Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Halda mætti að sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson, sé málpípa Jóhönnu Sigurðardóttur. Guðni Th. segir:
"...höfundum siðferðiskaflans í rannsóknarskýrslu Alþingis fannst að fyrir hrun hefði forsetinn stigið út fyrir verksvið sitt að mörgu leyti og þess vegna lögðu þeir til að forsætisembættið setti sér siðareglur. En Ólafi finnst það vera rakalaus íhlutun. (Undirstrikun mín)
Ólafur segir hvergi að tillaga rannsóknarnefndar Alþingis um að forsetaembættið setti sér siðareglur, væri "rakalaus íhlutun". Hann gagnrýndi hins vegar forsætisráherrann og ráðuneyti hennar, fyrir íhlutun sína í málið.
Afhverju segir Guðni Th. ekki frá því að Jóhanna sé með íhlutun sinni, að breyta valdsviði forsætisráðherra með fordæmalausum hætti?
Guðni Th. Jóhannesson, metsölubókahöfundur, hefur verið gagnrýndur fyrir ónákvæm vinnubrögð, m.a. af Þór Whitehead, sagnfræðingi.
Sú gagnrýni fær staðfestingu með þessu útspili Guðna/Jóhönnu.
![]() |
Allt byggt á misskilningi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Maður þarf ekki að vera í neinu sérstöku klappliði, með eða á móti forsetanum, til þess að sjá hvað mállausa mannafælan í forsætisráðuneytinu er gjörsamlega úti á túni í embætti sínu.
Fyrir því færir Hr. Ólafur Ragnar, prýðileg rök.
![]() |
Fordæmalausar bréfaskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mörg ríki fyrrum kommúnistastjórna A-Evrópu glíma við spillingu og skipulagða glæpastarfsemi sem teygir anga sína til æðstu stjórnenda ríkjanna.
Sagan segir okkur að skyndilegar og róttækar breytingar á þjóðfélagsskipan, geta leitt af sér ýmiskonar samfélagsleg vandamál.
Miklar náttúruauðlindir finnast í löndum fyrrum Sovétríkja, sem að sjálfsögðu voru þjóðnýttar fyrir fall kommúnismans. Einkavæðingin gerðist í einni svipan.
![]() |
Rússar gera grín að Pútín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.10.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var skelfilegt að horfa upp á forsætisráðherra þjóðarinnar sitja fyrir svörum í kastljósi í gærkvöldi.
Einn innhringjandinn í þáttinn, spurði afhverju "útrásarvíkingarnir" gætu yfir frjálst höfuð strokið og haldið áfram að fjárfesta að vild og nefndi fyrirspyrjandinn "kennitöluflakk", sérstaklega og hvort hún (Jóhanna) gæti ekki komið í veg fyrir þetta kennitöluflakk, þannig að þeir tækju ábyrgð á hruninu en ekki þjóðin.
Jóhanna svaraði: "Þetta er bara mjög góð spurning hjá þér og við höfum áhyggjur af þessu, með þessa svörtu atvinnustarfsemi".
![]() |
Erfiðleikar ESB tímabundnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.9.2011 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ögmundur Jónasson fer með kommúnistalygi frá Íslandi, á alþjóðlega ráðstefnu um vegamál og segir einkaframkvæmdir dýrari en hinar opinberu.
Þetta er þekkt frá ráðamönnum kommúnistaríkja, sem reyndar eru orðin sára fá í heiminum í dag. Kína, Kúba og N-Kórea eru skýrustu dæmin og áður Austur Evrópa á síðustu öld.
![]() |
Einkaframkvæmd dýrari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hversu mörg störf hafa tapast síðan hrunið varð? Þau störf verða ekki mæld í atvinuleysi á Íslandi í dag því fólk hefur flúið umvörpum land.
Þegar vinstriflokkarnir iðuðu eins og ormar á öngli í, að því er virtist, eilífri stjórnarandstöðu, þá var allt notað til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. M.a. töluðu þeir um að hagvöxtur væri ofmetið fyrirbæri.
Hagvöxtur þetta og hagvöxtur hitt, grenjuðu þeir í kór og sögðu að í þessu endalausa hagvaxtartali hefði fólkið í landinu gleymst.
Eitt sinn var helsta baráttumál vinstrimanna að fólk hefði örugga atvinnu. Það er eitthvað allt annað uppi á teningunum í dag. Nú virðist aðal baráttumálið hjá þessu fólki að koma í veg fyrir hagvöxt og atvinnuuppbyggingu.
![]() |
Lítið tilefni til bjartsýni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.... á pólitískum umræðum. Ég held að það sé að verða krónískt
Mér leiðist leiðindi.
Ég losnaði frá þessum leiðindum í sumar, verandi í Hollandi og ég reyni að gera allt til þess að sogast ekki inní þetta aftur, nú þegar heim er komið.
![]() |
Skammast sín fyrir að vera þingmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.9.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ræða Kristrúnar Heimisdóttur á fundi stuðningsmanna Geirs Haarde, var hreint mögnuð. Allt fært skotheldum lagarökum. Heimspekin, húmorinn og "réttlætið" voru heldur ekki langt undan hjá Kristrúnu.
Það má færa fyrir því gild rök að ástæða sé til þess að óttast að um sýndarréttarhöld verði að ræða yfir Geir, í ljósi sögunnar um víða veröld, ef málinu verði ekki vísað frá.
Hefur "sannleikanum" og "réttlætinu" verið gert hátt undir höfði í pólitískum réttarhöldum? Einhversstaðar... einhvern tíma?
Ég trúi ekki öðru en málinu verði vísað frá.
En blóðhundar Vinstri grænna .... hversu lengi er hægt að fyrirgefa?
![]() |
Ekkert annað en hneisa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2011 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bandaríkjahatur er ríkjandi meðal margra róttæklinga á vinstri kantinum.
Ég er þó alls ekki að alhæfa um alla VG-liða með þessari staðhæfingu. En ef það er ekki meirihluti, þá er það a.m.k. afar hávær minnihluti (getur varla verið svo lítill) innan flokksins, sem hrópar niður allt sem bandarískt er og lítur á NATO sem holdgerving þessa voðalega skrímslis í Westrinu, Bandaríkjanna, sem er reyndar að vissu leiti rétt hjá þeim.... en þó auðvitað í órafjarlægð frá því sem róttæku vinstrimennirnir ímynda sér.
Megin inntak bandarísku stjórnarskrárinnar er frelsi til orðs og æðis.
Segja má að "frelsi til viðskipta" sé e.t.v. töfraformúlan sem gerir Bandaríkjamenn hvað hamingjusamasta. Ef þeir fá hins vegar ekki frelsi til viðskipta, þá beitir þeir gjarnan ýmsum bolabrögðum, t.d. alþjóðlegum viðskiptaþvingunum.
"Ef ég fæ þig ekki, skal enginn fá þig!", oft með afar slæmum afleiðingum fyrir "brúðina", eða gera leynisamninga við spilltar ríkisstjórnir. En alþjóðlegar viðskiptaþvinganir eru ekki gerðar einhliða af Bandaríkjamönnum, það segir sig sjálft.
Þetta gera öll stórveldi með nokkuð reglubundnum hætti, í einhverri mynd.
Róttækum vinstrimönnum gremst ógurlega þegar alþjóða samfélagið er sammála Ameríkananum í utanríkispóltík þeirra. NATO er ekki alþjóðasamfélagið, heldur samsafn vinaþjóða Bandaríkjanna.
Það er eðlilegt að VG-liðum líði mjög illa í síðarnefnda félagsskapnum.
En það er þetta með "Frelsið" sem virðist vefjast eitthvað fyrir vinstrimönnum. Það samræmist ekki hinu pólitíska uppeldi þeirra. Það þarf að hafa pólitíska stjórn á öllu að þeirra mati, stýra öllu; neyslu, hegðun, menningu, hugsun.
![]() |
Átakanlegt yfirklór VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.5.2011 (breytt kl. 13:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef fylgst með íslenskum stjórnmálum "Live" í 35 ár, en auk þess hef ég grúskað dálítið í sögulegu efni um íslensk stjórnmál á fyrrihluta 20. aldar. Nú er ég alls ekki að reyna að gera meira úr þessu en efni standa til. Þetta grúsk og þessi stjórnmálaáhugi er mér eingöngu til skemmtunar og aðallega til heimabrúks.
"Ég þekki mitt heimafólk" er orðatiltæki sem margir þekkja. Mér dettur þetta stundum í hug þegar vinstrimenn og málefni þeirra ber á góma.
Ég var 15-16 ára gamall þegar stjórnmálaáhuginn vaknaði. Umhverfi mitt og örlög höguðu því þannig að ég aðhylltist róttækar vinstriskoðanir mjög fljótlega. Ég skipti ekki opinberlega um skoðun í þeim efnum fyrr en ég var kominn vel á fertugsaldur.
"Mænan"í andstöðu róttækra vinstrimanna gegn NATO, er inngróið hatur á Bandaríkjunum og kapítalismanum.
Útskýringar villikattanna í VG, er svokallað "yfirklór".
![]() |
Tillaga um úrsögn úr Nató |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.5.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Um sérgæskuviðhorf mannfélagslegs misréttis !
- Leigubílalögin í boði EES
- Aumingja ríkistjórn(in)
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandaríkin, ca. 30%. Vegna þess, að yfirlýsingar frétta - tala ekki um þá tolla, er voru í gildi áður en Trump hóf tolla-stríð þessa árs!
- Hlýindi framundan?
- Fleiri sem fyrr andvígir
- Fjandans kommar
- Trump er að landa allan heiminn í tolla- og friðarsamningum
- Hagfræði stjórnmálanna
- Smellibeitufréttir. 99% af eigum Bill Gates fara í Gates Foundation. Ekki er allt sem sýnist með góðmennskuna, að gefa eigin fyrirtæki næstum aleiguna.