Skelfilegt bull

Að draga úr mengun er af hinu góða en þessar hrakspár um hlýnun andrúmsloftsins af mannavöldum á eftir að bíta almenning á vesturlöndum heldur betur í rassgatið.

Ef sporna á við flugi á leiðum sem taka 1-2 klt. þá erum við að tala um vegalengdir upp á 500 - 2.000 km. og sú flugtraffík mun færast yfir á þjóðvegi, nema þar sem lestarsamgöngur eru góðar og það er ekki alls staðar. Það mun sennilega hafa fleiri slys í för með sér í umferðinni, fyrir utan tímaeyðsluna og óþægindin.

Á Íslandi vilja menn sporna við umferð á þjóðvegum með því að niðurgreiða sjóflutninga og færa þjónustigið á landsbyggðinni 20-30 ár aftur í tímann með því. Það þýðir útgjöld fyrir ríkissjóð í staðinn fyrir innkomu.

mban93l


mbl.is Losunarheimildir vegna flugs: Sérstaða Íslands liggur í legu landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einmitt, allt er á haus og út á hlið

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 21:40

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála og ósammála. Það er gott mál að reyna að fækka 1-2 tíma flugferðum. Þetta á við um Evrópu, ekki Ísland, því hér er flugtraffíkin orðin svo mikil að tafir geta farið yfir klukkutíma því vélin kemst hreinlega ekki í loftið. Það borgar sig því sjaldan að fara í stuttar flugferðir. Konan þarf stundum að fara til útlanda í viðskiptaferðir. Hún tekur lest til Parísar en flug til Mílanó og út fyrir Evrópu. Þetta gerist því af sjálfu sér.

.

Spurningin er, hvort er betra, umferðaröngþveiti á jörðinni eða í háloftunum? Á yfir höfuð að vera að fikta við þetta með reglugerðum? Málið er nefninlega að lestarkerfi og almennisngssagöngur yfirleitt eru víðast eru ekki upp á marga fiska. Ég vinn á Schiphol flugvelli. Það tekur mig 10-20 mínútur að keyra þetta. Fer eftir umferðinni. Það tekur mig hátt í klukkutíma að fara þetta með strætó og lest. Ég er neyddur til að aðstoða við tómataframleiðslu hollendinga.

.

Á Íslandi er þetta allt annað mál. Þar er rólegt í háloftunum og lítil ástæða til að berjast gegn flugi. Svo sé ég ekki í fljótu bragði hvernig fólk kemst til og frá landinu án þess að hoppa upp í vél.

Villi Asgeirsson, 4.9.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Akkúrat Villi. Sleppa reglugerðarfarganinu, þetta gerist af sjálfu sér

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband