Færsluflokkur: Bloggar

Aukið jafnrétti eykur drykkjuhneigð kvenna

Norskar konur eru drykkfelldari en aðrar konur á Vesturlöndum. Þar er meðal annars kennt um að jafnrétti hefur aukist milli karla og kvenna í Noregi, og norskar konur taka nú meiri þátt í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norsku lýðheilsustöðvarinnar.

Þessa frétt sá ég á vísi.is. alkiHvað veldur? Er það samviskubit vegna heimilis og barna? Eða vegna þess að konur á framabraut fresta því fram eftir aldri að stofna heimili og eignast börn? 

En talandi um jafnrétti þá finnst mér jafnréttisumræðan oft á tíðum vera á villigötum, sérstaklega hjá feministum. Þær má stundum skilja þannig að einhver ill öfl vilji koma í veg fyrir jafnan rétt kynjana. Að einhverji vondir kallar rói að því öllum árum að koma í veg fyrir jafnrétti.

Konum væri meiri akkur í að hlusta á aðrar konur sem náð hafa árangri á sínu sviði og læra af þeim en að hlusta á svona neikvætt væl. Guðfinna Bjarnadóttir og Rannveig Rist eru gott dæmi um konur sem blása á að kynferði þeirra hafi verið þeim fjötur um fót.

Frétt um daginn að af 25 ríkasta fólki landsins væru aðeins 5 konur, vakti mig til umhugsunar. Ekki hefur þetta fólk auðgast á daglaunavinnu heldur á útsjónarsemi í fjárfestingum. Þar getur kynferði varla skipt máli. Eitthvert forskot virðast karlar hafa þarna á konur sem hlýtur að vera hægt að brúa. Sú brú er ekki kynjakvóti heldur hugarfarsbreyting kvennanna sjálfra.

 


Gekk vel með Pólverjana

Nýr rekstraraðili tók við eina pöbbnum sem er á Reyðarfirði fyrir rúmlega mánuði síðan. Sá aðili tók forskot á reykingabannið og það hefur gengið ágætlega. Pólverjarnir sem eru stór hluti viðskiptavina um helgar, reykja og drekka mikið en tala fæstir orð í ensku. Það hefur ekki þurft sérstaka manneskju í að elta uppi reykingafólk á staðnum eins og Kormákur Geirharðsson virðist hafa áhyggjur af í þessari Mbl. frétt. Nú er hægt að reka þar inn nefið án þess að þurfa að þvo allt af sér í kjölfarið. Ég hef ekki trú á að þetta muni hafa áhrif til hins verra til langframa en kannski fara einhverjir reykingamenn í fýlu, svona til að byrja með. En það er hætt við því að sala á þvottaefnum muni dragast saman í kjölfarið.


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættingjar

Hjón nokkur óku austur fyrir fjall og varð sundurorða við Selfoss. Leið þeirra lá upp í Biskupstungur og þau höfðu þagað þunnu hljóði í dágóða stund þegar þau keyra fram hjá sveitabæ og sjá þar svín í gerði. Þá spyr eiginmaðurinn: "Ættingjar?" "Jebb", segir konan..."tengdafólk!"

misspiggy7


Verður þetta "vandamál" hér?

"Farandverkamenn sem koma til starfa í Bretlandi frá Austur-Evrópu sækjast í aukni mæli eftir því að fá að setjast að í landinu samkvæmt nýrri könnun The Joseph Rowntree Foundation".

Sem leigubílsstjóri keyri ég mikið af farandverkamönnum frá starfsmannabúðum Bechtel hér á Reyðarfirði. Þessi bandaríski verktaki byggir álverið og í búðunum eru um 1500 manns, flestir Pólverjar en einnig er töluvert af öðrum þjóðernum s.s. Bretum, Þjóðverjum og Bandaríkjamönnum. Þó hefur fækkað mikið úr röðum annara en Pólverja.

Svo virðist sem töluverðrar andúðar gæti á Pólverjum meðal allra annarra þjóðerna, líka meðal fólks frá Austur-Evrópu. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það, en Englendingur einn sagði við mig um daginn þegar hann var að kveðja mig eftir um árs viðveru hér og var reyndar aðeins búinn að fá sér í tánna; "Þið vitið ekki hvað þið eigið gott hér á Íslandi, það er búið að eyðileggja England með innflytjendum". Annar maður, Þjóðverji sem ég kynntist ágætlega, sagði við mig; "Þið skuluð ekki reikna með að allir þessir Pólverjar fari bara heim til sín þegar þeir verða atvinnulausir hérna, þeir hafa ekki að neinu að hverfa. Hérna hafa þeir öðlast bótaréttindi en hafa kannski engin réttindi heima hjá sér".

Ég velti því stundum fyrir mér hvort þjóðfélagið okkar verði jafn umburðarlynt gagnvart innflytjendum þegar þenslan minnkar og jafnvel atvinnuleysi fer að gera vart við sig, eins og þegar okkur vantar fúsar vinnuhendur. Það er spurningin.


mbl.is Farandverkamenn sækjast eftir að ílengjast í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður VG alltaf óánægjubandalag?

Ég hef verið að skoða bloggsíður nýrra bandamanna okkar íhaldsmanna, Samfylkingarfólks. Þar herja V-Grænir á þeim af mikilli grimmd og rukka þá um Fagra Ísland. Það er nú ekki farið að örla á neinum framkvæmdum þessarar ríkisstjórnar en samt kraumar í kommunum bræðin yfir afglöpum Samfó. Ég fer að vorkenna Samfylkingarfólki eins og ég vorkenndi Framsóknarmönnum á síðasta kjörtímabili, að þurfa að hafa þennan söng yfir sér . Þetta er eins og suð í þreytandi krakka eða manísk ólund í gamlamenni.

Fólk sem hefur aðhillst tilteknar virkjunarframkvæmdir og stóriðju er kallað stóriðjusinnar og látið að því liggja að það vilji virkja allt sem rennur en það er auðvitað mikill misskilningur. A.m.k. þekki ég engan með slíkar skoðanir en margir vilja nýta orkuna í landinu á skynsamlegan hátt. Ágreiningur getur skapast um hvað ber að vernda og hvað ekki. VG er á móti öllu og verða þ.a.l. alltaf óánægðir, þannig að við hin verðum að leysa þau ágreiningsefni í rólegheitum, sem upp kunna að koma í framtíðinni.


Eru þeir trúverðugir?

Eitthvað kannast ég við þessi vinnubrögð mótmælenda. Fólkið sem mótmælti hér fyrir austan hafði lítið sem ekkert kynnt sér málin og hafði ákveðnar ranghugmyndir um verkefnin á Kárahnjúkum og á Reyðarfirði. Það talaði t.d. um að framkvæmdir væru ólöglegar á báðum stöðum. En þeim var svosem vorkunn, þeir fengu upplýsingarnar frá íslenskum Grænfriðungum
mbl.is Grænfriðungar mótmæltu við finnskt kjarnorkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegrun Reyðarfjarðar

reyðoÞessa dagana eru starfsmenn Umhverfissviðs að vinna við útplöntun á Reyðarfirði. Í þessum áfanga er unnið við innkeyrsluna í bæinn og er plantað trjám sem til hafa fallið til vegna framkvæmda á Búðarmel. Næsti áfangi er útplöntun vestur frá hringtorgi við innkeyrsluna í bæinn. Óhætt er að fullyrða að þessar framkvæmdir munu setja sterkan svip á innkomuna í bæinn og auka fegurð staðarins.

Ferming og söngur

Ég syng í kirkjukór Reyðarfjarðar, en það hefur verið frekar erfitt fyrir mig að syngja í messum undanfarin misseri vegna vinnunar. Ég hef þó reynt að mæta þegar sérstök tilefni eru s.s. jól og páskar, brúðkaup og jarðarfarir og núna í morgunn var ferming. Messan byrjaði kl. 10.30 en við mættum kl. 9 til þess að renna yfir messusvör og sálma og til að mýkja röddina aðeins. Með okkur var 17 ára gömul stúlka, Ragna Jara Rúnarsdóttir sem söng einsöngslag með kórnum. Stúlkan sú syngur alveg eins og engill og ég áttí fullt í fangi með að einbeita mér að eigin söng með kórnum. Ég fékk gæsahúð við að hlusta á hana. Einnig söng hún nokkur lög við altarisgönguna, blíðum rómi.

Mér var dempt í það að syngja tvö sóló vers í gospellagi með kórnum, átti nú ekki von á því þegar ég mætti í morgunn rámur og nánast ósofinn en ég slapp skammlaust frá því...held ég Blush. Ég neita því ekki að hjartað sló örar af stressi að syngja þetta eftir tvö rennsli á æfingunni í morgunn en ég bjó að því að hafa sungið þetta fyrir ári síðan af sama tilefni. Merkilegt hvað svona lagað tollir í manni án þess að hafa hugmynd um það Shocking

 

Kirkjan á Reyðarfirði er næstum 100 ára gömul, byggð 1911 minnir mig. ferming05 004Kirkjuloftið er lítið og kósí og hljómurinn þaðan út í kirkjuna er magnaður. Á myndinni er Eyrún dóttir mín að spila á klarinett í fermingarmessu 14 ára gömul, með organistanum, kórstjóranum okkar og skólastjóra tónlistarskólans, Gillian Haworth sem búið hefur á Reyðarfirði í 16 ár. Gillian, eða Dilly eins og hún er kölluð, var mikill hvalreki (hún er samt grönn og nett Grin)  fyrir tónlistarlíf í Fjarðabyggð og reyndar Austurland allt og þó víðar væri leitað, er hún flutti hingað frá heimalandi sínu Englandi. Hún er óbóleikari með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er nýlega búin að fara í áheyrnarpróf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún stóð sig með prýði og er því orðin vara-óbóleikari með þeirri frábæru hljómsveit.

Safnaðarheimili var byggt við kirkjuna fyrir rúmum áratug sem hefur nýst ágætlega í margskonar menningarlegum tilgangi. Þar er m.a. æfingaaðstaða kirkjukórsins. Hér fyrir neðan er vatnslitamynd af kirkjunni og safnaðarheimilinu.

forlist


Ég vann! - ofbeldisleikir

 Umræða um ofbeldisleiki á netinu hafa verið fyrirferðarmiklir í bloggheimum sem annarsstaðar, sérstaklega eftir að þessi nauðgunarleikur barst í hámæli. Sumir benda á afhverju fólk sé svona viðkvæmt fyrir þessu þegar allskonar morð-leikir fá að vera óáreittir. Morðleikirnir byrja strax í rapebarnæsku og þurfti ekki internetið til hér í den...bófahasar o.þ.h. Svo virðist sem flestir nauðgarar geri sér ekki grein fyrir alvarleika brotsins og standa jafnvel í þeirri trú að fórnarlambið hafi í raun viljað þetta. Þessvegna er ofbeldisfullt klám e.t.v. hættulegra þegar "tæpir" einstaklingar eiga í hlut, heldur en venjulegar morðmyndir...eða leikir.

Í tilefni af þessu læt ég hér fylgja ör-sögu um æskuminningu.

 Þegar ég var 9 ára fórum við strákarnir í leik sem gekk út á það hver dræpist flottast. Sá sem drepa átti, stóð upp á stórum steini í brattri túnbrekku. Síðan stóð aftökusveitinn fyrir neðan með vélbyssur og fórnarlambið lét sig gossa fram af steininum með tilheyrandi óhljóðum og kútveltist niður brekkuna. Dauðastellingin þegar niður var komið var líka mikilvæg, svo að vanda varð alla senuna. Dómnefndin var aftökusveitin. Þegar allir höfðu verið drepnir nokkrum sinnum og ég aldrei unnið, þá sá ég að ég varð að leggja eitthvað meira í þetta. Svo þegar röðin kom að mér í þriðja eða fjórða skiptið lét ég mig flakka með miklum tilþrifum fram af steininum og lendi mjög illa á öxlinni og viðbeinsbrotna. Eftirleikurinn var "ekta" af minni hálfu þegar ég veltist niður brekkuna með ógurlegum öskrum...sem hættu ekki þegar niður var komið. Í gegnum grenjið í sjálfum mér heyrði ég að félagar mínir voru ennþá að skjóta, því ég var augljóslega ekki dauður, bara særður. Þegar þeir áttuðu sig loks á að ég var ekki að leika, hjálpuðu þeir mér á fætur og fylgdu mér heim. Á leiðinni sáu þeir að ég var sárkvalinn og kjökrandi og einhver þeirra sagði hughreystandi " Gunni, þú vannst".


Uppáhalds blómið

Þessi verður ekki sagður öðruvísi en á engilsaxneskri tungu:

MARRIAGE SEMINAR
While attending a Marriage Seminar dealing with communication, Tom and his wife Grace listened to the instructor, "It is essential that husbands and wives know each other's likes and dislikes." He addressed the man, "Can you name your wife's favorite flower?" Tom leaned over, touched his wife's arm gently and whispered, "It's Pillsbury, isn't it?

doughboy1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband