Færsluflokkur: Bloggar
10. júní
Sunnudagurinn rann upp bjartur, fagur og hlýr. Slawek Gorski, okkar maður í Póllandi var mættur á hótelið okkar upp úr kl 9 og nú skyldi kastali borgarinnar skoðaður. Haldið var fótgangandi af stað eftir morgunverðinn út í veðurblíðuna. Svawek, eins og nafn hans er borið fram, er menntaður guðfræðingur ásamt í einhverju fleiru sem ég man ekki í svipinn, er hafsjór af sögulegum fróðleik og hann var afar duglegur að deila þeim fróðleik með okkur. Þarna er saga í hverju skrefi og ómetanlegt að hafa slíkan leiðsögumann.
Svawek varð tíðrætt um kommúnistatímann í Póllandi og fljótlega eftir að við lögðum af stað frá hótelinu komum við að Solidarnostorgi, sem hét auðvitað eitthvað allt annað í valdatíð kommúnista. Reyndar sagði Svawek okkur að ýmis stræti og torg í Póllandi bæru nöfn sín að meðaltali í 20 ár síðan 1945. Fyrir tíma kommúnista hét torgið einhverju Pólsku nafni en eftir stríð hér það Stalín-torgið. Svo þegar Stalín dó hét það Friðartorgið og að lokum eftir 1989 var það kennt við pólska verkalýðsfélagið Samstöðu sem Lech Walesa stóð í fararbroddi fyrir. Árið 1970 höfðu orðið þarna mótmæli og átök og var herinn kallaður til sem hóf að skjóta handahófskennt á mótmælendur með þeim afleiðingum að 16 manns lágu í valnum. Flest fólk liðlega tvítugt að aldri, þar af tveir 16 ára unglingar. Á myndinni vinstramegin er líkneskið "Engillinn" til minningar um atburðinn og á hægri myndinni er minningarskjöldurinn með nöfnum og aldri fórnarlambanna.
Elsta kirkjan í Stettin er hér til vinstri, um 900 ára gömul. Að sögn Svaweks hafa Pólverjar verið mjög umburðarlindir í gegnum aldirnar gagnvart hverskyns trúarbrögðum og hópum og hafa margir fundið skjól í landinu þó opinber trúrækni hafi ekki verið litin sérlega hýru auga þegar landið var undir hæl Rússa. Meirihluti landsmanna er kaþólskur. Kirkjan er í horninu á Solidarnostorginu og kastalinn sem ferðinni var heitið til, hinu megin við götuna. Allt í þægilegu göngufæri við hótelið okkar, Hotel Neptune sem er staðsett í hjarta borgarinnar.
Hér er líkan af kastalanum í anddyri hans, besta myndin sem ég náði af honum
Fyrir utan merkilega sögu kastalans sem hýst hefur marga konunga, m.a. Svíakonung um miðja 17. öld, þá fannst mér turninn vinstra megin á myndinni merkilegastur, en í honum er 70 kg. pendúll sem hangir í 28,5 m. löngum vír. Pendúlinn hannaði franskur eðlisfræðingur árið 1851 og er hann talin einstök sjónræn sönnun þess að jörðin snúist um möndul sinn. Torg er í miðju kastalans. Þar er einnig stórt og mikið svið þar sem listamenn af ýmsu tagi koma fram daglega. Krakkar í þjóðbúningum voru að dansa þar þegar við komum.
Pendúllinn góði, ofan frá og niðri.
Fróðleikur um pendúlinn.
Útsýni úr kastalaturninum. Næst er gamla kirkjan og fjær fyrir ofan kirkjuna er annar og nútímalegri turn, en upp í topp á honum fórum við og fengum okkur kaffi á veitingastaðnum sem þar er, að loknum göngutúrnum. Svona "Perla" þeirra Stettin-búa.
Kaffiperlan okkar. Magnaðar byggingar þarna
Um kvöldið fór hópurinn út að borða með Svawek og fjölskyldu hans. Svawek vildi endilega að við prófuðum dæmigerðan pólskan mat og valdi til þess skemmtilegan veitingastað í 10 mínútna göngufæri frá hótelinu.
Hópurinn sestur að borði.
Vandvirknin skín úr andlitum Nonna og Öllu. Svínakjöt að hætti Pólverja.
Svawek leystur út með gjöfum. Silfurberg úr Helgustaðanámu í Reyðarfirði með íslenska fánanum og íslenskt brennivín.
Nonni að sýna börnum Svaweks fingragaldra, móðirin hefur "þriðja augað" á þeim Carol, Simon, Svawek, Weronika og Viola.
Hópurinn myndaður að máltíð lokinni. Það var nóg að gera hjá ljósmyndaranum
Að loknum vel heppnuðum degi og kvöldmáltíð fóru sumir á pöbbarölt, eða bara rölt. Aðrir héldu heim á hótel að hvíla lúin bein. Yndislegur dagur.
Bloggar | 21.6.2007 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég ætla að stikla á stóru í næstu færslum um ferðalag okkar 29 Reyðfirðinga til Póllands og Kaupmannahafnar dagana 8.-19. júní. Hópurinn samanstóð af kennurum Grunnsk. Rreyðarfjarðar og mökum þeirra.
8.-9. júní
Flogið var beint til Köben frá Egilsstöðum og tekin ferja þaðan um kvöldið og til lítils hafnarbæjar í Póllandi, Swinoujscie (Swinemunde) við landamæri Þýskalands. Þægilegur ferðamáti þegar hægt er að nota hann að hluta til svefns. Fríhafnarverslanir og veitingastaðir, næturklúbbur og spilavíti og ekki spillti fyrir spegilsléttur sjór alla leið. Við lögðum í hann frá Köben kl. 9 um kvöldið og komum á áfangastað kl. 8 morguninn eftir. Í Swinoujscie tók á móti okkur hann Slawek (borið fram Swavek) sem við höfðum kynnst á Reyðarfirði, því hann sá um almannatengsl þeirra Pólverja sem vinna hjá bandaríska verktakanum Bechtel, sem byggir álver Alcoa. Alveg hreint yndislegur maður sem við hefðum ekki viljað vera án í ferðalaginu. Hann talar ágæta ensku en Pólverjar eru ekki þekktir fyrir að tala annað en móðurmálið og e.t.v. hrafl í þýsku og rússnesku.
Þegar í land var komið beið okkar rúta sem við höfðum fyrir okkur þessa 3 daga í NV-Póllandi og haldið var af stað til heimabæjar Swavek, Szczecin (Stettin) við Oder. Þessi N-vesturhluti Póllands var fyrir seinni heimsstyrjöldina hluti Þýskalands (Prússlands)og hafði verið það í 200 ár og þess vegna eiga flestar borgir og kennileiti sér einnig þýsk nöfn. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var borgin gerð að höfuðborg þýska fylkisins Pommern. Þetta hefur þó ætið verið pólskt menningarsvæði og móðurmál fólksins pólska. Skipaskurður liggur frá borginni alla leið til Berlínar sem er í rúml. 100km fjarlægð í beinni loftlínu.
Siglt áleiðis til Póllands. Brúin milli Danmerkur og Svíþjóðar í baksýn
Glatt á hjalla á einum pöbbnum um borð. Þóroddur, Viðar, Erna, Rúna, Hildur og Siggi.
Í Stettin er mikill skipasmíðaiðnaður og því varð borgin illa úti í loftárásum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Mörg íslensk fiskiskip eru smíðuð í Stettin. Við komuna til borgarinnar sem telur um 450 þús. manns var fljótlega farið á röltið og við Íslendingarnir eltum Swavek sem var eins og gæsamamma með ungana sína í halarófu á eftir sér.
Hluti hópsins með Swavek, sá hávaxni fyrir miðju.
Ansi gróðursæl bygging. Skyldi skorkvikindi ekki slæðast innum gluggana?
Um 30 stiga hiti var í borginni þegar við komum og því ljúft að stoppa og fá sér einn kaldann á röltinu. Svo fórum við í útsýnissiglingu um sýkin og skurðina sem liggja þarna um allt en borgin er í um 60 km fjarlægð frá Eystrasaltinu. Þegar við vorum á siglingunni kom skyndilega gríðarleg úrhellisdemba sem breyttist svo í haglél, í 30 stiga hita!! Höglin voru sum hver á stærð við stór bláber og á myndinni hér til hægri má greina þau á rauðu gólfinu. Myndin verður stærri ef þið smellið á hana.
Bloggar | 20.6.2007 (breytt kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komum til Köben frá Póllandi í gærkvöldi. Í Póllandi hefur verið 25-37 stiga hiti og Krakow er hreint frábær borg. Skrifa um hana síðar. En hér í kóngsins Köbenhavn er ekki nema 20 stiga hiti svo það eru dálítil viðbrigði. Kannski ágætt að trappa sig niður fyrir heimferðina á morgun.
Við sexmenningarnir sem framlengdum Póllandsferðina fórum á röltið í gærkvöldi eftir ferðalagið frá Warsjá hingað og komum til baka á hótelið okkar, um miðnættið. Þetta er fínasta hótel, nýuppgert og reyndar ennþá í uppfærslu, í hliðargötu út frá Istedgade . Þegar við komum inn í lobbíið voru þar lögreglumenn og búið að strengja gulan borða utanum afgreiðsluborðið. Rannsóknarlögreglumenn voru að yfirheyra stelpuna í lobbíinu sem tók á móti okkur 3 klt áður með bros á vör en var nú ein taugahrúga með tárin í augunum. Það hafði nefnilega verið framið vopnað rán í lobbíinu okkar rétt á meðan við skruppum í kvöldgönguna. Við þökkuðum okkar sæla að hafa ekki álpast í flasið á þessum ræningja þarna. Þegar við fórum í morgunverðinn í morgunn spurði ég afgreiðslukonu í hótelinu nánar um ránið en hún vildi sem minnst gera úr þessu, greinilega fyrirmæli frá yfirboðurum sínum.
Hilsen í bili...
Bloggar | 18.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

Bloggar | 13.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá leggjum við í hann til Póllands í fyrramálið. Beint flug frá Egilsstöðum til Köben með Iceland Express og þaðan með ferju annað kvöld til fyrirheitna landsins. Ásta konan mín og samstarfsfólk hennar í Grunnskóla Reyðarfjarðar eru að fara í kynnisferð í nokkra skóla þarna í leiðinni. Alls eru þetta 29 manns, þar af 11 makar. Ef það er netsamband þar sem ég verð þá geri ég ferðadagbók með myndum. Annars bíður það bara þar til ég kem heim.
Bloggar | 8.6.2007 (breytt kl. 00:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sigurður Arnalds talsmaður Kárahnjúkavirkjunar segir ástæðu seinkunar við gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar eingöngu vera erfiðar jarðfræðilegar aðstæður við borun ganganna. Hann segir allt tal um ábyrgð Impregilo á hluta seinkunnarinnar vera gróusöguumræðu. Þá sé samstarf Alcoa og Landsvirkjunar ákaflega gott og enginn áhugi sé á að ræða um kostnað eða hugsanlegar skaðabætur Landsvirkjunar vegna seinkunarinnar.
Ómar Ragnarsson er duglegur að mála skrattann á vegginn þegar Kárahnjúkavirkjun er annarsvegar. Á bloggsíðu sinni vitnar hann í egin bók "Kárahnjúkar, með og á móti" og segir:
"Afhendingu rafmagns Kárahnjúkavirkjunar seinkar meira en talsmenn Landsvirkjunar hafa sagt fram að þessu." Þetta er pen lýsing í útvarpsfrétt á þeim blekkingarleik sem viðhafður hefur verið til að fela fyrir þjóðinni hvers eðlis þessi endemis virkjun er og helst að láta sem minnst af því leka út fyrir kosningar. Upplýsingarnar um töfina eru hins vegar ekki endanleg sannindi um málið því að löng þrautaganga er framundan fyrir þá sem reyna eins lengi og unnt er að neita að horfast í augu við hinn bitra sannleika sem á eftir koma í ljós. Öllu þessu var spáð í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" fyrir þremur árum og meira mun á eftir koma.
Það er spurning hvort Ómar og fleiri andstæðingar virkjunarinnar verði fyrir vonbrigðum ef Alcoa krefst ekki skaðabóta, eins og þeir hafa rétt á, ef um seinkunn á afhendingu raforkunnar verður að ræða.
Bloggar | 7.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The fluorescent electric yellow shirt was due to be unveiled at a high-profile event at Stamford Bridge a week tomorrow.
Þetta má lesa í því grandvara blaði The Sun í Englandi.
Nýja útivallaskyrtan. Ekki var hægt að kópera af netsíðunni þeirra þannig að ég smellti bara mynd af skjánum hjá mér. Spurning hvort ekki verði ruglast á Chelsea leikmönnunum og öryggisvörðunum.
Bloggar | 6.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðjón Þórðarson fyrv. landsliðsþjálfari sagði eftir að Ísland tapaði fyrir Tékklandi 4-0 ytra, (þá var Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari) að það væri ekkert að því að tapa 4-0, heldur hvernig liðið spilaði, það skipti öllu máli. Það er hægt að fara stoltur af velli þrátt fyrir stórt tap, ef liðið spilar vel og af baráttu. Ég er sannfærður um að bæði Svíar og Danir hafa lið á topp 10-15 listanum í heiminum í dag og ekkert að því að tapa fyrir þeim, jafnvel 5-0, en ekki á þennan hátt.
Ekkert hefur sést til gleði, bárrátu eða spili hjá íslenska landsliðsins lengi og þeir sem hafa gaman af að horfa á fótbolta verða þunglyndir af að horfa á íslenska landsliðið. Ef Eyjólfur verður ekki látinn taka pokann sinn eftir 8 leiki og aðeins einn sigur þá er það merki um metnaðarleysi allra sem að KSÍ koma.
Ég horfði á leik Eista og Englendinga þar sem England vann 3-0. Eistar geta farið stoltir af heimavelli sínum eftir þann leik því þeir höfðu áhuga á því sem þeir voru að gera og spiluðu með hjartanu. Flottur leikur hjá þeim, þrátt fyrir stórt tap.
![]() |
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tók þetta af vef Fjardabyggdar . Myndin er úr vefmyndavél vegagerðarinnar í Oddskarði. Sést niður í Reyðarfjörð og nesið sem er örlítið hægrameginn við miðju er Hólmanesið við minni Eskifjarðar.
Reyðarfjörður er stærstur Austfjarða um 30 km. langur enda eru hafnarskilyrði eru hin ákjósanlegustu frá náttúrunnar hendi í firðinum. Innst í fjarðarbotninum er samnefndur bær, sem áður var nefndur Búðareyri. Búðareyri varð löggiltur verslunarstaður árið 1890. Reyðarfjörður er nú hluti Fjarðarbyggðar.
Enda þótt sjávarútvegur og fiskvinnsla hafi verið töluverð á Reyðarfirði hér áður vógu þessar greinar ekki hlutfallslega jafn þungt í atvinnulífi staðarins eins og í flestum öðrum sjávarbyggðum austanlands. Verslun, þjónusta og samgöngur skiptu verulegu máli einkum þegar vegasamband við Fljótsdalshérað komst á og verslun héraðsmanna fluttist á Reyðarfjörð.
Nú er útgerð og fiskvinnsla hverfandi en atvinnulífið byggist á ört vaxandi þjónustu og byggingastarfsemi vegna byggingar álvers Alcoa og Kárahnjúkavirkjunar. Höfuðstöðvar Vegagerðar ríkisins á Austurlandi eru á Reyðarfirði svo og aðalskrifstofa Fjarðarbyggðar. Samskip er með fastar áætlunarsiglingar til Reyðarfjarðar.
Áhugaverðir staðir í Reyðarfirði
Íslenska stríðsárasafnið.
Stríðsárin eru eitthvert litríkasta tímabilið í íslenskri menningarsögu á síðari öldum. Þau nutu lítillar virðingar lengst af en hafa loks fengið uppreisn æru. Bretar hernumu Reyðarfjörð í síðari heimsstyrjöldinni, þar var fjölmennt setulið og víða stríðsminjar að finna. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist, árið 1995, í þeim tilgangi að gera fólki kleift að ferðast aftur til daga hersetunnar og ýmist rifja upp gömul kynni eða stofna til nýrra.Safnið er opið daglega frá 1.júní til 31.ágúst frá kl. 13:00 - 18:00 alla daga vikunnar. Utan þess tíma, eftir samkomulagi við safnvörð.
Hólmanes.
Fólkvangur á nesinu milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þar er mikið fuglalíf og sérkennilegar bergmyndanir. Afar ánægjulegur staður til útiveru, hvort sem er í klettum eða fjöru.
Völvuleiðið.
Efst í Hólmahálsinum, nokkru ofan við veginn er leiði völvunnar sem hefur verndað Reyðarfjörð og Eskifjörð frá utanaðkomandi árásum um aldir.
Grænafell.
Skjólsæll og vinalegt svæði undir kjarrivöxnum hlíðum Grænafells skammt vestan við bæinn. Auðveld stikuð gönguleið á fellið meðfram afar fallegu gili Geithúsaár.
Andapollurinn
Andapollurinn er lítil tjörn við bæinn, sem eldisfiski er sleppt reglulega í. Seldi eru veiðileyfi í Veiðiflugunni. Við tjörnina er tjaldsvæði bæjarinns
Þrívörður.
Upplýsingamiðstöð Fjarðarbyggðar og Fjarðaáls skammt ofan þjóðvegar við Sómastaði. Þar er hægt að fræðast um framkvæmdir við álverið auk þess að upplýsingar um Fjarðabyggð almennt eru veittar þar.
Þjónusta á Reyðarfirði.
Öll almenn þjónusta við ferðamenn er góð á Reyðarfirði. Þar eru dagvöru- og sérvöruverslanir, söluskálar, bifreiðaverkstæði, hótel, gistiheimili, vínbúð, lyfjaverslun, kvikmyndahús, heilsugæslustöð o.fl.
Bloggar | 6.6.2007 (breytt kl. 17:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá hef ég eignast mína fyrstu fartölvu. Ég er voðalega lukkulegur með gripinn sem er Acer Aspire 9300 með 17" skjá. Hljóðlát, þægileg og eldsnögg (hljómar eins og drauma eiginkona)
annað en gamli garmurinn, borðtalvan. (Ekki eiginkonan) Fyrir rúmu ári síðan formattaði ég harða diskinn á þeirri gömlu og hún var voða spræk, svona fyrsta kastið, en svo hægði á henni fljótlega aftur. Ég er viss um að einhversstaðar djúpt í stýrikerfinu er timer sem segir tölvunni að pirra eigandi sinn að ákveðnum tíma liðnum svo hann kaupi sér nýja tölvu. Samantekin ráð hjá tölvuframleiðendum
. Fáránlegt að þetta dýr tæki dugi ekki nema 3-5 ár.
Ég er svona aðeins að skoða þetta Windows Vista og mér líst bara vel á það. Ef einhver er með sniðug tips þá eru þau velkomin.
Bloggar | 6.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þögnin um þjóðarmorðið í Nígeríu af hverju skiptir líf kristinna minna máli?
- Syrgi minn góða vin, Flugfélagið Play
- Atvinnumissir og áhugalaus ríkisstjórn
- Drambið okkar
- Því miður gekk þetta ekki.
- Fréttaritstjórn Morgunblaðsins ennþá á lægsta plani Hamas áróðurs.
- ÞESSI ENDALOK HAFA VERIÐ FYRIRSÉÐ SVO MÁNUÐUM OG MISSERUM SKIPTIR.....
- "Almannahagsmunir" Þorgerðar Katrínar ...
- Rifist um rafræn skilríki í Bretlandi - á Íslandi er maður ekki til án þeirra
- NIKE hefur samstarf við franskan tískuhönnuð