Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir

Blekkingarleikur Andra Snæs

1aAndri Snær Magnason, rithöfundur skrifar bullgrein í fréttablaðið í dag. Sjá HÉR

Í greinninni heldur skáldið fram þeirri fullyrðingu að tekjur af sjávarútvegi og ferðamennsku  verði nánast allar eftir í landinu, gagnstætt tekjum af virkjana og áliðnaði. Fullyrðinguna rökstyður hann með því að benda á að tekjur orkufyrirtækjanna fari allar í að borga skuldir. Ég hefði reyndar haldið að fyrirtæki í rekstri sem getur borgað skuldir sínar af fjárfestingum sínum og fasteignum og sýnt jafnframt hagnað í langtímarekstri, væru "góð" fyrirtæki og öðrum til fyrirmyndar.1b 

Samkvæmt orðum skáldsins, þá eru fyrirtæki í sjávarútvegi og í ferðamannaiðnaði skuldlaus. En það er auðvitað ekki svo og mörg fyrirtæki í ferðamannaiðnaði eru skuldum vafin og rekin með stórfelldu tapi, þó að sem betur fer séu ágætar undantekningar á því. Fyrirtæki í greininni koma og fara og skilja eftir sig skuldahala sem einhver borgar auðvitað á endanum, þó það séu 1cekki þeir sem stofnuðu til þeirra í upphafi.

Staða sjávarútvegsfyrirtækja er með betra móti akkúrat núna, þegar staða krónunnar er svona veik, en því miður dugar það ekki öllum vegna mikils fjármagnskostnaðar og flestir vænta þess að gengisstaðan muni breytast í náinni framtíð, innflutningi í vil. Fyrirtæki í 1dsjávarútvegi eru einnig mikið skuldsett og mörg þeirra í erlendri mynt. Við þekkjum erfiðleika í sjávarútvegi og sveiflur í þeim iðnaði, eru ekki bara fyrirtækjunum erfið, heldur auðvitað ekki síður fólkinu sem vinnur við greinina.

Andri Snær, rithöfundur, setur upp skáldagleraugun, þegar hann ritarar um stóriðju og virkjanamál, en einnig þegar hann ritar um sjávarútvegs og ferðamannaiðnaðinn. (Myndirnar eru af afurðum úr áliðnaði)


mbl.is Fylgjast náið með niðursveiflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hentar íbúalýðræðið ekki núna?

Álverið í Straumsvík. Aðstæður hafa breyst á skömmum tíma í þjóðfélaginu og það er öruggt að þær breytast ekki jafn hratt til baka. Við breyttar aðstæður þá breytir fólk stefnu sinni, fær aðra sýn á hvað beri að gera og hvað ekki.

Samtökin Sól í Straumi dásömuðu íbúalýðræðið, en í dag þá hentar dásemdin ekki. Samtökin sögðu að niðurstaða kosninganna hefðu verið skýrar en það er dæmigerð fullyrðing frá þeim sem ekki stenst því aðeins munaði örfáum atkvæðum, svo fáum að það hefur sennilega munað Prince Pólóinu sem Sólarmenn gáfu ný-kosningabærum unglingum fyrir atkvæði sitt.

Það er eðlilegt að Sólarsamtökin séu skíthrædd við nýja íbúakosningu. Það hefur fækkað verulega í einingu og samstöðu íbúanna með málstaðnum. Niðurstaða nýrra kosninga yrði háðung fyrir samtökin.

sea0117l

Baráttuganga Sólar í Straumi


mbl.is Niðurstaða íbúakosninga verði virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað umhverfismat

Bakki við Húsavík þar sem fyrirhugað álver á að rísa. Í panikkinu undanfarna daga vegna fjármálakreppunnar, heyrðust raddir um að afnema umhverfismat. Ég, "virkjana og stóriðjufíkillinn" er algjörlega á móti svoleiðis vinnubrögðum. Umhverfismat er vinur okkar allra ef það er í eðlilegum farvegi. Umhverfismat hjálpar okkur til þess að gera eðlilegar kröfur um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisrasks og mengunarvarna. Að afnema lög um umhverfismat væri barbarismi og afleit fljótfærni á þessum tímum erfiðleika.
mbl.is Umhverfismat heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Histería

 

Er þetta ekki bara histería í umhverfisverndarfólki? Hvaða fórn er það þó örfáir hektarar af þúsundum hektara af mosa sviðni. Eins og plöntufræðingurinn sagði, þá skapar þetta ágæt skilyrði fyrir háplöntur.

Elliðaárdalur var eitt sinn mosa og lyngvaxinn. Í dag er hann skógi vaxinn og allir dásama það. Gerum næsta nágreni Hellisheiðarvirkjunar að skógarparadís og frábæru útivistarsvæði.

557686812_e0881fad6f_o

Mynd tekin af: jonemill.blogspot.com/2007_06_01_archive.html


mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þóra Kristín flokkspenni

thorakristinÞað er athyglisvert hvernig Þóra Kristín Ágeirsdóttir matreiðir fréttir sínar, eða tekur engin eftir því nema ég? Þegar henni var sagt upp síðast á fréttastofu, þá var látið að því liggja að það hefði verið af pólitískum ástæðum. Pólitískar skoðanir fréttamanna eiga aldrei að lita fréttaflutning þeirra. Litur Þóru Kristínar er augljós, hann er rauð-grænn. Flokksblöðin liðu undir lok fyrir mörgum árum síðan en flokkspennarnir að sjálfsögðu ekki.

 


mbl.is Litlu minna en Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég, virkjanafíkillinn

Mér finnst svolítið sérstakt að hefja undirskriftasöfnun undir nafnleynd. Í sjálfu sér get ég alveg kvittað undir svona yfirlýsingu, en hvað er ég að segja með undirskriftinni. Hvað er skynsamleg nýting náttúruauðlinda?

Ég vil helst fá að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig. T.d. var verið að nefna Bjallavirkjun um daginn og þó mér hafi fundist yfirlýsing umhverfisráðherra út í hött um þær bollaleggingar, þá er ég ekki tilbúinn að taka afstöðu til þess máls strax. Fyrst þarf ég að kynna mér það betur hver raunverulegur ávinningur þeirrar framkvæmdar er og hver fórnarkostnaðurinn er. En ég efast samt um að upplýsingar um það mál frá umhverfisverndarsamtökum verði marktækar. Þau hafa komið óorði á umhverfisvernd með óvönduðum og ýktum áróðri, sem er afar sorglegt.

 


mbl.is Vilja nýta orkuauðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonlaust - það má hvergi virkja

Hér gefur að líta hugmyndabílinn Nissan Denki Cube sem... Menn geta gleymt þessu, ef sjónarmið VG og Tótu Tindilfættu í Samfylkingunni  fá að ráða.
mbl.is Ráðstefna um byltingu í rafmagnssamgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30 ára undirbúningur í ruslafötuna

ThorunnBjallavirkjun hefur verið 30 ár í hönnun og undirbúningi og nú vill sú græna í Samfylkingunni sópa þeirri vinnu í ruslafötuna.

Skelfing hlýtur sumu Samfylkingarfólki að líða illa með hana innanborðs í ríkisstjórninni. Hún á auðvitað heima í VG og hvergi annars staðar.


mbl.is Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit Saving Iceland af þessu?

Mynd 444559 Þurfa þeir ekki að sletta einhverju yfir fundargesti til þess að vekja athygli á þessum fyrirhuguðu voðaverkum?
mbl.is Samstarf um jarðhitanýtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo á að taka þetta fólk alvarlega!

Frá aðgerðum Saving Iceland á Skarðsmýrarfjalli. 

 Kredabillitíið er ekkert sérstakt hjá þessu liði. Hver eru þá áhrifin af þessu meinta hjálparstarfi samtakanna Saving Iceland?


mbl.is Mótmælendur í skjólfatnaði merktum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband