Einkavinaráðning

skeiniblað1Jóhann Hauksson hefur sótt um nánast allar stöður á vegum hins opinbera frá því hann hætti með fússi á RUV, af því hann fékk ekki yfirmannsstöðu. Nú loksins fær hann starf, en það var auðvitað ekki auglýst og þurfti hann því ekki að fara í gegnum umsóknarferli og nálarauga óháðra aðila.

VG- maðurinn Jóhann Hauksson fær nú starf hjá Samfylkingarformanninum. Eru þessi hrossakaup til þess gerð að styrkja stjórnarsamstarfið?

Viðbót: VG er að hreiðra um sig á RUV... og það með ólöglegum hætti, Í Viðskiptablaðinu má lesa eftirfarandi m.a. um kjör Björgu Evu Erlendsóttur í stjórn Ríkisútvarpsins ohf. undir fyrirsögninni: "Einn stærsti eigandi vefrits VG tekur sæti í stjórn RÚV"

"Athygli vekur að í 8. grein laga um Ríkisútvarpið, þar sem fjallað er um stjórn félagsins, kemur fram að stjórnarmönnum skuli ekki hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum.

Orðrétt segir: „...Stjórnarmenn skulu í störfum sínum eingöngu hafa að leiðarljósi hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf., fyrst og fremst skyldur þess til útvarps í almannaþágu.
Þeir mega ekki, hvorki beint né óbeint, inna af hendi nokkurt starf, taka við greiðslu eða hafa nokkurra hagsmuna að gæta í öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eða fjölmiðlatengdum fyrirtækjum sem leitt geta til árekstra við hagsmuni Ríkisútvarpsins ohf.“ (Feitletrun mín)

Samkvæmt hluthafalista Smugunnar, vefriti Vinstri grænnda, er Björg Eva þó hluthafi í félaginu en hún á þar tæplega 5% hlut. Sambýliskona Bjargar Evru, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, er jafnframt ritstjóri Smugunnar.

Vinstri hreyfingin grænt framboð er stærsti einstaki hluthafi Smugunnar, með rúmlega 40% hlut, en þá á Lilja Skaftadóttir, listverkasali, tæplega 24% hlut. Lilja er jafnframt einn stærsti eigandi DV. Steingrímur J. Sigfússon er þriðji stærsti eigandi Smugunnar með tæplega 4,8% hlut en Björg Eva er fjórði stærsti eigandi félagsins."

Nýtt Ísland... ? FootinMouth


mbl.is Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hvar getur maður nálgast svona snjalla skeinipappírsrúllu?  Eru þær líka til með Steingrími J. ??

Sigurbjörn Friðriksson, 26.1.2012 kl. 14:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var að reyna að finna hvar ég útbjó þetta en virðist hafa týnt síðunni. Það er boðið upp á svona djók á mörgum "fótósjopp-síðum".

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 15:00

3 identicon

Setti með þessari frétt á fésbókina:

Viðbjóður gagnsætt vellur um gólf
vinir fá stöður á fati
Flokkshollir gæðingar finna sér hólf
fólkið það stendur á gati

Þórður (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:03

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður, Þórður

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2012 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband