Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nú er lag, hugsar sjálfsagt fólk sem er hlynt því að Íslendingar gangi í Evrópusambandið. Ef stjórnir lífeyrissjóðanna ætla sér að setja skilyrði fyrir eignatilflutningi sínum til landsins á þeim nótum, þá sé ég ekki að aðstoðar þeirra verði óskað í þeim vanda sem steðjar að þjóðinni í dag. Slík framkoma af hálfu Evrópusinnanna innan lífeyrissjóðakerfisins væri lúaleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Aðildarumsókn á ekki að vera afarkostur af hálfu lífeyrissjóðanna. Aðildarumsókn á að vera á allt öðrum forsendum ef til hennar kæmi.
![]() |
Verða að fallast á skilyrði sjóðanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Steingrímur hefur verið svo upptekinn af því að vernda íslenska náttúru undanfarin misseri svo fátt annað hefur komist að, en nú vill hann vera gjaldgengur í efnahagsumræðunni. Í dag talar hann um að "vofa kapitalismans gíni yfir hinum vestræna heimi". Eru svoleiðis kommúnistafrasar vænlegir til þess að vera tekinn alvarlega?
Annar vinsæll frasi úr röðum VG hefur verið að óráðlegt sé að setja öll eggin í sömu körfuna, og er þá vísað til orkusölu til stóriðjunnar. Nú blasir við að eitt af því fáa sem jákvætt er, er að orkugeirinn er að gefa okkur tvöfalt í gjaldeyrisinnleggi til þjóðarinnar eftir að álverið á Reyðarfirði hóf starfsemi sína fyrir um ári síðan. Auðlind Íslendinga no. 1 er orkan sem býr í fallvötnunum og í jarðvarmanum, þar eru sóknarfærin til gjaldeyrisöflunnar.
Steingrímur Joð og hans flokkur er ótrúverðugur þegar kemur að því að leysa þann vanda sem blasir við þjóðinni í dag. Æ fleiri eru að átta sig á því.
![]() |
Sáttahöndin að þreytast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málsmetandi menn í þjóðfélaginu eiga auðvitað ekki að tala niður trú fólks á að ástandið fari að batna en þegar maður heyrir aftur og aftur sömu klisjuna, að nú sé botninum náð þrátt fyrir að við séum að sökkva dýpra, þá verður hljómurinn í hughreistingarorðunum frekar holur.
![]() |
Telur botninum náð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sennilega hefur aldrei í sögunni verið slegið á puttana á Davíð Oddsyni á opinberum vettvangi eins og Þorgerður Katrín gerir. Samkvæmt spunameisturum hatursmanna Davíðs þá á menntamálaráðherra sér ekki viðreisnar von eftir þetta. Hún getur bara pakkað saman og farið að rukka fyrir Intrum.
Spunameistararnir segja að gjörningurinn í sambandi við Glitni hafi verið gjörningur Davíðs og einskis annars annars. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi ekki haft neitt ákvörðunarvald í málinu, heldur aðeins verið ráðgjafi. Þrátt fyrir að seðlabankastjórarnir séu 3 en ekki Davíð einn. Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að Davíð ráði öllu þegar fjöldi manns kemur að ákvarðanatökunni?

![]() |
Seðlabankastjóri þekki sinn stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bubbi boðaði til mótmæla í Borgarleikhúsinu fyrir um 10 árum síðan undir yfirskriftinni "Atvinnuleysi, komið til að fara". Nú vill hann að pólitíkusar standi vörð um fjárfestingar sínar.
Vofa kapítalismans gín yfir heimsbyggðinni sagði Steingrímur J. Sigfússon núna rétt áðan, strax eftir stefnuræðu forsætisráðherra. Það hlaut að koma að því að hann felldi grímuna og sýndi sitt rétta andlit.
![]() |
Bubbi boðar til mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.10.2008 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það hafði mikil áhrif á mig þegar ég heimsótti útrýmingarbúðrinar í Auschwitz, sjá HÉR
Mig hefur lengi grunað að þeir sem gert hafa út á nazistaveiðar hin síðari ár, geri það ekki af hugsjóninni einni saman. Peningar eru örugglega aðal drifkrafturinn hjá samtökum eins og Simon Wiesenthal- stofnuninni. Ekki vil ég leggja neinn dóm á það hvort Simon Wiesenthal hafi falsað eitthvað í endurminningum sínum en til eru sögusagnir um það. HÉR er vefsíða tileinkuð þeirri kenningu.
Hatrið bitnar helst á þeim sem ber það.
![]() |
94 ára stríðsglæpamaður fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.9.2008 (breytt kl. 22:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ef CIA hefði haft einhvern í haldi fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september sem tengdist þeim aðgerðum og ekki getað pumpað viðkomandi með "hefðbundnum" yfirheyrsluaðferðum, hvað hefði almenningur á Vesturlöndum sagt þá? Ég er hræddur um að einhverjir hausar í stjórnsýslunni hefðu fengið að fjúka fyrir það.
Hryðjuverkamenn eru ekki hermenn í lagalegum skilningi, en þeir eru manneskjur (er það ekki annars?) og hafa mannréttindi sem slíkir. Þeir eira engu, og gefa engar viðvaranir, enda er markmið þeirra að "terrorisera" almenning í þeim tilgangi að.... tja, hvað? Fá samúð umheimsins fyrir málstað sínum? Varla. Setja þrýsting á stjórnmálamenn á Vesturlöndum, að farið sé að vilja þeirra? Vonlaust. Reyndar hrökklaðist spánska hægristjórnin frá völdum í kjölfar innrásarinnar í Írak vegna þess að hún studdi innrásina, svo það má segja að hryðjuverkamennirnir hafi náð markmiðum sínum þar. Hryðjuverkamenn fara ekki eftir neinum alþjóðlegum sáttmálum um stríð og stríðsrekstur en ætlast svo til þess að þeir hafi full réttindi eins og um hefðbundna hermenn væri að ræða.
Vandamálið með CIA er að eftir 11. september þá skapaðist gríðarleg pressa frá almenningi og stjórnmálamönnum að leyniþjónustan finndi sökudólga "No matter what!" og til að sýna einhvern árangur í störfum sínum þá gripu þeir marga á vægast sagt hæpnum forsendum og meðhöndluðu þá eins og hryðjuverkamenn þó þeir væru það alls ekki. Hysteriskt ástand skapaðis og hlutirnir fóru greinilega úr böndunum.
Ef pyntingar kæmu sannanlega í veg fyrir að fjöldi saklausra borgara væru myrtir þá er hæpið að það yrði gagnrýnt eftir á, en pyntingar mega samt aldrei verða samþykktar sem viðurkennd yfirheyrsluaðferð. Hvernig myndi slíkt enda? Við viljum ekki að fólki sé refsað án dóms og laga, er það?. Hvað er til ráða?
![]() |
Pyntingar voru ræddar í Hvíta húsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sagt er að stóð lögfræðinga á vegum demókrataflokksins streymi nú til Alaska til þess að grafa upp eitthvað misjafnt úr fortíð ríkisstjórnas Söruh Palin.
Alaska er rúmlega 5 sinnum stærra en Ísland og íbúafjöldinn þar er einnig rúmlega 5 sinnum meiri, þar af eru Innúítar, Aljútar og Indíánar um fimmtungur íbúanna. Þetta þýðir að íbúadreif er svipuð, hér og þar. Helstu verðmæt jarðefni eru kol, kopar og olía en þau eru ekki mikið nýtt vegna erfiðra náttúruaðstæðna. Aðal atvinnuvegirnir eru samt sem áður olíu og gasvinnsla ásamt ferðaþjónustu, skógarhöggi, matvæla- og pappírsiðnaði.
Hér á Íslandi er ekki um auðugan garð að gresja þegar náttúruauðlindir eru annars vegar. Við höfum jú fiskinn, vatnsaflið og jarðhitann en það má helst ekkert nýta hér því við eigum að spara þetta fyrir ófæddar kynslóðir Íslendinga.
![]() |
Palin sögð hygla vinum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

![]() |
Mynd fannst af McCain er honum var sleppt úr prísund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2008 (breytt 12.9.2008 kl. 00:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hótanir al-Qaeda eru hryðjuverk í sjálfu sér. Að terrorisera almenning á Vesturlöndum með þessum hætti er þeirra stradegía. Vesturlandabúar geta aldrei tekið svona hótunum léttvægt, jafnvel þó múslimarnir standi ekki við nema örlítið brot af hótunum sínum. Terrorismi af þessu tagi er kominn til að vera.
Myndu Íslendingar vera rólegir í skinninu ef dagblöð birtu hér skopmyndir af Múhameð?


![]() |
Hóta hryðjuverkum í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.9.2008 (breytt kl. 17:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 947623
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- 300 milljónir fyrir einbýlishús í Fossvogi - hús og íbúðir - ekki furða að braskað sé
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslenskum heimilum?
- Stórastahræsnaraland - haltir leiða blinda
- Frétt á Vísi tengir morðið á Charlie Kirk beint við transmál
- Islenskur ungdómur í tískunni
- 65% ríkisstarfsmanna eru konur
- 2000 milljarða viðskiptatækifæri í hafinu við Ísland
- Flugferð í myndum
- Alma heilbrigðisráðherra sökuð um skilningsleysi.
- Leftistar reknir, öllum til gleði
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Segir Hörpuáhrifin mikil á íslenskt samfélag
- Þrúgandi þögn í þinginu
- Forgangsraða sparnaði fram yfir öryggi
- Meinsemd sem nauðsynlegt er að bregðast við
- Þingmaður lýsti sjálfsvígshugsunum á meðgöngu
- Ekið á manneskju á hlaupahjóli
- Markmiðið að stoppa umferðina
- Kom ekki til greina að banna samkomuna
- Dómur í stóra vaxtamálinu innan fjögurra vikna
- Endurheimt votlendis hagkvæmust
Erlent
- ESB hyggst skella tolli á ísraelskar vörur
- Grunaður um aðild að ráni á börnum
- Fjárhættuspil seiða danska nemendur
- Frestar TikTok-banni enn á ný
- Börn lokast ítrekað inni í Tesla Y
- Meintar handsprengjur í stigagangi
- Trump-hjónin lent í Bretlandi
- Telja eldinn hafa kviknað á verönd
- Pólverjar líta sér nær eftir orð Trumps
- Skildi eftir bréf til herbergisfélagans
Fólk
- Saoirse Ronan orðin móðir
- Kalla eftir upplýsingum um verk eftir Ísleif
- Redford: Fimm af þeim vinsælustu
- Þekktur tónlistarframleiðandi fannst látinn
- Leikarinn Robert Redford látinn
- Barbie beraði bossann á rauða dreglinum
- Fyrsti svarti maðurinn til að giftast inn í evrópska konungsfjölskyldu
- Fataval Stalter hneykslaði hátíðargesti
- Víkingur ausinn lofi í Noregi
- Tinder-svindlarinn handtekinn
Viðskipti
- Utanlandsferðum fjölgar
- Olga Egonsdóttir nýr yfirmaður fjármála hjá Verne
- Andri og Svava til Daga
- Útgjöld áætluð 18,6 milljarðar
- Heilsuhraðall gangsettur
- Ný stofa á traustum grunni
- Nýr framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma
- Sviðsmyndir frumvarpsins
- Keypti hlutabréf fyrir milljarð dala
- Orkusalan kaupir söluhluta Fallorku