Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir

Athyglisvert

Urriðafoss verður sennilega fallegri eftir virkjun, en ekki eyðilagður eins og andstæðingar virkjunaráformana hafa haldið fram. Afhverju kemur það ekki á óvart að þetta "umhverfislið" fari með tóma steypu í málflutningi sínum?

Endilega smellið á fréttalinkinn hér að neðan og horfið á viðtalið við hjónin á bænum Urriðafossi við Þjórsá.


mbl.is Fossinn sem gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópefli vistkvíðasjúklinga

Búðir mótmælendanna í morgun. Vistkvíðasjúklingar víða að úr veröldinni hópast nú til Íslands. Orkunýting Íslendinga úr iðrum jarðar veldur þeim angist og kvíða, svo þeir geta ekki á heilum sér tekið.

Ég bloggaði um þennan nýja sjúkdóm, "vistkvíða" í síðustu færslu.

Ég minni á könnunina hér til hægri.


mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlakkar í sumum

evaprofileEva Hauksdóttir, norn, skáld og eilífðarblóm, heldur úti blog-síðu tileinkaðri Paul Ramses, að því er virðist. Ef stuðningur hans hér á landi er byggður á henni og hennar líkum, þá segi ég nú bara "Guð hjálpi manninum, ef hann á það skilið", því ekki verður fólk af "Evu-tagi" honum til hjálpar, svo mikið er víst.

Ef ég man rétt, þá er Eva þessi einn af talsmönnum Saving Iceland hópsins, (leiðréttið mig ef ég fer rangt með). Það hlakkar í talsmanninum af því hagnaður Alcoa hefur dregist saman. " Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af", segir nornin í bloggi tengdri fréttinni sem er við þessa færslu.

Væri mannlífið fátækara ef við hefðum ekki svona viðundur í samfélaginu? Já, ekki spurning.


mbl.is Hagnaður Alcoa dregst saman um 24%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Presturinn leyfði ekki skilnaði

 Fyrir nokkrum árum var viðtal í einhverju blaði við Davíð Baldursson sóknarprest á Eskifirði, en hann þjónar Reyðarfirði einnig. Davíð, sem er mikill húmoristi var spurður hvernig á því stæði að svona lítið væri um hjónaskilnaði í funnyprestakallinu. Davíð svaraði: " Það er af því ég leyfi ekki hjónaskilnaði hér!" Grin

Lára Hanna Einarsdóttir náttúruverndarbloggari leitar logandi ljósi að dæmum um hve mislukkaðar virkjunar og álversframkvæmdirnar á Austurlandi eru.  Hildur Helga  svaraði ákalli Láru við að tína til dæmi í athugasemdardálki hennar:

"Sá þig auglýsa á amk einum stað eftir fleiri dæmum um það, sem ekki hefur gengið eftir í kjölfar virkjana í fyrirheitna landinu á Austfjörðum. Nógu mörg slík dæmi hafa nú bæði þú og aðrir talið upp, en ég bendi samt á nýlega frétt um stóraukna tíðni hjónaskilnaða fyrir austan. (Sjónvarp; RÚV eða Stöð 2)."

Þetta þótti Láru Hönnu kærkomin viðbót við önnur dæmi sem hún þóttist hafa fundið. Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort það geti verið mjög margir sem kokgleypa bullið í þessum nýja fánabera náttúruverndarbaráttunnar. Miðað við það sem maður les í athugasemdardálkum hennar, eru það a.m.k. einhverjir sem það gera.

 

 


mbl.is Skilnaðarbylgja að hausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamenn laðast að Kárahnjúkum

ji_100608_16

Ég hef alltaf haft það fyrir sið að treysta og trúa fólki þar til annað kemur í ljós. En ég verð þó að játa að þegar náttúruverndarsamtök tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir, hvar svo sem þær eiga að vera, þá hef ég hin síðari ár fullar efasemdir um trúverðugleika upplýsinga sem frá þeim koma.

Í Fréttablaðinu í gær, 1. júlí, er grein um ferðaþjónustu á Austurlandi. Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar héldu því blákalt fram að framkvæmdirnar myndu skaða ferðamannaiðnaðinn og vitnuðu í "sérfræðinga" í greininni. Um 50% fækkun á ferðamönnum til Austurlands átti að vera yfirvofandi og ekki nóg með það heldur yrði 30% fækkun á landinu öllu. Þetta má lesa í skýrslu sem Náttúruverndarsamtök Íslands lét frá sér fara árið 2001.

Í grein Fréttablaðsins í gær segir:

"Kárahnjúkavirkjun hefur haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Austurlandi og er orðin vinsæll áfangastaður ferðamanna, innlendra sem erlendra".

Allir vita að nýtt met er slegið í komu ferðamanna til landsins á hverju ári. Er nokkur spurning hvaða hvatir hafa legið að baki áliti sérfræðinganna sem náttúruverndarsamtökin leituðu til?


Eðlilegt

Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun Það er eðlilegt að OR endurskoði ákvörðun sína. Hávær minnihlutahópur hræddi þá til þess að hætta við. Þegar sú niðurstaða lá fyrir, þá kom kurr í hinn þögla meirihluti og æ fleiri eru að átta sig á því nú að öfgakennd náttúruverndarstefna er eitthvað sem er ekki að gera sig um þessar mundir.

Ég bendi á skoðanakönnun hér til hliðar.


mbl.is Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er álit Skipulagsstofnunar trúverðugt?

Svæðið þar sem til stóð að reisa Bitruvirkjun. Ég vil byrja á því að óska þeim sem hafa verið á móti þessum framkvæmdum til hamingju með álitið. Ég hafði hugsað mér að samþykkja álitið möglunarlaust, en eftir því sem ég kynni mér álit fleiri faglegra aðila um málið, því meira efins verð ég.  Ég bjóst nefnilega við að álitið snérist fyrst og fremst um þann hræðsluáróður sem virkjunarandstæðingarnir hömruðu mest á, þ.e. að eiturgufurnar frá borholunum væru hættulegar heilsu Hvergerðinga og raunar fólki á höfuðborgarsvæðinu líka og að svæðið fyrir neðan virkjunina í Reykjadal og giljunum þar ofan við, myndu eyðileggjast og þar með væri ferðamennska á svæðinu varpað fyrir róða. 

Um ferðamennsku á svæðinu segir í umsögn Ferðamálastofu:  "Ómögulegt er að leggja mat á hvort ferðafólki kemur til með að fækka á svæðinu",

En mótmælendur fullyrtu það nú samt. Einnig hef ég séð þá mótmæla raski á fornleifum á svæðinu. Fornleifavernd ríkisins leggst ekki gegn framkvæmdinni, einfaldlega vegna þess að fornleifar eru lítilfjörlegar á svæðinu.

Iðnaðarráðuneytinu barst bréf Skipulagsstofnunar til umsagnar 24. sept. sl.  Niðurlag umsagnar ráðuneytisins 19. okt sl. er:

"Hengilssvæðið er ekki meðal þeirra svæða sem tilgreind eru sem sérstaklega mikilvæg út frá verndunarsjónarmiðum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ráðuneytið gerir ekki frekari athugasemdir við frummatsskýrslu um fyrirhugaða  135 MW jarðhitavirkjun, Bitruvirkjun".

Virkjunarandstæðingar hömruðu á að háspennulínur eyðilegðu ásýnd svæðisins. Áætlun um raflínur var breytt og fyrirhugað var að leggja þær í jörð.

Í bréfi Orkustofnunar til Skipulagsstofnunar 9. nóv. s.l. um mat á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar og Hverahlíðarvirkjunar segir m.a.

"Orkustofnun telur þá stefnumörkun um umhverfis og ásýndarmál fyrir hönun jarðvarmavirkjana á Bitru og við Hverahlíð sem lýst er í matsskýrslunum vera til fyrirmyndar".

Umhverfisstofnun segir í bréfi til Skipulagsstofnunar 2. nóv. sl.

"Það er mat Umhverfisstofnunar, að teknu tilliti til ofangreindra atriða og að við þeim verði brugðist með fullnægjandi mótvægisaðgerðum, sé ekki líklegt að heildaráhrif vegna framkvæmdanna verði umtalsverð".

Margir aðrir aðilar eru með jákvæða umsagnir um Bitru og Hverahlíðarvirkjun með fyrirvörum um frekari rannsóknir á óvissuþáttum, s.s. brennisteinsvetnismengun, hljóðmengun, nýtingu á "jarðhitageyminum" undir svæðinu o.þ.h.

Fjöldi athugasemda einstaklinga sem margar hverjar voru "Copy/paste" eftir uppskrift forystsauða mótmælendanna er ómerkilegt innlegg í faglega umræðu um þessi mál. Þær ættu því einfaldlega að reiknast sem undirskriftalisti um mótmæli við Bitruvirkjun og ekkert annað.

Getur verið að Skipulagsstofnun láti ýkjuáróður umhverfisverndarsinna hafa áhrif á sig?

Maður spyr sig.


mbl.is Bitruvirkjun út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturkræf framkvæmd

Frá Hellisheiði. Eitt helsta tromp náttúruverndarsinna í andstöðu sinni gegn virkjunum undanfarin ár, hefur verið að benda á umhverfisraskið sé óafturkræft. Þessi framkvæmd er afturkræf en nú skiptir það engu máli. Virkjanir skulu helst ekki byggðar á Íslandi... No matter what!!.

Tikynning NSS er uppfull af því sem þeir telja og halda. Í henni segir m.a.: "NSS telja að náttúrugæðum verði spillt til frambúðar með fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum við Ölkelduháls"

Nú veit ég fyrir víst að þessi samtök hafa skoðað af mikilli nákvæmni allt sem lítur að framkvæmdinni og það hefur örugglega ekki farið fram hjá þeim að hún er afturkræf. Þegar einhver reynir að leiða mig á villugötur, þá hef ég ósjálfrátt varan á mér gagnvart slíkum aðila.

Arabískt máltæki segir eitthvað á þessa leið: Ef þú stelur einu sinni frá mér, þá er það á þinni ábyrgð. Ef þú stelur aftur frá mér, þá er það á minni ábyrgð.


mbl.is NSS leggjast gegn áformum um Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hankaðir á formsatriðum

Ég er ekki nógu lögfróður til að átta mig á því hvort formgallar á auglýsingu sveitarstjórnar Ölfuss réttlæti seinkun á afgreiðslu málsins. Í raun er ég nú helst á því að svo ætti að vera. Ef lítið sveitarfélag sem er með samning í höndunum upp á hundruðir miljóna króna, getur ekki farið eftir lögum um auglýsingar, er þá eitthvað meira að hjá þeim við afgreiðslu málsins?
mbl.is Telur sveitarstjórn Ölfus vanhæfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömu gömlu ýkjurnar, bullið og frasarnir.

Lára Hanna EinarsdóttirMikill halelúja kór gerir athugasemdir á blogsíðu Láru Hönnu. Mikið ef hún verður ekki tekin í dyrlingatölu af náttúruverndarsinnum. Skiptir þá engu hvort fullyrt er hitt og þetta sem ekki stenst nánari skoðun.

Áróðursspjald með myndum af hverum og fallegum litríkum jarðmyndunum í lækjargiljum upp af Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á að vera öflugt útspil til þess að sýna hvað verið er að eyðileggja. Þegar ég fór að gagnrýna á bloggi hennar þennan áróður og benda á að þetta svæði hverfur ekki, hverirnir verða þarna áfram, virkjunin sést ekki frá þessum stöðum o.s.frv., þá var mér svarað með ýmsum miður skemmtilegum aðdróttunum. Ég á að vera handbendi álfyrirtækja og fá jafnvel greitt fyrir, æ, ég nenni nú ekki einu sinni að telja upp allan óhróðurinn sem ég fékk yfir mig.

Að lokum var það hávaðinn frá virkjuninni sem var aðal málið ásamt því að brennisteinsvetni yrði spúð yfir allan Reykjanesskagann með tilheyrandi eitrunaráhrifum á íbúana. Ég veit svo sem ekkert um það hversu mikill hávaði verður þarna niður frá, en það hlýtur að vera hægt að reikna það út.  Ekki virðast andstæðingar virkjunarinnar hafa gert það, heldur segja bara að hann verði óbærilegur. Og um brennisteinsvetnið er það að segja að vissulega hefur það aukist á höfuðborgarsvæðinu eftir tilkomu Nesjavallavirkjunar, Svartsengis og nú síðast Hellisheiðarvirkjunar, en er þó langt undir alþjóðlegum hættumörkum. 

"Í miklum styrk er brennisteinsvetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er u.þ.b. 15 000 míkrógrömm í rúmmetra en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst hefur í Reykjavík". ( Umhverfisstofnun )

"Heilsuverndarviðmið WHO eru 150 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á sólarhring. Það sést að þó aukningin sé mikil í Reykjavík, eru hæstu toppar ekki nema um þriðjungur af viðmiðun WHO". (Umhverfisstofnun)

Af fenginni reynslu af ýkjuáróðri náttúruverndarsinna þá er ég ekki tilbúin að kokgleypa ágiskanir þeirra um umhverfisáhrif. En ef þeim finnst svæðið ónýtt af því einhversstaðar í fjarska heyrist ómur af gufublæstri eða af því þeir finna brennisteinslykt við viss veðurskilyrði, þá verður þeim bara að finnast það.

Um smekk verður ekki deilt.


mbl.is Berst gegn Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband