Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvað er til ráða?

Sameinuðu þjóðirnar munu ekki senda frekari hjálpargögn til Búrma eftir að herforingjastjórnin í landinu gerði öll hjálpargögn sem send hafa verið til landsins upptæk.

Það er reyndar ekki einsdæmi að einræðisstjórnir hagi sér með þessum hætti. Þetta er ekki bara skelfilegt gagnvart fólkinu þarna sem sárlega vantar aðstoð, heldur líka ganvart velvilja almennings í öðrum löndum sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til hjálparstarfsins.

Alþjóðasamfélagið verður að grípa til rótækra aðgerða gagnvart þessari ógnarstjórn og koma henni frá með góðu eða illu. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta.


mbl.is SÞ stöðva flutning hjálpargagna til Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að pota í auma bletti

426341AÞó Jakob Frímann þvælist milli flokka eftir því hvernig vindurinn blæs og hafi fyrst og fremst verið að markaðssetja sjálfan sig í pólitík, þá efast ég ekki um að hann sé ágætur framkvæmdamaður.  Hann á að fá spreita sig á þessu starfi tímabundið og ef borgarstjóri er sannfærður um að hann sé rétti maðurinn í starfið, þá sé ég ekki að auglýsing hefði breytt miklu um ákvörðun hans eða annarra starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra.

Fyrrv. meirihluti réð í samskonar starf með sömu launakjörum. Starfið var auglýst enda um framtíðar stöðuveitingu að ræða. Ekki hef ég séð afurðum fyrirrennara Jakobs flaggað mikið, kannski fékk viðkomandi of skamman tíma til að marka spor. Jakob fær ár, sjáum til.

Mér þótti eiginlega sárt að sjá til Ólafs F. í 3. gráðu yfirheyrslu hjá Sigmari í Kastljósinu. Ekki það að Sigmar hafi komið illa fram, heldur að sjá Ólaf þurfa að verja sig nánast með grátstafina í kverkunum. Þarna er greinilega tilfinningamaður á ferð sem er e.t.v. ekki búinn að ná fullri heilsu eftir erfið veikindi. Hann hefur ekkert gert rangt í þessu máli og hælbítar vinstri flokkanna ættu að skammast sín fyrir framkomu sína. En það verður ekki af þeim skafið, að þeir kunna að pota í auma bletti á fólki og notfæra sér það óspart.


mbl.is Full eining meðal starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplifun í Austur-Þýskalandi

Stasi, austurþýska keyniþjónustan var alræmd. Sumir segja að töluverður hluti þjóðarinnar hafi tekið þátt í að njósna um náungann fyrir þá. A.m.k var fólk tortryggið gagnvart hvoru öðru og talaði afskaplega varlega á almannafæri, heima hjá sér jafnvel líka.

Ég kom til Austur Þýskalands sumarið 1980, þegar ég fór í interrail-ferðalag með Gunnsteini Olgeirssyni vini mínum. Við tókum ferju frá Trelleborg í Svíþjóð að undangenginni vegabréfsáritun, til Sascnitz. Þegar við komum í land um miðnætti, fórum við í gegnum toll og landamæratékk og fengum að fara óáreittir í gegn eftir vegabréfsskoðun. Einn landamæravörðurinn sá að ég var með rússneska Vodkaflösku í plastpoka og benti á pokann og sagði skælbrosandi, "Ahaaa... Vodka, very good". Sömu móttökur fengu hinir austurþýsku samferðarmenn okkar ekki. Við horfðum á þá hvern af öðrum tekna inn í hliðarherbergi þar sem allt var tekið upp úr töskum þeirra, öll hólf og allar buddur opnaðar. Ég sá þetta með berum augum því þeir voru ekkert að fela þetta fyrir okkur.

Þegar við vorum komnir í gegnum landamæraeftirlitið fórum við til járnbrautastöðvarinnar í bænum. Þetta virtist lítill og friðsæll bær og aðal járnbrautarstöðin var greinilega eldgömul. Erindi okkar til Austur Þýsklands var nú svo sem ekkert annað en að fá stimpil í vegabréfið, við vorum á leið til Hamborgar í Vestur Þýskalandi og skoða þar hið rómaða St. Pauli hverfi Whistling og þaðan var ferðinni heitið til Munchen.

Við komuna á járnbrautastöðina var lítið annað að gera fyrir okkur en að taka upp svefnpokana úr bakpokunum og reyna að ná smá kríu á gólfinu, því engin lest var á ferðinni fyrr en upp úr kl. 6 um morguninn. Stöðin var mannlaus og þegar við höfðum búið um okkur, fórum við og kíktum aðeins út og sáum þá að  tveir eða þrír vopnaðir hermenn með riffla vöktuðu aðal innganginn. Ég gekk til þeirra og ætlaði að smella einni mynd af þeim en þeir bönnuðu mér það, grafalvarlegir á svip.

Við náðum dálitlum svefni þarna en tókum svo fyrstu lest á leið til vesturs um morguninn. Sú lest var á leið til Rostock og þar spókuðum við okkur í nokkra klukkutíma, fórum á veitingastað og fengum okkur að borða og biðum eftir næstu lest til frelsisins. Allt virtist þarna grámuskulegt og í niðurníðslu og maturinn bar keim af því. Meira að segja fólkið var grátt og guggið að sjá og klæðnaður þess var eins og á fólki frá stríðsárunum. Manni datt helst í hug að yfirhafnir þess væri úr strigapokaefni. Þegar við biðum eftir lestinni til Hamborgar á brautarstöðinni, sáum við strák á aldur við okkur, um tvítugt, sem var í bláum gallabuxum og gallajakka, fyrsti "vestræni" klæðnaðurinn sem við sáum í landinu. Strákurinn var greinilega vinsæll, því hópur stúlkna var í kringum hann og mændu á hann aðdáunaraugum eins og hann var James Dean endurfæddur.

Á leið okkar út úr landinu, á einhverri landamærastöð sem ég man ekki lengur hvað heitir, var allt umhverfi hennar umkringt gaddavírsgirðingum. Við opnuðum lestargluggann og rákum hausinn út. Gussi tók upp myndavélina og smellti mynd þó ekkert væri að sjá nema gaddavírsgirðingarnar. Vitum við þá ekki fyrr en hermaður með riffil á öxlinni kemur askvaðandi að okkur og bendir okkur á að koma með sér út úr lestinni. Við fylgdum honum út, skjálfandi og skíthræddir og inn á skrifstofu þarna á brautarpallinum. Þar tók á móti okkur einhver foringi sem var eins og klipptur út úr stríðsmynd frá tímum nasistastjórnarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hélt yfir okkur þrumandi ræðu á þýsku, sem við skildum náttúrulega ekki neitt, nema síðustu tvö orðin "....nígt fótógarfí".

Lestin flautaði til brottfarar og við vorum orðnir verulega hræddir um að verða innlyksa í þessu hræðilega landi. Nasistaforingin benti Gussa með handahreyfingu að afhenda myndavélina. Gussi afhendi honum hana skjálfhentur og foringinn hrifsaði hana til sín, opnaði hana, tók filmuna úr vélinni og dró svo 35 mm. filmuna út í dagsljósið og eyðilagði hana. Á filmunni voru margar myndir frá Svíþjóð sem glötuðust. Svo henti hann filmunni í ruslafötu á gólfinu og benti aftur með handahreyfingu hermanninum að fylgja okkur út.

Mikið vorum við Gussi fegnir að komast um borð í lestina aftur og þegar við komumst yfir til Vestur Þýskalands, þá fannst okkur sem við værum að koma úr tímaflakki og lestin var tímavélin. Úff...hvílíkur munur!

Á þessum tíma var ég mikill vinstri sinni og þó ég þættist vita að framkvæmd kommúnismans hefði mistekist í Austur-Evrópu, þá hafði ég alltaf grun um að þær skelfilegu fréttir sem bárust til vesturlanda af ástandinu í þessum kommúnistaríkjum væru bara "Moggalýgi".   þessi upplifun fékk mig til að hugsa dæmið upp á nýtt.

En frelsið í okkar veröld er engin paradís, það getur snúsist upp í andhverfu sína eins og þetta myndband hér að neðan sýnir, þó eflaust sé það grín. Með tilkomu tölvutækninnar og internetsins þá eru miklar upplýsingar til um okkur sem hægt er að nálgast með handhægum hætti.

"Big brother" fylgist með okkur.

 

 


mbl.is Brotist inn hjá Stasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler skaðaðist töluvert

OberstleutnantÞað er ekki rétt sem fram kemur í þessari frétt að Hitler hafi aðeins hlotið smáskeinur við sprenginguna. Hann slasaðist þó nokkuð, missti meðal annars heyrn á öðru eyra og og særðist illa á hendi. Hitler jafnaði sig aldrei á þessu og varð í kjölfarið háður verkjalyfjum.

300px-Walther_PPK_1848Philipp von Boeselager hafði einnig ári áður, í mars 1943, reynt að ráða Hitler af dögum en þá ætlaði hann að skjóta hann með Walther PP skammbyssu, og einnig Heinrich Himmler í kvöldverðarboði í spilavítisklúbbi foringja, þar sem fara átti yfir stríðsáætlanir með foringja Boeselager,Günther von Kluge, en hann tók einnig þátt í samsærinu.  Boeselager hætti við á síðustu stundu því Himmler yfirgaf samkvæmið óvænt. Með Himmler áfram á lífi, var áhætta samsærismannanna of mikil. Boeselager átti skammbyssuna til dauðadags.

 


mbl.is Sá síðasti úr hópnum er reyndi að myrða Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsjónafólk

Lára Ómarsdóttir og Robert Marchall fréttamenn á stöð 2 axla ábyrgð sína sem fréttamenn, eftir að hafa klúðrað "big time" í starfi sínu. Ekki veit ég hvort þeim var gert að segja upp eða ekki, hallast þó að það því fyrrnefnda. Fréttamenn eiga auðvitað að flytja fréttir en ekki búa þær til.

Lára hefur verið áberandi á st.2 í fréttaflutningi sínum, t.d. um Kárahnjúkavirkjun. Mér er það eftirminnilegt þegar hún fékk hámenntaðan erlendan sérfræðing til þess að segja landsmönnum að Kárahnjúkastífla væri tifandi tímasprengja og ekki væri spurning hvort heldur hvenær stíflan brysti með skelfilegum afleiðingum. Einnig hefur Lára verið dugleg að flytja fréttir undanfarið af meintu samhengi milli hræringa við Upptyppinga og fyllingu Hálslóns. Ómar faðir hennar hefur lengi verið að fabúlera með þetta og trekk í trekk var þetta stórfrétt á st.2, en ekki í öðrum fjölmiðlum. Hvers vegna skyldi það hafa verið? Jú, sennilega vegna þess að enginn vísindamaður vildi staðfesta þetta.

Lára og Róbert eru e.t.v. hugsjónafólk. Hugsjónir þeirra hlupu bara með þau í gönur og þau gleymdu grundvallaratriðum góðrar fréttamennsku, þ.e. sannleikanum og vönduðum vinnubrögðum. Spurning hvort Lára ætti ekki að feta sömu slóð og Róbert og fara í pólitíkina. Hún virðist ósátt við ríkjandi valdhafa og það var ekki að ganga hjá henni að breyta neinu í þeim efnum í fréttamannsstarfinu. En hver yrði þá hennar nýji formaður? Ómar Ragnarsson eða Steingrímur J. Sigfússon?

temp_overview

Hugsjónafólk er af ýmsu tagi en á þó flest sameiginlegt að vera sjálfu sér samkvæmt.

 


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonlaust

Mér finnst það svolítið magnað þegar tvær þjóðir deila, önnur myndar sjálfstætt ríki en hin ekki, og ósjálfstæða þjóðin viðurkennir ekki tilvist ríkis þeirrar sjálfstæðu. Hamas samtökin lofa, að gegn því að farið sé að öllum kröfum þeirra, þá muni þeir náðarsamlegast veita Ísraelsmönnum 10 ára vopnahlé.

Að þeim tíma liðnum, geta þeir þá byrjað hryðjuverk sín að nýju, til þess að hrella Ísraela á brott með morðum á óbreyttum borgurum, konum og börnum? Maður spyr sig.

En er það ekki morgunljóst að frumskilyrði fyrir samningum milli tveggja aðila er að samningsaðilar viðurkenni tilvist hvors annars?

carter_hamas

Splunkuný teikning við þessa frétt. Blekið er enn blautt í henni.


mbl.is Hamas viðurkennir ekki Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgarsaga eða gæfuspor?

 

Ég var á frystitogaranum Snæfugli frá Reyðarfirði 1989-1998. Á þeim tíma var mikil umræða í þjóðfélaginu um brottkast. Slíkt tíðkaðist ekki um borð hjá okkur, nema í nokkrum túrum í Smugunni.

Útgerðarfélagið sem rak togarann átti ekki alltof mikinn kvóta, enda varð það að lokum til þess að togarinn var seldur með manni og mús 1998. Samherji var kaupandinn og á fundi sem haldin var með áhöfn skipsins, lofuðu forsvarsmenn fyrirtækisins að yfirtaka þeirra myndi hvorki skaða áhöfnina né byggðarlagið. Áhöfnin hélt að vísu plássum sínum, en skipið sást aldrei meir. Svo fækkaði Reyðfirðingunum um borð smátt og smátt og einhverjir aðrir ráðnir í staðinn. Að lokum var Snæfuglinn seldur úr landi og kvótanum deilt niður á önnur skip Samherja.

Þrátt fyrir þessa sorgarsögu, þá er ég þeirrar skoðunnar að aflaheimildir eigi best heima hjá þeim sem kunna með þær að fara. Þannig skapast mestur arðurinn fyrir þjóðarbúið og þannig verður fiskurinn í sjónum að raunverulegri þjóðareign. Annmarkarnir á þessu kerfi eru auðvitað þeir, að illmögulegt er fyrir unga nýliða að hasla sér völl á þessu sviði, en það á einnig við um margar aðrar atvinnugreinar.

Fyrir daga kvótakefisisns, þegar öllum var frjálst að draga bein úr sjó, þá var nú ekki eins og sjómenn og útgerðarmenn lifðu í einhverri paradís. Fólksflótti var þá þegar byrjaður úr sjávarplássum á landsbyggðinni. Útgerðir voru víðast hvar á heljarþröm og alþekkt var "pennastrikið" hans Alberts Guðmundssonar. Þá var það nefnilega viðtekin venja að ríkissjóður kom útgerðum til bjargar, jafnvel bæjarútgerðum sem þó höfðu oft og tíðum sterka bakhjarla.

Arður þjóðarbúsins af fiskveiðum var á þessum árum mun minni en hann er í dag. Um leið og pólitíkusar fara að vasast með puttana í fjármagni og fyrirtækjarekstri, þá hættir fjármagnið að vinna fyrir okkur.

Ég er ekki að segja að ekki megi breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, en þær hugmyndir sem ég hef séð hingað til, ganga flestar út á eignaupptöku, fyrningu og einhverju þ.h., sem er fráleitt að mínu mati.

Kvótakerfið hefur í raun gefist mjög vel nema að einu leyti. Þorskstofninn hefur ekkert braggast. Stundum hvarflar að mér að rányrkja á loðnu, aðal fæðu þorsksins, gæti verið um að kenna. Kannski breytt skilyrði í sjónum. Kannski skemmdir á hafsbotninum eftir botntrollin. Kannski bara almenn ofveiði. Sumir segja vanveiði.

Maður spyr sig.


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræg ummæli Berlusconi

berlusconi_schulz

Nokkur atvik í opinberu lífi Silvio Berlusconi, hafa komist á forsíður heimspressunnar. Þessi uppákoma hér að ofan þótti nokkuð mögnuð. Einnig karlrembuleg ummæli hans um konur.


mbl.is Berlusconi með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta ekki fyrr en þeir drepa einhvern!

Al-Zawahiri á nýlegu myndbandi.  Við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland og Bretar lýstu í kjölfarið stríði á hendur þeim, þá átti eldri kona í Reykjavík að hafa sagt "Þeir hætta ekki fyrr en þeir drepa einhvern!".

Átökin milli Ísraelsmanna og Palestínumanna virðast ganga út á að hefna síðustu árásar hins. Er ekki rétt hjá þessum aðilum að staldra aðeins við? Palestínumenn verða auðvitað að fá sitt sjálfstæða ríki og meira að segja Dick Cheney viðurkennir það orðið, sem hlýtur að vera gott. En verður það endanleg lausn á ófriðnum þarna? Einhvernveginn hef ég efasemdir um það.


mbl.is Zawahiri hvetur til árása á Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband