Draga úr eltingaleik lögreglunnar

JunkyÞað þarf að breyta áherslum í baráttunni við fíkniefnavandann. Lögreglan þarf að forgangsraða sínum áherslum öðruvísi og hætta að eltast við vægari fíkniefnin og neytendurna. Það er ástæðulaust að "búa til" fleiri glæpamenn.

Þetta er félagslegur vandi fyrst og fremst og ef ekki væri varið nema hluta þess fjármagns sem fer í þennan málaflokk hjá lögreglunni, yfir í forvarnir og meðferðarúrræði hjá heilbrigðis og félagsmálayfirvöldum, þá væri ástandið mun skárra. Það væri hægt að setja einn félagsfræðing á hverja einustu fjölskyldu í landinu sem á við fíkniefnavanda að etja, fyrir einungis brot af því fjármagni sem fer til lögreglunnar. Engu að síður eru lögregluembætti víða um land í fjársvelti. Er það ekki af því þeim er skipað að verja nánast öllum sínum fjármunum í fíkniefnamál?

Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve háum fjárhæðum er verið að eyða í jafn lítinn árangur og raun ber vitni, þegar áherslan er lögreglumegin. Bjánaleg slagorð, eins og "Fíkniefnalaust Ísland" og eyða svo miljörðum til þess að ná því markmiði, segir allt sem segja þarf. Miljarða kostnaður og enginn árangur!... nema auðvitað þó nokkrir ungir ógæfumenn í fangelsi, en það skapar bara pláss fyrir nýja "dílera" til þess að yrkja markaðinn. Þessi vinnubrögð eru eins og að moka í botnlausa tunnu. Því ekki að smíða botn í helvítið?


mbl.is Fíklar fyrr veikir og veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gættu þín Gunnar það er ekki pólitískt rétt að taka þennan pól í hæðina.

En velkominn í hóp hugsandi fólks.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér hefur nú ekki fundist ég sjá neina flokkadrætti í afstöðunni til þessara mála. Enda hvers vegna í ósköpunum ætti það að vera? Það er allra hagur að tekið sé á þessum málum þannig að raunverulegur árangur náist og enginn stjórnmálamaður vill eyða meiru fé en nauðsynlegt er. Sumir vilja harðar refsingar og aðrir vilja reyna önnur úrræði. Ég tilheyri síðarnefnda hópnum. Er ég að móðga einhvern með því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 13:08

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég man vel eftir þessu slagorði framsóknarflokksins og hló mikið er þeir settu þetta fram í barnaskap sínum. En góður vinur minn sem var í fíknó varð ekki var við neina peninga í sinni deild, þvert á móti, var það þannig að oft er þeir voru komnir að íbúðarhúsi stórlax í þessum heimi var lokað fyrir rannsóknina, hver sem ástæðan var.

Þannig að honum virtist sem enginn áhugi væri fyrir því að raunverulega berjast gegn þessum vágesti og í versta falli eins og það væri verið að vernda ákveðna stórlaxa í þessum heimi. Ljótt ef satt reynist.

Pétur Kristinsson, 23.5.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er í hópi þeirra sem vill ganga enn lengra og lögleiða fíkniefni upp að því marki að gera ríkið "dílerinn" og drusla þessu upp á yfirborðið. Þetta getur ekkert orðið dapurlegra en það er nú þegar. Allt þetta fáránlega "glæpó" í samhengi við veikt fólk er ekki að gera þeim neinn greiða og þjónar ekki hagsmunum neinna nema undirheimabarónanna.

Ekki þar fyrir.. manni finnst nú eiginlega þessi ríkisstjórn vera eitt alsherjar viðbjóðslegt barónaball á fylleríi af áður óséðri stærðargráðu. En það er önnur Ella.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.5.2008 kl. 20:56

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið svolítið flöktandi með þetta að lögleiða fíkniefnin. Stundum hef ég verið því fylgjandi og það er auðvelt að rökstyðja það. En upp á síðkastið hef ég verið að horfa mikið til forvarnarstarfs, en skilaboðin út í þjóðfélagið finnst mér misvísandi með lögleiðingunni . 

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband