Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég var að horfa "Svartar tungur"sem er spjallþáttur þremenninganna Sigmundar Ernis Rúnarsson, Birkis Jóns Jónssonar og Tryggva Þórs Herbertssonar, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Gestur þeirra var Steingrímur J. Sigfússon. Ég náði bara byrjuninni á þættinum og á eftir að kíkja betur á hann síðar.
Uppreisnarseggirnir þrír í VG (villikettirnir), bárust að sjálfsögðu í tal. Þá sagði Sigmundur að "þetta sprikl þeirra væri á kostnað okkar hinna í ríkisstjórninni".
Þetta er með makalausari yfirlýsingum sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni. Það hlýtur að vera martröð að vinna með þessu fólki.
"Bunker mentality"....gúglið það.
Ég fór og kíkti á hina frægu fylleríisræðu Sigmundar á Alþingi. Ég hafð bara séð partinn "á ögabraði".Ég vissi ekki að þessi hörmung stóð yfir í heilar 21 mínútu. Ræðan er öll á youtube, í þremur pörtum.
![]() |
Óhætt að trúa fréttinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.12.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reyndar eru þeir ekki margir, samfylkingarþingmennirnir, sem kæmu mér á óvart með svona "pillu".
Ólína Þorvarðardóttir yfirgaf Alþýðuflokkinn á sínum tíma með orðum eitthvað á þá leið að hún vildi ekki vinna með "skítapakki". Slatti af skítapakkinu er í núverandi flokki þingmannsins.
![]() |
Jónína Rós segir ekki um níð að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.12.2010 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er nú sérdeilis vitlaus hugmynd hjá þessum blessuðu fjórtánmenningum. Það er ekkert vandamál við það að rísa árla úr rekkju og mættu Íslendingar frekar taka sig á í þeim efnum en hitt.
Má ég frekar biðja um "lengri dag" eftir vinnu, en ekki á meðan ég er í vinnunni. Þá getur fólk notið kvöldsólarinnar lengur á sumrin og borðað jafnvel kvöldmatinn úti. Víða í fjörðum og dölum fara fjöllin að skyggja á sólina um kvöldmatarleitið svo það væri út í hött að stytta daginn í þann endann.
Þessari bölvuðu vitleysu má alls ekki hleypa í gegnum þingið.
Miðnætursól við Faxaflóa, Snæfellsjökull í baksýn. Myndin er tekin úr Laugarnesinu.
![]() |
Vilja seinka klukkunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.12.2010 (breytt kl. 17:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fólk hrópar eftir pólitískri ábyrgð og réttlæti.
Ég man ekki eftir skýrara og einfaldara dæmi um pólitískt klúður en "Svavars-samninginn", svokallaða. Ekki nóg með það að klúðrið sé skýrt (og dýrt), heldur lagði maðurinn sem treysti Svavari til verksins, Steingrímur J. Sigfússon, höfuð sitt að veði, í sjálfsánægjulegri vissu sinni um "glæsilegan samning!".
Mér sýnist fátt um varnir hjá sakborningi (Steingrími J. Sigfússyni) í máli ríkisins (fólksins) gegn honum.
Er ekki rétt að krossfesta Steingrím og leyfa Svavari og Indriða að hanga með? "...svona eins og honum til samlætis". (Svo gripið sé til frægrar tilvitnunar og samlíkingar Davíðs Oddssonar, varðandi sig og kollega sína í Seðlabankanum)
Hér vantar bara góðan "fótósjoppara", f.v. Indriði, Steingrímur og Svavar. Mér sýnist reyndar ekkert þurfa að "fótosjoppa" þennan lengst til hægri.
(ISS tríóið)
![]() |
Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 10.12.2010 (breytt kl. 17:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lee Bucheit, formaður samninganefndar Íslands, er með skilaboð til íslensku þjóðarinnar frá Bretum og Hollendingum, sem hljóða svo:
"Við erum sárþjáðar þjóðir og í þrengingum okkar, látum við eitt minnsta lýðveldi veraldar, á harðbýlli eyju norður við heimskautsbaug, létta af okkur byrðunum".
Herra Bucheit, þú hefur komið skilaboðunum áleiðis. Fáum við að hugsa málið?
![]() |
Verið að deila sársaukanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.12.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftir því sem meiri tafir hafa orðið á þessu Icesave máli, því hagstæðara lítur dæmið út fyrir okkur. Bíðum dálítið lengur og sjáum hvort við förum ekki út úr þessu í bullandi gróða.
Bretar vilja ekki fyrir nokkurn mun fara með Icesave fyrir dómstóla og deila þar áhyggjum yfir því með ESB. En eftir standa aðgerðir Breta, að setja nánast Ísland í heild sinni á lista með hryðjuverkasatökum á borð við Al Qaída.
Er ekki hægt að fá eitthvað fyrir það?
![]() |
Niðurstaða vonandi í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 6.12.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sterkasta vopn Íslendinga í Icesave deilunni hefur alltaf blasað við, en það er hræðsla við dómstólaleiðina, ekki bara hræðsla deiluaðila okkar, heldur Evrópusambandsins í heild.
En hvers vegna eru menn hræddir við dómstólaleiðina? Jú, það hlýtur að vera vegna þess að "sérfræðingar"Evrópu telja miklar líkur á því að íslenska ríkið yrði sýknað af öllum kröfum varðandi Icesave. Fordæmið yrði fjármálakerfinu dýrt.
Samfylkingin vill ekki fyrir nokkurn mun styggja ESB. Það er skelfilegt til þess að hugsa að svona tækifærismennska skuli ráða för í svona ríku hagsmunamáli þjóðarinnar.
![]() |
Icesave samkomulag áhugavert fordæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.12.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
"...eftirgjöf þjóðanna muni skipta hundruðum milljarða í vaxtakostnaði, sem ella hefði fallið á íslenska ríkið samkvæmt þeim samningi sem íslenska þjóðin hafnaði snemma á þessu ári í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Menn tala digurbarkalega um pólitíska ábyrgð og draga svo Geir Haarde fyrir Landsdóm. Meira að segja samráðherrar Geirs í þáverandi og núverandi ríkisstjórn, höfðu atkvæðisrétt um örlög hans.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon bera pólitíska ábyrgð á samningamönnum sínum í Icesave málinu, þeim Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni. Nú er útlit fyrir að sú pólitíska ráðdeild þeirra hefði kostað íslenskan almenning hundruðir miljarða króna, ef "þjóðin" hefði ekki stoppað þau af.
Það er e.t.v. dómstóla að úrskurða um það hvort hér var um gáleysi, dugleysi eða jafnvel um hreinan ásetning að ræða, af hálfu þeirra Steingríms og Jóhönnu, í þessu dæmalausa Icesave klúðri.
Hundruðir miljarða.... menn hafa verið settir inn fyrir minni upphæðir.
![]() |
Knýja á um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 16.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar er "Helvítis fokking fokk" spjaldið núna? Var það kannski uppselt?
Það er svo sem af nógu að taka fyrir slagorðasmiði þegar mótmæla þarf ráðleysi ríkisstjórnarinnar. Icesave klúðrið er æ betur að koma í ljós. Ég lími héðan inn stuttan pistil (innan gæsalappa), sem ég rakst á áðan:
"Bjarni Benediktsson hefur borið fram einfalda spurningu til vinstri stjórnarinnar: Ef þið segið nú, að þið getið náð 75 milljarða króna betri Icesave-samningi en þið gerðuð áður, hvað gerðið þið þá rangt, þegar þið náðuð 75 milljarða króna verri Icesave-samningi á sínum tíma en þið gátuð náð?
Töpuðu Íslendingar 75 milljörðum króna á því að hafa þau Indriða Þorláksson, Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í forsvari í þessu máli? Ef draga á aðra fyrir Landsdóm vegna vítaverðrar vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins, á þá ekki að draga þau Jóhönnu og Steingrím fyrir þennan dóm fyrir að hafa beinlínis með gáleysi eða dugleysi (eða jafnvel með ásetningi, ef það sannast) kostað þjóðina 75 milljarða króna í eftirleik bankahrunsins."
![]() |
Olía lak úr mótmælatunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Minn tími mun koma!", sagði Jóhanna, og hún hafði rétt fyrir sér. Þ.e.a.s. hennar persónulegi tími kom sem formaður síns flokks og forsætisráðherra.
"Hennar tíma" verður þó ekki minnst fyrir eftirtektaverða stjórnunarhæfileika eða útsjónarsemi í erfiðum úrlausnarefnum. Þvert á móti einkennir fát, öryggisleysi og mannafælni öll hennar viðbrögð, frá því "hennar tími kom". Hvað mun þá standa á pólitískum legsteini Jóhönnu? "Kona og lesbía" ...?
Ekki vantaði yfirlýsingagleðina og slagorðin hjá ríkisstjórnarflokkunum fyrir síðustu kosningar. Einhvernveginn finnst mér það sárara, þegar orð fólks sem gefur sig sérstaklega út fyrir að vera sverð og skjöldur hins svokallaða lítilmagna, reynast lítils virði. Það er eitthvað svo ... "extra something".
Tími Jóhönnu var eins og neyðarblys á lofti (kannski í víðtækri merkingu þess orðs); hann var bjartur og náði skjótt mikilli hæð, en hrapaði svo með týruna hraðdofnandi. Tími Jóhönnu er liðinn. Meira að segja flestum flokksmönnum hennar er það ljóst.
![]() |
Jóhanna: sit út kjörtímabilið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 947185
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vesturveldarúnkið lengi lifi
- Áfram Ísland, líka í stelpu sparki.
- Minningarstund í Skálholtsdómkirkju
- Hvorum treystir þú betur?
- OG HÉRNA
- Takmarkað tjáningafrelsi á Íslandi
- Kófið var spegill á okkar innri mann
- Ekki af því þeir eru trans- af því þeir eru karlmenn
- Bæn dagsins...
- Áfram Ísland og auðvitað burt með NATO, EES og Schengen.