Að nota líkama annarrra sem leið að eigin markmiði

Ég reikna fastlega með að ályktun um að banna staðgöngumæðrun verði samþykkt á landsfundi VG í dag.

Í ályktuninni er bjánalegt orðalag:

"...að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna getum við ekki og eigum ekki að samþykkja.“

Samkvæmt þessu er rangt að nota fólk í vinnu FootinMouth... borga fólki fyrir að grafa skurð, skúra gólf o.s.f.v., ef það er leið þess sem borgar fyrir vinnuna, "að eigin markmiði".

Kristallast þarna ekki bara óbeit kommúnista á kapítalismanum? Ég sé fyrir mér einhverskonar boðorð hjá VG og þau gætu hljómað m.a. svona

  • þú skalt ekki á náunga þínum græða
  • Eigi skaltu nota líkama annarra sem leið að eigin markmiði
  • Allt skal bannað, nema sérstök lög heimili annað
  • .... o.s.f.v.

mbl.is Orðalag vegna Nató mildað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bannað skal að nota sæði einnar mannesku í aðra, nema um par sé að ræða skv. skilgreiningu hjúskapalaga. 

Benedikt V. Warén, 30.10.2011 kl. 14:02

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Eitt boðorð enn eig skal nota mann í vinnu nema að hann bjargi útrásavíkingum sem stálu fé banka.

Jón Sveinsson, 30.10.2011 kl. 14:13

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Staðgöngumæðrun er að mínu viti ljótt ,og leiðinlegt í alla staði. Meðgöngumæðrun er miklu nær því sem á sér stað. Það ættu allir að fá að notfæra sér, sem ekki geta eignast langþráð afkvæmi  og aðstoðar þarf við.

Réttar siferðisreglur verði uppfylltar, og bingó, barn!

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 18:37

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

átti að vera "ljótt orð og leiðinlegt í alla staði".

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband