Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ólafur Ragnar Grímsson o.fl. gamlir Allaballar og margir V-grænir nú, og áður, um miðja síðustu öld, kommúnistar og sósíalistar, höfðu alltaf tilhneigingu til þess að gera meira úr andstöðu almennings á Íslandi gegn inngöngu í Atlandshafsbandalagið en efni stóðu til. Vissulega var harður kjarni Kommúnista heiftarlega á móti Nato og herliðinu hér, eins og átökin á Austurvelli sýndu árið 1949. Þá var andstaðan sennilega mest, enda plötuðu vinstrimenn almenning til fylgilags við sig með bulli og lygum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós.
Keflavíkurgöngurnar voru nokkuð fjölmennar í nokkur skipti á 8. áratugnum og tók ég m.a.s. þátt í einni, mig minnir að það hafi verið 1976. En göngufólki fækkaði hratt á næstu árum og voru oft á tíðum örfáir tugir en Þjóðviljinn þreyttist ekki á að falsa upplýsingar til almennings um góða þáttöku. Að lokum lagðist mótmælagangan af þó reynt væri að endurvekja hana í nokkur skipti með slælegum árangri.
Ég man þá tíð þegar andstæðingar Nato lögðu gríðarlega áherslu á að lokað yrði fyrir útsendingar Kana-sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli til almennings á Suð-Vesturhorninu. Íslenskri menningu og tungu og sjálfstæði þjóðarinnar var ógnað að mati Alþýðubandalgsmanna ( V-grænna ), svo ekki sé minnst á þann skelfilega kapitaliska fréttaáróður sem frá þeim átti að koma. Um þetta urðu nokkuð hatrammar deilur en Allaballar fengu sitt í gegn og eru væntanlega stoltir af því í dag.
Öfga - umhverfisverndarsinnar sem flestir virðast koma úr röðum kreddufullra vinstrimanna, beita nákvæmlega sömu áróðurstækni. Á ákveðnum tímapunkti, þegar þeim hafði tekist að ljúga að almenningi allskonar staðreyndavitleysum í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunnar, sýndu skoðanakannanir að um 70% þjóðarinnar var andsnúin fyrirhuguðum framkvæmdum. Svo þegar skrautfjaðrirnar í málflutningi forsvarsmanna andstöðunnar tóku að reytast af smátt og smátt, þá fækkaði stuðningsmönnunum og að lokum var meirihluti þjóðarinnar hlyntur framkvæmdunum og Alþingi samþykkti með öllum atkvæðum nema V-grænna auk tveggja annarra þingmanna.
Enn í dag hanga V-grænir og forkólfar umhverfisverndarbaráttunnar, eins og hundar á roði á gömlum skoðanakönnunum og tala um að allar framkvæmdir séu í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Því miður getur málflutningur svona öfgahópa skaðað umhverfisvernd þegar til lengri tíma er litið. Við skulum þó vona að svo verði ekki.
![]() |
Einkennilega að orði komist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.8.2008 (breytt kl. 12:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
.... Íran fær að halda áfram óáreittir í áformum sínum um kjarnorkuvæðingu.
Já, það verða væntanlegar skrítnar "viðræður". Þetta minnir mig svolítið á umhverfissinna sem ekki eru til "viðræðna" nema allt sé eins og þeir vilja. Lára Hanna umhverfisbloggari orðar aðferðarfræði hryllingsstjórnarinnar í Íran ágætlega og yfirfærir á áhugamál sitt:
"Hinn þreytti frasi virkjana- og álverssinna um að virkjað sé "í sátt við náttúruna" er alveg einstaklega kaldhæðnislegur. Þeim finnst allt í lagi að stúta náttúrunni og virkja bæði jarðhita og fallvötn - af því það er svo mikið "í sátt við náttúruna". Náttúran er semsagt mjög sátt við að láta leggja sig í rúst".
Það er augljóst að sumir náttúruverndarsinnar eru alveg til í viðræður, svo framarlega sem allt er gert eins og þeir vilja.
![]() |
Íranir reiðubúnir til viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einhverjir muna eflaust eftir Gervasoni-málinu fyrir um 30 árum. Þá varð allt vitlaust hér þegar átti að senda franskan mann, liðhlaupa úr hernum , aftur til Frakklands en þar beið hans fangelsi fyrir athæfi sitt.
Guðrún Helgadóttir þingmaður Alþýðubandalagsins sáluga og forvera VG, tók mál mannsins upp á sína arma. Ekki vantaði vandlætingartóninn í þingkonunni og mörgum fleirum úr þeirri áttinni. Maðurinn kom fram í fjölmiðlum sem friðarsinni og hann sagði það brjóta gegn samvisku sinni að vera hermaður. Ef ég man rétt þá hékk nú eitthvað fleira á spýtunni úr fortíð mannsins sem orkaði eitthvað tvímælis en það kom ekki fram fyrir en eftir allt fjaðrafokið og maðurinn farinn úr landi.
Auðvitað þurfa mannúðarsjónarmið stundum að vera ofar lögum, en það er í sjaldgæfum undantekningartilfellum. Fólkið á götunni er fljótt að dæma þó það hafi nánast engar upplýsingar um málið. Við fyrstu sýn virðist manni að þetta mál ætti að vera slíkt undantekningartilfelli, en hangir eitthvað fleira á spýtunni með þennan mann? Ekki ætla ég að dæma um það, enda hef ég engar forsendur til þess.
![]() |
Fjölskyldu fleygt úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.7.2008 (breytt kl. 11:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Andstæðingar stóriðjuframkvæmda hrópa og kalla þessa dagana; Sko!, við sögðum að Kárahnjúkadæmið og álverið á Reyðarfirði myndu valda ástandinu sem við búum við í dag!.
Ég hef reynt að benda á það hér á blogginu mínu nú í nokkur ár, að þó stórframkvæmdir séu vissulega þensluhvetjandi, þá er aðal ástæða þenslunnar, sú sem fram kemur í fréttinni sem þetta blogg er viðtengt. Sjöfalt meira fjármagni var dælt út í hagkerfið við íbúðalánabreytinguna sem Framsóknarflokkurinn gerði að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi árið 2003 heldur en heildarumsvif framkvæmdanna fyrir austan hefur gert. Þ.e. 1.400 miljarðar á móti 200 miljörðum.
Gengisfallið undanfarna mánuði og ástandið á fjármálamörkuðum heimsins, hefur hins vegar ekkert með þessar framkvæmdir að gera, né verðbólguskotið, eins og öfgasinnað umhverfisverndarfólk virðist halda fram.
Eigum við að ræða það eitthvað frekar eða....?
![]() |
Stjórnvöld breyti aðkomu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.6.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna bendir Alþingismönnum á að lesa skýrslu sem Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu lét gera. Samkvæmt þessari ábendingu Condólísu, þá má ætla að Alþingi hafi bara verið að bulla. Hvar er annars hægt að nálgast þessa skýrslu?
Oft hef ég séð í fréttum hrikalegar frásagnir þeirra fanga sem hafa verið í haldi í fangabúðunum við Guantánamoflóa á Kúbu, m.a. viðtöl við fyrrv. fanga sem sýnd hafa verið í 60 minutes, bandaríska fréttaskýringaþættinum. Sá þáttur er reyndar fyrirmynd hins íslenska "Kompáss-þáttar" Stöðvar tvö og ef vinnubrögðin eru eitthvað svipuð hjá þessum systraþáttum, þá minnkar trúverðugleikinn reyndar svolítið.
![]() |
Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það þarf að breyta áherslum í baráttunni við fíkniefnavandann. Lögreglan þarf að forgangsraða sínum áherslum öðruvísi og hætta að eltast við vægari fíkniefnin og neytendurna. Það er ástæðulaust að "búa til" fleiri glæpamenn.
Þetta er félagslegur vandi fyrst og fremst og ef ekki væri varið nema hluta þess fjármagns sem fer í þennan málaflokk hjá lögreglunni, yfir í forvarnir og meðferðarúrræði hjá heilbrigðis og félagsmálayfirvöldum, þá væri ástandið mun skárra. Það væri hægt að setja einn félagsfræðing á hverja einustu fjölskyldu í landinu sem á við fíkniefnavanda að etja, fyrir einungis brot af því fjármagni sem fer til lögreglunnar. Engu að síður eru lögregluembætti víða um land í fjársvelti. Er það ekki af því þeim er skipað að verja nánast öllum sínum fjármunum í fíkniefnamál?
Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve háum fjárhæðum er verið að eyða í jafn lítinn árangur og raun ber vitni, þegar áherslan er lögreglumegin. Bjánaleg slagorð, eins og "Fíkniefnalaust Ísland" og eyða svo miljörðum til þess að ná því markmiði, segir allt sem segja þarf. Miljarða kostnaður og enginn árangur!... nema auðvitað þó nokkrir ungir ógæfumenn í fangelsi, en það skapar bara pláss fyrir nýja "dílera" til þess að yrkja markaðinn. Þessi vinnubrögð eru eins og að moka í botnlausa tunnu. Því ekki að smíða botn í helvítið?
![]() |
Fíklar fyrr veikir og veikari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2008 (breytt kl. 12:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það þarf enginn að segja mér að gyðingar norðursins, Norðmenn, geri þetta fyrir ekki neitt, eða hinar Norðurlandaþjóðirnar ef því er að skipta. Þetta hlýtur að koma öllum þjóðunum til góða og bara jákvætt skref í norrænni samvinnu.

![]() |
Gengi krónunnar styrkist mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.5.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er ekki sama hver fyrir hópi fólks sem vill mótmæla. 35 þús. smáskilaboð skiluðu 100 manns á Austurvöll. Skilaboðin voru send út í nafni "Baráttúfólks um bætt lífskjör", en það var bara nýtt nafn á mótmælum vörubílstjóra með Sturla Jónsson í broddi fylkingar.
Ef þetta eru ekki skýr skilaboð þjóðarinnar til Sturlu og félaga, þá veit ég ekki hvað. En er ekki orðið tímabært að verkalýðsfélögin vakni af dvala sínum og efni til baráttufundar? Miðað við verðlag á ýmsum matvörum í lágvöruversluninni Krónunni hér á Reyðarfirði, hækkandi afborganir lána, síhækkandi bensínverðs o.fl., þá er ljóst að um gríðarlega kjararýrnun er að ræða þessar vikurnar.
Það síðasta sem við þurfum nú er óstöðugleiki á vinnumarkaði og því hefði ég haldið að stjórnvöld myndu gera eitthvað til að sporna við kjararýrnunni. Kannski þurfa stjórnarherrarnir (og frúrnar) að sjá tugir þúsunda mótmælenda á Austurvelli til þess að taka til hendinni. Einhver ráðherrann, mig minnir Björgvin G. Sigurðsson, sagði reyndar um daginn í sjónvarpsviðtali að verið væri að vinna í málunum á fullu. Í hvaða formi skyldu lausnirnar verða?
![]() |
Hrópað af þingpöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.5.2008 (breytt kl. 17:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er rangt hjá Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra Akraness að allstaðar hafi vel tekist til á landinu með flóttamenn sem Rauði krossinn hefur staði að, að flytja hingað til lands. Hingað til Reyðarfjarðar komu um 30 múslimskir Albanir frá Pristina fyrir um 10 árum síðan. Afar vel var tekið á móti þeim, þeir fengu að sjálfsögðu húsnæði með öllum húsbúnaði og framfærslueyri í 3 mánuði, en ekki var reiknað með að þeir færu á vinnumarkaðinn fyrr en að þeim tíma liðnum.
Ég og fjölskylda mín gerðumst stuðningsfulltrúar ungrar þriggja manna fjölskyldu og kynntumst við flóttamannahópnum ágætlega í gegnum þau. Skemmst er frá að segja að Albanirnir samlöguðust engan veginn íslensku samfélagi, enda var það aldrei meiningin hjá þeim. Hópurinn var allur tengdur fjölskylduböndum og "höfuð" hópsins var faðir eða afi stórs hluta hans. Það var svolítið sérstakt að verða vitni að því hve miklu sá gamli réð og aðrir í hópnum virtust bera óttablandna virðingu fyrir honum.
Fljótlega eftir að vinnufærir einstaklingar voru komnir út á vinnumarkaðinn, fór að bera á ýmsum vandamálum og að lokum og um leið og stríðinu í heimalandi fólksins var opnberlega lokið, þá sneri fólkið til átthaga sinna, að skipun ættarhöfðingjans.
Í heildina voru í þessu flóttamannaholli frá stríðsátökunum í Albaníu um 60 manns og fór hinn helmingurinn til Dalvíkur. Eitthvað gekk betur með þann hóp. Hvort það var vegna minni ættartengsla eða bara aðstæðna fólksins í þeim hópi veit ég ekki.
![]() |
Lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.5.2008 (breytt kl. 22:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Norðmenn eru ríkastir allra þjóða en þrátt fyrir það eru skattar háir og ýmislegt gert til þess að að kroppa fé af almenningi, t.d. eru vegatollar nokkuð víða í Noregi.
Ég tók eftir því um daginn, í umræðuþætti forsætisráðherra Norðurlandanna, að sósíaldemókratinn Stoltenberg, réttlætti háa skattaprósentu í Noregi því þeir stæðu undir undir velferðarkerfinu. Hann sagði stoltur frá því að kratar og háir skattar fylgust að. Á Íslandi er skattprósentan lág og ekki er velferðarkerfið síðra hér. Reyndar hafa vinstrimenn hér kvartað undan því að skattar hafi aukist og hvergi meira en hér á undanförnum árum. Ef það er raunin, afhverju taka sósíaldemókratar í Noregi ekki upp íslensku aðferðina, ef þeir eru svona hrifnir af háum sköttum? Hækka bara skattana með því að lækka þá! Málið leyst!
![]() |
Gríðarlegur hagnaður hjá StatoilHydro |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.5.2008 (breytt kl. 16:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 947625
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Snjöll tillaga um borgarlínuna
- Virðing Alþingis
- Á hættulegum stað
- Dagar íslenskrar ónáttúru
- Bæn dagsins...
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ekki furða að braskað sé
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslenskum heimilum?
- Stórastahræsnaraland - haltir leiða blinda
- Frétt á Vísi tengir morðið á Charlie Kirk beint við transmál
- Islenskur ungdómur í tískunni