Verður leiðrétting á jafn áberandi stað?

Það litla sem má lesa úr þessari Mbl. frétt er að verkamenn á Kárhnjúkum hafa yfir litlu að kvarta nema veðrinu. Um það mun sendiherra Portúgals skila skýrslu til stjórnavalda í heimalandi sínu. Hvert upphlaupið af öðru hefur verið um meint harðræði og slæman aðbúnað á svæðinu frá upphafi framkvæmda. Stórar fyrirsagnir í blöðum í æsifréttastíl sem við nánari skoðun hefur oft reynst tómt bull eða í besta falli ýkjur. Það efast auðvitað enginn um að aðstæður þarna eru mjög erfiðar og margir Íslendingar láta ekki bjóða sér þetta. En verkið þarf að vinna og málið snýst um hvort vinnulöggjöf sé brotin. Enginn er þarna nauðugur og ef laun eru lág þá er það ekki við Impregilo að sakast heldur íslenska verkalýðshreyfingu sem semja um lágmarkslaun.

´karahnj

Því verður þó ekki á móti mælt að Impregilo hefur gefið höggstað á sér og því hefur þeim reynst erfitt að reka af sér slyðruorðið. En andstæðingar framkvæmdanna hafa verið duglegir að hlaupa í blöðin með illa rökstuddar ásakanir. Sennilega hafa fáar framkvæmdir verið undir jafn öflugri smásjá og framkvæmdirnar fyrir austan og þar hafa þekktir andstæðingar framkvæmdanna verið áberandi, s.s. Guðmundur Gunnarsson form. rafiðnaðarsambandsins o.fl.Ég þekki persónulega Íslendinga sem hafa unnið þarna sem hafa allt aðra sögu að segja, en ég þekki líka Íslendinga sem taka undir bullið, en svo merkilega vill til að þeir eru líka á móti virkjuninni.

Ég sé stundum kvartað yfir því að málum sé ekki fylgt eftir af blaðamönnum, þegar fréttir með stórfyrirsögnum hafa birst um ástandið þarna. Hvers vegna er málum ekki fylgt eftir? Eða er þeim fylgt eftir, bara komið í ljós að ekki er eftir neinu að slægjast? En svo mikið er víst, að leiðréttingarnar fá ekki jafnstórar fyrirsagnir og ásakanirnar. Það eru ekki ný sannindi.


mbl.is Mun senda skýrslu til stjórnvalda í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband