Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Og sveitalýðurinn kiknar í hnjáliðunum

Ríkisstjórnin á Bessastöðum   Þessi tilgerð ríkisstjórnarflokkanna er víst til þess að sýna landsbyggðinni einhverskonar virðingu. Jóhanna Sig. sagði í Kastljósinu í gær þegar Helgi Seljan spurði hana út í kostnað við þetta að nokkur hundruð þúsund krónur skiptu nú litlu. Því er ég ósammála, þessi sýndarmennska gerir ekkert annað en lítið úr landsbyggðarfólki.  "Royalinn" heldur að landsbyggðarlýðurinn fái "starstruck" við nærveru ráðherraliðsins en það er misskilningur.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vítt og breitt

"Búsáhaldabyltingin", krafðist athafna strax fyrir alþýðu landsins. Margir hafa fullyrt að þessi meinta bylting hafi verið skipulögð af VG.

Vinsririhreyfingin grænt framboð er afleggjari Alþýðubandalgsins sáluga.....  sem var afleggjari sósíalista og þar áður kommúnista. Nú, þegar valdið  er í höndum "alþýðunnar", hlýtur eitthvað að fara að gerast. Nú hljóta patentlausnirnar að vera innan seilingar.

Samfylkingin og VG eru með þetta allt á tæru.


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hefði strikað yfir Árna

Árni Johnsen heldur að það hafi verið unnið gegn sér og fólk hvatt til að strika yfir hann í kosningunum. Ég segi að það hafi ekki þurft neina sérstaka hvatningu til þess. Sómakært fólk vill einfaldlega ekki svona mann á þeim lista sem því hugnast að kjósa. Með þessu er ég ekki að segja að fólki sem hefur orðið á í lífinu eigi ekki að fá neinn séns, síður en svo. En Árni er búinn að fá sinn séns og hann hefur misnotað hann herfilega með því að sýna iðrunarleysi og hroka.
mbl.is Segir ásakanir Árna út í hött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárrétt hjá Kjartani

Allt sem Kjartan Gunnarsson segir í þessari frétt er hárrétt. Ef einhver er ósammála því, þá vinsamlegast rökstyðjið það. Að það hafi þurft stórkostlega laskaðan Sjálfstæðisflokk til þess að fólki hafi hugnast að kjósa vinstriflokkana til hreins meirihluta, er merkilegt í sjálfu sér.

Í skoðanakönnun sem ég er með hér á blogginu er athyglisvert hversu margir hafa litla trú á lífi ríkisstjórnar vinstriflokkanna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist meta þá á svipuðum nótum, en þeir hafa fryst innlegg sitt til Seðlabankans á grundvelli ótrausts ástands á stjórnmálasviðinu í landinu.

Skoðanakannanir á undanförnum vikum hafa gefið þessa niðurstöðu til kynna. AGS hefur fylgst með þessum könnunum og heldur því að sér höndum. Sjálfstæðismenn vöruðu við kosningum á þessum viðkvæma tímapunkti, einmitt vegna samstarfsins við AGS. Skynsamlegra hefði verið að bíða með kosningar fram á haustið, því stjórnarkreppa er ekki það sem íslensk þjóð þarf á að halda í dag.

Samfylkingin fór á taugum þegar nokkur þúsund einstaklingar börðu í potta og pönnur á Austurvelli. Þessi hópur var skipulagður af Vinstrihreyfingunni grænu framboði, eins og sannaðist í kosningasjónvarpinu á sunnudaginn og ég benti á í færslunni hér á undan.


mbl.is Fótbrotinn Sjálfstæðisflokkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur hótaði

crop_500xÍ þætti Egils Helgasonar á RUV daginn eftir kosningar, þá hótaði Ögmundur Jónasson því að kalla til  "búsáhaldabyltinguna" á ný, ef VG yrði ekki í næstu ríkisstjórn.

Þar opinberaðist hverjir höfðu þar mestu ítökin, hverjir skipulögðu þessi ósköp og fyrir hvern.


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefnalegt aðhald

Þó úrslit kosninganna séu vissulega vonbrigði fyrir hægrimenn á Íslandi, þá berum við höfuðið hátt. Nú verðum við í stjórnarandstöðu í einhvern tíma, að hámarki í 4 ár en sennilega skemur þó. Ég vona að mínir menn taki ekki vinstriflokkana sér til fyrirmyndar í stjórnarandstöðunni, heldur verði málefnalegir en samt sanngjarnir. Ég þoli ekki tækifærismennsku.

Það er afar mikilvægt á næstu mánuðum að vel verði haldið á spilum í efnahagsstjórn landsins. Áhyggjur vegna getuleysis vinstrimanna á því sviði eru fyrir hendi hjá mörgum hægrimanninum og rangar ákvarðanir stjórnvalda geta dregið kjark úr athafnamönnum. Það er ekki það sem þjóðin þarf á að halda á þessum erfiðum tímum.

Sjálfstæðismenn voru með kosningavöku í Randolfshúsi á Eskifirði en það er sjóhús frá 19. öld með öllu tilheyrandi. Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustufrömuður og góður Sjálfstæðismaður hefur umsjón með húsinu og staðurinn er vinsæll meðal ferðamanna, enda hreint út sagt frábær staður að heimsækja. Sævar rekur ferðaþónustufyrirtækið http://mjoeyri.is/ 

004 (2)

Í Randolfshúsi á Eskifirði í gærkvöldi. Meðal gesta var Tryggvi Þór Herbertsson sem skipaði 2. sætið á lista flokksins í Norð-Austur kjördæmi. Góðar veitingar voru í boði fyrir gesti og gangandi. Grillað lambalæri, kökur, snakk og harðfiskur.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Við segjum já"

XD_skja_augl_NEW

Við segjum já!


mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvæðingardraumar Steingríms

Steingrímur J. Sigfússon sagði á fundinum að ef ríkið kæmi inn í Flugleiðir þá opnist möguleikar á pólitískri ákvarðanatöku um "þjóðfélagslega hagkvæma áfangastaði".

Steingrímur og flokkur hans, VG ...... úff!

 


mbl.is Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta fáið þið!

Kæru vinstrimenn og andstæðingar mínir í pólitískum skoðunum.

Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2, að Vinstrihreyfingin-grænt framboð leggðist gegn olíuleit á Drekasvæðinu svonefnda enda sé olíuvinnsla í andstöðu við stefnu flokksins.

Í réttlátri reiði almennings í landinu, hefur tæplega þriðjungur þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnunum, látið ergelsi sitt í ljós með því að segjast ætla að kjósa VG. Ég vona að fólk nái áttum fyrir laugardaginn 25. apríl

kolbrún


mbl.is VG gegn olíuleit á Drekasvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisbrestur og dómgreindarleysi

496358Að tala um mútufé eða eitthvað álíka, finnst mér vera alltof djúpt í árina tekið, en siðferðisbrestur og dómgreindarleysi.... já, klárlega.

Bara tortryggnin og efinn um heilindi viðkomandi stjórnmálamanna er afurðin af því að þyggja svona styrki. Ég reikna ekki með að nokkur stjórnmálamaður kjósi sérstaklega að bera slíka byrði og því er viðtaka styrkja af þessari stærðargráðu algjört dómgreindarleysi. Og ef það er algjört dómgreindarleysi og siðferðisbrestur í ofanálag, þá eru "þyggjendurnir" um leið vanhæfir til þess að gæta hagsmuna almennings.

Það tala margir um að það þurfi að byggja upp landið að nýju. Ég vil helst gera það án þeirra aðila sem gerst hafa sekir um siðferðisbrest og dómgreindarleysi, sama hvaða flokki þeir tilheyra. Það er mín skoðun.


mbl.is Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband