Færsluflokkur: Sakamál
Svo virðist sem töluvert stór hluti almennings styðji Baugsveldið, sama hvað tautar og raular. Hvað ætla stuðningsmennirnir segi, ef dæmd verður sök í þessum ákæruliðum? Yppta öxlum og segja að dómararnir hafi verið keyptir af Davíð Oddssyni? Það er verið að eltast við fólk sem er grunað um skattalagabrot, grunað um að stela peningum almennings. Getur það verið að sama fólkið kvarti yfir niðurskurði ríkisins til velferðarmála og yfir því að lögreglan reyni að koma höndum yfir peninga sem eiga heima í ríkissjóði?
Maður spyr sig.
Ákært á ný í Baugsmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 19.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Lögleiðing fíkniefna kæmi í veg fyrir svona glæpi. Væri ekki þeim peningum sem fara í lögreglu, her og tollaeftirlit, betur varið í forvarnar og meðferðarstarf? Lögleiðing efnanna þarf ekki að þýða að samfélagið samþykki notkun þeirra. Í dag er hægt að kanna hvort um fíkniefnaneyslu sé að ræða, með ódýrum og skjótvirkum hætti og vinnuveitendur gætu gert það að brottrekstrarsök ef efni eru í starfsmönnum. Og ef efni finnst í fólki oftar en í einhver tiltekin skipti, þá mætti skylda eða beita viðkomandi félagslegum þrýstingi til að fara í meðferð.
Baráttan við fíkniefnadjöfulinn er vonlaus með þeim ráðum sem beitt hefur verið sl. áratugi. Árangurinn er enginn.... núll. Við mælum ekki árangurinn í fjölda manna á bak við lás og slá, við mælum hann í fjölda neytenda.
Hér eru nokkur góð áróðursspjöld gegn fíkniefnanotkun og myndin hér að neðan er eitt þeirra. Okkur var einhverntíma lofað fíkniefnalausu Íslandi árið 2000 og til þess að það mætti verða að veruleika, þá veittu stjórnvöld 2 miljörðum króna í átaksverkefni lögreglu og tollvarða. Hver er staðan í dag? Jú, slatti í fangelsi, en það skapar bara rými fyrir nýjan "díler". Neyslan hefur ekkert minnkað.
Áróður, forvarnarstarf og öflugt meðferðarstarf, það er málið
13 unglingar myrtir í Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 5.12.2008 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Ekki ætla ég að gagnrýna þennan dóm, en hugsanlega gæti þessi dómur skapað einhverjar ranghugmyndir hjá sumum unglingum og afbrotamönnum. Að nú sé allt í lagi að rífa kjaft við lögregluna því hún megi ekki snerta þá. Ég held að lögreglumaðurinn hafi misst sig aðeins í þessu tilfelli og dómurinn eðlilegur, en ég vona að maðurinn missi ekki djobbið fyrir vikið.
Þetta spjald er spaug, til að fyrirbyggja misskilning
Lögreglumaður sakfelldur fyrir líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 5.12.2008 (breytt kl. 15:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þetta eru skilboðin sem femínistar vilja koma á framfæri, ef marka má málflutning þeirra, m.a. á blogginu, eins og sjá má t.d. í umfjöllun þeirra um að Sr. Gunnar Björnsson hafi verið sýknaður. Svona hugmyndir um virkni réttarríkisins eru beinlínis hættulegar og ég fyllist viðbjóði.
Ég vona að þér verði aldrei nauðgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 3.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sakamál | 3.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Á aðfararnótt laugardags var brotist inn í Olís á Reyðarfirði. Það sem var óvenjulegt við þetta innbrot var það, að ekki var um auðgunarbrot að ræða, heldur vegalausir sjómenn sem voru að krókna úr kulda og þeir brutu rúðu til þess að komast inn til að hlýja sér. Engan leigubíl var að finna, þar sem undirritaður var í námslotu í Reykjavík.
Þegar sjómönnunum hafði tekist að losna við mesta hrollinn, þá hringdu þeir í umboðsmann Olís á svæðinu og lögregluna líka. Umboðsmaðurinn mætti á svæðið og spjallaði við mennina sem voru hinir auðmjúkustu skilst mér og lofuðu að borga skemmdirnar eftir sig. Þegar lögreglan mætti, þá voru mennirnir umsvifalaust settir í handjárn fyrir aftan bak og svo var þeim stungið í steininn.
14 ára piltar brutust inn og stálu bílum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 2.12.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kolbrún Halldórsdóttir, VG, lét hafa það eftir sér í einhverri klámvæðingarumræðunni sem feministar leiddu, að rökuð kvenmannssköp væru af hinu illa og tengdi það á einhvern hátt við barnagirnd.
Í fréttinni sem ég tengi þessa færslu við segir: "Núna þurfum við að skoða hverja einustu ljósmynd og hreyfimynd í tölvum sem við fáum inn. Þetta er ofboðslega tímafrekt og eitthvert það ömurlegasta verk sem hægt er að vinna, segir Steinarr Kr. Ómarsson, lögreglufulltrúi í tölvurannsókna- og rafeindadeild LRH".
Það hefði nú verið hægt að nýta þá barnaperra sem sitja á bak við lás og slá fyrir afbrot sín og látið þá yfirfara þessar tölvur. Þeir væru örugglega hraðvirkari og skilvirkari í þessari vinnu. Hægt væri að nota tækifærið og tengja við þá rannsóknartækjum, heilalínuritum o.fl. til þess að skoða hvað "makes them tick", og gera jafnvel lyfjatilraunir á þeim í leiðinni. Með því væru margar flugur slegnar í einu höggi.
- 1. Þungu fargi létt af rannsókanrlögreglumönnum.
- 2. Sparnaður hjá lögreglunni.
- 3. Rannsókn og flokkun á mismunandi barnagirnd.
- 4. Lyfjatilraunir að undangengnu upplýstu samþykki.
- 5. Sálfræðieftirlit og niðurstöður notaðar í forvarnarvinnu.
Þetta er nú reyndar sett fram í fullkomnu þekkingar og ábyrgðarleysi. Læt þetta samt flakka.
Ný tækni gegn barnaklámi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 2.11.2008 (breytt kl. 15:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ef lögreglan tekur óróaseggi föstum tökum, þá hrópa fjölmiðlar og almenningur hneykslast og talar um óþarfa lögregluofbeldi. Þessi afstaða bitnar á lögreglumönnunum og jafnvel fjölskyldum þeirra, því fjölmiðlar hika ekki við að birta myndir af atburðum til að sýna lögregluna í neikvæðu ljósi. Afleiðingarnar eru þær að lögreglan þorir ekki að taka óeirðaseggina þeim tökum sem nauðsynlegt er.
Svipað vandamál virðist vera í sumum nágrannalöndum okkar, t.d. í Danmörku. Almenningur og fjölmiðlar verða að breyta afstöðu sinni til þessara mála. Ef lögreglumenn ganga of langt í athöfnum sínum, þá ber auðvitað að skoða slíkt af innra eftirliti lögreglunnar og láta svo dómstóla um að útkljá slík mál. Auk þess mætti hækka refsirammann við ofbeldi og mótþróa gegn lögreglu og nýta hann af fullri hörku. Við meigum ekki gleyma því að hlutverk lögreglunnar er að vernda almenning. Gerum henni kleyft að sinna þeirri skyldu sinni.
Óvirðing í garð lögreglunnar eru engin takmörk sett
Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 19.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttin hér að neðan úr Danaveldi minnir á atriði úr hinni sígildu mynd Stanley Cubric, "A Clockwork Orange".
Lengi vel var þessi mynd ófáanleg á Dvd en ég man ekki lengur hvers vegna. Þessi mynd var í miklu uppáhaldi hjá mér og félögum mínum. Stanley Cubric var snillingur og langt á undan sinni samtíð.
Hrottaleg árás á eldri hjón í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 3.10.2008 (breytt kl. 12:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef lögreglumenn taka á fólki sem er með uppsteit, þá vantar ekki vandlætingartóninn í þeim sem gagnrýna slík vinnubrögð. Þá er lögreglan með ofbeldi og starfsmennirnir ekki starfi sínu vaxnir, segja sumir.
Ég hef heimsótt 2 fyrrverandi Austur-Evrópuríki sl. 2 ár, Pólland og Króatíu. Ekki veit ég hvaða orð fer af vinnubrögðum lögreglunnar í þessum löndum, en ég get hins vegar vitnað um það að óvíða finnur maður fyrir meira öryggi á götum borga og þar. Samt er lögreglan síður en svo áberandi á götunum í þessum löndum. Snyrtimennska er líka áberandi og rusl sést ekki á götunum,ekki einu sinni sígarettustubbar, ólíkt t.d. Kaupmannahöfn sem er að verða ein sóðalegasta borg Evrópu.
Ég sá í eitt skipti lögregluna í Krakow í Póllandi hafa afskipti af drukknum mönnum í miðbænum. Viðbrögð þeirra þegar lögreglan birtist voru frekar ólík þeim viðbrögðum sem maður sér á Íslandi þegar lögreglan þarf að hafa afskipti af drukknu fólki. Mennirnir í Krakow urðu greinilega lafhræddir og hlýddu skipunum lögreglunnar í einu og öllu. Löggan hefði þess vegna getað hent til þeirra handjárnunum og bent þeim á bílinn sem þeir áttu að fara í, þeir hefðu handjárnað sig sjálfir og labbað svo í bílinn.
Á Íslandi sætir lögreglan stöðugum árásum almennings ef þeir sýna minnstu hörku í viðskiptum sínum við drukkið fólk. Er ekki tími til kominn að almenningur láti af þeim ósóma? Viljum við ekki að drukkið fólk sýni lögreglunni virðingu, jafnvel þó sú virðing sé óttablandin?
Ég skal drepa konuna þína! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sakamál | 14.9.2008 (breytt kl. 19:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945812
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
Nú þekki ég ekki þetta mál persónulega, en aðilar sem ég þekki á Selfossi sögðu mér að þetta hafi verið hystería í stúlkunum og að Sr. Gunnar yrði örugglega sýknaður.
Það eru mörg dæmi um að "saklausar" stúlkur hafi framið mannorðsmorð á þessum vettvangi. Og það eru eflaust líka mörg dæmi um það að afbrotamenn eru sýknaðir, en það er þó skárra að sekur maður sleppi en að saklaus sé dæmdur, sérstaklega í svona málum. En maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér.... ef Sr. Gunnar er dæmdur saklaus, á þá ekki sækja stúlkurnar til saka fyrir áburðinn?