Hagsmunaaðilar

Björgólfur Jóhannsson.  Forsvarsmenn atvinnuveganna eru flestir sammála um að vaxtahækkun Seðlabankans hafi verið röng ákvörðun. Sömu sögu er að segja um verkalýðsforingja, neytendasamtök, ýmsa prófessora í viðskipta og hagfræði og fl. 

  Össur Skarphéðinsson (og e.t.v. fleiri) sagði að vaxtahækkunin væri sjálfstæð ákvörðun Seðlabanka og stjórnvalda. Nú hefur komið í ljós að hann laug blákalt. Þetta voru tilmæli/skilyrði IMF.

Því má ekki gleyma að þeir aðilar sem tala fyrir hönd atvinnuveganna eru í afar erfiðri aðstöðu gagnvart umbjóðendum sínum. Fyrirtæki sem bera mikinn fjármagnskostnað berjast í bökkum og róa sum hver lífróður þessa dagana. Hækkaðir stýrivextir gætu riðið einhverjum fyrirtækjum að fullu. En stýrivaxtahækkanir eru ekki hugsaðar sem redding í núinu, heldur er litið til lengri tíma. Ef það kemur í ljós að stýrivaxtahækkun Seðlabankans sé að bera árangur strax snemma á næsta ári, þá hætta auðvitað gagnrýnisraddirnar. Ef engin árangur næst með hækkuninni.... tja, hvað þá? 

Á meðan verðbólgan er svona mikil, þá hækkar höfuðstóll íbúðalána í takt við verðlagsþróun. Það þarf að finna leið út úr þessu. Neyðarlög hafa verið sett af minna tilefni. Það á að afnema verðtrygginguna strax af íbúðarlánum í fjóra mánuði. Þó það komi til með að kosta ríkissjóð umtalsvert fjármagn, þá kostar það ríkissjóð enn meira ef þúsundir fjölskyldna kemst á vonarvöl vegna þessa fáránleika sem við búum við í dag. 


mbl.is LÍÚ óskar eftir meiri kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband