Misvitrir álitsgjafar

Svo virðist sem töluvert stór hluti þjóðarinnar haldi að ekki megi ræða aðildarviðræður við ESB innan Sjálfstæðisflokksins. Margir elska að hata flokkinn og hér er eitt ókeypis ráð til þeirra:

Kynnið ykkur hvað óvinurinn er að hugsa, þá hafið þið meiri möguleika í baráttunni við hann.

Björn Bjarnason skrifar fínan pistil um viðtalið við Þorgerði Katrínu í Mannamáli. Hann segir m.a.

"Hún áréttaði á skýran hátt í samtalinu við Sigmund Erni, að skoðun hennar væri í fullu samræmi við Evrópustefnu flokksins, sem mótuð var á síðasta landsfundi hans, að afstaða til ESB ætti að byggjast á mati á hagsmunum þjóðarinnar. Hún taldi, að þeir atburðir, sem nú hefðu gerst, krefðust nýs hagsmunamats. Þetta er skynsamleg afstaða og stangast á við óðagot og uppnám þeirra, sem láta eins og unnt sé að smella Evrópufingri og leysa allan okkar vanda.

Að leggja meiri merkingu í þessi orð Þorgerðar Katrínar en það, sem hún sagði, ber vott um skoðun álitsgjafanna en ekki hennar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt mótað utanríkisstefnu sína á köldu mati á þjóðarhagsmunum en ekki óskhyggju".

Pistill Björns er HÉR


mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband