Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jóhanna í felum

Vandræðagangur þessarar ríkisstjórnar á ekki að koma neinum á óvart.

johanna


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll myntkörfulán?

Samkvæmt þessu þá hlýtur þetta að kosta meira en 20% flatur niðurskurður sem þetta sama fólk sagði að væri allt of dýrt fyrir þjóðfélagið. Hvað hefur breyst?

Svo er bara talað um lán þarna. Bílalán, neyslulán...?

funny

Ég vona samt auðvitað að þessi hugdetta hjá þeim sé raunhæf.... Errm


mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlitsiðnaðurinn

Hver á að hafa eftirlit með Fjölmiðlastofu?

Í hádegisfréttum útvarpsins sagði Menntamálaráðherra, aðspurð um hvort annarleg sjónarmið lægju að baki ráðningu Davíðs:

  „Ég veit ekki hvað kalla skal annarleg sjónarmið. En það liggur auðvitað fyrir að þarna er ritstjóri með mjög ákveðnar skoðanir sem vafalaust hljóta að setja mark sitt á fjölmiðilinn í kjölfarið.“ (undirstrikun mín)

Þetta eru fyndin ummæli. Ætli flokksfélagar hennar hafi húmor fyrir þessu?

 


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mmmm.......

c


mbl.is Nýr formaður ungra VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnska efnahagsundrið í vanda

Margir Íslendingar hafa bent á Finnland sem fyrirmyndarríki varðandi atvinnu og efnahagsuppbyggingu. Hvert benda þeir næst?

27011

Finnska Vetrarstríðið. Finnar unnu ótrúleg afrek í þessu stríði.


mbl.is Finnland í djúpri lægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekking Steingríms og Jóhönnu

Ansi mörg myndbönd um þetta Icesave klúður er komið á youtube. Þetta sá ég í dag.

Svo er hér annað eldra  Grin

 


mbl.is Sömdum við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með hnefann á lofti - ímyndin

ny_stefna_835233Hvað varð um Steingrími Joð sem aldrei tjáði sig öðruvísi en kallandi í vandlætingartón með hnefann á lofti? Hvað varð um þann Steingrím Joð sem svo ötullega byggði upp ímynd sína, að kjósendur hans trúðu á hann sem varðliða réttlætisins?

Valdastóllinn hefur algjörlega bugað manninn og baráttuandinn sést hvergi. Honum er meira umhugað um að lengja líf núverandi ríkisstjórnar en að láta reyna á rétt þjóðarinnar vegna Icesave málsins. Það er augljóst að Samfylkingin hefur kúgað, beygt og brotið Steingrím Joð. Allir vita nema blindir fylgjendur Samfylkingarinnar, að sá flokkur er til í hvað sem er í viðleitni sinni til að teyma þjóðina inn í ESB, sama hvað það kostar.

Bankarnir voru seldir án ríkisábyrgðar, það er ekki hægt að flækja það neitt.

steingrimur_j_sigfusson


mbl.is Vill ekki stríð við aðrar þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins peninganna virði

Einhverjir, þar á meðal ég, hafa haft efasemdir um að peningunum sem renna í vasa Evu Joly fyrir viðvikið að hjálpa okkur í mesta klúðri í sögu þjóðarinnar, sé vel varið. Þeim efasemdum er væntanlega eytt núna. Grein Evu mun vekja mikla eftirtekt og verða tekin alvarlegar en einhverjar væl-greinar frá íslenskum fræðingum og stjórnmálamönnum.

Þjóðin þarf að losa sig við ESB-rassasleikjurnar á alþingi og kjósa þarf á ný sem allra fyrst. Burt með Samfylkinguna, hún er sérlega hættuleg íslenskum hagsmunum við þessar aðstæður.


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banki án ríkisábyrgðar

Þegar Landsbankinn var einkavæddur, þá fylgdi honum EKKI ríkisábyrgð, þetta er alveg klárt. Þegar bankar féllu hver af öðrum í Bandaríkjunum í fyrra, þá valdi Bandiríkjastjórn úr þá banka sem þóttu lífvænlegir, aðrir voru látnir falla óbættir, utan þeirra tryggingasjóða sem þeir fjármögnuðu sjálfir. Viðskiptavinir þessara banka töpuðu einfaldlega fjármunum sínum þegar trygingasjóðurinn var tæmdur. Ástæðan fyrir því að Bretar vildu færa útibú Landsbankans undir breska lögsögu var einmitt sú að þeim var full ljóst að ekki var ríkisábyrgð á innlánsreikningunum.tomy-bomb-bank-gadget

Íslensk stjórnvöld ákveða í einfeldni sinni að játa ríkisábyrgð á innlánsreikningunum í Bretlandi, án þess að spyrja þjóðina álits og setjast síðan að samningaborði um greiðslu á Icesave. Þetta þykir lélegt visðskiptavit, meira að segja hjá byrjanda í faginu. Og svo er ímynduðum ESB-samningi veifað framan í utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, af hollenska utanríkisráðherranum. Sá íslenski fellur á hnén og er tilbúinn að setja þjóðina í ánauð.

funny-pictures-panda-will-let-you-take-the-bambooÍslendingar skrifuðu undir einhverskonar samkomulag við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, um að þjóðin stæði við skuldbindingar sínar um Icesave samkvæmt lögum. Svo sannarlega eigum við að gera það, en þá þurfum við líka að vita hvað lögin hljóða upp á.

Er það ekki? 


mbl.is Óttaslegin utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tek ofan fyrir Ögmundi

Ég verð seint talinn til aðdáenda Ögmundar Jónassonar í pólitík, en þarna hefur hann svo sannarlega lög að mæla.

Símtal hollenska ráðherrans til Össurar var dónaskapur af verstu sort í milliríkjasamskiptum og sýnir úr hverju Samfylkingin er gerð og að erlendir stjórnmálamönnum er það vel ljóst. Þeir veifa hugsanlegum ESB-samningi framan í Samfylkinguna og vita sem er að það er allt sem þarf til þess að teyma þann auma flokk á hnjánum til nauðarsamninga um Icesave.


mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband