Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sarah Palin kom vel fyrir á flokksþingi Repúblikanaflokksins. Hún gæti orðið ásinn í erminni sem McCain þarf á að halda í forsetakosningunum.
Sarah Palin er fylgjandi almennri byssueign eins og flestir Repúblikanar, afstaða sem Evrópubúar eiga erfitt með að skilja. Ég held að mjög erfitt sé að banna almenna byssueign í USA, úr því sem komið er. Bandarískt samfélag hefur alltaf verið mikið innflytjendaland og það er mesti menningarkokteill heimsins. Glæpamenn hafa ekki síður séð möguleika á góðu lífi þar, "í landi tækifæranna", en aðrir.
Byssumálin vestra eiga að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar.
![]() |
Palin afar vel fagnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rebbarnir í USA hljóta að hafa hreinsað út úr leitarvélum myndir af Söruh Palin í fegurðarsamkeppninni í Alaska, þar sem hún lenti í 2. sæti. Ég fann engar "hot" myndir af henni
Siðferði Bandaríkjamanna snýr á haus. Allt í lagi með ofbeldi, morð og rán í fjölmiðlum.... en smá kvenmannshold.... úff!
![]() |
Palin ávarpar bandaríska kjósendur í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einelti þrífst í samfélagi okkar vegna þess að við leyfum því að þrífast. Þögn hinna góðu sem aldrei gera neitt sjálfir, er partur af glæpnum. Eftirfarandi eru minningarorð móður ungs manns sem mátti þola einelti árum saman. Einelti getur verið lífshættulegt.
Hinsta kveðja mín til sonar míns, sem lesin var á jarðaför hans.
Elsku Lárus minn, ástin hennar mömmu sinnar.
Þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér og öðrum. Þú hefur snert strengi svo ótalmargra sem þykir vænt um þig
og þú átt eftir að snerta strengi svo ótalmargra um ókomin ár.
Sú sára reynsla sem þú fórst í gegnum sem barn og unglingur, að fá ekki að njóta tilveruréttar þíns og fá ekki að vera eins og þú varst
óáreittur markaði þig fyrir lífstíð. Því miður, það er sárast af öllu.
En sú barátta sem við hófum þá gegn einelti og skilningsleysi fólks á
hættulegum aðstæðum í skólum sem upp koma heldur áfram í þínu nafni og mun lifa.
Þú kenndir mér umburðalyndi, þolinmæði og að sýna öllum skilning og nú látum við það berast.
Ég trúi því elsku drengurinn minn að þú sitjir nú í englaskara sæll og glaður.
Að á mínum mesta sorgardegi hafir þú átt þinn mesta hamingjudag.
Litli outsiderinn minn. Ef þú hefðir bara heyrt, ef við hefðum bara
komist inn fyrir brotnu sjálfsmyndina þína og þú hefðir séð og trúað
hversu frábær maður þú varst. Betri mann gat engin stúlka eignast. Þú varst prakkari, fyndinn, uppátækjasamur, duglegur, hugrakkur, fallegur
og góður.
Ég sat úti í sólinni með fjölskyldu og vinum fyrir 21. ári síðan og
við biðum fæðingar þinnar og nú hef ég setið úti í sólinni með
fjölskyldu og vinum og beðið þess að kveðja þig frá þessu jarðvistarlífi.
Kveðjustundin er komin engill og ég er svo óendalega sorgmædd.
Ég bið þig að fyrirgefa mér,
Allt sem ég gerði og hefði ekki átt að gera.
Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera.
Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja.
Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja.
Þú gafst mér ást þína óskilyrta og þar var ég heppin.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál.
Stjórnmál og samfélag | 2.9.2008 (breytt kl. 17:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Allir eru voða góðir í hjarta sínu. A- flokkarnir, Samfylkingin og V-grænir gera út á gamlar hippahugsjónir þar sem öll dýrin í skóginum eru vinir, allir með blóm í hárinu og frjálsar ástir og gert er ráð fyrir jafnri verkaskiptingu í kommúnunni. "Þú berð úr býtum það sem þú þarft og leggur af mörkum eins og þú getur".
Kannast einhver við þennan frasa? Auðvitað gengur þessi fílósófía ekki upp til lengdar, en hugsjónin er voða falleg. Er þett ekki annars lokamarkmið jafnaðarmannahugsjónarinnar? Ég held nefnilega að það sé ekki svo ólíkt lokatakmarkið hjá kommúnistum og jafnaðarmönnum.
A- flokkarnir hafa oft komið vel út úr skoðanakönnunum, en þegar á hólminn er komið í kjörklefanum, þá fá margir efasemdir. Það hafa margir á tilfinningunni að þessir flokkar geri út á poppúlisma.
Ps. Nei.... vinstrafólk í dag er of forpokað til að samþykkja frjálsar ástir. Það "klámvæðir" conceptið eins og skot.
Minni á skoðanakönnun hér til hliðar.
![]() |
Samfylkingin með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.9.2008 (breytt kl. 19:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Við þekkjum öll dæmi um að ágætisfólk sem reynt hefur fyrir sér á hinum sjálfstæða vinnumarkaði, hefur orðið að gefast upp og misst jafnvel allt sitt í kjölfarið. Það væri skrítið fyrir barnmarga fjölskyldu sem komin er á götuna, að sjá einhverja allt aðra meðferð á öðru fólki í sömu sporum, jafnvel þó það sé fatlað.
Er ekki mögulegt að þessi hetjulega barátta bóndans til að vera bjargálna sé einfaldlega að mistakast og réttast sé fyrir hann að snúa sér að einhverju öðru?
![]() |
Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)

![]() |
Ekki liggur fyrir hverjum verður sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitíkusar á vinstri vængnum hafa löngum eyrnamerkt sér hagsmunagæslu launafólks. R-listafólk kallaði borgarstjórn sína félagshyggjustjórn og plataði fjölda manns til þess að kjósa sig á þeirri forsendu. Kjósendunum var launað atkvæðið með því að sprengja upp lóðaverð með nýjum úthlutunarreglum, þ.e. að láta bjóða í lóðirnar. Með þeirri aðferð "græddi" borgarsjóður (R-listinn) aukalega á hús og íbúðareigendum en það kom auðvitað verst niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. ungu og efnalitlu fólki.
Það hefur verið fylgifiskur vinstri-stjórna, þau fáu skipti sem þær komast til valda, að skattleggja sem mest svo auðveldara sé fyrir þær að miðstýra peningaflæðinu. Að þeir, pólitíkusarnir, geti endurúthlutað peningunum sem í opinbera sjóði renna. Það sem rekur þetta fólk áfram í þessari viðleitni sinni, eru áhyggjur af því að einhverjir einstaklingar gætu eignast "of mikið" að þeirra mati og sú staðfasta trú að þeir einir séu þess umkomnir að útdeila lífsins gæðum á réttlátan hátt til þegnanna.
Réttlætiskennd hinna sönnu baráttumanna fyrir bættum kjörum fólks í landinu, þeirra sem ruddu brautina á fyrrihluta 20. aldar, hlýtur að vera misboðið. Það eina sem arftakar þeirra hugsa um í dag er að koma í veg fyrir að landsins gæði séu nýtt á skynsamlegan hátt og að koma í veg fyrir með öllum ráðum að erlend fyrirtæki hefji hér orkufrekan iðnrekstur. Í dag kalla vinstrimenn sig umhverfisverndarsinna. Launa og atvinnuvernd er ekki á dagskrá hjá þeim. Vinstrimennska er barn síns tíma og hefur átt lítið erindi við almenning síðustu áratugina. Sporgöngumenn vinstri-hugsjónanna hljóta að snúa sér við í gröfum sínum, vegna afkvæma sinna.
![]() |
Reglur um lóðaúthlutanir endurskoðaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svo er fólk hér á landi, aðallega V-grænir og aðrir últra vinstrisinnar, sem hneikslast á fólki sem ekki getur ekki sýnt umburðarlyndi gagnvart þessum viðbjóði.

![]() |
Hætti við sjálfsmorðsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.8.2008 (breytt kl. 23:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
![]() |
Hanna Birna borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Maðurinn selur kvótann undan sér fyrir mörgum árum fyrir 140 miljónir og lætur bát sinn fylgja með, svo kvartar hann sáran undan óréttlátu kerfi. Ég hef enga samúð með þessum manni. Fiskveiðikvóti er betur kominn í höndunum á mönnum sem kunna með hann að fara.
![]() |
Bátur Ásmundar innsiglaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 7.8.2008 (breytt kl. 23:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 947623
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ekki furða að braskað sé
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslenskum heimilum?
- Stórastahræsnaraland - haltir leiða blinda
- Frétt á Vísi tengir morðið á Charlie Kirk beint við transmál
- Islenskur ungdómur í tískunni
- 65% ríkisstarfsmanna eru konur
- 2000 milljarða viðskiptatækifæri í hafinu við Ísland
- Flugferð í myndum
- Alma heilbrigðisráðherra sökuð um skilningsleysi.
- Leftistar reknir, öllum til gleði