Kostuðu Svavar og Indriði hundruði miljarða?

"...eftirgjöf þjóðanna muni skipta hundruðum milljarða í vaxtakostnaði, sem ella hefði fallið á íslenska ríkið samkvæmt þeim samningi sem íslenska þjóðin hafnaði snemma á þessu ári í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Menn tala digurbarkalega um pólitíska ábyrgð og draga svo Geir Haarde fyrir Landsdóm. Meira að segja samráðherrar Geirs í þáverandi og núverandi ríkisstjórn, höfðu atkvæðisrétt um örlög hans. 

Indridi_H_ThorlakssonsvavargJóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon bera pólitíska ábyrgð á samningamönnum sínum í Icesave málinu, þeim Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni. Nú er útlit fyrir að sú pólitíska ráðdeild þeirra hefði kostað íslenskan almenning hundruðir miljarða króna, ef "þjóðin" hefði ekki stoppað þau af.

Það er e.t.v. dómstóla að úrskurða um það hvort hér var um gáleysi, dugleysi eða jafnvel um hreinan ásetning að ræða, af hálfu þeirra Steingríms og Jóhönnu, í þessu dæmalausa Icesave klúðri.

Hundruðir miljarða.... menn hafa verið settir inn fyrir minni upphæðir. Woundering 


mbl.is Knýja á um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heilshugar sammála, hver er úthlutari pólitíkrar ábyrgðar, hver ákveður hvenær ákæra ber gerðir eða aðgerðaleysi ráðherra. Hvar er réttlætisgoðið Atli. N.B nú erum við að tala um starfandi ráðherra eins og lögin gera ráð fyrir.

Sveinn Ulfarssonn (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 10:17

2 identicon

Getur þjóðin ekki kært stjórnina til umboðsmanns Alþingis? Hvað þarf þjóðin að gera til að losna við þessa stjórn? Ef ég yrði staðin að því í vinnunni að svíkja fyrirtækið sem ég vinn hjá yrði ég rekin með það sama! LandráðaStjórnin er á launum hjá þjóðinni og svíkur hana útí það óendanlega en situr sem fastast á háum launum! Halló? Er virkilega ekkert hægt að gera???? Þjóðin vill ekki borga þessu fólki laun lengur!

anna (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband