Við hvað er Ögmundur hræddur? Hver er hættan?

Afturhaldskommarnir vekja með mér ugg um að þeir marki djúp spor sem hræða alla fjárfesta frá landinu. Orðspor íslensku kommanna hefur reyndar þegar borist út fyrir landsteinana til erlendra fjárfesta, eins og fjölmiðlar hafa greint frá.

Ögmundur er hræddur um að þetta séu einhverjir loftkastalar hjá Kínverjanum. Hvers vegna sýnir Ögmundur þessa umhyggju fyrir peningum moldríks manns? Vill hann passa að Kínverjinn fari sér ekki að voða, með því að kasta peningum sínum í fjárfestingar á Íslandi?

Ef miljarða fjárfestirinn Huang Nubo, frá Kína, vill taka áhættu með fjárfestingum sínum á Íslandi, þá eru það hans peningar sem eru lagðir undir en ekki Ögmundar... eða annarra Íslendinga.

Ath. Ný skoðanakönnun hér til hægri, endilega takið þátt. Smile


mbl.is „Sporin hræða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  (netauga)

Alveg er ég sammála þér. Fyrir utan það að þetta er með eindæmum ákvarðanafælin ríkisstjórn... allt á kostnað þjóðarinnar.

(netauga), 8.11.2011 kl. 15:08

2 Smámynd: Hvumpinn

Ögmundur er tímaskekkja og risaeðla.  Úr VG.

Hvumpinn, 8.11.2011 kl. 15:20

3 Smámynd: Björn Emilsson

Minnast má þess að einn japanskur auðmaður gerði sér lítið fyrir og keypti Empire State Building í New York. Fannst þá mörgum nóg komið. Aðrir sögðu, látum hann bara kaupa slotið, ekki tekur hann það með sér. Við getum vel notað peningana. Byggingin var ekki lengi í hans eign. Hann hefur sennilega ekki áttað sig á gildandi lög viðkomandi ríkis gilda. En ekki hans.

Hvað með fjárfestingar útlendinga í álverum. Ekki taka þeir gillið með sér. Virkjanirnar falla i skaut islendinga uppfyllingu tímans.

Björn Emilsson, 8.11.2011 kl. 16:14

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er þetta ekki svakalega stór jörð sem þessi maður vill kaupa undir eitt hótel...

Það er ekkert að því að leiga honum landsvæði til nokkra tugi ára ef vel gengur hjá honum en það þarf ekki að selja honum eitt stykki auðlind eins og margir eru að reyna að benda okkur á...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 16:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða auðlind, Ingibjörg? Hann vill af sala sér öllum vatnsréttindum.

Ég held að það sé ekki raunhæft að byggja hótel fyrir einhverja miljarða, nema trygging sé fyrir því að það fái að starfa a.m.k. vel út afskriftartíma sinn.

Segjum að leigan á Grímsstöðum væri til 40 ára, þá er fjárfestingin nánast verðlaus og ósöluhæf eftir 20-30 ár. Engin er tilbúin að kaupa hótel fyrir miljarða sem ekki hefur öruggt rekstrarumhverfi nema í 10-20 ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2011 kl. 17:57

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og ef leigan er til 99 ára, er þá ekki alveg eins gott að selja? Þannig fæst meira verðmæti fyrir eignina og eins og Björn Emil bendir á, ekki tekur hann jörðina með sér til Kína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2011 kl. 17:59

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Loksins erum við sammála

Einar Bragi Bragason., 8.11.2011 kl. 22:05

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vissi að það kæmi að því

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2011 kl. 23:27

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gunnar minn, þessi umræða er svo einfeldnigsleg að mínu viti að það liggur við að maður tárist.

 Hvað haldið þið að fyrrverandi, einn af æðstu prestum kínversks stjórnkerfis sé að vilja upp á dekk hérna uppi á Íslandi. Það gengur enginn, ég endurtek enginn úr flokknum, og gerist stórkapitalisti í útlöndum. Flokkurinn ræður algerlega hver kemst í álnir og hver ekki, og enginn sleppur ekkert undan honum.

Fólk virðist ekki átta sig á því hverslags einræði þetta er.

Hefur ekkert ykkar fylgst með því sem Kínverjar eru að gera í Afríku? Arðránin og núna það nýjasta að ætla sér að flytja þar inn fólk, þó ekki nema  250 millj. manns að talið er. Þið ættuð að léttkynna ykkur það áður en þið kvetjið Íslendinga til að hlaupa í fangið á þeim með manni og mús.

Kínverjar sýna aldrei sitt rétta andlit, hvorki stjórnvöld né  almenningur Almenningur vegna hræðslu við stjórnvöld, sem stjórna öllu með ógnarhendi, og stjórnvöld vegna þess að þau hafa töglin og hagldirnar.

Ekki láta ykkur detta í hug að það hangi ekki eitthvað meira á spýtunni en áhugi eins manns á einni jörð, úti í rassgati. Nei þetta er líklega bara byrjunin á einhverru miklu meira og verra, jafnvel svo slæmu að við munum iðrast þess um aldur og ævi.

Ef við segjum já, og maðurinn byrjar að byggja eitthvað voða spennandi, verða alli,r jafn voða kátir, og þegar hann vill fá meira, segja allir já, jafn voða kátir, og þannig heldur þetta áfram þar til Kínverska Alþýðulýðveldið sýnir okkur krumluna, en þá eigum við ekki afturkvæmt.

Ögmundur hefur aldrei verið minn maður, en ég stend með honum í þessu máli og vona að hann og flokksmenn hans í ríkisstjórn segi blátt NEI.

Landið okkar er svo miklu meira virði  en svo að við eigum að hlaupa að svona vafasömum tilboðum, til þess eins að reyna að græða enn og aftur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2011 kl. 01:36

10 identicon

Ótrúlegt kjaftæði er þetta í þér Bergljót, komunistafælnin alveg í hámarki hjá þér. Hvað segirðu þá um Bandarísku kapítalistana sem hafa verið að fjárfesta hér á landi og plantandi niður viðbjóðslegum stóriðjuverum um allt land svo ekki sé nú talað um Magma málið þar sem bandaríkjamaður stofnaði skúffufyrirtæki til að kaupa auðlindina okkar, ætli Bandarísk stjórnvöld standi ekki á bakvið það. Var svo að heyra það einmitt frá Kínverja sem býr hér, að hann hafi heyrt það að þessu Nupo hafi verið að kaupa land í Danmörku og að hann sé alvarlega að spá í að hætta við kaupin hér á landi.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 10:21

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þú getur kallað það hvað sem þú vilt.  En eitt er víst að ég treysti ekki Kínverjum í þessu máli. Ég segi: Einn slæmur gjörningur afsakar ekki annan jafnslæman. Ég vona svo sannarlega að að satt reynist og hann hætti við kaupin, en ekki óska ég Dönum þess að fá þetta yfir sig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2011 kl. 10:32

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Óþarfa áhyggjur B ergljót.

Helgi Rúnar, "viðbjóðslegum stóriðjuverum".... hahaha, bandarískir kapitalistar að "planta niður.... um allt land".

Þú ert óborganlegur

Svo sakarðu Bergljótu um að vera "kommúnistafælin". 

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband