Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
"Það er ekki bara ég sem segi það! Það segja það allir", var frasi sem kunningi minn notaði gjarnan ef maður var ósammála honum og rök hans þrutu. Það er ekkert sem Skúli Thoroddsen er að segja annað en að allt verði svo miklu betra. Engin rök færð fyrir því og bara litið á kostina en ekki gallana.
Það getur vel verið að tími sé kominn til þess að skoða aðildarviðræður þannig að fólk fái upplýsingar á borðið um kostina og gallana, en þurfi ekki að hlusta á rök af þessu tagi. Svona málflutningur er bull. Auk þess hafa Íslendingar aldrei uppfyllt þau fjölmörgu skilyrði sem ESB setur fyrir inngöngu, þannig að allt tal um tafarlausa inngöngu er út í hött.
Við innleiddum slatta af reglum og kvöðum með EES samningnum. Bætist ekki eitthvað við ef við gengjum í ESB?
![]() |
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.10.2008 (breytt kl. 13:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um 92% svöruðu já í skoðanakönnun á síðunni minni um hvort lögsækja ætti Breta fyrir hryðjuverkalögin gegn Íslandi. Bretarnir settu lögin reyndar "bara" á Landsbankann, en áhrifin náðu til allra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum í Bretlandi... og einnig til almennings, bæði ferðamanna og Íslendinga búsettra í landinu. Meira að segja höfðu hryðjuverkalögin áhrif á mig í samskiptum við Englending á netinu! Sjá HÉR
![]() |
Beiting hryðjuverkalaga gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.10.2008 (breytt kl. 12:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kreppunni miklu, sem svo var kölluð og átti upptök sín í Bandaríkjunum líkt og nú, hefur verið sagt að ein af grundvallarmistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu á þeim tíma, var að hækka skatta og vexti. Það sem átti að gera þá, til þess að fá hjól atvinnulífsins til að snúast að nýju, var akkúrat þveröfugt. Það er skoðun flestra nútímahagspekinga..... svona eftir á a.m.k. Hafa lögmálin eitthvað breyst?
![]() |
Vaxtahækkun jók bankakreppuna í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.10.2008 (breytt kl. 18:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur tekst alltaf að lauma inn í fréttir sínar vinstri slagsíðunni. Þó VG væri brennimerkt á ennið á henni, þá væri það ekkert meiri yfirlýsing um skoðanir hennar en fréttirnar sem hún matreiðir. Ég tek það þó fram að ég hef ekki hugmynd um að öðru leyti hvort hún er í VG eða Samfylkingunni, en vinstri slagsíðan er augljós. Allar fréttir hennar bera vott um það. Ef ég set mig í eins hlutlausar stellingar og mér er frekast unnt, þá væru fyrirsagnir mínar á fréttum sem hún fjallar um töluvert öðruvísi.
Það hefur margoft komið fram að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setur engin skilyrði fyrir lánveitingu til okkar, aðrar en þær að milliríkjadeilan verði í eðlilegum farvegi, þ.e. að samninga verði leitað með friðsamlegum og eðlilegum hætti. Dómstólaleiðin gæti vel verið partur af slíku ferli en þá erum við að tala um einhverra ára prósess. Ekki hefur heyrst um tímamörk á hugsanlegu samkomulagi og fæstir reikna með að samkomulag muni liggja á borðinu eftir rúma viku þegar IMF tekur ákvörðun um lánið. Geir Haarde hefur sagt að Íslendingar munu ekki láta kúga sig og ég treysti því.
![]() |
Icesave getur haft áhrif á IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.10.2008 (breytt kl. 18:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á fréttavef sænska sjónvarpsins, svt segir að mörg þúsund Íslendingar hafi í mótmælum í gær krafist þess að Geir Haarde forsætisráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri segðu af sér. Einnig að mótmælendur krefðust þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Sjá HÉR Einnig athyglisverð mynd sem þeir birta HÉR
Það er nebblega það.
![]() |
Ráðherrar funda um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.10.2008 (breytt kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Árni Páll Árnason smeygði sér í forystusveit jafnaðarmanna á Íslandi með óhefðbundnum, en kunnuglegum leiðum. Hann notfærði sér umræðuna um hleranir sem voru í hámæli skömmu fyrir síðustu Alþingiskosningar og matreiddi sig sem fórnarlamb í þeirri umræðu. Árni Páll hefði varla komist nægilega ofarlega á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar, ef hann hefði ekki beitt þessari taktík. Árni Páll var óþekktur meðal almennings en bróðir hans, Þórólfur, er öllu frægari.
Danir eru í miklum vandræðum vegna fjármálakreppunnar og raddir heyrast í Danmörku að óskað verði aðstoðar IFM fljótlega. Sænskir bankar hafa tapað óhemju fé á fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum en Finnar bera sig vel og Norðmenn liggja eins og ormar á gulli á olíusjóð sínum. Velvilji í garð Íslendinga er góðra gjalda verður, en hafa ber í huga að þeir biðu eftir því að við töluðum við IFM, áður en þessi vel-viljayfirlýsing kom frá þeim. Nú þegar það er að skýrast með hverjum deginum, hversu alvarlegir hlutir eru eru að gerast um allan heim, þá mæra þessi lönd samstöðuna. Ekki víst að svo hefði verið ef við hefðum einir setið í súpunni.
![]() |
Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.10.2008 (breytt kl. 18:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eins og mér hefur líkað vel við festu og fumleysi af hálfu Ingibjargar og Björgvins í þeim hremmingum sem hafa dunið yfir þjóðina að undanförnu, þá eru þessi "element" í flokknum, sem fram koma í þessari Mbl. frétt, það sem ég óttaðist mest þegar hann hóf stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi ríkisstjórn var ekki mynduð um ESB aðild og hún hefur um nóg annað að hugsa næstu misserin. Margt annað í ályktun kjördæmaráðsins er alveg hægt að taka undir, en þær kröfur sem þar koma fram eru reyndar á dagskrá hvort eð er. En það er auðvitað fjarstæða að frjálshyggjan hafi boðið skipbrot, það þarf bara að endurskoða regluverkið um bankana hér.
Ég vil benda á ágæta grein Ragnars Arnalds um ESB HÉR
![]() |
Aðildarviðræður við ESB strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mikið er ég fegin að Samfylkingin er í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, en ekki Framsókn. Ekki það endilega að þeir hefðu ekki verið starfi sínu vaxnir við þessar aðstæður, heldur vegna þess að um og yfir 90% þjóðarinnar ber ekki traust til flokksins. Hér væri stjórnmálakreppa í ofanálag, ef Framsókn væri í ríkisstjórn, það er næsta víst. Ég ber traust til beggja ríkisstjórnarflokkanna og Samfylkingin hefur vaxið verulega í áliti hjá mér, ekki síst Ingibjörg og Björgvin G.
Hjáróma garg Steingríms Joð um að IFM-aðstoðin sé aumt útspil ríkisstjórnarinnar segir mér enn og aftur að maðurinn er ekki stjórntækur né flokkur hans.
![]() |
Skorar á útflytjendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2008 (breytt kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á undirskriftalista http://www.indefence.is kennir ýmissa grasa. Það er auðvitað frekar leiðinlegt þegar fólk getur ekki hamið sig og skrifar einhverja vitleysu á svona lista. Nafn Bond-leikarans fræga er þarna á listanum og er skrifað með tveimur r-um. Einnig er að finna á listanum Steven Gerrard, Liverpool.
Svo sá ég Breta skrifa á listann, með svívirðingar í okkar garð og kallar okkur þjófa. Annars eru þó nokkrir útlendingar þarna, og einn segist skammast sín , en það gæti auðvitað verið Íslendingur með aulahúmor.
![]() |
Fullyrðingar Darlings dregnar í efa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.10.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki er ég nú stjórnmálamaður né diplómat, en hefði ekki verið klókara hjá Árna að segja "elskunni" að þessum spurningum um tryggingar yrði svarað síðar. Eða hélt Árni að það sem á milli þeirra fór, færi ekki lengra? Að þetta hefði bara verið kaffistofuspjall?
Þó Árni hafi vitað það að íslenska þjóðin gæti ekki, þyrfti ekki og myndi ekki borga þessar fjárhæðir fyrir einkafyrirtæki í útlöndum, þá var það ekki diplómatískt klókt af honum að gefa í skin að trygingasjóðurinn ætti ekki fyrir öllum innlánunum. Hann átti að láta sérfræðinganefnd um að skýra þá stöðu sem við erum í, auk þess hefði hann getað keypt dýrmætan tíma með því.
![]() |
Samtal Árna og Darlings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.10.2008 (breytt kl. 23:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 947619
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Alma heilbrigðisráðherra sökuð um skilningsleysi.
- Leftistar reknir, öllum til gleði
- Þögn í nafni réttlætis
- Ríkisforsjárhyggja Ölmu Möller landlæknis í Covid
- Íslendingar í hermannaleik !
- Í fremstu víglínu frétta á sjónvarpinu 1986-1989 ... [ I & II ]
- Ofstæki í garð tiltekins atvinnurekstrar
- Þegar manni er mál.
- Orsök Úkraínustríðsins afhjúpuð
- Wók Silfur eins og alltaf núorðið