Fer ekki almenningur að átta sig?

crop_500xÁlfheiður Ingadóttir er formaður viðskiptanefndar. Finnst fólki það virkilega í lagi að hún gegni því hlutverki á þingi? Hún sagði að það væri gert ráð fyrir um 585 milljörðum til að endurfjármagna bankana, Seðlabankann og Sparisjóðina á fjárlögum eða fimmtíu til sextíu prósent af vergri landsframleiðslu. Hún sagðist telja að hann væri að tala um brúttóskuldir án þess að hún vissi það.

Það er dapurlegt að heyra að fulltrúi almennings sem settur er í ábyrgðarstöðu á Alþingi, viti ekki hvað snýr upp eða niður í þeim málaflokki sem henni tilheyrir. Sem stjórnarandstöðuþingmaður gargaði Álfheiður í ræðustóli og heimtaði gagsæi og aðgerðir.


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú við erum smám saman að átta okkur á því hvað 18 ára stjórnarseta Sjálfstæðisflokksins hefur kostað okkur. Ekki seinna vænna.

GH (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ekki bara þetta, heldur gagnrýndu VG manna harðast að tala væri um "brúttó" og "nettó" skuldir, þegar Geir Haarde og Árni Mathiesen töluðu á þennan hátt sl. vetur!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.5.2009 kl. 16:46

3 identicon

Það er nú gott að GH og fleiri vinstri menn geti ennþá kennt Sjálfstæðisflokknum um allt sem gerist hér á landi, hruni bankanna, heimskreppunni og núna jafnvel heimsku þingmanna stjórnarflokkanna.

Máttugur flokkur þessi sjálfstæðisflokkur.

En það sem stendur uppúr akkúrat núna er sú staðreynd að stjórnin er ekki að gera neitt annað en að koma okkur inn í ESB og er haldin þeirri fyrru að það eina sem geti bjargað okkur sé upptaka evru (sem samkvæmt þeirra eigin spá tekst eftir 30 ár). En málið er að með sama aðgerðarleysi og getuleysi stjórnarinnar þá verður Ísland búið að vera í sterkustu meiningu þess orðs, eftir 2 ár.

Á meðan á hruni landsins stendur, þá kemur meira og meira í ljós að þingmenn stjórnarinnar virðast ekki hafa hugmund um hvað þeir eru að tala um.

Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var svo sem viðbúið að hingað kæmi fólk með jafn gáfulegar athugasemdir og GH. Eins og Þórður bendir réttilega á, þá er ástandið síst skárra víða annarsstaðar og það þá væntanlega Sjálfstæðisflokknum að kenna. Heimskreppuhöggið dundi á okkur fyrst og af mestum þunga vegna smæðar hagkerfis okkar í samanburði við bankana. Ýmislegt brást hjá okkur í regluverkinu, við erum óttalegir byrjendur í bankasýsli. Verst að nánast allir þingmenn vinstriflokkanna eru byrjendur á öllum sviðum, auk þess sem stefna þeirra er alveg skelfileg og mun lengja kreppuna hér um mörg ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guðbjörn, takk fyrir innleggið. Það mun sennilega aldrei verða jafn auðvelt að vera í stjórnarandstöðu og nú. Úr nógu er að moða til að rifja upp. Þetta vinstra lið hefur aldrei vantað yfirlýsingagleðina, sitjandi á hliðarlínunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2009 kl. 17:36

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Finnst bara fyndið með þetta ESB hjal að það virðist gleymast að við fáum ekki Evruna næstum því strax (mörg ár í það) og því á ekki að vera að eyða púðri í eitthvað Evru hjal. 

  Og mjög mikið af því góða sem ESB á að veita okkur getum við veitt okkur sjálf bara með því að breyta okkar reglugerðum og lækka tolla og annað slíkt,  eitthvað sem við erum fullfær um að gera án þess að standa í þessu ESB veseni ... hvað varðar alla þessa styrki og peninga sem við myndum fá frá ESB í staðinn þá getum við alveg notað þá peninga sem við hefðum þurft að borga til ESB til að úthluta þessum styrkjum sjálf. (já við þurfum að borga til að fá að vera í ESB)

Jóhannes H. Laxdal, 26.5.2009 kl. 17:50

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar: Jóhannes skrifa að við þurfum að borga til að vera með í ESB, ég veit ekki betur en að við borgum nú þegar talsverða upphæð árlega í gegnum EFTA samningin, en með inngöngu í ESB mun sú upphæð líklegast teljast léttvæg, það er svo rétt eins og þú nefnir með hana Álfheiði, það er grátbroslegt en samt heiðarlegt að hún viðurkennir, að hún viti ekki um hvað hún er að tala, eða hvað...

Magnús Jónsson, 26.5.2009 kl. 18:17

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki viss um að það hafi verið heiðarleiki sem gerði það að verkum að hún missti þetta út úr sér

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2009 kl. 18:35

9 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Já það er rétt að við borgum með Norðmönnum (sem borga bróðurpartinn) í þróunarsjóð ESB til að vera með í EFTA.  Reyndi einhverntímann að finna upplýsingar um okkar hlut í EFTA kostnaðinum en fann ekki mikið um það.

Jóhannes H. Laxdal, 26.5.2009 kl. 19:14

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gæti verið að stjórnin gæti gert betur með stuðningi okkar hinna? Jákvæð gagnrýni og raunhæfar lausnir.

það er meira en að segja það að gera góða hluti án stuðnings og jafnvel á móti hörðum straumi sem mér heyrist þessi gagnrýni vera og ekki vænleg til stuðnings og samstöðu. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2009 kl. 21:24

11 identicon

Þessi athugasemd hjá Önnu Sigríði er það besta sem á blogg þetta hefur verið skrifað

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 00:16

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig var stuðningur vinstri flokkanna þegar þeir voru í stjórnarandstöðu? Garg og krepptir hnefar

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 01:51

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski ætti þjóðin að átta sig á því núna að líf og framtíð hennar snýst um annað og meira en hægri og vinstri. Heilbrigð skynsemi á guði sé lof aðsetur báðum megin þeirra huglægu landamæra. 

Og heimskan líka.

Ég bið um yfirvegaðar lausnir til vegferðar út úr því ástandi sem við búum við í dag. Mig gildir einu hvar þær hugmyndir eiga upphaf.

Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 12:39

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

P.s. Líklega hefur þessi pólitíska ályktun formanns viðskiptanefndar verið röngu megin við umrædd landamæri. Afar mörg dæmi má svo líka finna um ámóta hugljómun úr herbúðum þeirra sem hér hafa sig mest í frammi. Hvað sagði svo hagyrðingurinn forðum í útvarpsþættinum og svaraði spurningunni: "Hvar mætir austrið vestrinu?"

Hvað sem öllum líður lestri/það löngu sannað er/að austrið mætir alltaf vestri/undir sjálfum þer.

Árni Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 12:49

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 U.þ.b. þarna

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband