Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Minnisblöð hafa tilhneigingu til að týnast í rassvasabókhöldum, eins og dæmin hafa sannað. Hvað varð um ritara og fundargerðir? Eða eru fundir valdamestu manna þjóðfélagsins við hagsmunaaðila orðin svona "cashual", að slíkt sé bara óþarfa fyrirhöfn og kostnaður? Þetta eru bara strákarnir að spjalla yfir Coníaksglasi!
![]() |
Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margt ágætt finnst mér koma fram í rökstuðning Tryggva Gíslasonar í síðari bréfi hans. En það breytir því ekki, að allar spurningar sem Sigmar kom fram með, eru einfaldlega þær sem yfirgnævandi meirihluti þjóðarinnar vill fá svör við, og það helst ekki síðar en strax. Sumu er e.t.v. ekki hægt að svara á þessari stundu og öðru er e.t.v. best að svara ekki, ef það þjónar hagsmunum almennings. En að agnúast út í Sigmar Guðmundsson fyrir að vera svolítið harkalegur við forsætisráðherra við þessar aðstæður, finnst mér vera skilaboð um að eingöngu meigi taka "drottningarviðtöl" við æðstu ráðamenn þjóðarinnar. Vill þjóðin það?
Þjóðin er reið vegna aðstæðna sem upp eru komnar í þjóðfélaginu. Ef ráðamenn þjóðarinnar höndla ekki aðgangshörku af því tagi sem Sigmar sýndi í Kastljósinu, þá eiga þeir að finna sér annan starfsvettvang. Geir Haarde fannst mér standa sig ágætlega í afar erfiðri stöðu, þó vissulega væri farið að þykkna í honum í seinni hluta viðtalsins, en svona lagað verður hann að lifa við á þessum tímum. Það eru fleiri en hann sem hafa áhyggjur af stöðu mála.
"2. Sigmar kom iðulega með fullyrðingar (sleggjudóma) og leiðandi eða lokaðar spurningar, ekki opnar, málefnalegar spurningar eins og á að nota þegar menn vilja komast að hlutlægri, traustri niðurstöðu".
Segir Tryggvi í síðara bréfinu. Er þá ekki best að fá svör við sleggjudómunum frá fyrstu hendi? Ég hefði haldið það.
![]() |
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2008 (breytt kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þó að Bretar hafi aflétt hryðjuverkalögum af Landsbankanum, þá er skaðinn skeður og orðspor Íslensku þjóðarinnar beið verulega hnekki. Sendum skilaboð til bresku þjóðarinnar um hve alvarlegt glappaskot Gordon Brown gerði. Íslenska þjóðin á ekki í neinum illdeilum við þá bresku, heldur auðvirðulegan stjórnmálamann sem hikaði ekki við að beita smáríki svívirðulegu ofbeldi, í þeim tilgangi að beina athyglinni frá eigin vandræðum.
Smellið HÉR
![]() |
Landsbankinn af hryðjuverkalista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er nú ekki oft sem ég er sammála Steingrími Joð, en EF eitthvað er til í því að IFM setji þau skilyrði að við greiðum upp alla þessa Icesave-reikninga og að við þurfum að samþykkja skilmála langt út fyrir alþjóðalög, þá tek ég undir orð hans. "Vér mótmælum allir".
Steingrímur hefur ítrekað kvartað yfir upplýsingaskorti, en Finacial Times virðist hafa greiðari aðgang að upplýsingum en stjórnarandstaðan. Ég hef reyndar staðið í þeirri meiningu að ríkisstjórnin hafi ekki einræðisvald um lántökur af þessu tagi, heldur sé það bundið í lög að Alþingi taki ákvörðun um málið. Er það ekki rétt hjá mér?
![]() |
Líkir Bretaláni við fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Demokratar, undir forystu Bills Clinton forseta, stóðu fyrir undirmálslánunum svoköluðu í forsetatíð hans. Þetta átti að vera svona dæmigerð "kratísk" jafnaðaraðgerð, að gera "öllum" kleyft að eignast þak yfir höfuðið. Hugsjón sem er auðvitað góðra gjalda verð, en er óraunhæf, sérstaklega í Bandaríkjunum.
Tekin hafa verið dæmi af heimilis og atvinnulausum blökkumanni í Suðrríkjunum. Otað var að honum hagstæðu láni til að hann gæti eignast eitthvert hreysi. E.t.v. ýkt dæmi, en þó ekki ósatt með öllu.
Lýðskrum demokrata náði nýjum hæðum, þegar Hillary Clinton sagði á kosningaferðalagi með Obama, að bankakreppan væri strákunum á Wall Street að kenna.
![]() |
Forskot Obama orðið 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þeir Vilhjálmur Egilsson og Ögmundur Jónasson deildu í Kastljósi um daginn, um lántöku og skilyrði sem IFM myndu setja okkur varðandi aðstoð. Vilhjálmur sagði að allt sem Ögmundur væri að segja um málið væri vitleysa og að hann ætlaðist til þess að Kastljósið tæki viðtal við hann um málið að nýju og það mjög fljótlega, þegar sannleikurinn kæmi í ljós.
Samkvæmt þessari Mbl. fétt, eða réttara sagt Financial Times frétt, verður Ögmundur boðaður í Kastljósið á næstu dögum til þess að éta ofan í sig allt sem hann sagði. Ég bíð spenntur.
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gerir maður svona? Er þetta kannski ástæðan fyrir því að Steinhgrímur er ekki spurður álits í vinnu ríkisstjórnarinnar í efnahagskrísunni? Ekki ætla ég að leggja dóm á það hvort réttara sé að biðla til Norðmanna, frekar en einhverra annarra, en sennilega er Steingrímur að reyna að slá einhverjar pólitískar keilur með þessu útspili sínu.
Steingrímur Joð og flokkur hans er óstjórntækur með öllu. Allir átta sig á því nema e.t.v. einhverjir flokksmenn hans.
![]() |
Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)

Ég hef verið Nato-sinni í mörg ár, ekki vegna þess að ég sé hernaðarlega sinnaður, síður en svo, heldur vegna þess að ég hef talið að hagsmunum okkar sé best borgið innan samtakanna. En hvað blasir við okkur í dag? Tvær öflugustu Nato þjóðirnar hafa tekið okkur kverkataki að undanförnu. Kaninn vildi ekkert af okkur vita í lánsfjárkreppunni og Bretar lýsa hryðjuverkastríði á hendur okkur.
Ég er alveg til í að skoða það með opnum huga að vera utan við félagsskap þessara þjóða í hernaðarlegu tilliti eftir þessar trakteringar. Svíar og Svisslendingar eiga ágæta heri sem gætu gagnast okkur ef á þyrfti að halda. Göngum í bandalag við annað hvort þeirra ríkja, eða bæði ef það er möguleiki. Þá er ég ekki að tala um herstöð hér, heldur einungis samkomulag við þjóðirnar um aðstoð á ögurstundu, t.d. gagnvart hryðjuverkamönnum. Annars minnka auðvitað líkurnar margfalt á því að hryðjuverkamenn hafi áhuga á landinu bláa, ef við erum ekki lengur í slagtogi við UK, USA, Danmörku eða Nato yfir höfuð.
![]() |
Vill ekki Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í heift sinni vill múgurinn afhöfða einn mann og fara svo heim að þeirri aftöku lokinni eins og um gott dagsverk sé að ræða. Allir fara heim, bágtið er farið. Það þarf ekki mikið til að gleðja suma. Sjá http://www.nyirtimar.com/
Stjórnmál og samfélag | 17.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2008 (breytt kl. 13:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 947620
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- 2000 milljarða viðskiptatækifæri í hafinu við Ísland
- Flugferð í myndum
- Alma heilbrigðisráðherra sökuð um skilningsleysi.
- Leftistar reknir, öllum til gleði
- Þögn í nafni réttlætis
- Ríkisforsjárhyggja Ölmu Möller landlæknis í Covid
- Íslendingar í hermannaleik !
- Í fremstu víglínu frétta á sjónvarpinu 1986-1989 ... [ I & II ]
- Ofstæki í garð tiltekins atvinnurekstrar
- Þegar manni er mál.
Áttum við að heimta að breska ríkisstjórnin endurgreiddi áhættufjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða í "Joke City" sem misheppnuðust í Bretlandi?
Minni á skoðanakönnun hér til hliðar