Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er stærsti lýðræðsifundur þjóðarinnar. Þeir sem halda öðru fram hafa annað hvort aldrei á þann fund komið eða hafa orðið móðgaðir af því þeir hafa ekki fengið sínu framgengt þvert á vilja meirihlutans.
Ég heyrði að ræðumennirnir á mótmælafundinum á Austurveli í dag töluðu mikið um lýðræðið og í einu orðinu að valdið væri fólksins, en í hinu orðinu að stjórnvöld lítilsvirtu lýðræðið. Þá varð mér hugsað til þess hvernig þetta fólk notaði lýðræðilegan rétt sinn til þess að hafa áhrif. Mætir þetta fólk á fundi stjórnmálaflokkanna? Skráir það sig í stjórnmálaflokka og mætir það á landsfundir þeirra þar sem stefnan er mörkuð? Mætir þetta fólk á fundi verkalýðshreyfinganna? Tekur það þátt í starfi þeirra?
Það hefur verið vandamál í mörg ár hversu lítil þáttaka almennings er í flestum stjórnmálaflokkum og verkalýðshreyfingum. Þetta eru ólaunuð störf og þau krefjast fórnfýsi og áhuga þeirra sem vilja hafa áhrif. En það er voðalega þægilegt að gagnrýna á mótmælafundum og tala í frösum á fjölmennum fundum þegar athygli fjölmiðla beinist að þeim. En fjölmiðlarnir eru ekki á vettvangi þegar hin raunverulega vinna fer fram og þá virðist áhugi hrópandans í eyðimörkinni dofna. Einhvers staðar væri þetta kallað hræsni.
![]() |
Óttumst ekki kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.11.2008 (breytt kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvað eiga þeir sem mótmæla réttilega á Austurvelli sameiginlegt? Mig grunar að það sé heldur fátt og aðeins einn stjórnmálaflokkur geti tekið undir ræðurnar sem fluttar voru, nefnilega V-grænir. Ég leyfi mér að efast um að allt fólkið sem mætti ætli sér að kjósa þann flokk í næstu kosningum.
Ég heyrði að ræðumennirnir töluðu mikið um lýðræðið og í einu orðinu að valdið væri fólksins, en í hinu orðinu að stjórnvöld lítilsvirtu lýðræðið. Þá varð mér hugsað til þess hvernig þetta fólk notaði lýðræðilegan rétt sinn til þess að hafa áhrif. Mætir þetta fólk á fundi stjórnmálaflokkanna? Skráir það sig í stjórnmálaflokka og mætir það á landsfundir þeirra þar sem stefnan er mörkuð? Mætir þetta fólk á fundi verkalýðshreyfinganna? Tekur það þátt í starfi þeirra?
Það hefur verið vandamál í mörg ár hversu lítil þáttaka almennings er í flestum stjórnmálaflokkum og verkalýðshreyfingum. Þetta eru ólaunuð störf og þau krefjast fórnfýsi og áhuga þeirra sem vilja hafa áhrif. En það er voðalega þægilegt að gagnrýna á mótmælafundum og tala í frösum á fjölmennum fundum þegar athygli fjölmiðla beinist að þeim. En fjölmiðlarnir eru ekki á vettvangi þegar hin raunverulega vinna fer fram og þá virðist áhugi hrópandans í eyðimörkinni dofna. Einhvers staðar væri þetta kallað hræsni.
Það fór um mig kjánahrollur að sjá fólk með grímur fyrir andlitinu með mótmælaborða. Þetta voru ekki unglingar svo ekki hafa þau þá afsökun. Ég votta heiðarlegu fólki sem mótmælti á Austurvelli í dag samúð mína.
![]() |
Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.11.2008 (breytt kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hljóta allir að fagna þessum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Frestun verðbótanna og að fella niður tímabundið að skuldbreyta barnabótum á móti opinberum gjöldum eru kærkomnar fréttir fyrir stóran hluta þjóðarinnar.
Sparibaukur vísitölufjölskyldunnar
![]() |
Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.11.2008 (breytt kl. 17:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fjandvinirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson eru sem eldsmatur í því ófriðarbáli sem nú ríkir í landinu. Báðir eru mennirnir frekir, óbilgjarnir og beinskeyttir. Ég veit að margir samherjar Ólafs í pólitík kusu hann til forseta bara til að losna við hann. Dabbi hætti sjálfur, en hætti samt ekki.
Er ekki nokkur leið að losna við þessa athyglissjúku menn?
![]() |
Fréttir af ummælum forseta ónákvæmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Seðlabankastjórar víða um heim eru orðvarir menn, en ekki á Íslandi. Á Íslandi tjáir seðlabankastjórinn sig um hápólitísk álitamál og setur þau fram eins og HANN sé búinn að ákveða hvernig hlutirnir verði gerðir. Ég er farinn að hallast að þeirri skoðun að harðorð ummæli Davíðs í Kastljósþættinum fræga, að ríkissjóður ætlaði sér ekki að borga skuldir óreiðumanna, séu að bíta okkur í rassgatið í dag.
Ég held að meirihluti þjóðarinnar sé reyndar sammála því að það er hreinlega óraunhæft að svona lítil þjóð standi skil á hruni af þeirri stærðargráðu sem varð í bönkunum þremur, þar sem icesave-reikningar Landsbankans standa auðvitað upp úr eins og borgarísjaki í molnuði íshraflinu. Ég er einnig sannfærður um það að bæði Bretar og Hollendingar gera sér grein fyrir hinu sama en það hljóp eðlilega þverska í þá þegar stjórnvöld hins íslenska ör-ríkis, með að því er virðist seðlabankastjóra í stafni skútunnar, talaði niður til margfalt öflugri ríkja í valdsmannslegum tón.
Ég veit að ég sveiflast í þessum málum eins og Ragnar Reykás, enda hef ég ekkert vit á þeim, en svona blasir þetta við mér í dag. Hvað eru íslenskir ráðamenn farnir að halda að við séum?
Stolt og sjálfsálit eru auðvitað ágætir kostir en það þarf eitthvað "dash" af diplómasíu í jöfnuna líka. Við erum ekki í aðstöðu til að vera hrokafullir en við getum heldur ekki látið bjóða okkur hvað sem er. Versta martröð Geirs Haarde er að rætast, IMF er að kúga okkur. Það þarf ekki fleiri vitnanna við.
![]() |
Afgreiðslu umsóknar frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2008 (breytt kl. 10:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Björgvin G. Sigurðsson er verkstjóri í sínu ráðuneyti og hann á að vera í nánu samstarfi við undirmenn sína. Að segja að hann hafi ekki vitað hvað var í gangi í bankamálum þjóðarinnar vegna þess að ekki voru bornar í hann upplýsingar, eru aumar afsakanir.
Skipulagning og vinnusemi er greinilega ekki aðall viðskiptaráðherra. Ef hann væri starfandi sem æðsti stjórnandi í einkafyrirtæki, þá dygðu svona afsakanir ekki.
![]() |
Vegið ómaklega að ráðherrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef alltaf haft svolítið gaman af Bjarna Harðarsyni og mér hefur fundist gusta skemmtilega í kringum hann, en þessi gjörningur hans sýnir að hann hefur pólitískt hérahjarta og einhver hefði kallað þetta að hafa skítlegt eðli. Það er sorglegt fyrir fjölskyldu hans og vini að hafi orðið vitni að pólitísku sjálfsmorði hans, nánast í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
![]() |
Áframsendi gagnrýni á Valgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er svona erfitt við það að viðurkenna að hlutirnir hefðu átt að vera öðruvísi en þeir eru? Deilir einhver um það að hlutirnir fóru úr böndunum á Íslandi? Fjármálaráðherra er afskaplega aulalegur þegar hann svarar ekki beinni og eðlilegri spurningu Þóru Kristínar og segist ekki vilja fella dóma yfir öðrum ráðherrum og embættismönnum. Hann er að segja að "Ef ég segi ekkert óþægilegt um þig, þá segir þú ekkert óþægilegt um mig".
Einhvern tíma var talað um samtryggingu lækna og þá var talað um "læknamafíu". Hvað á að kalla ráðherrana í ríkisstjórninni þegar þeir svara með þessum hætti?
![]() |
Ráðherrarnir koma af fjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er eðlilegt að fólk mótmæli þessa dagana af ýmsum ástæðum. Ég á þó erfitt með að átta mig á því að stjórn og formaður VR beri ábyrgð vegna niðurfellingar ábyrgða hjá starfsmönnum Kaupþings, nema það hafi verið gert með vitund og vilja stjórnarinnar. Var það svo?
Það er ekki mikil hefð fyrir mótmælum á Íslandi og sumir segja að við kunnum ekki að mótmæla, hvað svo sem það þýðir. Frægustu mótmæli Íslandssögunnar eru mótmælin á Austurvelli 1949, þegar vinstrimenn skipulögðu ofbeldi og uppreisnarástand með tilheyrandi harmleik fyrir þó nokkra einstaklinga, sérstaklega úr liði lögreglunnar.
Sennilega vill meirihluti þjóðarinnar alþingiskosningar á vormánuðum en vitað er að margir hörðustu vinstrimanna í stjórnarandstöðu og e.t.v. fáeinir Samfylkingarmenn, vilja kosningar strax. Með því að skapa meiri upplausn í þjóðfélaginu en tilefni er til og með því að skapa algjöran glundroða með tilheyrandi óeirðum og ofbeldi á götum úti, þá telur þetta fólk að úrslit kosninganna verði meira afgerandi þeim í vil. Þetta er þekkt strategía og hefur verið lengi, þ.e. að skapa neyðarástand á strætum og torgum og láta líta svo út að stjórnvöld hafi algjörlega misst tökin á ástandinu. Að það séu beinlínis almannahagsmunir að stjórnvöld fari frá strax.
Það er athyglisvert hvað ákveðnum hluta úr röðum mótmælenda á Austurvelli undanfarið er meinilla við hausatalningu lögreglunnar og fjölmiðla. Þeir segja að fjöldinn sé allt að því helmingi meiri en þessir aðilar áætla. Þetta er einnig partur af strategíunni hjá þessu fólki. Allir eru spilltir og í liði ríkjandi stjórnvalda, lögreglan og fjölmiðlar þar á meðal.
Það alveg öruggt að nú eru aðilar í þjóðfélaginu að skipuleggja óeirðir sem gætu haft mannlegan harmleik í för með sér og þessir aðilar koma yst frá vinstri í pólitíska litrófinu. Þessir aðilar munu gera allt til þess að æsa almenning upp og ögra lögreglunni og þeir munu ekki beita vönduðum meðulum í þeirri viðleitni sinni. Það er full ástæða fyrir lögregluyfirvöld að vera viðbúin á næstu vikum því umfram allt verður að tryggja öryggi almennings í landinu.
![]() |
Krefjast almenns félagsfundar í VR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2008 (breytt kl. 12:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björgvin G. Sigurðsson er að viðurkenna að hann er sofandi sauður í starfi sínu sem yfirmaður bankamála.
Einhverntíma heyrði ég af því hvernig duglegir ráðherrar vinni, en það er víst þannig að þeir krefjast þess af undirmönnum sínum, sem að sjálfsögðu eru fjölmargir, að þeir dæli í þá upplýsingum um stöðu mála. Það hefði kannski átt að senda Björgvin í ráðherraskóla áður en hann tók við stöðu sinni?
![]() |
FME: Upplýsti ekki ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 947618
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Í fremstu víglínu frétta á sjónvarpinu 1986-1989 ... [ I & II ]
- Ofstæki í garð tiltekins atvinnurekstrar
- Þegar manni er mál.
- Orsök Úkraínustríðsins afhjúpuð
- Wók Silfur eins og alltaf núorðið
- Að það geti verið að hin ýmsu "FYLKI / ÞJÓÐARBROT" innan rússlands myndu vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Moskvuvaldinu og hermanginu þar ? Ef að þau gerðu það, að þá myndi það sennilega draga úr allskyns "HERMANGS-SPENNU" hér á jörðu:
- Hálfur september 2025
- BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR: MINNINGARORÐ
- Fyrirskipaði Netanjahú aftöku Charlie Kirk?
- Tökum upp varnir aftur