Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Don't mess with Iceland"

 "Don't mess with Iceland", er fyrirsögn í grein Roy Hattersley, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta. Þetta segir hann af biturri reynslu sinni af okkur í Þorskastríðinu 1975.

roy_hattersley_140x140"As I found out in the cod war of 1975, the people of that tiny island can prove fearsome foes. Beware".

Annars er greinin ómerkileg og í ljósi hennar þurfa pólitísk afglöp Brown og Darling ekki að koma á óvart. HÉR er greinin sem birtist í Guardian.co.uk  í dag, 11. október.

 


mbl.is „Sparkað í liggjandi (Ís)land"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BSK

Forsöngvarinn á Arnarhóli, Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður, var tilbúinn í blóðuga byltingu árið 1980 þegar hann var formaður BSK (Baráttúsamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks). Þegar samtökin lognuðust út af þá gekk hann í Alþýðubandalagið og síðar í VG, þar sem hann er enn að því er ég best veit.

 


mbl.is Mótmæli á Arnarhóli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru "vinir" okkar að vakna upp við vondan draum?

Mikil fundahöld alþjóðlegra fjármálastofnana fara nú fram í... Þessir svokölluðu vinir okkar í hinum vestræna heimi, eru að vakna upp við vondan draum, að það skuli vera Rússar sem rétta okkur hjálparhönd í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu en ekki þeir sem standa okkur næst. Að hverra undirlagi er Shigeo Katsu, aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans, að bjóðast til að vera með í geiminu? Atkvæði Íslands í öryggisráðinu, ef við komumst þangað, hefur jafn mikið vægi og stórþjóðanna, auk þess erum við Nato ríki. Ætli "vinir" okkar séu að átta sig á því núna? 
mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar í stofufangelsi í UK

Tékkið á ÞESSU Þetta er hrikalegt og að sjálfsögðu á að draga Gordon Brown til ábyrgðar.
mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskir bankar tapa stórfé í Litháen

Sænskir bankar hafa tapað stórfé í Baltic-löndunum á undanförnum vikum og viðskipti þeirra við þessi lönd hafa næstum riðið þeim að fullu. Það er ágætt að fá mó´ralskan stuðning en maður spyr sig samt.... það verður að vera innistæða fyrir "móralnum"
mbl.is Litháen ætti að aðstoða Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapitalismi og kapitalistar

Ögmundur Jónasson sagði um daginn að nú heyrðist ekkert í Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, nú þegar kapitalisminn riðar til falls. Jæja, Ögmundur getur tekið gleði sína á ný því Hannes var í Mbl. viðtali þann 4. okt. sl. og það er fróðlegt að vanda, sjá HÉR  En það er sjálfsagt eins og að skvetta vígðu vatni á kölska að sýna sumum kremlarkommum þetta viðtal.

Hannes segir m.a. í viðtalinu:

"Það er fáránlegt að dæma heilt hagkerfi eftir því hvort nokkrum kapítalistum hlekkist á. Við þurfum að gera greinarmun á kapítalismanum og kapítalistunum sem eru auðvitað mistækir, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þegar hann er spurður hvort heimurinn horfi nú upp á skipbrot kapítalismans í alþjóðakreppunni sem skellur á heimsbyggðinni".


Er kreppan núna kapítalistum heimsins að kenna?

"Ég held að það sé ekki beinlínis hægt að kenna þeim öllum um. Þeir eru mistækir eins og gengur. En kapítalisminn snýst ekki um kapítalistana, heldur árangur sjálfs kerfisins. Margir eru núna með réttu að hneykslast á græðginni. Sumir kapítalistar hafa vissulega sýnt græðgi. En græðgi er þáttur í mannlegu eðli sem við getum ekki breytt með predikunum heldur eigum við miklu heldur að tryggja að græðgin verði öðrum til góðs og það gerir hún við frjálsa samkeppni þar sem menn þurfa að leggja sig fram um að fullnægja þörfum annarra betur og ódýrar en keppinautar þeirra. Græðgin er ekkert að hverfa. Aðalatriðið er að nýta kapítalistana til góðs".

Í lok viðtalsins er eftirfarandi:

Nú ert þú dyggur sjálfstæðismaður. Óttastu ekki að þjóðin telji sjálfstæðismenn hafa brugðist í efnahagsmálum og refsi flokknum í næstu kosningum?

Ég er enginn spámaður. Ef þú vilt heyra spár verðurðu að snúa þér til sumra samkennara minna í Háskólanum sem koma sjálfsöruggir og sigurvissir fram í sjónvarpsfréttum á hverju kvöldi og spá fyrir um framtíðina af sinni miklu fullvissu eins og Nostradamus á sínum tíma. Í hremmingum eins og þessum er aukaatriði, hvort menn eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn. Í hremmingum eins og þessum eigum við öll að vera Íslendingar.

Ég á voðalega erfitt með að vera ósammála þessu.


Ragnar Arnalds

ragnar_arnaldsRagnar Arnalds, fyrrv. alþingismaður Alþýðubandalagsins skrifar afar skýra og hnitmiðaða grein um ESB mál sem lesa má HÉR

Davíðs heilkennin

aaaAnnað hvort elska men Davíð Oddsson eða hata og enginn millivegur þar. Helstu andstæðingar hans virðast hreinlega fá hann á heilann. Æ fleiri hagfræðingar og aðrir málsmetandi menn í verkalýðs og atvinnulífinu vilja meina að stýrivaxtatæki Seðlabankans virki ekki sem skyldi og því þá að halda vöxtunum svona háum?

Sjálfur hef ég ekki leynt aðdáun minni á Davíð en mér er að verða ljóst að þær deilur sem maðurinn vekur í þjóðfélaginu og þær sögusagnir sem ganga um stjórnunarhætti hans gera það að verkum að órói og illindi er venjulega niðurstaðan af verkum hans. Vinnufriður er lítill sem enginn og ég er farinn að verða þreyttur á þessu ergelsi í kringum manninn.

Nú segi ég í fyrsta sinn á ævinni: "Davíð, hættu afskiptum þínum af Seðlabankanum af sjálfsdáðum. Það yrði leiðinlegur endir á glæstum ferli ef þér yrði gert að hætta". 

En auðvitað yrðu starfslok hans ekki með þeim hætti. Hann fengi sjálfsagt ráðrúm til að segja upp sjálfur.... eða er það ekki annars? Whistling


mbl.is Verndum hagsmuni almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppukvíði

Ég verð að hrósa stjórnarandstöðunni fyrir yfirveguð viðbrögð við fjármálakreppunni sem blasir við okkur. Útþensla bankakerfisins virðist vera að bíta okkur hressilega í rassgatið og Steingrímur Joð þurfti auðvitað að koma að "I told you so". Allt í lagi með það, hann verður að fá að njóta þess.

Er ekki rétt að skoða nokkrar myndir sem sýna okkur fjár-málakreppuna í sinnu réttu mynd?

1a

Lausafé

1b

Bundið fé

1c

Fjárstýring

1d

Fjárdráttur

1e

Reiðufé

1f

Fjárskortur

1g

Fjármálaeftirlit

1h

Fjármálaráðgjafi

1i

Auðkýgingur ársins 2009


mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilgreining á þunglyndi

Geir Haarde ræðir við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag Ég sá einhversstaðar þunglyndi skilgreint þannig að það væri reiði án ástríðu.

Það var í fréttum um daginn að mikil aukning hafi orðið á komum sjúklinga á geðdeildir undanfarnar vikur og er efnahagsástandinu kennt um. Ég dreg það ekki í efa því það hlýtur að vera hrikaleg lífsreynsla að sjá ævisparnaðinn hverfa á nokkrum vikum og enda svo jafnvel gjaldþrota í kjölfarið. Ástandið er auðvitað geðsjúkt á Íslandi í dag og spurning hvort allir sem taka þátt í að leysa vandann séu "normal". Stór hluti íslensku þjóðarinnar getur ekki beðið eftir að ástandið breytist til batnaðar, það þarf að gerast eitthvað mjög fljótlega. En til þess að lyfta umræðunni á aðeins léttara plan, þá rifja ég upp einn gamlan og góðan brandara sem eflaust margir kannast við.

Stjórnmálamaður kom eitt sinn í heimsókn á geðsjúkrahús. Hann leit inn til sjúklinganna með yfirlækninum og sá að þeir voru í mjög mismunandi ásigkomulagi og sumir virtust bara vera alheilbrigðir. Stjórnmálamaðurinn spyr þá lækninn hvernig hann meti hvort sjúklingurinn sé orðinn heilbrigður eða ekki. Læknirinn sýnir honum þá baðkar sem hann segist fylla af vatni og rétta svo sjúklingnum teskeið, kaffibolla og skúringafötu og segir honum svo að tæma baðkarið.

"Ég skil", segir stjórnmálamaðurinn, "ef hann notar fötuna þá er hann semsagt orðinn heilbrigður".

 "Nei", segir læknirinn, "ef hann tekur tappann úr baðkarinu, þá er hann heilbrigður".


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband