Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þessi skattahækkun er auðvitað snargalin, en fyrirtækin borga ekki þennan skatt eins og skilja má foráðamönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Excursions Allrahanda. Það er kúnninn sem borgar en fyrirtækin skila skattinum. Þess vegna er virðisaukaskattur kallaður "vörsluskattur".
Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi ólánssama ríkisstjórn þurfi ekki að hrökklast frá með þessi áform sín. Ég trúi ekki öðru.
![]() |
Segja átakinu í raun sjálfhætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef einhver hefði átt að fara fyrir Landsdóm, þá var það Björgvin G. Sigurðsson, bankamálaráðherra.
Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að fá fund með Seðlabankastjóra allt árið 2008 og verkstjórinn hans, Ingibjörg Sólrún, treysti honum ekki til að vera með í ráðum í aðdraganda hrunsins. Bæði vegna almenns vanhæfis, en einnig og ekki síður vegna þess hversu lausmáll hann er.
Össur Skarphéðinsson er sagður eiga íslandsmetið í lausmælgi en Björgvin G. ku eiga drengjametið.
Þetta landsdómshneyksli var pólitísk atlaga að Geir Haarde og Sjálfstæðisflokknum. Um það vitnar atkvæðagreiðsla Samfylkingarinnar á Alþingi um hverjir skildu kærðir og hverjir ekki.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Helgi Hjörvar og Skúli Helgason greiddu öll atkvæði með ákæru á hendur Geir Haarde en gegn ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Skúli Helgason og Helgi Hjörvar greiddu atkvæði gegn ákæru á hendur Björgvini G. Sigurðssyni.
Ömurlegt, hreint út sagt!
![]() |
Menn hugsuðu ekki skýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.4.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessum ákærulið sem Geir var dæmdur fyrir, var bætt við á síðustu stundu, en kemur upphaflegu ákærunum ekkert við, þ.e. að hrunið hafi verið Geir Haarde að kenna.
Ég held að tilgangurinn með fáum opinberum ríkisstjórnarfundum hafi verið að halda Björgvini G. Sigurðssyni frá, því af fenginni reynslu af þeim manni var útilokað að halda trúnaði með hann við borðið. Þetta var gert með vitund og vilja Ingibjargar og Össurar.
Landsdómur segir að ríkisstjórnarfundir hefðu átt að marka pólitíska stefnu varðandi aðgerðir í aðdraganda bankahrunsins. Pólitísk stefna var fyrir hendi, bara án aðkomu Björgvins G., en hann hafði/hefur bara ekkert vit á þessum málum og aðkoma hans hefði ekki haft nokkurt vægi. Auk þess, eins og áður segir, var hann hættulegur við þessar aðstæður vegna lausmælgi sinnar.
![]() |
Mjög mikið áfall fyrir Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.4.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Aðilum innan Samfylkingarinnar var ekki treystandi fyrir upplýsingum um ástandið. Meira að segja Ingibjörg Sólrún vissi það og henni var fullkunnugt um stöðuna. Sennilega Össuri líka. Opinská umræða á ríkisstjórnarfundi, með Björgvin G. Sigurðsson við borðið, hefði verið ábyrgðarlaust tal og ávísun á trúnaðarbrot.
Fyrirsagnir fjölmiðla á fyrri hluta árs 2008, í þá veru að bankakerfið væri í mikilli krísu, hefði þýtt áhlaup á bankana. Engin "reiknaði" með að þeir væru að falla og menn héldu í vonina, en við slíkar fyrirsagnir hefði þeir farið lóðbeint á hausinn.
Spurningin er e.t.v. .... svona eftir á; "hefði það verið verra?"
![]() |
Bar að taka málið upp í ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2012 (breytt kl. 23:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lilja Mós er harður vinstrimaður en veit sem er að "lógóið" er ónýtt.
Það er ljótt af henni að sigla undir fölsku flaggi.
![]() |
AGS varð besti vinur VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.3.2012 (breytt kl. 14:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það virðist algengt að fólk sem ekki nær persónulegum frama í fjórflokkunum, stökkvi á nýja pólitíska vagna til að uppfylla framavonir sínar.
Trúverðug pólitík?.... held ekki
Þessi ungi framsóknarmaður er fyrirhafnarlítið orðinn varaformaður Lilju Mós
![]() |
Sigurjón annar varaformaður Samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2012 (breytt kl. 20:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í seinna myndbandinu kveður við sama söng hjá hinum "óháða álitsgjafa", Þórólfi Matthíassyni. Ætli þessir menn skammist sín í dag? Ég held reyndar að þeir kunni það ekki.
![]() |
Íslendingar sýndu hugrekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.2.2012 (breytt kl. 13:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mörður veit ekkert og kann ekkert um eðli skattheimtu.... frekar en aðrir vinstrimenn.
Ofurskattheimta ríkisstjórnarinnar hefur engu skilað. Með ofsköttun minnkar velta og virðisauki í þjóðfélaginu.
Umferð hefur minnkað um 7% því fólk hefur ekki efni á að keyra bíla sína. Heimabrugg og smygl hefur stóraukist með ofsköttun á áfengi. Skattsvik aukast með hærri sköttum. Ofsköttun fækkar fyrirtækjum sem skila hagnaði, þau neyðast til að segja upp fólki vegna minnkandi umsvifa sem aftur leiðir af sér að í stað þess að fólkið borgi skatta, fær það bætur.
Fólk heldur áfram að flýja land á meðan þessi ríkisstjórn er við völd.
![]() |
Frumvarpið kostar 13 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Landflótti og atvinnuauðn...... veruleikafirrtur maður
![]() |
Björguðum Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er skiljanlegt að Ögmundur biðjist afsökunar á ummælum sínum. Stofnanaveldið reis upp og gargaði á hann. Silkihúfurnar móðguðust og afsökunarbeiðnin er diplómatísk.
En það breytir því ekki að sannleikskorn var í ádrepu Ögmundar.
![]() |
Ögmundur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.1.2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- STYÐJUM SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU GRÆNLENDINGA.....
- Gæti gosið á Reykjanesi breiðst út?
- Eðli kommúnista er að búa til dúmur, forum, ráð og allt það, alveg eins og á Stalínstímanum. Forum eru bara dúmur Vesturlanda.
- Tuttugustigatíminn
- Kommúnistar og Marxistar hafa engin grunngildi (Principles)
- "Olíuverð hríðfellur en ekki á Íslandi"
- Putin er með fylgi þeirra sem skipta máli.
- Viðbótarerindi nr.6 í kvörtun til umboðsmanns Alþingis
- Endalok seinni heimsstyrjaldar í dag. 80 ár síðan styrjöldinni lauk. Hvers ber að minnast og varast?
- Einelti gegn útgerðarmanni og eitthvað fleira