Færsluflokkur: stóriðja og virkjanir

"Eiga hugdettur að fara í umhverfismat"

lillo_3Ég má til með að benda á mjög athyglisvert blogg hjá Friðriki Þór Guðmundssyni , rannsóknarblaðamanni Kastljóssins hjá Rúv. Þarna er hann að fjalla um fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns V-grænna á Alþingi, um hvort ríkið ætli sér að borga fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar olíhreinsistövar á Vestfjörðum. Álfheiður svarar Friðrik í tölvupósti sem birtur er í athugasemdarkerfinu og segist m.a. hafa heimildir fyrir þessu en neitar að upplýsa frekar um þær og veifar gömlum blaðamannspassa! Að Friðrik hljóti að skilja það!

Friðrik fjallar reyndar um fleira tengt þessu máli, mjög góður pistill hjá honum. Áfheiði ferst frekar óhönduglega úr verki að bera af sér "sakir" sem á hana eru bornar í þessu máli og slengir fram hallærislegum klisjum um að verið sé að snúa út úr orðum hennar. Endilega kíkið á þetta.


Dæmigert fyrir umhverfisverndarsinna

Urriðafoss í Þjórsá. Vinnubrögð af því tagi sem áhugafólk um samfélags- og umhverfismál í Flóahreppi viðhefur, eru dæmigerð fyrir umhverfisverndarsinna. Óvandaður málflutningur og vinnubrögð hafa lengi verið viðloðandi svona samtök og virðast til þess gerð að lokka illa upplýsta einstaklinga til fylgilags við sig.

Það er skiljanlegt að ábúendur á áhrifasvæði virkjunarinnar vilja blása upp umhverfisáhrifin, það er bara peningur í vasann fyrir þá.

Á blogsíðu Láru Hönnu túristaveiðara, er verið að smala fólki til þess að mótmæla Bitruvirkjun. Allir, að mér undanskildum sýnist mér, kokgleypa allt sem hún segir um þá virkjunaráætlun, gagnrýnislaust. Nanna Katrín Kristjánsdóttir afhjúpaði skemmtilega fávisku sína um málið er hún sagði:

"Vá þetta eru svo fallegar myndir.  Ég fer næstum að gráta við tilhugsunina að breyta þessu í kalt, risa, ómannlegt álver eða aðra slíka verksmiðju.  Ég er með ef ég má.  Hvað á ég að gera?"

Hvað ætli sé stórt hlutfall "umhverfisverndarsinna" sem grundvalla andstöðu sína við virkjanir á algjöru þekkingarleysi?

 


mbl.is Landsvirkjun gagnrýnir fræðaþing um Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð ímynd Íslands

Charles Hodson og Ólafur Ragnar Grímsson við Hellisheiðarvirkjun. Jarðvarmavirkjanir eru að skapa Íslandi ákveðin gæðastimpil í tæknilegu og umhverfislegu tilliti. Ólíkt því sem þeir segja sem eru á móti öllu raski í náttúrunni og tala um að ímynd landsins sé að bíða hnekki vegna virkjanaframkvæmda. Íslensk orkuöflun og framleiðsla er komin í kastljós heimspressunnar, og það eingöngu á jákvæðum forsendum.

Enn eitt bullið í öfganáttúrverndarsinnunum hrakið.


mbl.is CNN tekur viðtal við Ólaf Ragnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttur á Austurlandi!

 

Fyrisögnin á forsíðu Morgunblaðsins um daginn,  "Austurland óvænlegt" vakti athygli margra hér eystra og ekki síst forsvarsmanna ÍAV, en fréttin fjallaði um brotthvarf ÍAV af austfirskum verktakamarkaði. ÍAV sá sig knúið til að senda  frá sér sérstaka yfirlýsingu  vegna fyrirsagnarinnar.

Margir hafa verið hugsi hér eystra í nokkurn tíma yfir öllum byggingaframkvæmdunum og talið að of mikið væri byggt af íbúðarhúsnæði. En er það mælikvarði á það hvort stóriðjuframkvæmdirnar hafi átt rétt á sér eða ekki? Það, að einhverjir byggingaverktakar hafi farið fram úr sér? Reyndar kemur fram í yfirlýsingu ÍAV að þeim hafi gengið mjög vel að selja það húsnæði sem þeir hafi byggt.  Það virðist hafa hlakkað í sumum stóriðjuandstæðingum við að sjá þessa fyrirsögn í Mbl, en það er á misskilningi byggt eins og flest annað sem frá þeim hefur komið.

 Það vissu allir að á uppbyggingartímanum yrði hér allt á öðrum endanum, en það var ekki það sem fólkið beið eftir. Það beið eftir tækifæri til að stöðva fólksflóttan, en íbúum á Reyðarfirði hefur fjölgað um rúm 80% á tveimur árum, úr rúml. 600 manns í um 1100. Fólk vonaðist eftir tækifærum fyrir ungt fólk að snúa til heimabyggðar sinnar með menntun í farteskinu, tækifæri fyrir byggðarlagið að geta boðið upp á þá almennu þjónustu, sem nútímafólk í þéttbýli ætlast til að sé til staðar. Þá er ég að tala um sjálfsagða hluti eins og t.d. heilbrigðisþjónustu, auk þjónustu á sviði verslunar o.þ.h.

Það hefur varla farið fram hjá neinum undanfarið að samdráttur hefur verið í þjóðfélaginu á undanförnum vikum, ekki síst í byggingariðnaði, m.a. vegna erfiðleika á lánamarkaði. Því skildi það vera öðruvísi á Austurlandi en annarsstaðar? En hvernig væri ástandið ef ekki hefðu verið þessar framkvæmdir? Því er fljótsvarað, hér væri neyðarástand.

 HÉR  má heyra hvað fólk á förnum vegi á Austurlandi segir um ástandið fyrir austan.


Brást hún, af því hún fór ekki eftir vilja háværs minnihlutahóps?

Árni Finnsson.Árni Finnsson, hvala og umhverfisvinur er slæmur talsmaður náttúruverndar á Íslandi. Hann hefur aldrei notið virðingar þjóðarinnar sem trúverðugur einstaklingur. Til þess hefur hann bullað allt of mikið.
mbl.is Umhverfisráðherra „brást hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klók útskýring

Þórunn Sveinbjarnardóttir.Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra gat auðvitað ekki annað en staðfest úrskurð Skipulagsstofnunnar um umhverfismatið vegna álversins í Helguvík. Og þó hún hefði getað það, þá hefði hún aldrei þorað að staðfesta það ekki. En það er klókt hjá henni að segja að það þurfi að breyta stjórnarskránni, það fríar hana allri ábyrgð í nútíð og framtíð.

 Það er voðalega þægilegt að geta gasprað á hliðarlínunni eins og VG, og áður Samfylkingin í stjórnarandstöðu, án allrar pólitískrar ábyrgðar fyrir velferð íslenska samfélagsins. Þórunni hefur verið kippt niður á jörðina, líkt og þegar Vilmundur heitinn Gylfason var skyndilega gerður að dómsmálaráðherra, eftir að hafa farið hamförum um íslenska pólitík og sérstaklega dómsmál. Úr hans munni komu hin fleygu orð "Löglegt en siðlaust".


mbl.is Vill stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhætta á bökkum Þjórsár

Hún var athyglisverð túlkun bóndans á bökkum Þjórsár, á áhættumati Landsvirkjunnar vegna fyrirhugaðra virkjunnar. Viðtal var við hann í sjónvarpinu í kvöld. Að hans mati er áhættan á stíflurofi það mikil að hann telur sig ekki getað unað því. Í áhættumatinu frá 18. október sl. segir m.a.

"Við hönnun stíflna og flóðvirkja er m.a. gert ráð fyrir því að þau standist svonefnt þúsund ára flóð með fyllsta öryggi en slíkt flóð er svo stórt að það kemur einungis á þúsund ára fresti að meðaltali. Jafnframt er í hönnuninni gert ráð fyrir að stíflur standist 50% stærra flóð án rofs en þá mögulega með takmörkuðum skemmdum. Einnig miðast hönnunin við stærsta líklega jarðskjálfta á svæðinu án rofs og gert er ráð fyrir að undir stíflum geti myndast sprungur. Þá er gert ráð fyrir gaum- og mælikerfum, viðbragðsáætlunum og öðrum viðvörunaraðgerðum".

"Hönnun stíflnana í Þjórsá miðast við stærsta jarðskjálfta sem búast má við á svæðinu sem og tengdar sprunguhreyfingar. Ekki er þó hægt að útiloka stíflurof en til þess að það eigi sér stað þyrfti til ólíklega atburði, svo sem mikla sprungugliðnun þvert á stífluna eða stórfelld mistök við byggingu hennar. Líkurnar á stíflurofi vegna jarðskjálfta og sprungumyndunar voru metnar sem 1 á móti 10.000 á ári en gengið út frá líkunum 1 á móti 100.000 á ári vegna stórfelldra mistaka í hönnun og rekstri".

Þetta telur bóndinn óviðunandi áhættu. Hann segir að meira að segja Landsvirkjun viðurkenni að áhættan sé fyrir hendi. Er hægt að segja að hann hafi rangt fyrir sér? Nei, ekki frekar en maðurinn sem ákveður að halda sig innandyra vegna hræðslu við að fá loftstein í hausinn.

Áhættumatið má sjá HÉR en Verkfræðistofan VST gerði það fyrir LV.


Landvernd kærir

Frá Þeistareykjum Það á ekki að þurfa að spyrja hvort Landvernd kæri framkvæmdir, ef þær tengjast orkuöflun eða línulögnum. Kannski er það bara ágætt. "Aðgát skal höfð, í nærveru Landsvirkjunnar" Joyful 

 Enn vilja þeir heildstætt mat á álveri, virkjunum og línulögnum, líkt og í Helguvík. Landverndarmenn segjast hafa "heyrt" einhversstaðar að Alcoa ætli sér að hafa verksmiðjuna á Bakka jafnstóra og í Reyðarfirði. Viljayfirlýsing rískistjórnarinnar og Alcoa miðast þó við 250 þús. tonna álver, en ekki 345 þús. tonn eins og í Reyðarfirði. Afhverju ekki að halda sig við það sem liggur á borðinu? Nei, það er ekki nógu krassandi fyrir alverndunarsinna. Það er ekki nógu ýkt.


mbl.is Tillaga að matsáætlun vegna framkvæmda að Þeistareykjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvænt?

Frá Hellisheiði Orkusóunn hefur hingað til ekki þótt umhverfisvænt fyrirbrigði. Þegar háspennulínur eru settar í jörð, þá verður umtalsvert orkutap miðað við loftlínur. Auk þess eru ýmsir tæknilegir meinbugir á jarðstrengjum þegar flytja þarf mikla orku og takmörk á lengd slíkra lagna miðað við núverandi tækni.

Ég er hlyntur því að háspennulínur séu sem mest neðanjarðar. Er bara að benda á að það er ekki einfalt mál.


mbl.is Stjórnarformaður OR vill línur meira ofan í jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja fjallagrasabændur nú?

Það eru margar hliðar á umhverfisvernd.


mbl.is Segir álver í Helguvík aðeins nýta þriðjung af lausum losunarheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband