Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bankahrun, borgum ekki

contentcartoonboxslatecomMeintar skuldir íslensku þjóðarinnar vegna Icesave eru víst töluvert meiri en hinar ósanngjörnu birðar sem Þjóðverjar þurftu að taka á sig eftir Versalasamningana árið 1919. Flestir álíta að þeir samningar hafi verið rótin að seinni heimsstyrjöldinni. Þjóðverjar gátu í raun ekki staðið undir þeim samningum og töldu illa á sér brotið, höfðu engu að tapa.

Evrópa öll nötrar vegna litla Íslands. Hvaða afleiðingar hefði það fyrir evrópska banka ef Íslendingar létu reyna á rétt sinn meðal þjóðanna? Og ef Evrópusambandið nötrar.... er það þá ekki vísbending um sterka samningstöðu okkar í málinu? Gölluð bankalöggjöf hjá ESB á ekki að skrifast á örþjóð í Atlantshafinu. ESB hlýtur að taka ábyrgð líka.

Ég er með sáttatillögu í málinu. Deilum þessum Icesave skuldbindingum í höfðatölu landanna sem tengjast málinu beint... og málið er dautt.


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisins þetta, ríkisins hitt

Vinstrimenn í pólitík á Íslandi í dag, eru eins og börn í sælgætisverslun. Fyrir rúmu misseri síðan voru fáir tilbúnir í stjórnunarstíl vinstrimanna, þ.e. auknar skattpíningar og ríkisafskipti í atvinnulífinu. Í dag sitja þessir aðilar við stjórnvölinn við óvenjulegar aðstæður. Þeir komast upp með ríkisafskipti á ólíklegustu sviðum, án þess að fólk taki sérstaklega eftir því. Allt snýr hvort eð er á haus í þjóðfélaginu og í ringulreiðinni láta þeir hendur standa fram úr ermum.

Það mun taka langan tíma að vinda ofan af vinstrimennskunni.


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innanbúðarmaður AGS

Vilhjálmur Egilsson hefur starfað með AGS og hann hvatti til samstarfs við sjóðinn áður en til þess kom. Vilhjálmur átti m.a. í deilum við Ögmund Jónasson í kastljósþætti um málið. Vilhjálmur þekkir væntanlega til vinnubragða AGS og hann hræðist ekki að Seðlabankinn sýni sjálfstæði sitt með því að lækka stýrivexti meira en sjóðurinn telur rétt.

Annars er það einkennilegt að þau lönd sem ráða mestu innan AGS, Bretland og Bandaríkin, fara í engu eftir ráðleggingum sjóðsins til annara landa. Þau vilja ekki smakka á eigin meðulum.

polyp_cartoon_IMF1


mbl.is Seðlabankinn einangrar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum mann eins og Davíð.... við þurfum Davíð

Út með þessa duglausu ríkisstjórn! Inn með þjóðstjórn með Davíð Oddsson sem forsætisráðherra!

Nú flengríður Össur Skarphéðinnsson um Evrópu og lætur hafa eftir sér að Ísland sé að sækja um Evrópusambandsaðild. Er ekki í lagi með´ann?  Það verður ekki upp á þennan vindhana logið.


mbl.is Davíð lét AGS heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keðjuverkun

Þessar skelfilega vitlausu álögur munu hafa víðtæk áhrif og hækka skuldir heimilana, eins og Tryggvi bendir á. Vísitala og verðbólga fara á flug og verðtrygging lána mun fara illa með skuldsett fólk.

Þessu vinstra liði er ekki viðbjargandi GetLost


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer ekki almenningur að átta sig?

crop_500xÁlfheiður Ingadóttir er formaður viðskiptanefndar. Finnst fólki það virkilega í lagi að hún gegni því hlutverki á þingi? Hún sagði að það væri gert ráð fyrir um 585 milljörðum til að endurfjármagna bankana, Seðlabankann og Sparisjóðina á fjárlögum eða fimmtíu til sextíu prósent af vergri landsframleiðslu. Hún sagðist telja að hann væri að tala um brúttóskuldir án þess að hún vissi það.

Það er dapurlegt að heyra að fulltrúi almennings sem settur er í ábyrgðarstöðu á Alþingi, viti ekki hvað snýr upp eða niður í þeim málaflokki sem henni tilheyrir. Sem stjórnarandstöðuþingmaður gargaði Álfheiður í ræðustóli og heimtaði gagsæi og aðgerðir.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostaði búsáhaldabyltingin?

Nú veit ég ekki hversu alvarleg hún er, þessi seinkun á afgreiðslu gjaldeyrislánsins frá AGS, en Sjálfstæðismenn vöruðu við því að stjórnarkreppa væri ekki það sem við þyrftum ofan á bankahrunið. Þess vegna vildu þeir bíða með kosningar fram á haustið. Kosningarnar hafa tafið fyrir nauðsynlegum aðgerðum að mati AGS en Austurvallafólkið var alveg komið í spreng. Það eina sem vakti fyrir því var að koma Sjálfstæðisflokknum frá.... það hugsaði ekkert lengra.
mbl.is Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall draumur rætist hjá Ögmundi

Ögmundur Jónasson og félagar hans hjá VG hafa áður talað fyrir sykurskatti. Það gerðu þeir á þeim tímum þegar stjórnvöld undir forystu Sjálfstæðisflokksins höfðu viðleitni til að minnka og afnema skatta. Þetta er þess vegna ekkert neyðarúrræði hjá VG, heldur gamall draumur að rætast, þ.e. að stjórna fólki. Ef ekki með auka skattlagningu, þá með boðum og bönnum.

Skattgreiðandinn, (Homo sívinnandi) fyllir í götin 

taxpayer-lk0211d


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Eiríki

Eiríkur Bergmann. Heyrst hafa gagnrýnisraddir um það að Íslendingar hafi ekki verið nógu duglegir að verja sig vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu á okkur. Skaðinn sem þetta óþokkabragð Breta hefur gert okkur er mikill en það er hugsanlega hægt að lágmarka hann með því að halda uppi vörnum. Það verður best gert í þarlendum fjölmiðlum, með því að fletta ofan af þessari gerræðislegu ákvörðun.

Nokkrir einstaklingar hafa reynt að halda uppi vörnum fyrir okkur en lítið hefur farið fyrir opinberum aðilum á þeim vetvangi. Hvernig ætli standi á því?


mbl.is Brown ræðst alltaf á Ísland í vandræðum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðlygi

Þegar Stefán Ólafsson reiknaði út fyrir vinstri flokkana,  skattbyrði í þjóðfélaginu, þá komst hann að þeirri niðurstöðu að skattar hefðu aldrei verið hærri, þrátt fyrir að skattprósentan hafði verið lækkuð umtalsvert, bæði á fólk og fyrirtæki. Ástæðan fyrir þessu var einföld því talsverður fjöldi fólks og fyrirtækja hafði ekki borgað skatta áður, þegar það lapti dauðan úr skel. Í góðærinu var annað upp á teningnum, velta fjármagns og umsýsla öll í þjóðfélaginu hafði aldrei verið meiri og að sjálfsögðu hagnaðist ríkissjóður á því.

Nú, í harðærinu, ætla vinstriflokkarnir ekki að hækka skatta, þrátt fyrir að þeir ætli að hækka skattprósentuna! Nú er fólk í tugþúsundavís atvinnulaust og borgar litla sem enga skatta og mörg fyrirtæki hafa farið á hausinn og enn fleiri gera varla meira en að skrimta. Og þar sem þetta fólk og þessi fyrirtæki borga enga eða litla skatta í dag, þá verða einhverjir aðrir að gera það. Ég ætla að láta lesendum þessa bloggs eftir að giska á hverjir það munu verða.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband