Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hanna Birna Kristjánsdóttir er á yfirreið um landið að kynna sig fyrir Sjálfstæðismönnum fyrir komandi landsfund. Hún hélt fund í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju í gærkvöldi. Sjálfur verð ég ekki á landsfundi og hef því ekki kosningarétt, en ég mætti á þennan kynningarfund Hönnu Birnu.
Hanna Birna, ásamt Jens Garðari Helgasyni bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.
Hanna Birna er skelleggur stjórnmálamaður en ég hef efasemdir um að það hafi verið rétt tímasetning hjá henni að fara í formannsslag á þessum tímapunkti. Hún segist vera að svara kalli fjölda fólks um allt land og hún sé að hlýða því.
Bílstjórinn í sjálfstæðisvagninum virðist mér ekki gera nein mistök, en Hanna Birna vill stökkva í bílstjórasætið á meðan vagninn er á fleygi ferð og ýta Bjarna úr ökumannssætinu. Er ekki eðlilegra að Hanna Birna bíði eftir vagninum á næstu stoppistöð?
Hanna Birna viðurkenndi það fúslega á fundinum að hún væri ekki vel inni í samgöngumálum landsbyggðarinnar og vildi í engu svara um afstöðu sína til framkvæmda við Norðfjarðargöng. Þetta sýnir ákveðið dómgreindarleysi hjá Hönnu Birnu, að ætla sér að verða formaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins og leggja upp í kynningarherferð á sjálfri sér um landið, án þess að vinna heimavinnu sína áður.
Samgöngumál eru eitt mikilvægasta málið sem snýr að landsbyggðarfólki. Þegar forystumenn að sunnan koma í vísiteringu, þá vill sveitavargurinn gjarnan vita hvaða afstöðu viðkomandi hefur til þeirra málaflokka sem snertir hann mest. Hanna Birna var "blanko" þar. Hins vegar vill hún ekki flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, ef ekki finnst annar betri eða jafn góður staður innan borgarlandsins fyrir innanlandsflugið. Það er gott að vita það.
Hluti fundargesta í safnaðarheimilinu.
Ath. Ný skoðanakönnun hér til hægri, endilega takið þátt.
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2011 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afturhaldskommarnir vekja með mér ugg um að þeir marki djúp spor sem hræða alla fjárfesta frá landinu. Orðspor íslensku kommanna hefur reyndar þegar borist út fyrir landsteinana til erlendra fjárfesta, eins og fjölmiðlar hafa greint frá.
Ögmundur er hræddur um að þetta séu einhverjir loftkastalar hjá Kínverjanum. Hvers vegna sýnir Ögmundur þessa umhyggju fyrir peningum moldríks manns? Vill hann passa að Kínverjinn fari sér ekki að voða, með því að kasta peningum sínum í fjárfestingar á Íslandi?
Ef miljarða fjárfestirinn Huang Nubo, frá Kína, vill taka áhættu með fjárfestingum sínum á Íslandi, þá eru það hans peningar sem eru lagðir undir en ekki Ögmundar... eða annarra Íslendinga.
Ath. Ný skoðanakönnun hér til hægri, endilega takið þátt.
![]() |
Sporin hræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.11.2011 (breytt kl. 15:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Lilja Mósesdóttir þorði að tala gegn flokkseigendafélagi Steingríms Joð og það má hrósa henni fyrir það. "Vil endurvekja grunngildi" er hins vegar frasi og ekkert annað. Allir flokkar hafa þetta hugtak í einhverju formi í stefnuskrám sínum.
Hún vill hvorki skilgreina sig til hægri eða vinstri, hún segir þessi hugtök úrelt og fyrirhugaður flokkur hennar eigi erindi til fólks úr öllum flokkum.
Sá sem lætur blekkjast af þessu hjá henni, veit ekkert um pólitíska hugmyndafræði. "Hægri/vinstri" hugtökin eru ekki tæmandi hugtök eða kvitt og klár eins og "svart/hvítt" en grundavallarmerking þeirra hefur ekkert breyst. Sennilega eru það helst vinstrimenn sem vilja finna nýtt hugtak yfir hugmyndafræði sína. Það er eðlilegt því þeim hefur hvarvetna tekist að koma óorði vinstra hugtakið.
Stjórnmálin breytast og þróast í tímanns rás. Sömuleiðis getur verið stigsmunur á milli, t.d. hægri flokks á Íslandi og hægri flokks í öðru landi. Sjálfstæðisflokkurinn væri sennilega skilgreindur sem miðjuflokkur í mörgum öðrum löndum. Þetta á að sjálfsögðu við um VG og Samfylkinguna líka. VG er auðvitað "græningjaflokkur", en þeir hafa flestir tileinkað sér hugmyndafræði vinstrimanna í efnahags og skattamálum.
Það er sennilega erfiðast að skilgreina hugmyndafræðilega staðsetningu Samfylkingarinnar af öllum flokkum á Íslandi. Sjálfir skilgreina þeir sig sem jafnaðarmannaflokk, sem er annað orð yfir vinstra hugtakið.
Hins vegar verða margir kjósendur þessara vinstriflokka, sem og aðrir, dálítið ráðvilltir þegar kjörnir fulltrúar flokkanna tjá sig um stefnuna. Þá er hentistefnan allsráðandi og einn segir þetta og annar hitt. Hentistefnan skýrist af tilvistarkreppu hugmyndafræði vinstrimanna, en hugmyndafræðin á sér rætur, eins og flestir vita, úr gömlum kommúnistaflokkum frá fyrrihluta 20. aldar.
Ps. Ég var að sjá nýjan pistil hjá Hannesi Hómsteini um þessar bollaleggingar: Hægri og vinstri . Þar segir m.a.:
"Hvar skilur á milli hægri og vinstri? Hægri menn vilja traustar varnir og lága skatta. Vinstri menn vilja veikar varnir og háa skatta".
![]() |
Vil endurvekja grunngildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.11.2011 (breytt kl. 15:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það skyldi þó ekki vera vegna þess að fulltrúar atvinnurekenda hafi haft skilning á kröfum verkalýðshreyfingarinnar? Að þeir hafi skynjað ástandið í þjóðfélaginu? Að þeir hafi skynjað stöðu laun og lánþega eftir bankahrunið?
Aðalhagfræðingurinn í banka seðlanna, undir verkstjórn kommúnistans Más Guðmundssonar, virðist ekki skynja neitt af þessu.
![]() |
Hvernig datt ykkur þetta í hug? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í olíukostnaðarbrjálæðinu sem dynur yfir þjóðina, í viðbót við almenna kreppu og minnkandi kaupmátt, þá er horft til annarra og hagkvæmari og jafnvel umhverfisvænni leiða til að fullnægja orkuþörfinni.
Ríkisstjórnin á svar við þessari ósvífni, sem og öðrum sem miða að ráðdeild og sparnaði. Hún eykur skattlagninguna til að koma í veg fyrir þessa viðleitni.
Sýnt hefur verið fram á að rafmagn, vetni og metan á bílaflota landsins, sé raunhæfur kostur því stofnkostaður bíleigenda vegna þessara orkugjafa skili sér til baka.
Ég er nokkuð viss um að afturkippur verði í þessari framþróun þegar fólk áttar sig á að öll hagkvæmnisviðleitni er tilgangslaus. Vinstri stjórnin leggur einfaldlega aukaskatt á ráðdeildina.
![]() |
Steinolían verður skattlögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.11.2011 (breytt kl. 11:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
VG ítrekar andstöðu við ESB- aðild á landsfundi, en eru samt í ríkisstjórnarsamstarfi sem stendur og fellur með umsóknaraðild.
Það væri auðvitað hægt að segja að þetta sé óskiljanlegt, en þó er skýringin ofur einföld, en jafnframt með ólíkindum.
Skýringin er sú að Vinstri grænum er meira virði að sitja í valdastólum en að gera þetta "prinsipp mál" sitt að einhverju stórmáli. Þetta er ekkert mál.
Nú er "formannsslagurinn" í VG yfirstaðinn. Maður veltir því fyrir sér:
Ef Steingrímur J. Sigfússon er svarið... hversu vitlaus var þá spurningin?
![]() |
Ályktun um utanríkismál samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég reikna fastlega með að ályktun um að banna staðgöngumæðrun verði samþykkt á landsfundi VG í dag.
Í ályktuninni er bjánalegt orðalag:
"...að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og eigum ekki að samþykkja.
Samkvæmt þessu er rangt að nota fólk í vinnu ... borga fólki fyrir að grafa skurð, skúra gólf o.s.f.v., ef það er leið þess sem borgar fyrir vinnuna, "að eigin markmiði".
Kristallast þarna ekki bara óbeit kommúnista á kapítalismanum? Ég sé fyrir mér einhverskonar boðorð hjá VG og þau gætu hljómað m.a. svona
- þú skalt ekki á náunga þínum græða
- Eigi skaltu nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði
- Allt skal bannað, nema sérstök lög heimili annað
- .... o.s.f.v.
![]() |
Orðalag vegna Nató mildað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.10.2011 (breytt kl. 14:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Munurinn á hagvaxtarspá Jóhönnu Sigurðardóttur og ASÍ er ekki nema 150-200%. Liggur þessi munur í bjartsýninni einni saman?
![]() |
Svartsýni hjálpar ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfylkingarþingmennirnir hafa hingað til talað fjálglega um lýðræði og kosningar og talið þær jafnvel aðalsmerki sitt. Í dag verða þeir bara vandræðalegir ef minnst er á kosningar. Þær eru orðnar að feimnismáli.
![]() |
Kosning til flokksstjórnar ógilt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhanna Sigurðardóttir er sjálfsagt stolt af ýmsu. Hún er sjálfsagt stolt af því að þenja út pólitískt valdsvið sitt og samráðherra sinna í "norrænu velferðarstjórninni". Hún telur sig hafa boðvald yfir Forsetaembættinu. Hún hefur lagt undir sig fréttastofu RÚV, en þar situr, "hennar maður" sem frétta- STJÓRI, Óðinn Jónsson og nú hefur komið í ljós að hún hefur forstjóra Landsvirkjunar, Hörð Arnarson í vasanum.´
Egill Helgason er einnig hennar maður eins og sjá má hér . Þarna segir Egill á bloggsíðu sinni: "Þetta lítur semsagt út fyrir að hafa verið langdregið sjónarspil sem hefði mátt binda endi á fyrir löngu"og á þar við meint alvöruleysi Alcoa í samningum sínum við Landsvirkjun.
Egill Helgason er ekki blaðamaður... hann er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Nú þegar Landsvirkjun hefur misst af viðskiptatækifærinu "Alcoa á Bakka", þá grípa menn til alls kyns málflutnings. Mér dettur í hug gamla máltækið "Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri", þegar ég skoða þessar fréttir frá sama manni, forstjóra Landsvirkjunar sem voru sagðar með 8 mánaða millibili.
- "Alvöru viðræður" segir Hörður 18. mars 2011 HÉR
- "Viðræður á frumstigi" segir Hörður 20. október 2011 HÉR
Ég skora á fólk að lesa þessi tvö viðtöl við forstjóra Landsvirkjunar. Hvað breyttist í huga mannsins?
![]() |
Stolt af því að vera formaður áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2011 (breytt kl. 19:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 5
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946949
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fjandans kommar
- Trump er að landa allan heiminn í tolla- og friðarsamningum
- Hagfræði stjórnmálanna
- Smellibeitufréttir. 99% af eigum Bill Gates fara í Gates Foundation. Ekki er allt sem sýnist með góðmennskuna, að gefa eigin fyrirtæki næstum aleiguna.
- Á bólakafi í Kófinu
- Fals
- Ekki verður aftur snúið
- Svöðusár í boði Viðreisnar
- Verndari öfganna.
- Nýjum tilfellum krabbameins fjölgar um allt að 40%