Stefánsson var óvenju slappur í þessum leik en það kom ekki að sök, ekki frekar en að liðið væri án Guðjóns Vals. Frábær vörn, liðsheild og barátta skóp sigurinn og betra liðið vann. Við meigum þó hrósa happi að markvarslan var engin hjá Rússum í fyrri hálfleik.

  Mér leist ekki á blikuna þegar Logi Geirsson kom inn á og svo virtist sem leikur íslenska liðsins hikstaði alvarlega um tíma í kjölfar tveggja hörmulegra skota hans, fljótlega eftir að hann kom inná. Þegar hann var settur í vinstra í hornið átti hann erfiðara um vik að gera axarsköft og ég vil hrósa Guðmundi Þjálfara fyrir að kippa honum ekki útaf fyrir mistök sín. Logi er leikmaður á heimsmælikvarða þegar sjálfstraust hans er í lagi og hann öðlast það ekki í þessu móti með því að senda hann í skammakrókin fyrir mistök sem hann gerir. Við eigum hann inni síðar í mótinu, ásamt Óla og Guðjón val.

Ég ætla að leyfa mér að spá því að við töpum fyrir Þjóðverjum í næsta leik en vinnum svo rest í riðlinum. Það gæti hugsanlega fært okkur fyrsta sætið en a.m.k. annað sætið í riðlinum og þar með spilum við um verðlaun á þessum Ólympíuleikum. Ég vona að íslensku landsliðsmennirnir hugsa þetta ekki svona eins og ég, þá er voðinn vís. Einn leik í einu strákar, ekki gleyma því! Cool

Snorri og Arnór voru góðir í viðtalinu hjá Dolla litla. Þeir eru greinilega með hausinn í lagi.


mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

50 milj. kr. árslaun

Alfreð Gíslason hefur tekið við sem þjálfari þýska... Fráfarandi þjálfari Kiel hafði tæpar 40 milj. í laun á ári og varla fær Alfreð minna en það. Hann hlýtur að hafa ca. miljón kall á viku sem er ekki svo slæmt. Alfreð er klárlega einn besti handknattleiksþjálfari heims um þessar mundir og full ástæða til að óska honum til hamingju með djobbið. Vonandi skilar reynsla Alfreðs sér í íslenskum handknattleik í framtíðinni.
mbl.is Alfreð: „Fæ ekki mörg slík tækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband