Ferðamenn laðast að Kárahnjúkum

ji_100608_16

Ég hef alltaf haft það fyrir sið að treysta og trúa fólki þar til annað kemur í ljós. En ég verð þó að játa að þegar náttúruverndarsamtök tjá sig um fyrirhugaðar framkvæmdir, hvar svo sem þær eiga að vera, þá hef ég hin síðari ár fullar efasemdir um trúverðugleika upplýsinga sem frá þeim koma.

Í Fréttablaðinu í gær, 1. júlí, er grein um ferðaþjónustu á Austurlandi. Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar héldu því blákalt fram að framkvæmdirnar myndu skaða ferðamannaiðnaðinn og vitnuðu í "sérfræðinga" í greininni. Um 50% fækkun á ferðamönnum til Austurlands átti að vera yfirvofandi og ekki nóg með það heldur yrði 30% fækkun á landinu öllu. Þetta má lesa í skýrslu sem Náttúruverndarsamtök Íslands lét frá sér fara árið 2001.

Í grein Fréttablaðsins í gær segir:

"Kárahnjúkavirkjun hefur haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Austurlandi og er orðin vinsæll áfangastaður ferðamanna, innlendra sem erlendra".

Allir vita að nýtt met er slegið í komu ferðamanna til landsins á hverju ári. Er nokkur spurning hvaða hvatir hafa legið að baki áliti sérfræðinganna sem náttúruverndarsamtökin leituðu til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Hafsteinsson

Flott að fá svona fréttir. Ætli maður sláist ekki í hóp ört vaxandi ferðamannafjölda seinna í sumar þegar maður fer uppeftir og skoðar breitinguna fyrir og eftir virkjun.

Valur Hafsteinsson, 4.7.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband