Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Tryggvi Þór Herbertsson vildi Davíð Oddsson burt úr Seðlabankanum og þess vegna átti hann ekki samleið með Geir Haarde. Svo einfalt var það.
Ég sé að margir vinstrisinnar sem blogga, eru óánægðir með umfjöllun fjölmiðla um mótmælin undanfarið. Aðalatriðið í þeirra huga virðist vera hausatalningin í mótmælunum. Þetta á víst að vera samsæri gegn ótmælendunum og sýna spillingu í íslenskum fjölmiðlum.
Ef þetta væri nú það eina sem að væri í íslenskum fjölmiðlum, þá gætum við bara verið nokkuð sátt. En það voru nú samt vinstrimenn sem börðust hvað harðast gegn fjölmiðlalögunum, sem ætlað var að koma í veg fyrir óeðlilega sterka stöðu einstakra peningamanna á fjölmiðlamarkaðinum. En af því Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir lagabreytingunum, þá var um að gera að vera á móti lagasetningunni og svo klappaði múgurinn forsetanum á bakið fyrir að neita um staðfestingu laganna sem Alþingi hafði samþykkt.
![]() |
Kjörumhverfi fyrir spillingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það vantar ekki tilfiningahitann hjá sumum álitsgjöfum fjölmiðlanna sem halda að nú breytist allt til hins betra í Ameríku. Það var eiginlega hlægilegt að hlusta á Jón Baldvin lýsa dýrðinni í útvarpinu í dag. Ég man þegar vinstri flokkarnir sigruðu í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1978, þá féllst fólk í faðma með gleðitár í augunum.... loksins var íhaldinu hrundið frá völdum og nýjir og betri tímar framundan! En það átti auðvitað eftir að koma á daginn að sú samsteypustjórn sem mynduð var í kjölfarið gerði lítið annað en að skandalisera og fékk að sjálfsögðu ekki endurkosningu.
Morguninn eftir kosningarnar ´78 urðu fyrstu orð Jóns Múla Árnasonar heitins, fleyg þegar hann sagði: "Útvarp Reykjavík, Útvarp Reykjavík! Góðan dag á þessum fyrsta degi eftir kosningar og Esjan er ennþá á sínum stað!
Vonandi verða einhverjar góðar áherslubreytingar í stjórnartíð Obama, og þá kannski sérstaklega í utanríkismálum.
![]() |
Obama kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heilög Jóhanna er vinsælasti ráðherrann í ríkisstjórninni og verandi ráðherra velferðarmála, þá er auðvelt að afla sér vinsælda með óábyrgu tali um reddingar á þessum tímum. Jóhanna verður að gæta orða sinna ekki síður en aðrir valdamenn á þessum viðsjálu tímum.
Hin göfuga hugsjón um jöfnuð hugnast stórum hluta þjóðarinnar, en hún er afar vand meðfarin sú hugsjón. Hugmyndin á bak við jöfnuð á ekki að vera útgjaldaliður í ríkissjóði nema að eins litlu leyti og mögulegt er. Jöfnuður til tækifæra, til menntunnar og heilbrigðis er hæsta stig jöfnunarsælunnar, en ekki að stjórnmálamenn séu með "Hand out" úr opinberum sjóðum.
Ef íbúðalánasjóður á að kaupa hlut í fasteignum hjá almenningi, hvernig eiga þá reglurnar að verða? Sjálfur tók ég húsnæðislán fyrir nokkrum árum og taldi mig í ágætum málum, en höfuðstóllinn hefur hækkað hratt á undanförnum mánuðum og ofan á greiðslur af láninu, bætast fasteignagjöld, hússjóður, hiti og rafmagn (ég bý á hitaveitulausu svæði) samtals um 450 þúsund kr. á ári. Ég væri alveg til í að íbúðalánasjóður keypti eins og helminginn í íbúðinni minni, og leigði mér svo bara þann hluta fyr slikk. En ég geri mér samt grein fyrir því að einhver væri þá að borga fyrir mig mína eigin velferð. Sennilega þýddi þetta skattahækkanir.
Sjálfsagt verður aðstoð af því tagi sem Félagsmálaráðuneytið er að skoða, tekjutengd. En fjárhagsleg vandræði fólks eru oft jafn alvarleg, hvort sem tekjurnar eru 200 þús. á mánuðið eða 400 þúsund hjá einstaklingum. Það má vel vera að einhverjir líti á Jóhönnu sem frelsandi engil, ljós í myrkrinu.... heilög Jóhanna, en ég fæ nú samt létt í magann þegar ég heyri minnst á félagsmálapakka. Ég mæli frekar með að fólki sé gert kleyft að verða bjargálna með vinnuframlagi sínu, heldur en hand-outi. Að renna stoðum undir atvinnulífið er eins og að leggja peninga í banka. Að aðstoða fólk til húsnæðiskaupa úr opinberum sjóðum, er að taka út... á yfirdrætti.
"There is no such thing as a free lunch"
![]() |
Skoðað hvort leyft verður að selja hluta húsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ísland var fyrst allra þjóða að viðurkenna sjálfstæði Eistlendinga. Á vef sendiráðs Íslands í Helsinki má lesa eftirfarandi:
"Þann 26. janúar 2006 afhenti Hannes Heimisson, sendiherra, Arnold Rüütel, forseta Eistlands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Eistlandi með aðsetur í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Tallinn.
Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með forseta Eistlands. Í viðræðunum lagði sendiherra áherslu á náinn vinskap þjóðanna og vaxandi samskipti, bæði á vettvangi viðskipta og stjórnmála. Forseti tók undir þetta og kvaðst jafnframt vilja nota tækifærið og þakka Íslendingum fyrir mikilvægt frumkvæði og ómetanlegan stuðning við eistnesku þjóðina þegar hún var að brjótast undan oki Sovétríkjanna fyrir fimmtán árum. Þessu hlutverki Íslands myndi eistneska þjóðin aldrei gleyma".
Vissulega voru Færeyingar fyrstir til að rétta okkur hjálparhönd og því gleymum við aldrei, en þetta skref Norðmanna vigtar meira á alþjóða vettvangi og sýnir vonandi umheiminum að við erum traustsins verðir sem þjóð.
![]() |
Styðja lán til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svo virðist sem töluvert stór hluti þjóðarinnar haldi að ekki megi ræða aðildarviðræður við ESB innan Sjálfstæðisflokksins. Margir elska að hata flokkinn og hér er eitt ókeypis ráð til þeirra:
Kynnið ykkur hvað óvinurinn er að hugsa, þá hafið þið meiri möguleika í baráttunni við hann.
Björn Bjarnason skrifar fínan pistil um viðtalið við Þorgerði Katrínu í Mannamáli. Hann segir m.a.
"Hún áréttaði á skýran hátt í samtalinu við Sigmund Erni, að skoðun hennar væri í fullu samræmi við Evrópustefnu flokksins, sem mótuð var á síðasta landsfundi hans, að afstaða til ESB ætti að byggjast á mati á hagsmunum þjóðarinnar. Hún taldi, að þeir atburðir, sem nú hefðu gerst, krefðust nýs hagsmunamats. Þetta er skynsamleg afstaða og stangast á við óðagot og uppnám þeirra, sem láta eins og unnt sé að smella Evrópufingri og leysa allan okkar vanda.
Að leggja meiri merkingu í þessi orð Þorgerðar Katrínar en það, sem hún sagði, ber vott um skoðun álitsgjafanna en ekki hennar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt mótað utanríkisstefnu sína á köldu mati á þjóðarhagsmunum en ekki óskhyggju".
Pistill Björns er HÉR
![]() |
Tilbúin að endurskoða afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En það er líka auðvelt að birta svipaða seríu af Obama
![]() |
McCain gerir grín að sjálfum sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 2.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óánægjuframboð í stjórnmálum spretta gjarnan fram á erfiðum tímum og það er slatti af óánægðu fólki á Íslandi í dag. Gallinn við óánægjuframboðin er sá að ekkert sameinar fólkið í raun, nema óánægjan. Engin sérstök hugmyndafræði sameinar fólkið, engin sameiginlega sýn á leiðir til úrbóta og jafnvel ekki sameiginleg sýn á markmið.
Sömu sögu er að segja um mótmælin að undanförnu. Um daginn urðu heiftúðugar deilur milli mótmælenda sem sökuðu hverja aðra um að stela glæpnum. Við svona aðstæður er mikilvægt að anda djúpt og telja upp á 100 þúsund. Stjórnmálakreppa er ekki það sem við þurfum í dag. Sumir segja "En það ER stjórnmálakreppa". Þeir hinir sömu munu sjá að orðið "stjórnmálakreppa" fær alveg nýja og óhugnanlega merkingu, ef kosið yrði til Alþingis í dag.
Þeim sem vilja mótmæla, er auðvitað frjálst að gera það. Sumir elska mótmæli og fá sennilega eitthvað svipað út úr því og fótboltabullur á knattspyrnuleik. Einhverskonar útrás og sameiningartilfinningu fyrir göfugum málstað en átta sig ekki á því að málstaðirnir eru margir, þó fólk leiðist hönd í hönd um stræti og torg.
![]() |
Efna til mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Reiðibylgja gengur yfir þjóðfélagið og V-grænir öskra eftir sökudólgum. Í skoðanakönnunum við svona aðstæður segir fólk hvað sem er í bræði og segist jafnvel kjósa VG í örvæntingu sinni. Svo alvarlegt er ástandið.
Svo rjátlar af fólki og það nær áttum.
![]() |
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.10.2008 (breytt kl. 01:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Forsvarsmenn atvinnuveganna eru flestir sammála um að vaxtahækkun Seðlabankans hafi verið röng ákvörðun. Sömu sögu er að segja um verkalýðsforingja, neytendasamtök, ýmsa prófessora í viðskipta og hagfræði og fl.
Össur Skarphéðinsson (og e.t.v. fleiri) sagði að vaxtahækkunin væri sjálfstæð ákvörðun Seðlabanka og stjórnvalda. Nú hefur komið í ljós að hann laug blákalt. Þetta voru tilmæli/skilyrði IMF.
Því má ekki gleyma að þeir aðilar sem tala fyrir hönd atvinnuveganna eru í afar erfiðri aðstöðu gagnvart umbjóðendum sínum. Fyrirtæki sem bera mikinn fjármagnskostnað berjast í bökkum og róa sum hver lífróður þessa dagana. Hækkaðir stýrivextir gætu riðið einhverjum fyrirtækjum að fullu. En stýrivaxtahækkanir eru ekki hugsaðar sem redding í núinu, heldur er litið til lengri tíma. Ef það kemur í ljós að stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé að bera árangur strax snemma á næsta ári, þá hætta auðvitað gagnrýnisraddirnar. Ef engin árangur næst með hækkuninni.... tja, hvað þá?
Á meðan verðbólgan er svona mikil, þá hækkar höfuðstóll íbúðalána í takt við verðlagsþróun. Það þarf að finna leið út úr þessu. Neyðarlög hafa verið sett af minna tilefni. Það á að afnema verðtrygginguna strax af íbúðarlánum í fjóra mánuði. Þó það komi til með að kosta ríkissjóð umtalsvert fjármagn, þá kostar það ríkissjóð enn meira ef þúsundir fjölskyldna kemst á vonarvöl vegna þessa fáránleika sem við búum við í dag.
![]() |
LÍÚ óskar eftir meiri kvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 30.10.2008 (breytt kl. 14:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú líst mér á það!
"Grundvallaratriði í henni væri að koma gjaldeyrismarkaði af stað þannig að nýtt markaðsgengi myndist fyrir krónuna, sem vonandi væri hærri en núverandi gengi".
Hingað til hefur forsætisráðherra talað í okkur kjarkinn og sagt að hærra krónugengi, lægri vextir og eðlileg gjaldeyrisviðskipti séu rétt handan við hornið. En svo segir hann norskum fjölmiðlum að við verðum 5 ár að komu okkur út úr þeim vandræðum sem við erum í. Hughreystingarorðin eru a.m.k. hálftóni lægri, ef ekki heilum nú, en fyrir örfáum dögum síðan. Eða er þetta jafnvel falskur tónn? Mér er alveg hætt að lítast á þetta.
![]() |
Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 947619
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Leftistar reknir, öllum til gleði
- Þögn í nafni réttlætis
- Ríkisforsjárhyggja Ölmu Möller landlæknis í Covid
- Íslendingar í hermannaleik !
- Í fremstu víglínu frétta á sjónvarpinu 1986-1989 ... [ I & II ]
- Ofstæki í garð tiltekins atvinnurekstrar
- Þegar manni er mál.
- Orsök Úkraínustríðsins afhjúpuð
- Wók Silfur eins og alltaf núorðið
- Að það geti verið að hin ýmsu "FYLKI / ÞJÓÐARBROT" innan rússlands myndu vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Moskvuvaldinu og hermanginu þar ? Ef að þau gerðu það, að þá myndi það sennilega draga úr allskyns "HERMANGS-SPENNU" hér á jörðu: