Færsluflokkur: Bloggar
Það er eins gott fyrir þennan að haga sér vel. En pælið í þessu, ekki nóg með að vera sendur til Íraks, heldur fá tengdamömmu með í kaupbæti!!
Ps. Ég á yndislega tengdamömmu
![]() |
Með tengdamömmu sem yfirmann í Írak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég má til með að leifa ykkur að njóta þessa með mér. Gæsahúð!
Bloggar | 5.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt merki Ol 2012 hefur litið dagsins ljós. Ég er enginn sérfræðingur í lógóum eða auglýsingahönnun en mér finnst þetta merki alveg laust við allann sjarma. Hvað varð um einfaldleikan? Að mínu mati eru einföldu lógóin langbest. Merki HM í Þýskalandi var dæmi um misheppnað lógó. Þar var einhver samvinna í gangi þar sem allt of margir komu að málum.
Merki Ol 2012
![]() |
Merki Ólympíuleikanna 2012 kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://www.youtube.com/v/l_dppH8kaeo">
Gaman að hlusta á þessa. Svo er hún líka með sexý munn
Bloggar | 4.6.2007 (breytt kl. 02:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landsleikur Dana og Svía verður lengi í minnum hafður. Frábær leikur hjá báðum liðum og dramatíkin ótrúleg. Ég og Jökull 11 ára sonur minn horfðum á leikinn í gær og svo aftur í endursýningu í dag. Og við vorum næstum jafn spenntir í endursýningunni! Lýsing Þorsteins Gunnarsson hjá Rúv á leiknum var í sama gæðaflokki og leikurinn.
Extrar Bladet í Danmörku er með þessa mynd og fyrirsögn á netmiðli sínum í dag. Gaurinn sem hljóp inn á völlinn mun ekki eiga sjö dagana sæla á næstunni, en hann mun vera Dani búsettur í Svíþjóð. Spurning hvort upphlaup hans bjargi Christian Poulsen, en hann sló sænskan sóknarmann í magann inn í vítateig, fékk rautt fyrir vikið og vítaspyrna dæmd, þó boltinn væri víðsfjarri.
Miðað við fyrirsögn Extra Bladet þá er Poulsen einnig í djúpum skít. Atvik þetta átti sér stað á 89. min., en Dönum hafði tekist að jafna á ævintýralegan hátt eftir að Svíar komust í 3-0 eftir 26 mínútna leik. FIFA hefur enn ekki lagt sinn dóm á ákvörðun þýska dómarans í leiknum að flauta leikinn af í kjölfar árásar fótboltabullunnar og dæma Svíum 3-0 sigur og því hafa staðfest úrslit á leiknum ekki fengist. Auðvitað veit enginn hvort Sörensen hinn danski hefði varið vítaspyrnuna eða ekki, en úr því fæst aldrei skorið. Ég hefði mikið viljað gefa fyrir að vera á Parken þessa kvöldstund. Ógleymanlegt!
![]() |
Svíum dæmdur 3:0 sigur á Dönum á Parken eftir árás á dómara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 3.6.2007 (breytt kl. 16:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
![]() |
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það litla sem má lesa úr þessari Mbl. frétt er að verkamenn á Kárhnjúkum hafa yfir litlu að kvarta nema veðrinu. Um það mun sendiherra Portúgals skila skýrslu til stjórnavalda í heimalandi sínu. Hvert upphlaupið af öðru hefur verið um meint harðræði og slæman aðbúnað á svæðinu frá upphafi framkvæmda. Stórar fyrirsagnir í blöðum í æsifréttastíl sem við nánari skoðun hefur oft reynst tómt bull eða í besta falli ýkjur. Það efast auðvitað enginn um að aðstæður þarna eru mjög erfiðar og margir Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta. En verkið þarf að vinna og málið snýst um hvort vinnulöggjöf sé brotin. Enginn er þarna nauðugur og ef laun eru lág þá er það ekki við Impregilo að sakast heldur íslenska verkalýðshreyfingu sem semja um lágmarkslaun.
Því verður þó ekki á móti mælt að Impregilo hefur gefið höggstað á sér og því hefur þeim reynst erfitt að reka af sér slyðruorðið. En andstæðingar framkvæmdanna hafa verið duglegir að hlaupa í blöðin með illa rökstuddar ásakanir. Sennilega hafa fáar framkvæmdir verið undir jafn öflugri smásjá og framkvæmdirnar fyrir austan og þar hafa þekktir andstæðingar framkvæmdanna verið áberandi, s.s. Guðmundur Gunnarsson form. rafiðnaðarsambandsins o.fl.Ég þekki persónulega Íslendinga sem hafa unnið þarna sem hafa allt aðra sögu að segja, en ég þekki líka Íslendinga sem taka undir bullið, en svo merkilega vill til að þeir eru líka á móti virkjuninni.
Ég sé stundum kvartað yfir því að málum sé ekki fylgt eftir af blaðamönnum, þegar fréttir með stórfyrirsögnum hafa birst um ástandið þarna. Hvers vegna er málum ekki fylgt eftir? Eða er þeim fylgt eftir, bara komið í ljós að ekki er eftir neinu að slægjast? En svo mikið er víst, að leiðréttingarnar fá ekki jafnstórar fyrirsagnir og ásakanirnar. Það eru ekki ný sannindi.
![]() |
Mun senda skýrslu til stjórnvalda í Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 (breytt kl. 14:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íbúar í Fjarðabyggð eru orðnir 6.032, þarf af búa 1.534 í starfsmannaþorpinu á Haga. Í dag 1. júní fór íbúafjöldi Norfjarðar í 1.500 manns og hefur íbúum fjölgað þar um 40 frá 1. desember sl. Fjölgun íbúa í Fjarðabyggð án tillits til íbúa á Haga frá 1. desember 2006 er 2.5% eða 110 manns.
Meðaltekjur hafa gjarnan verið lágar á landsbyggðinni borið saman við höfuðborgarsvæðið. Það verður ekki síður spennandi að skoða samanburðinn í þeim efnum þegar álverið á Reyðarfirði hefur tekið að fullu til starfa. Ekki einungis að laun þar eru með ágætum, heldur ýtir samkeppni um vinnuafl launum upp annarsstaðar.
Bloggar | 1.6.2007 (breytt kl. 22:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er næsta víst að ekki væri möguleiki á þessari þjónustu frá Egilsstöðum ef ekki væri fyrir framkvæmdirnar hér fyrir austan. Afleiðingarnar teigja sig víða. Með þessu móti spörum við tveggja tíma innanlandsflug með tilheyrandi kostnaði og veseni.
Ég ætla ásamt töluverðum hópi fólks úr Grunnskóla Reyðarfjarðar og mökum þeirra að nýta mér þessa þjónustu föstudaginn 8. júní. Ferðinni er heitið til Póllands, nánar tiltekið til Krakow. Tekin verður ferja frá Kaupmannahöfn til Póllands, og síðan lestarferðir og innanlandsflug. Flogið til baka frá Varsjá til Köben.
Tilhlökkunin er mikil og fæst ef nokkurt okkar hefur farið til Póllands áður. Pólskur maður, Swavek, sem vann hjá Bechtel á Reyðarfirði sem túlkur og fl. verður okkur innan handar. Ef ég kemst í tölvu á ferðalaginu mun ég blogga eitthvað um það.
![]() |
Fyrsta Kaupmannahafnarflug Iceland Express frá Egilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Steingrímur J. Sigfússon var upptekinn af Samfylkingunni í ræðu sinni, eftir stefnuræðu Forsætisráðherra. Það er gjarnan háttur þeirra sem vita upp á sig sök, að gera árás að fyrra bragði í vörn sinni og það gerði Steingrímur svikalaust. Hann virðist ásamt samflokksfólki sínu í VG í neiðarlegri afneitun á klúðri sínu gagnvart mögulegri myndun vinstristjórnar. VG-fólk virðist hafa öðruvísi "merkjamál", þannig að annað fólk skilur orð þeirra og gjörðir á allt annan hátt en það sjálft. Sagði Steingrímur að vinstri-græn hefðu verið að sönnu reiðubúin til að taka þátt í myndun raunverulegrar félagshyggju- og umhverfisverndarstjórnar. Vandamálið var bara að það skynjaði það engin annar fyrr en hann kjökraði út úr sér eftir að Geir og Ingibjörg voru byrjuð að tala saman, að forsætisráðherrastóllinn yrði hennar og að VG myndi ekki setja neina úrslitakosti varðandi stóriðjustopp.
Steingrímur J. hefur reist sér minnisvarða, orðspor deyr ekki.
![]() |
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 (breytt kl. 21:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947683
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Miklar breytingar í gangi
- Bólusetningablessun: Tvíburafaraldur einhverfu og hraðkrabba - Paracetamol (Tylenol - acetaminophen)
- Vísindahernaður, heilsa og heilbrigðisyfirvöld
- Þögnin um þjóðarmorðið í Nígeríu af hverju skiptir líf kristinna minna máli?
- Syrgi minn góða vin, Flugfélagið Play
- Atvinnumissir og áhugalaus ríkisstjórn
- Drambið okkar
- Því miður gekk þetta ekki.
- Fréttaritstjórn Morgunblaðsins ennþá á lægsta plani Hamas áróðurs.
- ÞESSI ENDALOK HAFA VERIÐ FYRIRSÉÐ SVO MÁNUÐUM OG MISSERUM SKIPTIR.....