Færsluflokkur: Samgöngur

Framfaraspor

Gat komið út í Héðinsfjörð Siglufjarðarmegin. Svona birtist... Gríðarleg bylting verður í samgöngumálum þarna þegar göngin komast í gagnið. Ég man hvað öllum hlakkaði til hér eystra að Fáskrúðsfjarðargöngin yrðu tilbúin. Ég keyrði þar fyrst í gegn, nokkrum mánuðum áður en þau voru opnuð almennri umferð, þá starfsmaður Vegagerðarinnar. Ég fór inn Fáskrúðsfjarðarmegin á leið heim úr eftirlits og viðhaldsferð sunnan að og þegar ég kom út Reyðarfjarðarmegin þá varð maður eiginlega andaktugur. Sérkennileg lífsreynsla.

Margar gagnrýnisraddir heyrast um þessa framkvæmd. Það er örugglega rétt að það var tiltölulega auðvelt að finna arðbærari framkvæmd í vegamálum, en maður veltir því fyrir sér að ef alltaf væri farið eftir slíkri forgangsröðun, þá er hætt við að sum byggðarlög yrðu algjörlega afskipt í samgöngumálum. Og það er afskaplega þröngsýnt sjónarmið að framkvæmdir af þessu tagi séu bara fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. Þetta er að sjálfsögðu fyrir þjóðina alla. Og ekki gleyma því, að þetta er þrátt fyrir allt, arðbært. 


mbl.is Ekki dónaleg sýn út í Héðinsfjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál, en....

Frá blaðamannafundi samgönguráðherra í dag.Það vekur athygli mína að tvöföldunin byrjar ekki fyrr en við Litlu Kaffistofuna, sem þýðir að flöskuháls myndast þaðan og í Árbæjarhverfi. Einnig finnst mér einkennilegt að tvöföldunin nái bara til Hveragerðis, en mörg alvarleg slys hafa orðið á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss.
mbl.is Tvöföldun hefst 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband