Hanna Birna á Reyðarfirði

Hanna Birna Kristjánsdóttir er á yfirreið um landið að kynna sig fyrir Sjálfstæðismönnum fyrir komandi landsfund. Hún hélt fund í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju í gærkvöldi. Sjálfur verð ég ekki á landsfundi og hef því ekki kosningarétt, en ég mætti á þennan kynningarfund Hönnu Birnu.

013

Hanna Birna, ásamt Jens Garðari Helgasyni bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.

Hanna Birna er skelleggur stjórnmálamaður en ég hef efasemdir um að það hafi verið rétt tímasetning hjá henni að fara í formannsslag á þessum tímapunkti. Hún segist vera að svara kalli fjölda fólks um allt land og hún sé að hlýða því.

Bílstjórinn í sjálfstæðisvagninum virðist mér ekki gera nein mistök, en Hanna Birna vill stökkva í bílstjórasætið á meðan vagninn er á fleygi ferð og ýta Bjarna úr ökumannssætinu. Er ekki eðlilegra að Hanna Birna bíði eftir vagninum á næstu stoppistöð?

Hanna Birna viðurkenndi það fúslega á fundinum að hún væri ekki vel inni í samgöngumálum landsbyggðarinnar og vildi í engu svara um afstöðu sína til framkvæmda við Norðfjarðargöng. Þetta sýnir ákveðið dómgreindarleysi hjá Hönnu Birnu, að ætla sér að verða formaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins og leggja upp í kynningarherferð á sjálfri sér um landið, án þess að vinna heimavinnu sína áður.

Samgöngumál eru eitt mikilvægasta málið sem snýr að landsbyggðarfólki. Þegar forystumenn að sunnan koma í vísiteringu, þá vill sveitavargurinn gjarnan vita hvaða afstöðu viðkomandi hefur til þeirra málaflokka sem snertir hann mest. Hanna Birna var "blanko" þar. Hins vegar vill hún ekki flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, ef ekki finnst annar betri eða jafn góður staður innan borgarlandsins fyrir innanlandsflugið. Það er gott að vita það.

019

Hluti fundargesta í safnaðarheimilinu.

Ath. Ný skoðanakönnun hér til hægri, endilega takið þátt. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ágætt að vita þetta um flugvöllinn

Einar Bragi Bragason., 9.11.2011 kl. 17:45

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Hún virðist lítið spá í málefni landsbyggðarinnar, því miður.

Sveinn R. Pálsson, 9.11.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband