Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Einkavinaráðning

skeiniblað1Jóhann Hauksson hefur sótt um nánast allar stöður á vegum hins opinbera frá því hann hætti með fússi á RUV, af því hann fékk ekki yfirmannsstöðu. Nú loksins fær hann starf, en það var auðvitað ekki auglýst og þurfti hann því ekki að fara í gegnum umsóknarferli og nálarauga óháðra aðila.

VG- maðurinn Jóhann Hauksson fær nú starf hjá Samfylkingarformanninum. Eru þessi hrossakaup til þess gerð að styrkja stjórnarsamstarfið?

Viðbót: VG er að hreiðra um sig á RUV... og það með ólöglegum hætti, Í Viðskiptablaðinu má lesa eftirfarandi m.a. um kjör Björgu Evu Erlendsóttur í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. undir fyrirsögninni: "Einn stærsti eigandi vefrits VG tekur sæti í stjórn RÚV"

"Athygli vekur að í 8. grein laga um Ríkisútvarpið, þar sem fjallað er um stjórn félagsins, kemur fram að stjórnarmönnum skuli ekki hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum.

Orðrétt segir: „...Stjórnarmenn skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf., fyrst og fremst skyldur þess til útvarps í almannaþágu.
Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf.“ (Feitletrun mín)

Samkvæmt hluthafalista Smugunnar, vefriti Vinstri grænnda, er Björg Eva þó hluthafi í félaginu en hún á þar tæplega 5% hlut. Sambýliskona Bjargar Evru, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, er jafnframt ritstjóri Smugunnar.

Vinstri hreyfingin grænt framboð er stærsti einstaki hluthafi Smugunnar, með rúmlega 40% hlut, en þá á Lilja Skaftadóttir, listverkasali, tæplega 24% hlut. Lilja er jafnframt einn stærsti eigandi DV. Steingrímur J. Sigfússon er þriðji stærsti eigandi Smugunnar með tæplega 4,8% hlut en Björg Eva er fjórði stærsti eigandi félagsins."

Nýtt Ísland... ? FootinMouth


mbl.is Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvern er hún að blekkja?

Þeir sem segja að hugtökin vinstri/hægri í stjórnmálum séu úrelt, eru hentistefnumenn... tækifærissinnar. Lilja Kemur úr stjórnmálaflokki yst af vinstri vængnum, svona næstum því kommúnistaflokki. Safnar nú liði í nýjan flokk og segir fólkið koma úr öllum áttum.

Sumt af þessu fólki mun vakna upp við vondan draum, þegar það áttar sig að Lilja er hreinræktaður vinstrimaður.

Ég get tekið undir margt af gagnrýni hennar á ríkisstjórnina og stjórnunarhætti Steingríms J. Sigfússonar, en hún hættir ekki að vera vinstrimaður fyrir það.

Hún talar um jöfnuð og það virkar vel á fólk. En stjórnmálamenn eiga ekki að útdeila peningum, né eiga þeir að ná fram jöfnuði í gegnum skattkerfi. Þeir eiga að búa til aðstæður í samfélaginu, þannig að kjör fólks batni. En vinstrimönnum virðist sama um kjör fólks því aðal atriðið er jöfnuður.

Mér er sama þó einhverjir ríkir verði enn ríkari, svo framarlega sem kjör allra batna.


mbl.is Nýtt framboð að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það koma aðeins tveir til greina

Þeir sem vilja hag Samfylkingarinnar sem minnstan, óska sér þess að einhver eftirtalinna verði næsti formaður flokksins:

  • Björgvin G. Sigurðsson
  • Dagur B. Eggertsson
  • Helgi Hjörvar
  • Magnús Orri Schram
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttur
  • Skúli Helgason

Þetta pólitíska undirmálsfólk hæfir sjálfsagt flokknum best. Errm

Þeim sem ekki er mjög illa við flokkinn vildu fá Árna Pál Árnason eða Katrínu Júlíusdóttur sem næsta formann.


mbl.is Umbrot í Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórnin hrósar sér af þessu

Hin hreina og tæra vinstri stjórn sem kennir sig við norræna velferð, hrósar sér af því að aldrei hafi meiru fé verið varið til velferðarmála á einu kjörtímabili. En í hverju er þessi mikla útgjaldaaukning fólgin?

Jú, aukningin er að mestu fólgin í að borga atvinnuleysisbætur! Sá kostnaður er nefnilega færður undir lið velferðarmála hjá hinni hreinu og tæru norrænu velferðarstjórn og hún gumar af þeirri aukningu. FootinMouth

crop_500x


mbl.is Útgjöld vegna tryggingabóta jukust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt orðspor

kommúnismiKommúnistarnir í hinni hreinu vinstristjórn okkar bera (ó)hróður okkar víða.

Það getur tekið mörg ár fyrir okkur Íslendinga að reka af okkur pólitískt slyðruorð þessarar helferðarstjórnar. Undecided

 


mbl.is Sakaður um stalínisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

826 miljónir frá Fjarðabyggð

Er einhver sem heldur að bankahrunið sé ástæða skattbrjálæðis vinstrimanna? FootinMouth

Væntanlega verður þetta "tap" útgerðarinnar frádráttabært Errm


mbl.is Útgerðir í Eyjum greiða 1.245 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins kjörtímabils þingmenn

Þráinn Bertelsson og Björn Valur Gíslason eru eins kjörtímabils þingmenn. Við losnum við þá í næstu kosningum.
mbl.is Liu fái pólitískt hæli á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna hlýtur að segja þetta ýkjur

Jóhanna Sigurðardóttir segir að tölur um landflótta Íslendinga séu ýkjur, sjá  hér og hún talar fjálglega um að hagvöxtur sé óvíða meiri en á Íslandi. En Jóhanna eða aðrir í ríkisstjórn landsins átta sig ekki á því að hagvöxturinn er til kominn vegna aukinnar einkaneyslu, sem er afleiðing þess að þúsundir manna eru hættir að borga af lánum sínum. Sömuleiðis hefur orðið fjölgun í komum erlendra ferðamanna sem eykur einkaneysluna.

Atvinnulausum hefur fjölgað um 400 á síðustu vikum, en það hljóta að vera ýkjur líka, að mati Jóhönnu.


mbl.is Atvinnulausum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Forsætisráðherra veruleikafirrtur eða heldur að við séum fávitar"

Fyrirsögnin kemur að þessu sinni frá Gissuri Sigurðssyni, hinum eiturhressa fréttamanni Bylgjunnar. Hann lét þessi orð falla í þættinum "Í Bítið" í morgun HÉR má hlusta á það sem Gissur hafði að segja um landflóttann vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar.

Veruleikafirring, elliglöp eða hrein heimska, það er spurningin Errm

Stupid


mbl.is Næstmesta brottflutningsárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það stefnir í þjóðarslys ef þetta fólk fær að halda áfram"

guðmólafssGuðmundur Ólafsson hagfræðingur ræddi um skattastefnu ríkisstjórnarinnar á Bylgjunni í gær og kom inn á Laffer-kúrfuna í ljósi skattheimtunnar á Íslandi. Fyrirsögn þessa pistils er frá Guðmundi komin úr viðtalinu sem má hlusta á HÉR

Flest erum við sammála um að ríkið þurfi skatttekjur. En skattahugmyndir vinstrimanna hafa alltaf gengið út á "því meira, því betra", og þá breytir engu þó "meira sé minna", bara ef hægt er að skattpína. Vinstrimenn segjast gera það til að ná fram launajöfnuði. Það sorglega er að þeim er slétt sama þó það þýði verri kjör fyrir þá verst settu, jöfnuður er töfraorðið.

Fyrir utan hinar skelfilegu afleiðingar skattastefnu ríkisstjórnarinnar á launakjör almennings, þýðir hún minni skatttekjur ríkissjóðs. Fyrir því liggja nokkrar ástæður.

  • Flókið skattkerfi er dýrara í rekstri
  • Flókið skattkerfi hvetur til skattsvika
  • Háir skattar hvetja til skattsvika
  • Háir skattar minnka veltu í þjóðfélaginu = minni skatttekjur
  • Háir skattar á t.d. áfengi, eykur smygl og heimabrugg
  • Minna svigrúm fyrir fyrirtæki að hækka laun
  • Minni ráðstöfunartekjur fólks = minni velta - minni einkaneysla

Ég hvet fólk til þess að kynna sér "Laffer-kúrfuna". Gúgglið það!

Ps. viðbót, Ég sá nýlega að talsmenn ríkisstjórnarinnar guma af því að einkaneysla sé að aukast. Ástæðan fyrir því er sú að þúsundir einstaklinga eru hættir að borga af húsnæðislánum sínum og bíða þess að verða bornir út af lánadrottni, sem í mörgum tilfellum er ríkið sjálft sem eigandi banka og/eða lánastofnunar.

Einnig hefur ríkisstjórnin logið því blákalt að þjóðinni að atvinnuleysi fari minnkandi, þegar staðreyndin er sú að atvinnulausum hefur fjölgað um rúmlega 400 manns á sl. 2 mánuðum, þrátt fyrir að ein og hálf fjölskylda flýi land á degi hverjum. Tæplega 19.000 manns væru á atvinnuleysisbótum í dag, í stað rúmlega 12.000, ef engin hefði flúið Norrænu velferðarstjórnina.


mbl.is Fjárhagsleg áhrif óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband